Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 13

Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 13
Laugardagur 16. des. 1961 MORCUNBLAÐIÐ 13 Drauganet r eftir Sigurgeir Olafsson, skipstjóra V estmannaeyjum Mynd þessi var tekin af fullveldisfagnaði íslendinga í New York 1. desember s.l. Var hann haldinn að hótel Edisson. 1>ANN 3. nóv. sl. hlustaði ég á (þáttinn „um fiskinn". í þætti þessum var til umræðu skaðsemi „Drauganeta“, en svo nefndi þátt urinn niðurslitin þorskanet. Um Jþetta mál fjölluðu þrír menn: itogaraskipstjóri að nafni Pétur, Jakob fiskifræðingur og stjórn- andi þáttarins Stefán Jónsson. Allir sungu þeir bannsöng yfir sínum „Drauganetum" og heyrð- ist engin hjárómarödd svo inni lega var sungið. Togaraskipstjór- inn taldi sig oft hafa f*ngið upp töpuð nælonnet bunkuð af fiski lifandi og dauðum, og nefndi hann staði, þá sem þessi ófögn- uður fengizt helzt. Net þessi vOru á öllum aldrí, að mér skyldist, allt frá því að vera ný og allt að því að vera 2—3 ára gömul. Jakob taldi að Iþessi töpuðu net myndu geta fyllzt af fiski 2—3 á vertíð og jafnvel öftar og gætu haldið á- fram að veiða í mörg ár. Lítum aðeins á fullyrðingar þessara spámanna áður en lengra er haldið. i Það má vel vera að Pétur fái oft upp töpuð net í trollið, en að þau séu ætíð bunkuð af fiski, því trúi ég ekki og skal ég nú reyna að gera grein fyrir af hverju mín vantrú stafar. Eg hef verið með báta á þorska netjaveiðum á hverri vertíð síð- an 1951 og tel þar af leiðandi að ég þekki nokkuð vel til þessara veiða. Síðan nælonnet komu til sögu hefir það verið mín bitra reynsla, sem og allra formanna í Vestmannaeyjum og sjálfsagt víðar, að oft hefur orðið að taka í land mikið af netum, sem hafa verið mikið til og jafnvel alveg heil, vegna þess að þau eru hætt að fiska. Þetta gerist oft eftir að netin hafa verið notuð í svo sem mánaðartíma og oft skemur, einkum þegar fer að vora og hlýna í veðri. Þetta eru staðreyndir sem all- ir, er þorskveiðar stunda hafa fengið að þreifa á. Eða þorir nokk ur að halda því fram í alvöru, áð bátaformenn geri það að gamni sínu að taka í land óslitin eða lít- ið slitin net, þ^gar netaslang- an kostar orðið nær eitt þúsund krónur stykkið! Eg segi nei, en svo verður fyrir manni sú stað- reynd að togaraskipstjóri kemur fram fyrir alþjóð í sjálfu Ríkis- útvarpinu og segir að það sé mjög algengt að fá upp töpuð þorska- net full af fiski og það jafnvel 2—3 ára gömul. Miklir fádæma aular hafa ann- ars valizt á bátaflota okkar ís- lendinga. Þeir henda ágætis net- um í land eftir svo sem þriggja vikna til mánaðar tírna, vegna þess að þau eru hœtt að fiska, en hjá togaraskipstjórunum fiska þau í tvö til þrjú ár. Mér hefur nú fundizt full strembið að fá fisk í ný og góð net um hávertíðina hvað þá að þau væru komin á annað árið «ð ég nú ekki tali um það þriðja. En hjá togurunum koma þau upp á öllum tímum árs full af fiski. Eg hef oft orðið fyrir því sjálfur að fá upp töpuð net á trolli, en ég hef aldrei séð í þeim eitt einasta fiskkvikindi lif- andi eða dautt, en ég hef séð annað. Á kúlunum sem halda eiga opnu netinu hefur safnast mikill gróður, hrúðurkarlar og slí, sem að vitanlega draga mjög úr flot- magni þeirra, garnið í netunum hefur bókstaflega verið loðið af Slý Og óþverra. Tel ég mjög líklegt að net sem búið er að vera í sjó t.d. 2 ár haldist alls ebkert opið heldur liggi alveg saman og þó að það væri eitfchvað opið tel ég útilok- að að nokkur fiskur komi í það eftir reynslu þeirri sem ég hef éður bent á að fáist á vertíðinni með netum þeim sem láta þarf í land vegna þess að þau eru hætt að fiska og eru þá aðeins að byrja að fá á sig blæ af þeim gróðri sem í þau