Morgunblaðið - 17.12.1961, Page 20

Morgunblaðið - 17.12.1961, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 Margaret Summerton HtíSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga NeJ. Augu þeirra mættust og töluðu meira en mörg orð hefðu getað gert. Nei, endurtók hann. Hvenær á ég að koma og sækja þig? Hálfsjö. Charlotte.... Yndis- legur iðrunarsvipurinn kom á andlitið. Þér hlýtur að finnast ég afskaplega ónærgætin, en þetta er boð, sem við vorum bú- in að þiggja löngu áður en þú komst. Ég fullvissaði hana um, að mér væri alveg óhætt einni og svo lauk máltíðinni hjá okkur þrem- ur án þess að öfugt orð hefði faílið. Þegar Tarrand kveikti I vindl- ingnum fyrir sjálfan sig og Lísu, spurði ég hann: Reykir þú alltaf vindlinga og aldrei pípu? Hann sneri sér að mér, hissa. Ég reyndi við pípu fyrir nokkr- um árum þegar ég losnaði úr hernum og ætlaði að spara á því, en sú tilraun var fljót að fara út um þúfur. Lísa rak upp ofurlítinn hlátur og sagði síðan: Hversvegna spyrðu? Reykirðu kannske sjálf pípu í laumi? Nei. vitanlega geri ég það ekki. Þau horfðu á mig með um- burðarlyndu brosi. og héldu síð- an áfram ráðagerðum sínum fyr- ir daginn. Lísa átti að fara með Jimmy í afmælisboð, en majór- inn átti fullt skrifborð af skjöl- um, sem hann þurfti að sinna, í nokkurnveginn næði kastað mér út í þessa óvissu von mína og þrána, sem var næstum sárs- aukakennd, eftir að sjá Mark aftur. Þannig héldu hugsanir okkar áfram, hvorar á sinni braut, þang að til mér varð litið upp og sá mér til mestu furðu tárin renna niður hrukkóttar kinnarnar. Skjálfhent vafði hún krukluðum pappír utan af smáböggli og með miklum ástarsvip fletti hún sundur þrem ljósmyndum: einni heima á Sjávarhóli. Bæði höfðu þau ekki haft mig grunaða, neraa rétt í fyrstunni, en síðan afgreitt mig sem hverja aðra meinlausa markleysu. Jafn- vel það að ég hafði verið boðuð til að drekka te með Edvinu, virtist ekki koma neitt við sálar- rósemi Lísu. Þessi seta mín með Edvinu hófst snemma eftirmiðdagsins. Þarna sat hún umkringd koddum og sveipuð sjölum og var sami harðstjórinn og áður. Um morg- uninn höfðu það verið skartgrip- irnir hennar sem ég átti að sjá., Nú voru það ljósmyndirnar henn ar. Mikill meirihluti þeirra var af hennar margsyrgða William. Hún sneri þeim alla vegu og sagði sögu þeirra, og komst við það út í endurminningar um hitt og þetta fólk. Og á meðan gat ég áhugaljósmynd, annarri vega- bréfsmynd og þeirri þriðju tek- inni í Ijósmyndastofu í San Diego í Kalifomíu. Allar þrjár voru af Danny — alvanalegt andlit frem- ur feitlagið með óreglulegu and- litsfalli. Hún andvarpaði gegnum tár sín: Ó, hann var svo góður og svo nærgætinn. skilurðu. Þegar maður er gamall er gott að verða þess var, að maður er elskaður aftur. Og hann gat komið mér til að hlæja. Við áttum svo miklar ánægjustundir saman, Charlo>tte og hann minnti mig á svo margt, sem ég var búin að steingleyma .. Ég var alltaf efst í huga hans, og það eina. sem hann hugsaði um. Hún safnaði saman myndun- um, en fingumir gátu ekki bund- — Hugsaðu þér, ekkert sjónvarp í kvöld. Nábúarnir fóru úr bænum! ið bláa bandið, sem var utan um þær, svo að ég hjálpaði henni. Hún var blíðleg og þakklát. Með- aumkun mín blandaðist einhvern veginn sorg hennar og í einar fimm mínútur mátti næstum segja, að við værum ástríkar hvor við aðra. En svo þegar hún minntist hinnar óbrigðulu nær- gætni Dannys mundi hún um leið eftir að verða reið við Mark. Hann er hér til þess að reka erindi fyrir mig og svo viðhefur hann ekki einu sinni þá almennu kurteisi að vera" til taks, þegar ég þarf á honum að halda. Notar bara húsið hérna eins og gistihús. Þú gerir svo vel og ferð ekki oftar í sjó með honum, skilurðu