Morgunblaðið - 16.12.1961, Síða 18

Morgunblaðið - 16.12.1961, Síða 18
18 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 16. des. 1961 öm Pontusrímur RIT Rímnafélagsins. X. Pontus rímur eftir Magnús Jónsson prúða, Pétur Einarsson og síra Ólaf Halldórsson. Rímnafélagið. Reykjavík 1961. í»að mun varla fjarri lagi, að rímur hafi nú verið kveðnar á íslandi í lítið breyttri mynd í sex hundruð sumur, og mun víst leitun að jafnrammri íhaldssemi í fheimsbókmenntunum. Þó hefur ekki nærri alltaf blásið byrlega fyrir rímunum. Að þeim hafa ver ið gerðar harðar atrennur á ýms um tínvum. Má í því sambándi nefna þá Guðbrand biskup Þor- láksson, Magnús Stephensen og Jónas Hallgrímsson. En með ódrepandi seiglu sinni hafa rím- urnar staðið af sér alla bylji. Nú orðið er mat manna á rímna kveðskapnum byggt á meiri sann gimi og þekkingu en áður var. Mönnum er orðið það ljóst, að ekki er einhlítt að mikla fyrir sér andleysi og smekkleysi rímna skáldanna, heldur verður að hafa það hugfast, að fyrir þeim flest- um hefur ekki vakað annað en að færa söguefnið í rímaðan bún ing. Um hitt var miklu síður hirt, hvort nokkurt skáldskaparbragð væri að. Það er vissulega ánægjuefni, ' að rímunum hefur verið sýndur aukinn og verðugur sómi síðustu | áratugina. í þessu efni urðu þáttaskil með stofnun og starf-1 semi Rímnafélagsins. Þá komst skriður á útgáfu rímnanna, og hefur þar þegar verið unnið mik- ið starf og merkilegt, þar sem hinir færustu vísindamenn hafa lagt hönd að verki. Fyrir skemmstu er komið út X. bindi af Ritum Rímnafélagsins: Pontus rímur eftir þá Magnús Jónsson prúða, Pétur Einarsson og síra Ólaf Halldórsson. Orti Magnús fyrstu 13 rímumar, Pét- ur 14.—30. rímu, en síra Ólafur au kþess 14. og 15. rímu, sem prentaðar er usem viðbætir. Út- gáfuna hefur annazt Grímur M. Helgason cand. mag. af hinni mestu prýði og gjörhygli. Þetta er mikið rit að vöxtum, um 580 bls. alls. Líklega renna fáir grun' í, hvílíkt eljuverk liggur að baki slíkrar útgáfu, þar sem aldrei má slaka á sívökulH nákvæmni. Oft getur meira að segja þurft langa yfirlegu yfir máðium eða torræðum starfkrók í handriti. Auk þess á útgefandinn í sífelldu stríði við alls konar villur, sem eru ótrúlega lagnar á að smeygja sér inn á óliklegustu stöðum. Grími hefur tekizt furðuvel að sigrast á þessum skæðu óvinum. Þær sárafáu prentvillur, sem ég hef rekið augun í, eru þess eðlis, að þær ættu engan að villa. f viðamiklum og greinagóðum inngangi rekur útgefandi ævi- atfiði skáldanna þriggja eftir þeim fátæklegu heimildum, sem fyrir hendi eru. Mest er eðlilega vitað um höfðingjann Magnús prúða, sem víða kemur við sögu. Einnig er hér gerð grein fyrir rímunum, aldri þeirra, efni, efn- istökum og mörgum fleira, sem | fróðlegt er að vita. Aftan við rímnatextann fylgir svo orðamun ur, skýringar og athugasemdir og loks nafnaskrá. Allt eykur þetta gildi bókarinnar og gerir hana handhægari til notkunar. Einni aðfinnslu verður að koma hér á framfæri. Bókinni hefur verið valinn óvandaður pappír, sem