Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIh Laugardagur 16. des. 1961 Eruð þér í vanda með valið? Peysa frá Iðunn er kærkomin jólagjof PEYSXJR méð hcilu hálsm. PEYSIJR með V hálsm. PEYSUR grrófar, yrjóttar og einlitar. VESTI hneppt og hinn vinsæli Prjónajakki - Alfreð Flóki Framh. af bls. 17. — Viltu túlka það á einhvem sérstakan hátt? — Fyrir mér er lífið maka- bert. Ég vil leggja áherslu á óhugnaðinn. Ðauða og rotnun sé ég í Sllum hlutum. — En í listinni? — í listinni hef ég alla tíð dregist að þeim mönnum sem hafa haft svipaða afstöðu. — Hverjum? — Ensor, Kubin, Goya, Munch, Bacon, Hedon. — Hvað um Dali? — Dali meinar allt annað. Hann er ágætis málari og snilld ar teiknari. En hann er metap- hysiskur myndlistarmaður sem á þann draum stærstan að mála engil. Til dæmis segir hann, að ef Kristur Griinewalds kæmi gangandi niður Madison Avenue, myndu allir segja að hann væri ljótur. — Þætti þér hann fallegur? — Já. — Væri hann í samræmi við fólkið á götunni? — Já, hann er ímynd hins pínda og plagaða manns. Aftur á móti er Kristur eftir Velaz- quez yfirmannleg fegurð. Súrrealisminn er lífsmynd — Hvað um súrrealisma í myndlist? — Öll list er í rauninni súrrealísk. Súrrealisminn er fyrst og fremst lífsmynd. Ég dái til dæmis belgísku bræð- urna Delvaux og Magritte og vissa hluti hjá Max Ernst. Yves Tanguy er ekki við mitt hæfi. — Hvað er það hjá Ernst og Tanguy sem þú þolir ekki? — Þeir eru eins og notalegt parfum sem er fljótt að gufa upp. Að þessu leyti lít ég sömu augum á þá og nonfígúratífa málara. Reyndar er Ernst klof- inn. Klippmyndir hans úr gömlum glæparitum, sem hann raðar skemmtilega saman svo að úr verður kröftug sjokk- virkning, falla mér vel í geð. Ungir fígúratífir málarar — Þú minntist áðan á fram- vindu fígúratífrar listar? — Nýlega hef ég kynnt mér verk ungra amerískra málara, sem ég álít á réttri leið. Þeir vinna tradisjónellt. Lærimeist- arar þeirra eru menn eins og Glæsilegasta jólagjöfin PARKER penní við allra hæfi Það getur verið sérstök ánægja að velja hina réttu gjöf. Hún á að vera persónuleg og einmig fínleg og virðuleg. Aðrar gjafir kynnu að upp- fylla þessi skilyrði, en engin að sama marki og PARKER. Hvernig getið þér betur Hvað sýnir hug yðar hetur en góður PARKER sannað vináttu yðar, en með því að gefa pennann. með PARKER merkinu, sem þekkt er um heim allan, sem trygging beztu gæða. HINN EINSTAKI PARKER 61 PENNI Hin sérstæða gjöf handa góðum vini. Parker ”61‘„ er algjörlega laus við leka og er höggheldur. Er sjálffyllt- ur og hefur enga hreyfihluta, sem geta brotnað eða gengið úr skorðum. HINN FRÆGI PARKER „51“ PENNI Lofaður af fagmönnum fyrir hið stíl- hreina útlit, þekktur heimshornanna á milli fyrir beztu skrifhæfni. 14K guiloddur veitir yður mýkt við skriftir. Hetta með hinu fræga örvarmerki er fáanleg í stáli eða gulli. HINN FJÖLHÆFI PARKER 45 PENNI Yngsti meðlimur PARKER fjölskyld- unnar er nýjung í pennasmíði. Fylltur á venjulegan hátt eða með blekfyllingu. Athugið einnig þægindin við að skrifa rneð 14K gulloddi. Skipta má um pennaodd með lítilli fyrirhöfn. Fjöl- breyttar oddbreiddir. HINN VINSÆLI PARKER SUPER „21” fæst við hóflegu verði, en er þó prýdd- ur mörgum kostum hinna dýrari gerða. Hið fræga PARKER útlit, stór blek- geymir og stálhetta. Hentug gjöf, falleg gjöf, tilvalin gjöf handa sonum yðar Og dætrum. PARKER T-BALL KÚLUPENNINN Einnig hér finnið þér hið stílhreina og fagra útlit, sem auðkeanir PARKER framleiðsluna. PARKER T-BALL kúlu- penni hefur blekfyllingu, sem endist fimm sinnum lengur en hjá venjuleg- um kúlupenna. 