Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ ★ AÐ undanförnu hefur verið um fátt meira ritað og rætt en sjónvarpsstöð Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og hafa þar ýmsir látið til sín heyra. Flestum, ef ekki öll- um þessum aðilum, er það sameiginlegt, að þeir ræða sjónvarpsmálið af miklu of- forsi, en lítilli og gjarnan engri þekkingu á sjónvarpi, eðli þess og tilhögun. Menn hafa rætt um að íslenzkri menningu stafi hinn mesti Skyggnst inn í sjónvarpsmyndavél á Keflavíkurflugvelli. Þessi vél er nt.,a. notuð í sambandi við fréttaflutning, en meginhluti efnis þess, sem er sjónvarpað, er af filmum. Stækkun sjðnvarps stöðvar- innar breytir engu i Rvík Deilt um keisarans skegg — Móttak- an verður engu betri en áður — Sjónvarpstæki dýr — Nokkrar tæknilegar staðreyndir háski af stækkun sjónvarps- stöðvarinnar, útvarpið muni þá ekki lengur ná til meiri- hluta þjóðarinnar, kvik- myndahús mundu tæmast og svo má lengi telja. Stað- reyndin er hins vegar sú að hér er verið að deila um keisarans skegg. Fyrirhuguð stækkun sjónvarpsstöðvarinn ar mun nálega engu breyta um gæði móttökunnar í Reykjavík. Þessar deilur um sjónvarpið áttu því fremur heima 1955, er leyfi til rekstr sjónvarpsmyndin ákaflega trufluð og langt fyrir neðan það algjöra lágmark, sem teljast verður þolanleg mót- taka- Aflaukningin skiptir ekki máli Með 50 watta sendingu fæst e.t.v. skýr mynd 3—4 kílómetra frá sjónvarpsstöð- inni, ef miðað er við erlend- ar kröfur um nokkurn veg- inn truflanalausa móttöku með venjulegum loftnetum, en á hinn bóginn má fá 10— Tvefr lsfendlngar hafa unnið við sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli, Teitur Albertsson og Sigurður Jónsson. Hér sjáist þeir ásamt hluta af stöðinni. ar sjónvarpsstöðvarlnnar var upphaflega veitt. Það sem gerist, þegar afl sjónvarpsstöðvarinnar verð- ur aukið, er ekki það, að langdrægni hennar fimm- faldist. Samkvæmt töflum frá alþjóða-fjarskiptastofnun- inni fæst sami viðtökustyrk- ur í 60 km. fjarlægð yfir flatlendi eða sjó með 250 watta afli og áður var í 50 km fjarlægð með 50 watta afli. Þessi langdrægnisauki verður enn minni ef sjón- varpsbylgjurnar fara yfir borg eins og Reykjavik, þar eð dreifing þeirra verður þá miklu örari. Þrátt fyrir 250 watta stöð í Keflavík verður því móttakan í Reykjavík lítið sem ekkert betri en hún er nú, sennilegast ekkert, og eins og skilyrðin eru nú. er 20 sinnum meiri langdrægni, ef menn sætta sig við trufl- anir og þann kostnað, sem leggja verður í margbrotin og viðamikil loftnet. Sömu aukningu móttökustyrks og við fimmfalda aflaukningu sendistöðvar má yfirleitt fá með því að hækka loftnetið um helming, eða með því að nota margbrotin viðtökuloft- net í stað einfaldra. Langdrægni stöðvarinnar mun því aukast mjög lítið frá því sem er við áður- greinda aflaukningu. Varnar- liðið hefði í raun og veru getað náð sama árangri með því að hækka útsendingar- loftnet stöðvarinnar um helming, en engar takmark- anir voru gegn slíku í upp- haflegu leyfisbréfi. En þar eð hin eamla 50 watta stöð er ur ser gengin ,og varnar- liðið taldi að erfitt væri að útvega minni stöð en 250 watta, og með tilliti til fram- angreindra tæknilegra stað- reynda, þá taldi póst- og símamálastjórn ekki aflaukn- inguna skipta miklu máli. Mikill ókunnugleiki í umræðum manna um þessi mál og skrifum ýmissa blaða hefur komið fram mik ill ókunnugleiki á sjónvarpi og svo virðist, sem ýmsir að- ilar hafi ekki viljað