á engan hátt er samboðinn 'þeirri vandvirkni, sem vinnu- brögð útgefanda einkennast af. Er mér nær að halda, að hér komi til alþekktur nánasarskap- ur íslenzkra stjórnarvalda, sem löngum hafa átt erfitt með að skilja, að útgáfustarfsemi þurfi á fé að halda. Einhvern tíma komst' ég á snoðir um þá upphæð, sem hið opinbera pírar árlega í Rímnafélagið, og var hún grát- broslega lág. Líklega væri fulldjarft að taka svo til orða, að Pontus rímur — að elzta hluta nær því fjögurra alda gamlar — séu beinlínis skemmtilegar aflestrar. En þær eru það sannarlega á köflum. Þarna eru hressilegar bardaga- lýsingar og víða fjör og hraði í frásögn. Höfuðprýði rímnanna eru þó náttúrulýsingar Magnús- ar prúða. Þar koma fyrir hinar dýrlegustu perlur. Þótt mál'blær 16. og 177. aldar sé fjarlægur orð- inn okkur, sem hú lifum, býr hann samt yfir eigin töfrum og fellur undarlega vel að söguefn- inu, ævintýralegu eg óraunsæju. Með útgáfu Pontus rímna hef- ur verið unnið þarft og ágætt verk. Væri ástæða til að hvetja unnendur þjóðlegs kveðskapar til að ganga í Rímnafélagið og efla það og styrkja á þann hátt til frekari útgáfustarfsemi. Gunnar Sveinsson. / _____/ Sóló heitir hið nýja og glæsilega horðsett í eldhús og veitingasali. Sólósettin eru úr völdum stálrörum króm- uðum með þykkri gljáhúð, en sæti og bök eru bólstruð með hinu nýja „Lystadun" eða bólstruð sæti með Teak bökum. Borðin eru með Arborite harðplastplötum. Skoðið sólósettin í ELEÍ TROLUXUMBOÐINU Laugavegi 176 — Sími 36-200. Ný sending Skinnhanzkar, peningabuddur. GLUGOIMN Laugavegi 30. MACLEENS tannkrem Einu’sinni Macleens — alltaf Macleens Heildsölubirsrðir: UMBOÐS OG HEILDVERZLUN Vatnsstíg 3 — Sími 17930. LOKSINS geta flestir eignast það bezia Kynníð yður nyju verðin OMEGA FAST HJA FLESTUM ursmíðaverzlunum Nýjii bækurnar: Forsetabókin glæsileg myndabók. Texti á fimm tungumálum. — Verð í bandi kr. 320,00. Rit Jóns Sigurðssonar /. Verð í bandi kr. 255,00. Bréf frá ístandi Ferðabók Uno von Froil. — Prýdd 60 stórmerkum, menn- ingarsögulegum íyndura úr islenzku þjóðlífi á 18. öld. Verð í bandi kr. 225,00. Vib opinn glugga Laust mál eftir Stein Steinarr. Verð í bandi kr. 135,00. Siðusfu þýdd Ijóð ÁSur óprentaðar Ijóðaþýð- ingar Magnúsar Ásgeirssonar. Verð í bandi kr. 150,00. Undir vorhimni Bréf Konráðs Gíslasonar. — Verð í bandi kr. 100,00. Þorsteinn á Skipalóni I. II, Ævisaga, skemmtilegt og stór- fróðlegt rit. Kristmundur Bjarnason skráði. — Verð beggja bindanna í bandi kr. 425,00. Sagnameislarinn Sfurla Athyglisverð bók um rithöf- undinn og stjórnmálamanninn Sturla Þórðarson. Höfundur: Gunnar Benediktsson. — Verð í bandi kr. 145,00. íslenzk mannanöfn Þorsteinn Þorsteinsspn fyrrv. hagstofustjórj tók saman. ■— Verð í bandi kr. 130,00. / Ijósaskipfum Safn smásagna eftir Friðjón Stefánsson. — Verð í bandi kr. 120,00. Lilli prinsinn Frönsk saga • þýðingu Þórar- ins Björnssbnar skólameistara. Verð í bandi kr. 100,00. Bókaiítgáfa Menningarsjóðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.