það? Jæja, hugsaði ég, hún veit þá, að við fórum í sjóinn saman í morgun, og hvað skyldi hún þá vita fleira? Hún rétti mér nú stóran kassa með Ijósmyndum. Settu þetta á borðið þarna og flyttu svo símann frá. Hann er hvort sem er úr sambandi, svo að það er ekki vert að hann sé fyrir. Ég gerði eins og fyrir mig var lagt. Er hann lengi búinn að verá óvirkur? spurði ég. Síðan seinnipartinn í gær, sagði Edvina. Hann hringdi og vakti mig. Það er annars verk frú West og Lísu að svara í for- stofunni án þess að láta hann trufla mig, en svo svaraði enginn og loks varð ég að fara fram úr itil þess að svara í hann. Og hver var svo að hringja? Hvesnig ætti ég að vita það, barn? Mér finnst enginn tala skýrt í símann. Kannske var það presturinn. Hann sagðist þurfa að koma og tala við mig.... og svo var sambandið allt í einu slitið. Það hafði víst einhver vlrinn slitnað, sagði Edvina. Jæja, lof- um honum bara að vera slitinn. Þá ónáðar hann mig ekki á með- an. Ertu viss um, að það hafi ver- ið presturinn, sem hringdi? Ég hitti nefnilega í morgun mann, sem ætlaði að tala við þig og sagðist hafa hringt í gær. Hver Var það? Hún hvessti á mig augun. Það var karlmaður. Ég hitti hann þegar ég kom úr sjónum í morgun. Hann heitir Adkins og er lögreglumaður. Ef hann er það hlýtur hann að heita annaðhvort Garwell eða Vanstone. Hér eru ekki aðrir lög- reglumenn í Glissing. Nei, hann var óeinkenniskiædd ur. .leynilögreglumaður. .og sagð ist þurfa að tala við þig. O-o, svaraði hún og brosið var íbyggið og illkvittnislegt. Það segja nú svo margir. En svo standa þeir ekki við nema þann tíma sem það tekur mig að skrifa ávísun, og þá eru þeir fljótir að hypja sig. En ég er nú búin að fá nóg af þeim. Ég er orðin þreytt á betlurum, Charlotte. Andlit hennar varð máttlaust, en nú komu engin tár. Það var eins og tilfinningar hennar væru orðnar þrotnar og því gæti hún ekki látið þær í ljós. Ég hallaði mér og lagði hendurnar á hennar 'hendur, og á sömu svipstundu var öll þreyta hennar horfin. Það var mikill kraftur í höndunum, sem tóku um mánar — lif og ákafi..sem einnig skein út úr hvössu höggormsaugunum. Nú, þegar Danny hefur verið tekinn frá mér á ég ekki nema þig eina eftir, Charlotte. Þú ert góð stúlka og ég hefði átt að láta hana mömmu þína taka Esmond forðum, en ef þú verður hjá mér nú, skaltu ekki tapa á því. Þá verðurðu rík kona einn góðan veðurdaginn. En um stundarsakir verðurðu að vera góð stúlka og vera hjá mér. Charlotte. Þú skilur, þegar maður er gamall, dreymir hann siundum svo hroðalega.. Veiztu hvað mig dreymdi í nótt? Ég vissi það, því að hún hafði þegar sagt mér það, en samt Blubble light perur kr: 16,— JÓLA TRÉSSE RÍUR JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hefir komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 ljósa. Mislitar seríuperur kr: 5,— Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687 . >f >f ^ — Mystikus. ætti ég að veita Gar lækni umboð mitt? — Gar læknir væri heppilegur.... GELSLI GEIMFARI — Ég hef mjög mikið að gera, frú Colby. En ég gæti gert eina undan- tekningu og.... X- Xr >f — Varið ykkur! Það stendur fólk á hleri á svölunum! hristi ég höfuðið, og stóð svo upp snöggt og reyndi að losa mig úr taki hennar á höndunum á mér. SHUtvarpið Sunniidagiir 17. desember 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir — 9:10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: „Áhrif tónlistar á sögu og siði'* eftir Cyril Scott: IX. (Árni Krist- jánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) Óbókonsert í F-dúr eftir VI- valdi (Renato Zanfini og Virtuosi di Roma leika; Renato Fasano stj.). b) „Vakið!