Morgunblaðið - 16.12.1961, Side 17

Morgunblaðið - 16.12.1961, Side 17
r Laugardagur 16. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Sprengjan eyðilagði biómabúð og bakarí Rabbað við Thor Vilhjdlmsson THOR Vilhjálmsson rithöfund- ur kom til landsins um síðustu ihelgi eftir alllanga útivist. Hafði hann ferðazt nokkuð um ítalíu, Frakkland og Svíþjóð, þar sem bók hans, „Andlit í spegli dropans" er nýkomin út í sænskri þýðingu Peters Hall- •bergs. Af því tilefni þótti blaða- manni Mbl. hlýða að hitta Thor að máli og fá nánari fréttir af ferðum hans og viðtökum bók- arinnar í Svíþjóð. i — Ég fór utan f lok ágúst, sagði Thor, á vegum ferðaskrif- stofunnar Sunnu til að fara með túrista um Ítalíu. Ég ferðaðist eins og Bedúíni á sjó með því hæga skipi Dronning Alexand- rine, sem tæplega mjakast úr stað þegar nokkuð blæs á móti. Við fengum mótvind en kom- umst samt til Færeyja og þar hlustaði ég á uppbyggilega pré- dikun á götunni, hún hljómaði svo yndislega á þessu máli, þ.e.a.s. allt sem ekki átti að hljóma yndislega, hættan fór 611 úr því, þetta var meir í ætt við konsert en viðvörun við eilífum eldi, kvöldið var líka svo milt. — Kringum 90% af farþegum skipsins voru Þjóð- verjar, og þeir höfðu vakta- skipti að taka frá dekkstóla handa samlöndum sínum, enda höfðu allir Þjóðverjarnir energí til að komast í dekkstólana, þó aðrir farþegar kæmust ekki úr kojum fyrir sjógangi. Það var annars stórhættulegt að fara upp á dekkið, ekki síður en út í umferðina á Concorde-torginu í París, því dekkstólarnir komu hrunandi á mann þegar skipið valt og gátu valdið stórslýsum. — Já, okkur seinkaði mikið, svo ég rétt náði í lestina til Milano, þar sem ég beið eftir liðinu frá íslandi. Svo flakkaði ég með hópinn um ítalíu og skildi við hann í Napoli. Hann sigldi burt með stórskipinu Leonardo da Vinci, sem kom 4 stað Andrea Doria, þetta var afskaplega fallegt skip og raffín erað. — Ég fór síðan til Sorrento, um klukkustundarakstur frá Napoli, og las þar prófarkir af bókinni sem er að koma út hjá Helgafelli. Hún heitir „Svipir tíagsins, og nótt“ og er ein heild, samfélldir þættir, mynd- ir af manneskjunum og hug- leiðingar um aðstæður fólksins S heiminum, „la condition humaine" éins og Frakkar kalla það. — Meðan ég var í Sorrento, Bkrapp ég oft til Napoli og gekk um göturnar tímunum saman. Það er einhver furðulegasta borg sem ég hef komið í, þar blandast fegurð, grimmd, misk- Unnarleysi, eymd, viðbjóður, manneskjulegheit, allt í einum hræringi. Jafnvel kettirnir eru orðnir svo degraderaðir af eymdinni, að þeir eru hættir að þrífa sig, hafa kannski ekki Igert það í margar kynslóðir, þetta er einhver sérstök katta- tegund. Ég var alltaf feginn að Ikomast aftur til Sorrento á kvöldin, en svo fannst mér of kyrrt þar, of mikið túristaýdill, og fór aftur til Napoli.... — Svo lá leiðin til Rómar og þaðan til Lecco við Como-vatn- áð þar sem eru slóðir Manzonis. Þar gerist að miklu leyti skáld- saga hans „I promessi sposi". Þeir benda manni á sönustaði úr bókinni, eitthvað líkt og Islend- ingar gera í sambandi við „ís- landsklukkuna“. Þeir hafa kom- ið sér upp ágætis túrisma út á iþetta. Mér var boðið til Lecco, og ég bjó þar á nýju hóteli, góður greiði, farið að draga úr túrisma, næði til að vinna og stórbrotin nát'túrufegurð um- hverfis, Como-ýatnið og há fjöll, þverhnípt og hrikaleg. Yfir- þjónninn var frá Sikiley og há- litterer, sérfræðingur í skáld- skap landa síns Quasimodos. Thov Vilhjálmsson Hann sagði mér mikið af Sikil- ey, en þangað hefur mig alltaf langað að koma siðan ég las „Vefarann mikla frá Kasmír“. Það