Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ T5 Arfur og ævintýri Valdimar J. Eylands. Arfur og ævintýr. Bókaforlag Odds Björnssonar Akureyri 1961. í>AÐ ÞÓTTI mikil fþrótt í forn- öld að leika að handsöxum, tveimur eða þremur, svo að jafn an væri eitt á lofti. Hefur mér stundum komið sú íþrótt í hug, er ég hef hugsað til íslenzku prestanna vestan hafs og kenni- mannsstarfs þeirra á tveimur tungumálum, íslenzku og ensku. Þó að ég færi ekki nema öðru hverju til messu þau ár, sem ég var í Winnipeg, kynntist ég þar ræðumennsku sr. Valdimars J. Eylands nægilega til þess, að ég get með góðri samvizku borið henni vitni. Og verður þá efst í mér aðdóun á því valdi, er hann hafði á báðum málunum. Var auð heyrt, að hann hafði lagt sig mjög eftir ensku, en þó alls ekki á kostnað íslenzkunnar, svö sem stundum kann að verða. Við hana hefur hann jafnan lagt mikla rækt, aflað sér góðs ís- lenzks bókakostar og verið sí- lesandi. ( Ég held, að ég muni það rétt, að sr. Valdimar kom hingað heim síðast (1956) á íslenzku vegabréfi, og voru þó liðin tæp 35 ár, frá því er hann fluttist vestur. Er sú fastheldni við vegabréfið (þótt hann hafi nú loks gerzt kanadisk ur borgari) táknræn um tryggð hans við uppruna sinn og átt- haga. • Sr. Valdimar eða dr. Valdimar, því að United Oollege í Winni- peg gerði hann heiðursdofctor í guðfræði vorið 1953, varð sextugur 3. marz s.l. Var þá efnt til útgáfu nökkurra ritgerða hans og ræðna, Og er það safn nú ný- lega komið út í vandaðri útgáfu. Fremst í ritinu flytja honum árnaðarorð rúmlega 400 vinir hans austan hafs og vestan, en að útgáfunni hafa þeir unnið mest prestarnir Bragi Friðriks- son (er jafnframt ritar formáls- orð) og Benjamín Kistjénsson, en vestan hafs einkum Grettir L. Jóhannsson ræðismaður. Fyrst ritgerða sr. Valdimars er áður óbirtur þáttur, er hann nefnir Umbrot æskumannsins, Upphaf að ævisögu. Tekur hann fram til ársloka 1921, er Valdi- mar hélt vestur um haf. Lýsir þessi þáttur höfundi sínum harla vel, löngun hans til menntunar og einbeitni í sókn að settu marki. Gamansemi sr. Valdimars nýtur sin þar og ágætlega, en hann kann mjög vel að krydda ritgerðir sínar, þar sem það á við, Og tækifærisræður hæfilegu gamni. Getur það reyndar stöku sinnum orðið dálítið kaldrana- legt, eins Og hann stæði að norð- an inn Húnaflóa! Sr. Valdimar hefur að vonum ritað svo margt um dagana, að í safni þessu rúniast einungis nokkur dæmi ritgerða hans og ræðna, þótt menn muni sakna eins og annars, svo sem eðlilegt er, þegar úr miklu er að velja. Prédikanir hans og ýmsar rit- gerðir um trúar- og kikjumál- efni eru auðvitað veigamesti þátt- urinn, þótt miklu víðara sé kom ið við. Munu t.d. þjóðræknisræð urnar þrjár í ritinu jafnan verða taldar meðal hins bezta, sem vér eigum af því tagi. 1 Lengsti kafli bókarinnar (og hinn síðasti, 121.