Morgunblaðið - 16.12.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 16.12.1961, Síða 15
Laugardagur 16. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 * pa«l-Brggt í Ég elska konuna mína o% hún elskar ^T. Sýslufundur Suður-Múlasýslu SÝSLUNEFNDA RFUNDUR SuS ur-Múlasýslu var haldinn dagana 30. nóv. til 2. des. s.l. í Valhöll é Eskifirði Voru mættir fulltrú- ar 12 hreppa, en fundinuim stjórn að af oddvita sýslunefndar, Axel y Tulinius, sýslumanni. Helztu ályktanir og samiþykkt- ir fundarins voru þessar: Skorað var á Alþingi að sam- þykkja framkomið lagafrumvarp tim byggingu tveggja tunnuverk smiðja ríkisins, enda verði önn- ur reist í Suður-Múlasýslu. Að Ihafizt verði handa um byggingu síldaverksmiðju í sýslunni og greitt fyrir einstaklingum og fé- lögum, er viljia endurbæta . eða reisa síldarverksmiðjur eða á annan hátt auka möguleika til síldarlöndunar, t. d. með bygg- ingu síldargeyma. Sétt verði þegar löggjöf, er veiti kornræktinni að öllu leyti Ihliðstæðan stuðning og nú er veittur öðrum greinum landbún- aðarins. Fagnaði fundurinn þeirri auknu fjölbreytni í framleiðslu landbúnaðarins, sem kornræktin í sýslunni er. Ákveðið var að reyna að fá póst- og símaþjónustu Au-stfjarða bætta einkum með lengdum af- greiðslutíma simstöðva á Djúpa- vogi, Breiðdalsvík, og Stöðvar- firði, og lýsti fundurinn óánægju sinni yfir núverandi tilhögun á ferðum m/s Herðubreiðar og lagði til að skipið yrði framvegis látið sigla austur um land til Kópaskers og til baka aftur með viðkomu á öllum höfnum í báð- lim leiðum. Eiðaskóla var veitt 50.000,00 kr. framlag til kaupa á áhöldum og kennslutækjum í stað þeirra, er eyðilögðust af eldi í fyrra. Auk þess var samþykkt að leita aukins framlags hins opinbera og mælt með að ríkissjóði verði aflað heimildar 3ja milljóna lántöku til að fullgera fyrri áfanga endur- byggingar skólahúsanna. Sýslunefndin samþykkti . að Egilsstaðahreppur yrði gerður að sérstöku Ijósmóðurumdæmi frá 1. janúar 1962 að telja. Fundurinn ítrekaði fyrri álykt- anir sínar um nauðsyn þess að fé yrði veitt úr ríkissjóði til sumar- Iöggæzlu um síldveiðitímann i sýsiunni. * Jafnframt skoraði fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að kostn- aður af einum ríkislögreglumanni verði greiddur úr ríkissjóði gegn jafnmiklu framlagi úr héraði og gætu lögreglumenn þessir jafn- framt gégnt tollverðarstörfum, hvor á sínum stað, en það yrði á Eskifirði og í Búðarkauptúni. —-- Fundiurinn benti í þessu sam- bandi á undirtektir sveitarfélaga þessara hreppa, en Eskifjarðar- hreppur hefur borið hálfan kostn að á móti sýslusjóði af einum lög reglumanni frá miðju ári 1961 og Búðahreppur varið í sama skyni verulegu fé. Var þetta gert í öruggri von um jákvæðar undirtektir fjárveit ingavaldsins undir sömu starf- semi á árinu 1962. Oddvita var og heimilað að veita samskonar þátttöku sýslu- sjóðs árið 1962 og í ár enda njóti allir hreppar sýslunnar starfs lögreglumannanna eftir þörfum. Úr sýsluvegasjóði var veitt fé til I flokks vega fyrir árið 1962 kr. 297.000,00 kr. og til annars flokks vega kr. 52.500,00. Samþykkt var að leita til Vega málastjóra um fjárveitingu af fjallvegafé til endursmíðar brú- ar á Slenju og til ruðnings veg- ar um Sveinsstaðaskriður til Hell isfjarðar. Sýslumanni og Kristni Júlíus- syni, lögfræðingi var falið að endurskoða lögreglusamþykkt Suður-Múlasýslu fyrir næsta að- alfund sýslunefndar. Teknir voru í tölu 2. fl. sýslu- vega vegur af aðalvegi í Kirkju- bólsþorpi að Borgargarði u.þ.b. % km., vegur af aðalvegi í Kirkju bólsþorpi að Hóli, u.