sezt. Þegar net tapast eru það sjaldnast heilar trossur, heldur nokkur net úr hverri, oftast gerist slíkt á slæmum botni. Hvert net er um það bil 30 faðmar á lengd. Nú slitnar ek-ki alltaf alveg í botni, heldur einhversstaðar á niðurstöðunni og er því mjög líklegt að netin leggizt meira og minna saman þegar þau falla aft- ur til botns. Stundum tapast net vegna þess að þau dragast saman í hnúta, margar trossur saman, en oftast tapast þau af völdum togara. Ekkert af þessum netum. fiskar meðan þau eru nýtöpuð, hvað þá þegar þau eru farin að safna í sig gróðri. En af hverju er þá fiskur í netunum hjá togurun- um? Sem ég dreg mjög í efa að sé nokkurt magn. Það hefur verið reynsla margra skipstjóra við þorskanetaveiðar að betur fáist í þær trossur sem togarar hafa togað nálægt eða upp að og er hér um að ræða fisk sem trollið hefur styggt en á flóttanuim undan því lent í netun um. Þessi net sem togararnir fá upp eru jafnvel búin að liggja lengi á togsvæðinu án þess að togað sé á þau og sjálfsagt oft búið að toga mjög nærri mörgum þeirra áður en þau eru fiskuð upp. Þegar togari lendir á netum sem liggja greið, kemur það oft fyrir, ef togað er þvert á legu netanna, að þau koma á báða hlera eða þá á bæði „rossin" og eru svo streit á milli hlera eða rossa. . * Þegar slíkt kemur fyrir á allur sá fiskur sem á annað borð er á því svæði, sem á milli hleranna er og því svæði, sem togað er yfir eftir að netin koma á, ómögu legt með annað en að lenda í netunum, sem liggja þvert fyrir kjaftinn á trollinu. Eins er mjög líklegt að þáu net sem togari er búinn að draga á eftir sér svo óg svo lengi, en losna svo af troll- inu áður en híft er upp, hafi fiskað eitthvað meðan þau voru á ferð. Síðan getur liðið langur tími þar til þau lenda fyrir troll- inu aftur, fiskurinn drepizt og nýr bætzt við í seinni ferðinni með trollinu. Það er miín skoðun, að fiskur sá sem í þessum togaranetum er, sé oftast til kominn á þennan hátt. í áður nefndum þætti var um það talað að bátaformenn tröss- uðu mjög að tilkynna niðurslitin net og má það vel vera. En ég spyr: Hefur nokkur heyrt að tog- araskipstjóri hafi tilkynnt um, þegar hann hefur farið inn á netasvæði og slitið uppistöður af einni eða fleiri trossum, skipt þeim í búta og orðið þess vald- andi að net hafa tapazt með öllu, oft í stórum stíl? Eg hefi aldrei heyrt það. En mér er ekki grun- laust um að í þessum drauganet- um, sem algerlega virðast hafa farið á heilann á íslenzkum tog- araskipstjór'um, sjái þeir oft speglast sín fyrri verk og væri sannarlega ekki nema gott til þess að vita, ef þeir vildu segja til þeirra neta sem þeír verða valdir að tapi að. Þau yrðu þá ekki færð á slóðareikning báta- formanna. Annars skil ég ekki þá atvinnu rógsherferð, sem togaraskipstjór- ar hafa ýtt úr vör í sambandi við þessi net og er ég sjálf- sagt ekki einn um að hafa tak- markaðan skilning á því, Mér finnst að í þessu sambandi höggvi togaraskipstjórar óþarf- lega pærri sjálfum sér, því að mörg eru netin í sjónum töpuð af þeirra völdum, og ég vil segja fleiri en af völdum bátasjómanna sjálfra. Situr því sízt á þeim að róta upp blekkingamoldviðri um þessi drauganet hans Stefáns Jónssonar, sem mér finnst hafa sýnt fádæma smekkleysi svo ekki sé meira sagt, að bjóða ekki ein- hverjum bátasjómanni, sem stund að hefur þorskanetaveiðar þátt- töku í þessum ummræðum, nema þátturinn hafi átt að vera einn liður í atvinnurógsherferð tog- araskipstjóra, en því á ég bágt með að trúa. Eins og áður er sagt taldi Jakob að drauganetin gætu fyllst af fiski tvisvar til þrisvar á ver- tíð. Við sem þessar veiðar stund- um, þykjumst sjá á því mun, og hann mikinn, hvað minna kemur af fiski í netin