Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 16. des. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 ðnminjasýningin ÞEGAR börn sjá eitUhvað mark- vert, hrópa 'þau gjarnan til hvors annars: „Nei, nei, sjáðu, komdu og sjáðu.“ Börn þora oftast að vera eðlileg. Svo er ekki alltaf um okkur hina fullorðnu. i Sennilega er það engum manni sæmdarauki að vera sítalandi eða sískrifandi, en nú er þessi ver- öld okkar full dásemda, engu síður en tiins, sem ámælisvert er. 1 Ég stóð við á aðra klukkustund 'í Bogasal Þjóðminjasafnsins til þess að líta á Iðnminjasýninguna, sem þar er um þessar mundir. Þar hreykir sér ekki neitt risa- fyrirtæki. Fljótt á litið lætur sýning þessi lítið yfir sér, en snjall maSur, sem gæfi sér næði til að grandskoða hana og hag- nýta allan þann fróðleik, sem bar er áð fá, gæti vissulega fengið gott efni í gagnmerka og fróð- lega ritgerð, já, 'heila bók. Hér er merkur kafli úr sögu þjóðar- innar. Hann er að vísu í smá- mynd, en engu ómerkari fyrir það, en vissulega undrtmarverð- ur. Hann minnir á gáfur og snill- ingahendur, sem oft unnu furðu- Verk við erfiðar aðstæður. Þótt ekki hefði eg séð nema einn sýningargrip af þeim mark- verðustu, hefði eg talið stúndinni vel varið. Auðvitað er ekki víst eð allir líti þetta sömu augum og eg, sérstaklega þá yngri kyn- slóðin. Ég, sem ólst upp við alla elgenga sveitavinnu og sjó- imennsku, hákarlaveiðar, síld. og þorskveiðar, stundaði á æskudög- um dálítið húsasmíði og skipa- smíði og tók svo sveinSbréf er- lendis í húsgagnagerð, ailt áður en mér kom til hugar, að unnt kynni að vera einum manni að hafa eirthver bætandi áhrif á þenna furðulega heim okkarj — hafði sérstaklega gaman af að virða þama margt fyrir mér, jafn vel gömlu tólakistur smiðanna og gömlu verkfærin. Frá mér numinn varð eg þó helzt, er eg stóð í orðlausri undrun frammi Ifyrir sumum Histaverkunum á sýningunni. Nefni eg þar fyrst prófsmíði Ríkharðs Jónssonar. Hvaða sæmd gæti þjóð veitt sldk- um snillingi fyrir annað eins af- rek og þetta, svo að hann væri fullsæmdur? Það skil eg ekki. DoktoiK- eða prófessorsnafnbót væri þar léttvæg. Það verður að teljast fullkom- ið undur að mannshendur skuli geta unnið þessi snilldarverk. Ég stóð lengi og horfði og horfði á þetta furðuverk, og því lengur sem eg skyggndist inn í hinn margslungna vef þessa tréskurð- argróðurs, því meir óx undrun mín. Mér varð einnig staateýnt á hvalbeinsstól Stefáns Eiríksson- ar, einnig mesta furðuverk, þá klukku Magnúsar Benjamínsson- ar og íslandshorn Ríkharðs Jóns sonar, og svo mætti ’nefna byssu Jóns Þorsteinssonar í Ólafsfirði, sem hann smíðaði á áttræðisaldri og einnig verkfærin til verksins, og fleiri eru þau sérstöku hag- leiksverkin, en auk þeirra er svo þarna margt að sjá, sem gaman er að athuga. Einn mann kynnir sýningin á sérstakan hátt. Það er Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni við Eyja- fjörð. Þar er og til sýnis nýút- komin ævisaga hans í tveim bindum, sem er um leið aldarfars lýsing. Hann var uppi 1820"— 1870, mesti völdundur og athafna maður. Smíðaði víst fleiri kirkj- ur en