—256. bls.) er Ferðasaga, er höfundur nefnir Ævintýr i átján löndum. Kemur þar í ljós það, sem vér reyndar vissum áður, að sr. Valdimar hefði getað orðið ágætur blaða- maður, snöggur á lagið og næm- ur á það, sem frásagnar er vert hverju sinni, en jafnframt nógu fróður og fjölþreifinn til að forða því, að úr verði einungis upptaln ing þurra staðreynda. Enda var förinni heitið til Landsins helga. Birti Valdimar þessa þætti upp- haflega í áföngum í Lögbergi- Heimskringlu, og urðu þeir fleiri en svo, að þeir yrðu allir endur prentaðir í þessari bók. Er ég viss um, að margir munu lesa ferðasögu sr. Valdimars sér til fróðleiks og ánægju og þeim, sem lesið hafa útferðarsögur annarra góðra manna frá síðari árum, svo sem Ásmundar Guðmundssonar og Magnúsar Jónssonar, Sigurðar Einarssonar og Péturs Ottensens, þykja girnilegt að kynnast ferða þáttum sr. Valdimars. Um þessar mundir eru liðin 40 ár, frá því er Valdimar hélt fyrst frá fslandi, staðráðinn í að freista frama síns í ókunnu i landi. Brauzt hann brátt af miklum dugnaði til mennta og var orðinn prestur rúmum þremur órum eftir komuna vestur. Þjónar hann nú, sem kunnugt er, Fyrsta lút- erska söfnuðinum í Winnipeg, hinum fjölmennasta meðal ís- lendinga vestra. Hafa einungis þrír fastaprestar þjónað þeim söfnuði frá stofnun hans 1878, Jón Bjarnason, Björn B. Jónsson og Valdimar J. Eylands, allt ann álaðir prédikarar. Er vonandi, að söfnuðurinn og landar vorir vestan hafs fái enn um langan tima notið hæfileika og starfskrafta sr. Valdimars og hann brýni öðru hverju svo raust sína, að heyrist út hingað, því að það má hann vita, að á hann verður hlýtt. Finnbogi Guðmundsson. Styrkur til kjarnfræðanáms Alþ j óðakj arnorkumálastof nun- in (LAEA) vetir styrki til sér- náms í kjarnfræðum. Umsæfcj- endur skulu hafa lokið háskóla- prófi. Styrkirnir miðast við námsdvöl frá ca. þremur mánuðum og allt að einu ári. Upplýsingar og umsóknareyðu- blöð á skrifstofu Kjarnfræða- nefndar fslands, Laugavegi 105 (4. hæð) sxmi 2-26-20 kl. 10—12 f.h. Umsóknir vegna háskólanáms ins 1962—1963 þurfa að hafa bor- izt fyrir 1. jan. n.k. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatna mótum Fríkirkjuvegar og Skot- húsvegar kl. hálftíu á föstudags kvöld. Volkswagen-bill kom suð ur Fríkirkjuveg og lenti harka lega á sendiferðabifreið, sem kom niður Skothúsvegarbrekk- una. Bílarnir skemmdust báðir mjög mikið, og varð að draga þá báða burtu með kranabílum frá Vöku, en ökumenn meiddust til tölulega lítið. Einn af hermönnum Tshombes sést hér á verði yfir sænskum hermönnum SÞ, sem teknir voru til fanga í Elisabethville í Kaíanga fyrir atuttu. aVa jTa av*| avV ajva •«£♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦£♦<$»♦$♦«$♦♦$♦♦$ EFTIRFARANDI skák er tefld í Suður-Ameríku. nánar tiltekið Santa Fe. Sá, sem stýrir hvítu mönnun- um, er Bandaríkjamaðurinn, Rober.t Byrne, en Hector Rosetto andstæðingur hans. er Argentínu maður. Rosetto beitir mótteknu drottningarbragði, sem hefur ávallt átt ♦vissan hóp aðdáenda. Svartur ýtir c-peði sínu of langt og lendir í erfiðleikum, sem Byrne notfærir sér meistaralega. í 15. leik gerir Rosetto þá regin vitleysu að opna taflið án þess að hafa lokið fyllilega liðskipun sinni. Byrne er fljótur að grípa tækifærið og útfærir lærdóms- ríka sókn á kóngsvæng. Hvítt: Robert Byrne Svart: Hector Rosetto Móttekiff drottningarbragff. