Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Lattgardagur 16. des. 1961 Beifjamín Kristjánsson: Kunningjabréf til Guð- mundar Böðvarssonar LEITT þykir mér það, vinur minn Guðmundur, hafi ég stórlega gert á hluta þinn, er ég í gamni greip til kvseðis þíns: Til þín Mekka í því skyni að bregða ljósi yfir trúarfjálgleik Stalinsdýrkeftda á fslandi á und- anförnum árum. Frá því að ég las fyrstu bók þína, hefi ég haft miklar mætur á þér sem skáldi, og mundir^þú geta séð merki þess, ef þú heimsæktir mig og lit- ir í bókaskápinn hjá mér, því að þar eru ljóðabækur þínar allar bundnar í skrautband. Kvæði þetta, sem ég vitnaði í, hefur mér þá líka alltaf þótt skáldlegt og harla gott frá listar innar sjónarmiði, og haggar það engu um listagildi kvæðisins, jafnvel þó að þú nú hefðir haft Stalín í huga, því að eins vel mætti heimfæra það til hinnar eilífu leitar mannsandans í. trú arbrögðum, skáldskap eða þjón- ustu sannleikans. En þegar um táknrænt Ijóð er að ræða, getur jafnvel ekki höfundurinn sjálf- ur ráðið nokkru um, hvernig les endunum þóknast að skilja það, nema útskýring fylgi kvæðinu, og getur þá einn látið að tákna þetta og annar hitt. Kvæðið getur meira að segja verið því betra, sem það gefur meira svigrúm að þessu leyti. Þess vegna sagði Goethe: Mitt er að yrkja, en ykk ar að skilja. Og fyrir kemur, að skáld skilja sig ekki sjálf. Nú er það sanngjamt að gera grein fyrir, hvers vegna mér fannst ekki fjarri lagi að heirn- færa mætti kvæði þitt til Stalíns dýrkunarinnar. Af sumum kvæðum þínum virðist mega ráða, að þú værir hættur að sjá nokkurt land í hinum forna menn ingararfi veraldarinnar, hætt væri þig að dreyma um himininn, gleði þín, von og trú væri inni brunnið, allt væri þér týnt, sem þú trúðir forðum í tónum og orðum, og kristindómurinn eins og jólakort frá 1910. Aftur á móti þykja þér þeir vera litlir karlar, sem ekki „verja Stalingrað" og eftir það snúast hugsanir þínar mjög í austurátt og sálufélag þitt og útgáfa á kvæð um þínum öll á reipum þeirra, sem hverju orði Stalíns trúðu eins og nýju neti. Að þessu at- huguðu, Og svo því, að ekki er vitað, að skáldgyðjan sé fremur í austurátt en annars staðar, né hefur hún fyrr í bókmenntum ver ið talin karlkyns (Allah), þá lái mér hver sem vill, þó að það sýnist geta eins vel komið heim Og saman, að'Mekka væri sama sem Moskva, Allah, sama sem Stalín, og eyðimörkin, sem yfir var farið, hið úrelda kristna þjóð skipulag, þar sem sannleikur von og kærleikur er enn ekki að fullu fyrirlitið. En hafir þú aldrei trúað á Stalín og Co og alla hina rúss nesku morðsögu, þá gleður það mig innilega þín vegna, og er sjálfsagt að taka góða og gilda þína útskýringu á kvæðinu, að þetta sé ekki annað en auðmjúk og einlæg ástarjátning til guðs listarinnar, enda skildi ég . það þannig í fyrstu. En þá vildi ég Barna — verkfœri Útsögunarsett, Utskurðarsett. Ódýr og hentug jólagjöf. Lækkað verð. LIJDVIG STORR & CO. íHERMDs RE6ISTERE0 TRADE MARK Hitabrúsi | No. 58Q KAFFIKÖNNUR HENTUGAR JÓLAGJAFIR FÆST ALLSTAÐAR Umboðsmaðiir: JOHN LINDSAY — Reykjavík — Sími 15789 NÝ SENDING Þýxkir prjónahaftar GLUGGIIMIM Laugavegi 30. j||§ 1 Föt frá Spörtu m ' ' jakkar : frá Spörtu % i t terylenebuxur % i Æ |ÍÍI|^3lF frá Spörtu f. 