kom mikið af rikum iðju- höldum til Lecco, stundum með fagrar konur, stöku sinnum ekkert sérstaklega fagrar. Svo voru við og við haldnar hátíðir fyrir Lecco-búa með tízkusýning- um frá Mílanó. — Það var hvasst og vinda- samt þegar ég kom til Lecco, vindarnir veifuðu háum, upp- mjóum trjánum eins og þeir væru að salúta. Þá fóru allir hundar að gélta í öllum görð- um innan við háa múra, og það varð mikill konsert af þessum óhuggulegu hljóðum, sem hund- ar og korpóralar eru sérfræð- ingar í að framleiða. — Og síðan fórstu norður til Svíþjóðar? — Já, ég var fyrst dálítið í París og -kom svo til Svíþjóðar í byrjun nóvember. í París heyrði ég eina plastsprengju frá OAS springa í götunni þar sem ég bjó, hún eyðilagði blómabúð og bakarí. — Var bókin þín komin út í Svíþjóð þegar þú komst þang- að? — Já, hún kom í október. — Var mikið skrifað um hana? — Það var talsvert um hana skrifað og hún fékk yfirleitt góðar viðtökur. Hér er ég t.d. með tvo blaðadóma. Artur Lrrnd- kvist, sem fékk „Litlu Nóbels- verðlaunin“ um daginn, sagði m.a. í Stockholmstidningen: „Hann er enn eitt dæmi ís- lenzkrar alþjóðahyggju, evrópsk tengsl eru honum sjálfsögð og jafnframt ofurlítið kappsmái, lífsnauðsyn í hinum íslenzku þrengslum. Evrópuhyggja hans dregur þó ekki úr íslenzkum einkennum, fremur hið gagn- stæða. Vegna hins suðræna bak- sviðs og evrópskrar stílvitund- ar verða norðurhafseinkenni hans enn skýrari, birtast sem greinilegar afleiðingar átaka. Fjöll og vindur af hafi, dimm náttúra og sörguð er ávallt ná- læg í hugarheimi hans, og einnig íshafsköld og forneskju- leg fjarlægð milli manna, sem verður til þess að hann notar sjaldan nöfn, en talar í stað þess í tóntegund, sem ekki verð- ur stæld, um „manninn“, „kon- una“.... Lesandinn er síf ellt mirintur á nútímamálverk. Þarna bregður fyrir myrkum, æstum expressjónisma, sem tjá- ir óljósa lífsþjáningu millistríðs- ára. Það örlar á súrealisma með hausavíxlum og hálfvegis óhlutkenndum myndum af hlut- um og vistarverum, efnistrúum og sönnum í furðuleik sínum eins og nærgöngul kvikmynda- vél hefði tekið þær.... Ef til vill er ekki íslenzkt mót;v að neinni þessara mynda. Þær hafa almennt gildi, í þeim bregð ur fyrir frönskum og suður- evrópskum dráttum, stundum greinilegum ferðamyndum frá fararstjórnarárum höfundar. En samt sem áður er hið íslenzka ævinlega vakandi í vitund skoðandans, í samlíkingum hans, í rótarþráðum skynjananna. Það er íslenzkt sérkenni harla ólíkt hinu bjarta skaplýndi Laxness, leikgleði hans mitt í allri þjóð- félagsheiffinni. Thor er hrjúf- ari, fergjaðri af myrkri, háð hans úfnara, brosið dræmara“. Kai Henmark segir í ritdómi í „Vi“ m.a.: „Já, mér virðist smásagnasafn fslendingsins Thors Vilhjálmssonar, sem Feter Hall- berg hefur þýtt, einmitt fjalla um veruleikann sem flýr okk- ur. Vissulega er hér veruleiki á ferð, en sundraður og klofinn, hreinit ekki einþættur'. Atburðir gerast ekki aðeins á mörgum sviðum samtímis, heldur virðist tímaröðun stundum einnig riðl- að og ýmislega blandað. Ekki hvað sízt þess vegna er sagna- safn hans margræð og frumleg bók, sem dregur lesándann að sér með fágætu afli; skortur einhæfra mynda veldur því að lesandinn verður að leggja sig fram, en þar er einnig að leita skýringa á því, hve margt er gefið í skyn í frásögninni, hver urmull er þar af leyndardóms- fullum krókum og kimum, hve áleitin hún reynist með allri sinni gnótt af hugdettum og myndurn". --------------------------------$ Að lokum spyrjum við Thor hvað sé merkast á seyði í sænsk um bókmenntum þessa stundina. — Það er mikil gróska þar og mér finnst við