Morgunblaðið - 17.12.1961, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.12.1961, Qupperneq 23
Sunnudagur 17. des. 1961 MORCUNBLAÐIÐ 23 sjö. England græddi þvi á þessu spili 13 stig, en ef 7 tiglarnir hefðu tapazt hefði Finnland grætt 16 stig. %%%%%%%%%%%% ENGLAND sigraði, eins og kunnugt er, í opna flokknum á síðasta Evrópumóti. Enska sveitin vann nokkra lei'ki með mjög miklum yfirburðum eins og t. d. leikinn gegn Finnlandi, en þar urðu úrslit 161 stig gegn 57. í þeim leik má segja, að allt hafi orðið að gulli í höndum ensku spilaranna og er spilið, sem hér fer á eftir gott dæmi um það. Ensku spilararnir Pri- day og Truscott sátu N.—S. og þar gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 ♦ 2 A < 3 ♦ 3 ¥ 4 ♦ pass 5 * pass 6 ♦ pass 7 ♦ pass pass pass ♦ 6 4 3 2 ¥ G 10 3 ♦ K G 5 4 4» 5 3 A 10 8 _ T A K D G ¥ D 9 8 6 N 9 5 5 2 ¥ K 7 4 ♦ 32 S ♦ 8 7 ♦ 76 2 ♦ D 8 4 ♦ Á 7 ¥ Á ♦ Á D 10 9 6 * Á K G 10 9 T Lokasögn Suður (Truscott) er að sjálfsögðu byggð á því að Norður eigi tigulkóng og einn- ig að Norður eigi aðeins 2 lauf. Þetta reyndist rétt, en þar sem Norður á 4 spaða þarf Suður að kasta þremur þeirra í lauf og þolir þess vegna ekki að trompa lauf í borði. Suður varð því að svína laufi og lánið var með honum. Drottningin var á réttum stað og gat hann því kastað þremur spöðum úr borði í laufin. 7 tiglar unnust þvi, þótt sögnin væri nokkuð hörð. Á hinu borðinu fóru finnsku spilararnir Kajaste og Jarvinen aðeins í 6 tigla og unnu einnig Mikilvægt skref — segir Erlander STOKKHÓLMI, 15. des. — Eftir að umsókn Svía um upptöku í Efnanagsbandalagið var kunn- gerð í dag, sagði Tage Erlander, forsætisráðherra, að þetta skref væri mjög þýðingarmikið fyrir sænsku þjóðina og tilraunir Svia til þess að fá hlutdeild í efna- hagssamvinnu Evrópuríkjanna. Erlander lagði áherzlu á, að allt yrði gert til þess að flýta fyrir viðræðum og ná góðum árangri, því Svíar vildu gerast þátttakend ur í markaði 300 milljóna Evrópu manna, sem nú væri að verða að veruleika. Hann lagði áherzlu á, að engu að síður^ mundu Svíar halda við hlutleysisstefnu sína framvegis sem hingað til. Hélt heints- tign sinni Patterson heimsmeistari í linefaleikum varði titil sinn Eyrir McNeeley fyrir nokkr- im dögum. Það var ójafn eikur og 9 sinnum í gólfinu iður en iauk — og dómar- inn „taldi hann út“ í 4. lotu. — — Kafangaher Framh. af bls. 1. hersveitir sem loks unnu þar sig ur að undangenginni magnaðri skothríð úr sprengjuvörpum. Síðast var barizt í návígi og beittu frarnir þá byssustingjum. f Svíar tóku aðalstöðvar Kat- angahers í borginni herskildi eft- ir talsvert harða rimmu, en áður en fyrir lauk reyndu hinir hvítu herfóringjar Tshombe að komast undan sem fætur toguðu. Þeir, sem ekki sluppu úr gildrunni vörðust hraustlega og nutu að- Stoðar hvítra starfsmanna bel- i giska námufélagsins, sem skutu á ; hermenn S.þ. af húsaþökum. En , framsókn Svía varð ekki stöðvuð og þeir handtóku þarna a. m. k. S50 menn. — Eftir að Svíarnir höfðu brotið alla mótspyrnu þar á bak aftur og sýnt var, að Kat- anga-her hafði tapað borginni fór fólk að drífa að úr öllum áttum, einkum hvíta menn, sem leituðu verndar S.þ. í þessu áhlaupi tóku hermenn S.þ. m. a. pósthúsið og Lido Hotel herskildi, en þessar bygg- ingar eru í hjarta borgarinnar Og lengi hafði verið barizt um þær, einkum pósthúsið, sem her- menn S.