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 Svartur þiggur drottningar- bragðið. 3. Rf3 Rf6 4. c3 e6 Rangt væri að valda c4 með 4. — b5, vegna 5. a4, c6. 6. axb5, cxb5. 7. b3 og svartur ratar í erfiðleika vegna þess hve fáa menn hann hefur kvatt til her- þjónustu. 5. Bxc4 a6 6. 0-0 10. Bc2 Rbd7 11. e4 Dc7 '11. — Be7 ásamt 0-0 var öllu betra. 12. axb5 axb5 13. Hxa8t Bxa8 14. Bg5 Be7 15. Rbd2 e5? H. Kmoch bendir á í Chess Review, að svartur getur ekki 15. — 0-0? vegna 16. e5 Rd5. 17. Bxe7 Rxe7 18. Bxh7t'., Kxh7 19. Rg5f, Kg6 (19. — Kg8?. 20. Dh5) 20. Dg4, f5. 21. Dh4 og vinnur á sókn. — Rétt er því fyrst 15. — h6. 16. Bh4, 0-0. 17. 1) e5. Rd5. 18. De4, Rd5-f6! og hvítur kemst ekki lengra. 17. 2) Hal! Bb7. 18. Bg3 með öllu betra tafli. 16. dxe5 Rxe5 17. Rd4! Núna vinnur riddarinn margvís- lega leiki. 17. — Dc5 18. Rf5 0-0 19. Khl! Með þessum leik gerir Byrne peðameirihluta sínum kleift að streyma fram, en í skjóli hans skapar hvítur heiftarlega kóngs- sókn. 19. — h6 20. Be3 Db4 21. f4 Rg6 Ef 21. — Rc6, þá 22. Rf3 T. d. 22. — Dxb2? 23. e5. Rd5. 24 Rxe7 Rdxe7. 25 Bh7f Eða 21. ~ Reg4. 22. Bd4 ásamt h3 22. Bd4 Hd8 23. e5 Re8 24. e6 Bd5 Ef 24. — f6 þá 25. Dg4. 25. Re4! Nokkuð óvæntur leikur. Hvítur hótar að fanga svörtu drottning- una með 26. Bc3. 25. — Da5 26. exf7f Bxf7 Ef 26. — Kf7. 27. Dh5! 31. Bxg6 Bf6 32. Rf7 Hda 33. De3 Hd5 34. Dh3 Kf8 < 35. Dc8f! Ke7 36. Re5 Db6 37. Rc6f Kd6 38. Df8f Kxc6 39. Dxf6f gefiff Hér kemur svo skemmtilegt skákdæmi eftir L. I. Kubbel, sem birtist í „Schachmatny Listok 1922. ABCDEFGH S V A R T : Hvítur leikur og vinnur. Höf. L. I. Kubbel, 1922. itm;oug ‘iOH gaux aejeui jn}jAr[ So itqx 'S Csb§utac[) 'S35i ‘i4.f0 f •z* ‘ii£P '£ 'spx ‘9jh z Cjwa utunj^H) 93xji ‘gaa 'I iustibt; IRJóh. GARUÚLPUR O Q önnur leið er 6. De2 c5. 7. dxc5, Bec5. 8. e4. ABCDEFGH YTRABYROI 6. — c5 7. De2 b5 Sumum kann að virðast þetta glannalegur leikur, en núna gegnir öðru máli en í 4. leik, því svartur hefur undirbúið leikinn með a6 og c5. 8. Bd3 Annað megin afbrigðið er 8. Bb3, Bb7. 9. Hdl Rbd7. 10. 1) a4, Be7. 11. axb5 axb5. 12. Hxa8, Dxa8. 13. Rc3 (Ekki 13. Dxb5?, Bxf3. 14. gxf3, 0-0!). 10. 2) Rc3. Bd6. 11. e4, cxd4. 12. Rxd4, Db8! 8. — Bb7 Ekki nógu nákvæmt. Rétt er 8. — cxd4!. 9. exd4. Ee7. 10. a4, bxa4. 11. Bc2, 0-0. 9. u4 c4 Vegna hinna smávægilegu mis- taka í 8. leik, er svartur þegar . í erfiðleikum. T. d. 9. — bxa4. 110. Bc2, Be7. 11. Bxa4f, Rbd7. 12. dxc5, BxcS. ^3. Re5 Dc7. 14. Rxd7, Rxd7. 15. HcR. Bc6. 16. b4!, Bxb4. 17. Bb2 og svartur þarf að verja&t ýmsum erfiðum hótunum. E. t. v. var bezt að reyna 9. — b4. ABCBEFGH HVÍTT : Stöðumynd eftir 26. — Bxf7. 27. Bxg7! Fallega leikið. 27. — Rxg7 28. Rxh6f Kf8 29. Rxf7 Kxf7 30. Rg5f Kjarni leikfléttunnar! Byrne vinnur nú manninn aftur ásamt tveimur peðum, einnig heldur hann áframhaldandi sókn. 30. — Kg8 TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.