seinni nóttina ef um eitthvert fiskmagn er að ræða, verði netin tveggja nátta. Þetta teljum við stafa af því að netin leggjist niður undan þunga fisksins, sem í þau hafði komið fyrri nóttina. Má telja fullvíst að net, sem tapast þegar mikii fiskigengd er, leggist mjög fljótt niður og hætti að fiska. Síðan verður fiskurinn að rotna úr þeim og flotin að lyfta þeim á ný til þess* að þau geti byrjað að fiska aftur og er vægast sagt ó- t.rúlegt að slíkt endurtaki sig tvisvar til þrisvar á þremur mán uðum. Netjaveiðar hefjast vana- lega um miðjan marzmánuð og er oftast lokið fyrripart maímánað- ar. Framan af og síðari hluta netjavertíðar er oftast tregur afli, í það minnsta í önnur net en þá drauganet. Er því hæpið og nán- ast útilokað að þessi drauganet geti fyllst oft af fiski fyrstu ver- tíðina, sem þau tapast. Hvað þá þegar þau eru orðin tveggja til þriggja ára með því útliti, sem á þeim er þá svo sem ég hefi áður bent á. Pétur sagði að mikið væri af drauganetum á vissum svæðum og nefndi hann m.a. Selvogs- grunn. Jafnframt tók Pétur fram að togararnir toguðu aðeins á góðum botni en ekki á hraun- um. Á Selvogsgrunn er mjög m.ik ið róið með þorskanet frá Vest- mannaeyjum og tek ég það svæði sem dæmi hér, vegna þess að þar er ég aðstæðum kunnugastur. Eg lýsi Pétur ósannindamann að því, að mikið sé af töpuðum þorska- netum á Selvogsgrunni utan hrauns. Og ef allar hans full- yrðingar eru álíka sannar þá dæmir sá málflutningur sig sjálf- ur. Á Selvogsgrunni er oftast ver- ið með net á milli 40—50 faðma dýpi. Þar er mjög straumlétt og fáir eða engir staðir, sem ég þekki betri til þorskanetjaveiða sakir þess hve létt er að draga þar. Þorskanet eru mjög sjaldan lögð fyrir utan þau fiskveiðitak- mörk, sem togarar mega toga að, nema þá á hrauni, en þar segist Pétur ekki toga og tel ég víst að hann togi ekki innan áðurnefndra fiskveiðimarka heldur. Á Selvogs grunni hafa í sumar stundað veið ar margir bátar frá Vestmanna- eyjum með botnvörpu og hef ég engan beyrt tala um að þeir hafi fengið drauganet. Eg býst við að margur, sem þessar línur les haldi að ég sé einlægur aðdáandi þorskanetja, ef svo mætti segja. En því fer fjarri. Bg sé margt illt við þorska net, og tel það enganveginn til fyrirmyndar að láta töpuð net liggja í sjó. En ég vil ekki að menn geti hlaupið út og suður og upp í útvarp og rutt úr sér órökstuddum sleggjudómum, sem valdið gætu misskilningi meðal fóiks, sem ekkert til málanna þekkir. Slíkt kalla ég atvinnuróg og annað ekki. Að lokum vil ég skora á Jakob fiskifræðing, sem unnið hefur sér traust og virðingu sjómanna í sambandi við síldveiðarnar, að hann hlutist til um að komið verði upp netum, með teinum og steinahönkum, úr varanlegu efni, svo og uppistöðum. MeirJ- hluti kúluhanka mætti einnig vera úr sama efni, en sumt úr öðrum efnum, til rannsóknar á endingu. Net þessi yrðu síðan lögð á ýmsum stöðum og þeir staðir vel auglýstir. Radarskilti mætti hafa á baujunum til glöggvunar fyrir togara og önn- ur skip, væru netin á þeim svæð- um sem togarar veiða á og væri það reyndar æskilegast að eitt- hvað af netunum lægu þar til samanburðar. Síðan yrði fylgzt með þessum netum af óhlutvönd um mönnum í nokkur ár og al- menningi kynntar þær rannsókn ir jafnóðum. Net þessi yrðu allt- af greið, teinarnir myndu ekki rotna og ættu þau þar af leiðandi að hafa meiri skilyrði til að fiska en drauganetin. Með þeim ætti að sannast svo ekki verður um villst, hve lengi net veiða. Ennfremur vil ég leggja til að togaraskipstjórar fái hlut úr afla þessara neta og held ég að eng- inn mundi öfunda þá af hlutnum á öðru eða þriðja ári. Sigurgeir Ólafsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.