nokkur annar maður á landi hér, einnig skip og var brautryðjandi í stórútgerð og ný- tízku búnaðarháttum. Vafalaust einhver merkasti maður hér á landi á þessum árum. Prófsmíð i hans er einnig á sýningunni, en hún er nú komin til ára sinna. Þegar eg sá á sýningu þessari hið sérlega fríða andlit Rögnvalds Ólafssonair, byggingam eistara, rifjaðist upp fyrir mér, hve oft mér hafa virst hagleiksmenn svipfallegir. Ekki er ótrúlegt að starf þeirra göfgi sálina og móti svip og fríðleik þeirra. Ef hinum sérfróðu mönnum þykir eitthvað of sagt í þessum fáu línum, verður það að skrifast hjá baraslund minni. NÝKOMIÐ Corn - Flakes Ennfremur: RICE KRISPIES ALL BRAN, SUGAR POPS H. Benediktsson h.f. Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300 Pétur Sigurðsson. • London, 7. des. NTB-Reuter Ráðuneytisstjóri brezka utanrík isráðuneytisins, Joseph Godber, lýsti því yfir í dag, að gagnrýni Conor O’Briens, fyrrverandi full- trúa Sameinuðu þjóðanna í Kongó á stefnu brezku stjórnar- innar í Kongómálinu væri svo mjög ýkt, að hann hefði með henni gert sjálfum sér skömm. Yfirlýsingar sem þessar, segir Godber eru til þess eins.fallnar að koma upp um takmarkanir viðkomandi. K R A K K A R, hér er óskaseðillinn. Skrifið á hann óskii ykkar um jólagjafir — og látið listann siðan á eldhúsborðið hjá mömmu eða skrifborðið hjá pabba. Hver veit nema þið fáið >á eitthvað af því, sem þið óskið ykkur? Veldur hver á heldur Athugasemd frd Larusi Ág. Gíslasyni, hreppstjóra Miðhusum f Tímanum 30. nóv. s.l. er birt samtal við Einar Benediktsson, skrifstofumiann á Hvols'velli. Þar staðfestir Einar það sem ég sagði um bag bænda við frétta- mann Morgunblaðsins og birt var í blaðinu þriðjudaginn 7. nóv. s.l. Einar segir að batnandi hag- ur viðskiptamanna K. R. á árinu 1960 stafi af eftirfarandi. Fyrst. Minnkandi fjárfesting í byggingu og vélakaupum. í öðru lagi hefðu lán frá Bún- aðarbankanum út á byggingar 1959 ekki fengizt fyrr en á árinu 1960. í þriðja lagi hafi verið hert á innheimtu vegna lánsfjárkreppu ríkisstjórnarinnar. Rétt er að at- thuga þessi atriði nokkuð nánara. Það mun rétt vera að nokkuð hafi dregið úr byggingafram- kvæmdum á árinu 1960 og mun þar mestu hafa valdið um að kaupfélögin treystu sér ekki til að iána eins og þau höfðu gert, vegna þeirra miklu skulda sem safnast höfðu hjá bændum við þau. Um dráttarvélarnar segir Ein- ar:„Á árinu 1959 seldi Kaupfé- lagið 20 nýjar dráttarvélar að verðmæti 1,3 milljónir, en á ár- inu 1960 aðeins 2 nýjar. Hinsveg ar ber að geta þess að Kaupfé- lagið seldi talsvert af hinum svo kölluðu viðreisnartraktorum, dráttarvélum, sem enskir bænd- ur vilja ekki sjá lengur en tald- ir eru fullgóðir fyrir íslendinga." Einar getur ekki um verðmæti þeirra nýju og gömlu dráttar- véla sem félagið seldi á árinu 1960. Af hverju? Ef við bugsum okkur dæmið svona: Seldar 26 gamlar vélar á kr. 45 þús. st. kr. 1.170.000,00. Seldar 2 nýjar vélar á kr. 90 þús. st. kr. 180.000,00. Samtals kr. 1.350.000,00. Ef þetta dæmi væri rétt, en það getur Einar rannsakað, þá hefði Kaupfélagið selt dráttar- vélar á árinu 1960 fyrir kr. 1,3 