“, kantata nr. 140 eftir Bach (Elisabeth Grummer, Hans-Joachim Rotzsch og Theo Adam syngja með kór Tómas- asarkirkjunnar og Gewand- haushljómsveitinni í Leipzig; Kurt Tomas stj.). c) Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók (Konungl. fíl- harmoníusveitin í Lundúnum leikur, Rafael Kubelik stjórn- ar). 11:00 Jólaguðsþjónusta í Dómkirkjunnl fyrir börn (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organ- leikari: Dr. Páll ísólfsson. Barna kór syngur undir stjórn Krist- jáns Sigtryggssonar, Strengja- hljómsveit drengja leikur jóla- lög undir stjórn Páls Pampichlera Pálésonar). 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Úr sögu stjörnufræðinnar; IIÍ, erindi: Líf á öðrum stjörnum (Þorsteinn Guðjónsson). 14:00 Miðdegistónleikar: Óperan „Carmen" eftir Bizet (Victoria do los Angeles; Nicolai Gedda, Janine Micheau, Ernes Blanc o. fl. syngja með kór og hljómsveit franska útvarpsins; Sir Thomas Beecham stjórnar. — Þorsteinn Hannesson kynnir óperima). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veður- f regnir). a) Hafliðl Jónsson og félagap hans leika. b) Oberkrainer-kvintettinn leik- ur létt lög. 16:15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. 1». Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): — (18:20 Veður- fregnir). a) Framhaldssagan „f IflTarar- þararborg" eftir Ingebrikt ^ Davik; V. hluti (Helgi Skúla- son les og syngur). b) „Ljúfa álfadrottning'*, leikrit með söngvum eftir Ólöfu Árnadóttur; III. þáttur. — Leikstjóri: Klemenz Jónsson* Söngstjóri: Sigurður Markús- son. c) Lesið úr nýjum b^rnabókum. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Tónleikar: Leonld Kogan fiðlu- leikari'leikur inngang og tilbrigði eftir Paganini. 20:15 Erindi: Thomas Payne, skoðanir hans og ævistarf (Hannes Jóns- son félagsfræðingur). 20:45 Vinsæl lög: Capitol-hljómsveitin leikur; Carmen Dragon stjórnar, 21:00 Spurt og spjallað í útvarpssal, — I>átttakendur: Adda Bára Sig--' fúsdóttir veðurfr., Guðrún Guð- laugsdóttir húsfrút> dr. Matthíaa Jónasson, próf. og Ólafur Sveins- son. Sigurður Magnússon fulltrúl stjórnar umræðum, ^ 22:00 Fréttir og veðurfregnir. ^ 22:10 Danslög. — 23:30 Dag9krárlo!t. Mánudagur 18. desember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Em® Björnsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tón- leikar. — 8:30 Fréttlr. — 8:32 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir, — 9:20 Tónleikar. 12:00 Hádeigsútvarp (Tónlelkar. —• 12:25 fréttir og tilkynningar). 13:15 ^únaðarþáttur: Hjaltl Gestsson rúðunautur talap um sauðfjár- rækt. 13:30 „Við vlnnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 17:05 „í dúr og moll": Sígild tónllst fyrir ungt fólk (Reyhir Axelss.) 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáldkona talar við bömin. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 IÞingfréttir ^-Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Dagleg mál (Bjami Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Ingólfu* Guðmundsson stud. theol.). 20:25 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Pál H. Jónsson, Stefán Ágúst Kristjánsson, Vic- tor Urbancic, Hallgrím Helga- son o. fl.; Fritz Weisshappel leik- ur undir á píanó. 20:45 Einleiksþáttur: „Umkomuleysi** eftir Steingerði Guðmundsdóttur (Höfundur flytur). 21:05 „Söngur næturinnar", sinfónla nr. 3 op. 27 eftir Szymanowski ' (Stefani Woytowicz sópransöng- kona og Fílharmoníujkórinn f Krakow syngja með Fílharmon- ísku sinfóníusveitinni i Varsjá; Witold Rowioki stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn'* eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXVI. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 09 tlaflískránlnlt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.