kynna sér staðreyndirnar niður í kjölinn. Ýmsar fullyrðingar um mál þetta hljóta því að teljast pólitísks eðlis, og til þess fallnar að nota 'í póli- tískum áróðri. í einu dagblaðanna var fyrir nokkru birt umfangs- mikil forsíðufrétt þess efnis, að hægt væri að senda sjón- varpið í símalínum til sjón- varpstækja á Keflavíkurflug- velli og útiloka þannig að ís- lendingar gætu séð það. Sagði blaðið að þessi aðferð væri mjög að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Það er mála sannast, að þessi aðferð hefur rutt sér til rúms í Bandaríkjunum, en þá aðeins sem lokað sjón- varp, þ.e.a.s. sjónvarp, sem sent er til örfárra sjónvarps- tækja innan einnar eða fárra bygginga, t.d. í skólum. Hitt er alrangt að lokað sjónvarp ryðii sér til rúms sem nniðlpxd almenns sjón- varps, en Keflavíkursjón- varpið er almennt sjónvarp, sem nær til fleiri tækja en svo, að nokkur leið sé að koma þar á lokuðu sjónvarpi nema fyrir gífurlegar pen- ingaupphæðir. Lokað sjón- varp var á sínum tíma reynt í einu hverfi borgar nokk- urrar í Bandaríkjunum í sambandi við það, sem nefnt hefur verið ^,pay-television“, en það er nánast sjónvarp, sem fólk borgar fyrir að horfa á og sleppur þannig við auglýsingar, sem annars bera kostnaðinn af sjón- varpssendingunum. Það kom strax í Ijós að hér var um alltof dýra aðferð að ræða, og hefur hún ekki verið reynd síðan, heldur eru nú framleidd sérstök sjónvarps- tæki með áföstum sjálfsala, sem peningur er settur í, en sending fer fram á venjuleg- an hátt Sr. Jón Auðuns dómprófastur: í storminum Þ E N N A N sunniudag — hi-nn I þriðja í aðvenitu — helgar kirkj- an minningu Jöhannesar skárara, fyrirrennaranum, sem sendur var til að greiða lausnara mannanna veg. Það leika stormar og stórviðri um þennan sterka mann. Værð og makræði hafnar hann, — og j afnvel þeim 1 ífsþæg indum, sem þóttu á þeim tíma sjálfsögð al- þýðu manna en oss myndi ekki finnast mikið til um nú. Strang- asta meinlætalífi lifir 'hann. Mat sinn sækir 'hann í skaut eyði- merkurinnar. Serk úr úlfaldahári klæðist hann. Hann girðir sig hörðu leðurbelti um lendar. Þannig stendur hann, storrn- anna og eyðimerkurinnar sterki sonur. Þá mynd hans munu marg ir þekkja úr kvæði Davíðs Stef- ánssonar. Og orð hans eru bein- sbeytt og djörf. Á kné í brenn- andi iðrun knýr hann þá, sem á 1 fund hans leita. Hann hirðir um (það sízt, að vægja þeim, sem á , hefðartindi þjóðfélagsins eiga sess. Vægðarlaust reiðir hann refsivöndinn yfir konunginum og hirðinni. En þá er mælirinn loks fylltur. Dýrt sjónvarp Varðandi þá staðhæfingu, að Reykjavík muni fyllast af sjónvarpstækjum eftir stækk rm sjórnvarpsstöðvarinnar og okkur sé af því háski búinn, er rétt að taka fram, þó Mbl. telji þessa hættu stórýkta, að lágmarkskostnaður við sjón- varp er um 22,500 krónur. Tækið sjólft kostar ekki minna en 15 þúsund krónur og þar á ofan bætist kostn- aður við margfalt stefnuloft- net, straumbreyti, magnara (booster) o. fl. Þrátt fyrir þennan margbrotna og dýra útbúnað er myndin, sem fram kemur á sjónvarpstjald inu, ákaflega óskýr og trufl- uð og mun verða það áfram þrátt fyrir fyrirhugaða stækk un stöðvarinnar. Eðlilegt er hins vegar að ýmsir hafi keypt sér sjónvörp að undan- förnu vegna þeirra staðhæf- inga, bæði í ræðu og riti, að fimmföld stækkun stöðvar varnarliðsins þýddi fimmfalt betri mynd í Reykjavík. Ávallt léleg mynd Þá ber og að geta þess, að á Keflavíkurflugvelli er 110 volta straumur og 60 rið, en í