milljónir eins og árið 1959. Hverjir telja nú þessar gömlu vélar fullgóðar fyrir bændur? Eins og Einar segir. Nú, það hljóta að vera þeir sem flytja þær inn og selja bændum þær. Það miun nú vera SÍS, sem flytur þær inn, og Kaupfélagið iætur gera þær upp og mála þær og selur þær síðan bændum fyr- ir hálfvirði á við nýjar. Mér er kunnugt um að vél- arnar eru gerðar upp hér á verk- síæðinu af mjög mikilli samvizku semi, og eru fallegar útlits þeg- ar þær fara frá‘verkstæðinu. Eg hef haldið að í þessum vélum væru yfirleitt góð kaup og hér væri um að ræða greiða við ‘bændur, en væri ekki verið að fleygja í þá rusli eins og virtist liggja í orðum Einars. Þá segir Einar að lán úr sjóð- um Búnaðarbankans út á bygg ingaframkvæmdir ársins 1959, hafi ekki fengizt fyrr en á árinu 1960. Það er vafalaust nokkuð rétt í þessu hjá Einari, því eins og hann og aðrir vita, skildi vinstri- stjórnin við sjóði bankans gal- tóma. Það tók eðlilega nokkum tíma fyrir núverandi ríkisstjórn að útvega sjóðnum fé, en það var líka gert þannig að meira var lánað úr þeim á árinu 1960 en venjulega hafði verið gert áður. í þriðja lagi segir Einar, að hert haf; verið á innheimtunni vegna lánsfjárkreppu ríkisstjóm arinnar. Bæði kaupfélögin hér í sýslu, settu straiigari innheimtureglur um áramótin 1959 og 60, en áð- ur höfðu gilt. Mun víst enginn sanngjarn maður hafa láð kaup- félagsstjórunum það, eins og komið var hag bænda eftir stjórnartíð vinstri stjórnar innar. Enda mun mikill meiri- hluti bænda ekki óska eftir svipuðu stjórnarfari aftur. Og ég leyfi mér að efast um að Einar Benediktsson óski eft- ir vinstri stjórn, sém í flestu færi eins að og sú sálaða gerði. Þótt ég hafi sagt að hagur bænda hafi batnað frá því að vinstri stjómin leið, er -langt frá því að ég telji hag þeirra góðan. Það er fyrir að þakka að marg ir bændur búa við góðan efna- hag. En þeir eru því miður að mínu áliti fleiri sem gera það ekki. Skuldir bænda eru gífurlega miklar, því veldur mikil og ör fjárfesting, og of ■. lágar tekjur samanborið við rekstrarkostnað búanna. Bændur eru víst allir sammála um það. að þeir búa við rangan verðlagsgrundvöll. En það er ekki aðeins í ár, það var einnig 1 fyrra og svo hefur það verið flest ef ekki öll árin síðan þetta skipulag var teikið upp. Við skulum trúa því, að þeim þjóðfélagsþegnium fjölgi óðum, sem sjá og skilja þá geysi þýð- ingu sem landbúnaður hefur fyr- ir þjóðarbúið og menningu þjóð- arinnar alilrar, og að þeir taki undir þá kröfu, að það ranglæti sem nú ríkir { verðlagsmálum landbúnaðarins verði leiðrétt sem fyrst. Ef reynslan leiðir hinsvegar í ljós að sú leiðrétting fæst ekki sem hér er rætt um, er einsýnt að það ber að snúa sér að því að fá rekstrarkostnaðinn lækkaðan. Máske er sú leið farsælli fyrir bændur og þjóðfélagið í heild. Eg þakka svo Einari Bene- diktssyni fyrir að honn gaf mér tækifæri til að taka til máls. í blaðaviðtali, þar sem aðeins er púnktað niður það sem sagt er, vill margt orðið brenglast, svo að ekki verður rétt mynd af viðhorfi þess, sem rætt er við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.