'é %|i klœða drengina bezt um jólin 4'" * * i Verzl. DANÍEL tef4 vé&'- ''l *v feátó jS Veltusundi 3 Sími 1-16-16 benda þér á það í öllum vin- verið lítil, því að hvar eru þeir skap, að ekki ríður minna á að þá staddir? vera auðmjúkur gagnvart stað- reyndum. En mér sýnist að enn vanti talsvert á, að þú fáist til að viðurkenna nokkrar staðreyndir sögunnar, staðfestar af Krúsjeff sjálfum, sem nafni minn fyrir sunnan hefur látið sér um munn fara, og munir þú í því efni bet ur trúa sagnfræðingum Máls og menningar. Ef hinar f jórar höfuðáttir horfa allar til guðs listarinnar, eins og þú kemst fallega að orði, ætti þá ekki öll mannleg viðleitni, einnig skáldskapur, sé hann ein lægur og falslaus, að leitast við að tjá sannleika og skynja hinn hinzta veruleika? Einmitt þess vegna þykir mér það hörmulegt, ef skáld gerast auðtrúa og blind á staðreyndir og hylla stefnur, sem stjórnað er af þorpurum. Kalla ég það hundslega auð- mýkt að láta slíka menn segja sér enn fyrir verkum, löngu eftir að viðurkennt er, að stjórn þeirra hafi aldrei verið annað en argasta harðstjórn, og hvergi hafi verið níðst meira á mann- réttindum en af kumipónum þess um. Sjálfur kallar þú menn þræla og böðla í kvæðum þínum, og sé ég ekki að neitt sé verra að kalla hundslegt það, sem hundslegt er, en það er að halda órofatryggð við glæpamenn. Hundurinn er í raun og veru gott dýr og hefur óvizku sína sér til afsökunar. En hafir þú aldrei trúað þannig, á þetta lýsingar- órð ekki við þig. -En um það upplýsir grein þín ekkert. Þú reynir að láta liggja að því í greinarstúf þínum, að hvorki hafi ég vit á skáldskap né öðru, og kemur mér ekki til hugar, að vizka mín sé mikiL En ekki ber ég þó kinnroða fyrir neitt það, sem ég hefi skrifað um Stalín, því að það hefur sagan nú staðfest í öllum atriðum. Hækkar það því ek'ki hróður þeirra skáldspekinga, sem dingl- að hafa aftan í Stalín alla sína ævi, ef skarpskyggni mín hefur Fyrir aldarfjórðungi eða meir, harmaði ég það, er Jóhannes frá Kötlum snerist frá kristindómi og fór að trúa á Stalín. Hann brást reiður við og orti um mig níð- kvæði. Vel gat ég fyrirgefið hon um þetta, því að ég vissi að ég hafði rétt fyrir mér, en hann rangt. Ef hann hefði gefið betri gaum að orðum mínum þá, hefði hann nú getað sparað sér það að verða alþjóð að undri og at» hlægi fyrir barnaskap sinn. Eins reynir þú nú, af því að þér sárnar við mig, að uppnefna mig og nafna minn fyrir sunnan, og er þér velkomið, fyrir mitt leyti finnir þú ékki betri fyndni eða röksemd í þessu mól. En glöggt ættu þeir að skilja það, sem sjálfir yrkja ádeilur, að gagnrýni er ekki alltaf framkom in af illvilja og sízt af öllu per- sónulegum illvilja, heldur löng un til að segja til betri vegar. Sannast að segja undrar það mig, að þeir sem trúað hafa á Stalín eins og guð í þrjátíu ár, skuli hér eftir geta litið upp á nokkurn mann eða treyst dóm- greind sinni í nokkrum hlut. Slí'kir „skoðarar hlutanna" hafa þó vissulega sannað grunnfærni sína átakanlega. Benjamín Krisjánsson. 1 ARIX3 O LD keðjur og hjól Flestar stærðir fyrirliggjandi. Landssmiðjan iTÍÉ Fi E j & Æ • dag laugardaginn 16. desember m* m U IWl fullkontna KJÖRBIJÐ með öllum HÁALEITESHVERFI nylenduvörum — hreinlætisvörum BIJSTAÐAHVERFI kjötvörum — áleggi — niðursuðu SIHÁÍBÚÐAHVERFI grænmeti og ávöxtum KJÖRBÚÐ TÓMASAR GRENSÁSVEGI 48 SÍMI 37780 JÓLAHANGIKJÖTIÐ FRÁ TÓMASI t • ' ER FRÆGT JÓLAGÆSIR OG ENDUR VALDAR HANDA YÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.