Reykjavík 220 volta straum ur og 50 rið. Það er að vísu hægt að nota straumbreyta til þess að fá 110 volta spennu fyrir móttökutækin, en straumbreytirinn breytir ekki riðunum. Það er stað- reynd að mismunurinn á þess um 50 og 60 riðum kemur ávallt fram í lélegri mynd. Það verða ekki betri móttöku skilyrði í Reykjavík með 250 watta stöð á Keflavíkurflug- velli en er nú með 50 watta stöðinni, og því er hér verið að deila um keisarans skegg. Heródes- sendir blakkan böðul niður í fúlan fangaklefann til Jóbannesar. Þar lýkur skírariim sínu stormasama lífL Veikgeðja öld kann að ofbjóða krafti Jóhannesar skírara. Trú hans er sterk. Ekki hugljúf að sama skapi. En hún er sterk. Hún er eins og eyðimerkurstráið, sem í storminum hefir vaxið. Ber trú vor ekiki of lítið af þeim svip? Ef hún ekki langt um of eins og stofublómið, sem rækit- að er í hlýjunni undir gleri og deyr ef það er borið út í næðing- ana og kuldann ? Eitt tíðasta árásarefni andstæð inga kristindómsins er það, að trúin sé auðvirðileg óskhyggja veikgeðja manna, og að Guð sé mönnunum fyrst og fremst tæki ti'l að svara sjálfshyggju þeirra og persónulegum, eigingjörnum óskum. Því miður er með ótal dæmum 'hægt að rökstyðja það, að þrá- sinnis er trúarlífið þessu marki brennt. ,,Dýrð handa mér! Dýrð handa mér!“ er grunntónninn í trúarlifi, trúariðkunum og bænum alltof margra kristinna manna. Með góðlátlegu brosi yfir gömlum barnaskap lesum vér hinn gamla sálm, þar sem segir: „Farðu nú, Guð, og flýttu þér, að frelsa sálu mína“. En þennan fráleita grunn- tón má víða finna í trúariðkunum og bænum. Guð á að gera fyrir mig þetta og hitt, sem hugur minn girnist, uppfyl-la hverja barnalega ósk, sem ég kanii að bera upp við hann. Guð á að vera til fyrir mig, en ég ekki fyrir hann. Eins og annað í fari manna á trúarlíf þeirra sínar ömurlegu skuggahliðar. Þess vegna má ekki dæma trúna eftir hvimleiðustu myndum hennar. Hver dæmir tónlist eftir lélegasta fálrni list- gutlarans? Ef menn vilja tneta gildi hennar rétt, leita þeir til Beethovens og Bachs en gera ekki jazzskröltið að mælikvarða sannrar tónlistar. Ef meta skal gildi byggingarlistarinnar, miða menn ekki við söluskúra og 'benzínskemmur, heldur við afrekin í sannri byggingarlist. Ef meta skal gildi ljóðagerðar,, leita menn til séra Matthiasar fremur en til Símonar Dalaskálds. Líkar kröfur á einnig að gera til þeirra, sem meta vilja trú og gildi hennar. Þá mega menn ekki leita til lélegustu tjáninga trú- árlífsins, þar sem vesaldar- leg sjálfshyggja ræður afstöðu mannsins til Guðs. Þá eiga menn að leita til göfugustu túlkenda trúarinnar, til manna eins og Jó- hannesar skírara. Víðsfjarri hvers konar tilfinn- iagavæmni var trúarlíf hams. Langar leiðir frá þeirri lítilsigldsu sjálfshyggju, sem alltof oft gætir í trúarlífi manna, var trú hans. Hún var ekki viðkvæm stofujuirt, sem fellir blóm og bliknar, sé hún borin út í storminn. f storm- inum var hún fædd. Stormana stóð hún af sér. í seinasta storm- inum stóðst hún eldraunina, þeg- ar böðull Heródesar hjó frá boln- um höfuð þessa stórbrotna manns. Þennan manm, þessa sterku stormasál, leiðir kirkjan osis fyr- ir sjónir á þriðja sunnudegi í að- ventu. Hún bendir á hann, þegar hún boðar oss komu Krists og hvetur oss til að greiða honuim veg, gjöra beinar brautir hans. Líkir Jóhannesi hafa margir þeir verið, sem bezt hafa greitt Kristi veg á 19 alda göngu hans um þessa jörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.