eiga þangað mest að sækja. Gunnar Ekelöf hefur nýverið sent frá sér nýja ljóðabók, „En natt i Otocac“. Artur Lundkvist voru veitt „Litlu Nóbeisverðlaunin“, sem eru mestu innlendu bókmennta- verðlaun Svfa. Hann hlaut þau fyrir „ljóðlist og starf hans til að opna sýn yfir samtíðarbók- menntir“. Lundkvist er talinn meðal merkustu gagnrýnenda Svía og hefur gert meira en flestir aðrir til að kynna þeim erlenda höfunda, bæði með þýðingum og skrifum um þá. Þannig varð hann fyrstur Svía til að skrifa um Faulkner, Perse, Neruda og Laxness. Hann er óhemju afkastamikill og að sama skapi næmur og frjór. Það er eins og hann heyri gras- ið gróa. ■— Af yngri skáldsagnahöfund um vekur Lars Gyllensten mesta athygli. Síðasta bók hans, „So- krates död“, fékk mjög góða dóma. Hún fjallar um dauða hins gríska meistara og átökin milli fjölskyldunnar og köllun- arinnar. Þá er komin út bók eftir Eyvind Johnson, og fjall- ar einnig um grískt efnl Og ekki mi gleyma Lars Ahlin, sem sendi frá sér nýja bók á dögunum. Hann er mikið rædd- ur í Svíþjóð og hefur lengi ver- ið, enda mjög djúpur og at- hyglisverður höfundur. s-a-m. Alfreð Flóki. ~ Kristur á Madison Avenue Alfreð Flóka boðið að sýna í New York ALFREÐ FLÓKI hefur ekki haldið sýningu á þessu hausti, en undanfarin tvö ár gat að líta myndir hans í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Fyrir nokkru bauð forstöðumaður D’Arcy Gallery í New York, Flóka, að halda þar sýningu á 30—50 pennateikningum, Það skal tek- ið fram að hér er um að ræða einn þekktasta og virðingar- mesta sýningarsal Néw York borgar. Vegna hrifningar sinnar á verkunum bauð hann salinn ókeypis til afnota, en venju- lega kostar þaþ ungan lista- mann 2000—2500 dollara að fá inni í slíkum sal. Engum ung- um íslenskum listamanni hefur veitst svipaður heiður. Flóki ér nú tuttugu og tveggja ára og mun að öllum líkindum eiga margt forvitnilegt ógert sem myndlistarmaður. Framandi jui i Alfreð Flóki er framandi jurt í hópi íslenskra myndlistar- manna. Hann fæst eingöngu við teikningar og þær eru alls ekki venjulegar. Súrrealismi, segja sumir, en ekki á það alltaf við um myndir Flóka. Stundum eru þær symbólskar, og jafnvel ex- pressjóniskar á köflum, einkum portrett. Eitt er þó öllum mynd- um hans sámeiginlegt: Þær eru unnar af tækni og fínleika og byggingin er undantekningalít- ið góð, þótt hann leggi oft áherslu á að segja sögu í mynd. Myndir hans vekja ýmist at- hygli eða undrun, hvetja meira að segja til andúðar. Viðfangsefni nokkurra mynda, sem ég sá í vinnustofu Flóka, eru þessi: Toginleitt andlit ásamt hengdum ketti; ung stúlka á sölutorgi lífsjns gagn- vart hrumum kaupanda blíðu hennar; sjálfsmynd listamanns- ins í félagsskap hengds kynja- fugls; elskendur með kirkjugarð í baksýn; andlit þreyttrar ungl- ingsstúlku í þyrnirunna. Allar eru þessar myndir teiknaðar með svartkrít og mun stærri en áður hafa sést á sýningum listamannsins. Þegar ég fór þess á leit við Flóka, að ræða við hann stund- arkorn fyrir Morgunblaðið, svaraði hann: „Já, blessaður vertu, ég hef ekki séð nafnið mitt á prenti í tvö ár og er alveg að sálast". Hvert stefnir nútímamyndlistin? — Hvert virðist þér nútíma- myndlitin stefna? — Að manninum. Fígúratífa listin er í uppgangi. Fólk er orðið leitt á nonfígúratífri list og köldum formalisma. — Er myndlistin ekki fyrst og fremst íormalistisk? — Alls ekki. Ég neita því að list sé ekki annað og meira en jafnvægi forma og lita. Upp- bygging er nauðsynleg, en hún er mér ekki allt. — Hvað er þér mest um? — Mannlegt líf. Framh. á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.