Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 *m Kl MMMMHMIMHMmMMHMÍMMMk s 11 /gn lli' i i ð i FYRIR skömmu kom út hjá ísafold skáldsagan „Rauði kötturinn" eftir Gísla Kol- beinsson, sjómann. Það er ekki daglegur viðburður, að sjómaður gefi út skáldsögu, þess vegna ræddum við nokkra stund við Gísla á dög unum. — Hafið þér verið lengi sjómaður? spyrjum við hann. — Ég hóf sjómennsku á unga aldri og var fyrst á ís- lenzkum togurum. Síðan réðst ég á flutningaskip og hef verið í ’ siglingum í fimmtán ár, bæði á norskum skipum og íslenzkum. — Þér hafið þá komið víða? -— Já. Ég hef komið í hafn ir í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku. — Eruð þér enn í milli- landasiglingum? — Nei, ég er nú búsettur í Vestmannaeyjum og er for- maður á mótorbáti, sem rær þaðan. — Er ekki erfitt að setjast í helgan stein, þegar maður hefur verið svona lengi í siglingum? — Ekki hef ég fundið til þess. Það er sagt að menn róist með aldrinum. Ætli því ,sé ekki einnig þannig varið um mig. — Um hvað fjallar bókin? — Hún gerist á Kúbu og dregur nafn sitt af knæpu í Havana. Hún fjallar um kúbanskt fólk og íslenzka farmenn og gerist á nokkr- um dögum fyrir tveimur ár- um. — Þér hafið komið til Kúbu? — Já, ég hef komið þang- að fimm sinnum og mér lík- ar ákaflega vel við kúbanska fólkið. Ég kom þangað bæði fyrir uppreisnina, meðan á henni stóð og eftir að henni var lokið. — Er minnzt á uppreisn- ina í bókinni? — Já, bókin gerist meðan á henni stóð, en fjallar þó ekki um uppreisnina. Hún er í bakgrunninum, fólkið ræð- ir um hana. — Á sagan sér enga stoð- í veruleikanumi — Nei, nei, hún ber nafnið skáldsaga með réttu. íslend- ingarnir eru alger hugar- smíð, en ég reyni að lýsa kúbönsku fólki eins og það kom mér fyrir sjónir. — Hvað varð til þess að þér skrifuðuð þessa ögu? — Kúbá og íbúar eyjarinn- ar eru minnisstæðasta landið og þjóðin, sem ég hef heim- sótt. En það sem fyrst og fremst varð til þess, að ég fór að skrifa var, að á sigl- ingaskipum er mikill frítími, sem þarf að drepa. Ég byrj- aði að nota hann til að skrifa óg auk þessarar bókar hef ég Gísli Kolbeinsson skrifað nokkrar smásögur, sem birzt hafa í Sjómanna- blaðinu. — Eru það líka skáldsög- ur? — Já, og þær gerast allar á íslandi. — Ætlið þér að halda áfram að skrifa? — Já, það hef ég hugsað mér. Söfnin Listasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1:30—4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1.30— 4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 1.30— 3,30. Minjasafn Reykjavíkurhæjar, Skúla túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Ameríska Bókasafnið, Laugavegi 13 er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18 þriðjudaga og fimmtudaga Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. velur að þessu sinni Stefán Jónsson. Um val sitt á ljóðinu segir hann: S j ó r i n n er töluvert yrkisefni. Að því aflbuguðu hvað landið okkar er tiltölulega lítið og láigt og að hafið þekur 70,8 prósent af yfirborði jarðar og er að meðaltali 3790 metra djúpt, þá er það merki'leg tilviljun að ís’land sfculi vera þurrlendi og ég hvorki fugl eða fisfeur. Mér hefur alltaf þótt sjórinn merkilegur. Á Djúpavogi fór öll málsimetandi bernska fram otfan í fjöru. Ég átti alltaf von á sjóreknu djásni; hef enda hvergi séð önnur eins undur og í flæðarmálinuu. Einu sinni sá ég þar marhnúta, sem voru búnir að gleypa hvor annan og lágu á meltunni. Á útfiri tíndum við úr flæðangrjótinu svo ófríðar mar- flær að vermenn frá Norðfirði boguðu okkur fimmtíu auxa í reiðu fé á stykkið — fyrir að gleypa þær. Svo náðu þessar gleypingar hámarki sínu á aðfallinu. Þá kom sjórinn og gleypti landið. Ég á enmþá mitt ævintýri í hafsauga og partur af því er spunninn upp úr þessu kvæði; H r L D U R eftir GRÍM THOMSEN í dag 17. des., er frú Guðrún 'Árnadóttir 80 ára. Hún dvelst í dag á heimili sonar síns að Laugavegi 162. 80 ára er í dag frú Margrét Björnsdóttir, Skeggjagötu 16. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Fjóla Guð- mundsdóttir, Drápuhlíð 25 og B.jörn Daníelsso.n íþróttakenn- ari, Syðra-Garðshorni. Svarfað- ardaL U.iúpt í hafi í höll af rafi Huldur býr, bjart er trafið, blæjan skír; opt í logni ljósu sogni iangspiiið hún knýr, sindrar silfurvír. Raular undir Rán í blundi rótt og vægt, lognið sprundi ljúft og þægt, og í draumi undirstraumur ymur stillt og hægt, haf er fagurfægt. En i kalda er kvikar alda, kreppist glær, hærri galdur Huldur slær: strengir hlymja hrannir glymja hvítar nær og fjær, rymur sollinn sær. Trúi’ jeg leiki Faldafeyki fiðlan snjöll, eru á reiki rastafjöll, Ægisdætur finna fætur flytja’ um gáruvö? hyltast boðaföll. '■ar Dunar sláttur, dýrri’ er háttur drósar brags, tekur hiin brátt til Tröllaslags: Magnast stormur, Miðgarðsormur makka kembir íax, - kenna knerir blaks Meðan veður valköst hleður vogs um tún, Huldur kveður hafs í brún, inn á víkum yfii* líkum einnig syngur hún marga rauna rún. Óm af hreimi galdurs geymir gígjan þá, dregur hún seiminn djúpt í sjá, treinist lengi tún og strengir titra eftir á dult í djúpi blá. ’ Eldhúsinnréttingar Smíum eldhúsinnréttingar og skápa. Vönduð vinna. Hagstætt verð. Simi 37595. Keflavík — Njarðvík Stærri gerðin aí Rafha- eldavél til sölu. Verð kr. 2000,-. Uppl. í sima 1736. Ú Ipukápur a 3ia til 8 ára. VJW. Austurstræti 12 Kaupmenn Atvinnurekendur Vantar yður góðan starfsmann? Ég er þrítugur, þaul- vanur afgreiðslu- og sölumaður. Ennfremur alivanur gluggaskreytingum. Margskonar önnur störf koma þó til greina. Get unmð sjálfstætt ef með þarf. Ef þér hafið áhuga, hringið þá í síma 33746. MANCHETTSKYRTUR hvítar og mislitar, margar teg. HÁLSBINDI HÁLSTREFLAR N Á T T F Ö T N Æ R F Ö T SOKKAR SKINNHANZKAR margar tegundir HERRASLOPPAR SPORTSKYRTUR SPORTPEYSUR RYKFRAKKAR POPLÍNFRAKKAR H A T T A R H Ú F U R VANDAÐAR VÖRUR SMEKKLEGAR VÖRUR Gjörið svo vel og skoðið í gluggana CEVSIR H.F. Fatadeildin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.