þ.b. Vi km og vegur að Miðhúsum 1 Egils- staðahreppi af Eiðavegi. Samþykkt var að leita eftir að eftirtaldir vegir væru teknir í þjóðvegatölu: 1. Vegur frá Hofsárbrú að kirkjustaðnum Hofi í Álfta- firði. 2. Vegur frá vegmótum Ljóns- heiðar við Starmýri út af Þvottá í Álftafirði. 3. Vegur af þjóðvegi út að Heyklifi á Kambanesi í Stöðv- arfirði. 4. Axarvegur af þjóðvegi Breiðdalsheiði að þjóðvegi við Berufjörð í Berunes- hreppi. 5. Jaðarsvegur af þjóðvegi í Víkingsstaðablá að Jaðri í Vallahreppi. Skorað var á Alþingi að setja í vegalög ákvæði um, að ríkissjóð- ur kosti að verulegum hluta gerð varanlegra gatna gegnum kaup- staði og kauptún, sem þjóðvegir liggja um. Jafnframt var sfeorað á Alþingi að brúa Skútahyl i Norðurdalsá í Breiðdalsihreppi og Búðará í Reyðarfirði. Sýslufundurinn lýsti sérstakri ánægju sinni yfir vegarlagning- um milli Stöðvarfjarðar og Breið dalsvíkur, og samþykkti af því tilefni að lána til vegarins úr sýsluvegasjóði kr. 100.000,00, enda er með lokum þeirrar vegar lagningar óslitinn akvegur með strandlengju sýslunnar. Jafntháa upphæð var heimilað að lána til endurbóta á þjóðvegi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarð ar. — Þá var samþykkt lánveit- ing úr sjóðnum til sýsluvega í Skriðdal, Vallahreppi og Reyðar- fjarðarhreppi auk venjulegs framlags. Þá var skorað á Alþingi að auka verulega viðhalds- og end- urbótafé í aðra hluta Stöðvar- fjaröarvega, svo sem kaflann frá Kirkjubólsþorþi að Óseyri, breikkun vegar á hættustöðum í Gvendarneshálsi og Einstigi auk r TOPLIN Upprunalega skyrtan, sem ekki parf aðstrauja. Hvítar og mislitar. LONDON LOOK Mjög góðar skyrtur, sem ekki parf að strauja. Margir litir og ágæt snið. MAGINYL Skyrtanúr sérstöku Bri - Nylon, sem ofið er samkvæmt fyrirsögn Rael-Brook og ekki parf að strauja. Mislitar og röndóttar. LÍTIÐ í GLUGGANA HJÁ GEYSI HJÁ P & Ó., Austurstræti 14. brúa á læki. Þá var minnt á veg- inn um Berufjarðarströnd, sem mikilla endurbóta þarf við til að geta talizt örugg læknisleið og einnig er þar þörf góðs vegar vegna nýhafinna mjófkurvöru- flutninga. Vakin var athygli á Fáskrúðsfjarðarvegi, en hann ar að verulegu leyti ólagður og á honum eru margir hættustaðir. Þarf par mikils við vegna mjólk- urframleiðslu og flutninga til Búðarkauptúns og vaxandi um- ferðar vegna þéttbýlis þar. Áætluð gjöld sýslusjóðs 1961 eru kr. 417.000,00, en sýslusjóðs gjöld hreppanna kr. 350.000,00. Til sýsluvega var varið á árinu 1960 kr. 428.000,00 samkvæmt aðalreikningi sýsluvegasjóðs. Á fjórðungsþing Austfirðinga var kjörinn Axel V. Tuliníus, sýslumaður í stað Lúðvíks Ingv- arssonar forstjóra. í fundarlok sátu nefndarmenn kvöldverðarboð hjá oddvita sýslu nefndar og konu hans. Trúlofunarhringar afgreiddir samdægurs HALLDOR Skólavörðustíg 2 II. h. ER ÓDYRAST ER STERKT OG ENDINGARGOTT 0 ER AUÐVELT AÐ ÞVO HEFUR FAGRA ÁFERÐ 1 Sýslunefnd Suður-Múlasyslu. Sitjandi, frá vinstri: Friðgeir Þorsteinsson, Stöðvarhreppi, Vil- hjálmur Björnsson, Búðarhreppi, Axel V. Tuliníus, sýslumaður, Kristinn Júlíusson, Eskifirði, Stefán B. Björnsson, Fáskrúðsfjarðarhreppi og Guðjón Hermannsson, Norðfjarðarhreppi. Stand- andi: Ásgeir Júlíusson, sýslufulltrúi, Hrafn Sveinbjarnarson, Vallahreppi, Sigurjón Jónsson, Breiðdalshreppi, Stefán Guðnason. Helgustaðahreppi, Kristján Guðnason, Skriðdal, Björn Sveinsson, Egilsstaðahreppi, Þorsteinn Sveinsson, Búlandshreppi og Jón E. Jakobsson, skrifari fundarins. Á myndina vantar Magnús Guðmundsson, Reyðarfj.hreppi. Ljósm.: Vilberg Guðnason. vöruflokkniim nýja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.