9093 @ THE PARKER PEN COMPANY Maker of Ihe World’s Mosl Wanled Pem Giotto, Michaelangelo, Daumier, Rouault, Kollwitz, Breughel, Blake, Posada, Greco, Barlach og síðast en ekki síst Mexíkan- inn Orozco, sem ég tel sjálfur einn mesta málara tuttugustu aldarinnar. — Hverjir eru þessir ungu Ameríkanar? — Leonard Baskin: mynd- höggvari og teiknari, sem hef- ur verið kallaður skáld dauð- ans; hinn rúmlega tvítugi Peter Paone og Mexíkaninn José Luis Cuevas, báðir nístandi háðfugl- ar; Rico Leburn, sem málar myndir frá Dachau og Buchen- wald, gasklefar og sundurlim- aðir búkar þekja risastóra mynd fleti hans; tuttugu og sex ára gamli myndlistarmaðurinn James Strombotne málar með feigðar- litum sköllótt gamalmenni horf- andi girndaraugum á Lólítur götunnar; James Kearns, kannski þeirra mikilhæfastur, tekur fyrir manninn, sem vilj- andi blindar sjálfan sig. Listrænt uppeldi — Áðan nefndirðu tradisjón? — Ég álít að nútímamyndlist- armenn fái ekki nógu gott list- rænt uppeldi. Ég tel nauðsyn- legt hverjum listamanni að kópiera verk gömlu meistar- anna, bæði nákvæmt og frjálst. Nútímalistamenn bera ekki of mikla virðingu fyrir sjálfu handverkinu, sem í sjálfu sér nægir ekkí, en til þess að geta sagt hug sinn allan verða menn að hafa vald á tekníkinni. — Getur það ekki bugað ungan listamann að verða fyrir sterkum áhrifum mikilla mál- ara? — Ekki ef hann hefur eitt- hvað til brunns að bera sjálfur. Sá maður sem hræðist áhrif veit sig ekki nógu sterkan. Ég er að minnsta kosti ekki hræddur við áhrif og get leyft mér að læra af stóru bræðrum mínum í listinni. Hínir liggja eftir hundflatir við fætur meistaranna. Margþættur og margofínn persónuleiki Hefurðu teiknað að undan- förnu? — Já. Einkum fengist við að teikna stórar svartkrítarmyndir, einnig pennateikningar. — Er um nokkrar breytingar að ræða frá síðari sýningu | þinni? — Ég hef unnið eins og and- inn hefur blásið mér í brjóst hvert eitt sinn. Ég er marg- þættur og margofinn persónu- leiki og list mín mótast að sjálf sögðu af því. Bókmenntir — Hafa bókmenntir haft áhrif á myndlistina? — Já, vissulega. Ég tej allar listgreinar nátengdar og tæp- lega sundurskiljanlegar. — Hverjir eru þínir menn í bókmenntunum? — Edgar Allan Poe, Rússarn- ir Artíbaséff, Sólógúb og Dostð« jefskí, og Þjóðverjinn Hana Heins Ewers. Þetta eru allt túlkendur skuggahliða tilver« unnar. — Þú ert víst ekki bjartsýnia- maður, Flóki? — Nei, blessaður vertu: skút« an kemst aldrei í land. Vinnubrögð " 5 —. Hvernig eru vinnubrögð þín? — Hektisk. Ég hef aldrei unn- ið rólega eða yfirvegað að myndum mínum. Jóhann Hjálmarsson. Teddy úlpurnar vinsælu fást hjá okkur. Einlitar, köflóttar, failegar, hlýjar U IoOöíi^ Aðalstræti 9 — Sími 18860

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.