þ. höfðu beint sprengju yörpum sínum mjög að. pi Áður en Tshombe yfirgaf höf- tiðborgina sendi hann út loka- orðsendingu þar sem sagði, að umheimurinn mundi innan nokkurra stunda fá fregnir af því hvernig hermenn SÞ hefðu brytjað niður saklausa borgara. SÞ væru bnúar að vinna Elisa- bethville, en þæru líka búnar að vera í Katanga. Landið mundi halda áfram að berjast gegn ofbeldinu. Sameinuðu þjóð irnar hefðu nú stórar og miklar syndir á samvizkunni. Mannfall mun hafa orðið tölu vert í Elisabethville í dag eftir að átökin hörðnuðu. Margir al- mennir borgarar hafa fallið og n.annfall hefur orðið í liði Tshombe-hers. En hve mikið er enn ekki vitað. Ekki er vitað um mannfall á liði SÞ, en a.m.k. einn maður féll og nokkrir særðust. Enda þótt mótspyrna Katanga hers virðist nú ekki lengur ætla að tefja aðgerðir SÞ í Elisa- bethville er töluvert af leyni- skyttum í borginni og ekki er loku fyrir það skotið, að hin- ir hvítu yfirmenn Katangahers reyni að skipuleggja liðið á ný til áhlaups. Þá er allt í óvissu um það hve öflugur Katangaherinn er í öðrum borgum landsins og óvar legt þykir að treysta því, að öllum meiriháttar hernaðarátök- um sé lokið milli Katangahers og liðs SÞ. Sem fyrr segir hafa fréttir verið stopular fná Elisabeth- ville í dag og aðeins höfuðatrið- in kunn. Bæði er slitrótt sam- band við borgina og allt þar á ringulreið svo að erlendir frétta menn hafa ekki átt hægt um vik að afla nákvæmra fregna af gangi átakanna. SIGURRÓS Kristjánsdóttir er fædd i Melahúsum á Hellnum 18. des. 1881, og voru foreldrar hennar Jóhanna Jónsdóttir og Kristján Þórðarson. Hún giftist Hans Hoffmann Jónssyni sem þá var ekkjumaður. Þau bjuggu á. Búðum og síðan í Ólavík og eign- uðust sex börn. Eitt þeirra dó ungt og annað fulltíða. Þegar Hans féll frá voru börn þeirra öll ung og eitt ófætt. Sannaðist þá á Sigurrósu, að hún kunni karlmannlega að taka raun og stríði lífs. — Nokkur ár var hún í Stykkishólmi, en fluttist síðan til Hafnarfjarðar og hefur dvalizt þar síðan og síðustu árin á Sól- vangi. Sigurrós var góðvirk Og dug- mikil til starfa, meðan hún hafði enn þol og heilsu. Hún er hlý í geði, velviljuð og vinum sín- um trölltrygg. En þeir óska henni nú áttræðri góðrar heilsu og gleðilegrar hátíðar. — H. — Rogalandsbréf Framh. af bls. 6. lesarann. Inngangur 2 krónur. Fiðlu og gítarleikur og gaman- vísur á milli, til tilbreytni og var það framlag tímaritsins Norsk landbruk til fundarins. Engar veitingar og enginn dans á eftir. Hugsum okkur nú, hvernig tæki mannskapurinn því ef Ung- mennasambandið Skarphéðinn í félagi við Frey, efndi til svona ungmennafélagsfunda, um Suður Iandsundirlendið, í félagsheimil- unum mörgu og góðu. Það yrði náttúrlega ekki gróðafyrirtæki, reiknað í krónum og aurum, en ætli það þyrfti að verða tap á því menningarlega séð Og athug- að. Það held ég ég ekki. — En sinn er siður í landi hverju. Ágætt blað hér segir um fundi þessa, sem ég nú hefi talið. Rogaland Bygeungdomslag syner veg. Annars óþarfi að láta sér detta slíkt og þvi líkt í hug. Svo var það að lokum áríðandi fyrixspurn. Reynir nú á hvort nokkur les þessi bréf mín eða þau eru Morgunblaðinu aðeins syndabyrði og lesendum til hrell- ingar. Um 20—30 bændasynir og aðrir menn íslenzkir hafa verið bún- aðarlærlingar hjá hinum kunna bónda Jens Gausland á Anda í Klepp, fyrr á Thorland í Nærbö. Einn þeirra kenndi Jens bónda að setja grindur í fjárhúsið hjá hon um og láta féð ganga á grindum að íslenzkum hætti. Það var upp- háf að notkun gólfgrinda í gripa húsum, hér á Rogalandi og síðar um Noreg allan, fyrst í fjárhús- um og síðar í nautafjósum og kálfa, og loks á stöku stað í fjós- um fyrir mjólkurkýr. Hver var maðurinn sem kenndi Jens Gaus- land þessa nýbreytni? Og hvaða ár var það? Jens bóndi man þetta ekki sjálfur, nema árið, og þó lauslega og óvíst. En þetta er orðið búnaðarsögulegt atriði, um tækniþróun við búfjárrækt hér í landi, og væri bæði gagn og gaman að fá fram hið rétta um þessa hluti, nafnið á manninum og árstal, hvenær hann var hjá Jens — sennilega í Anda. Gerið nú vel — drengirnar hans Jens — og rifjið þetta upp, — og látið mig vita, annaðhvort í bréfi eða sendið Morgunblaðinu það til birtingar og framfærslu. Jaðri, 1. desember 1961. Jólatré frá Töndei á Akranesi AKRANESI, 15. des. — í kvöM var kveikt með viðhöfn á raf- magnskertunum á dönsku jóla- tré á Silfurtorgi, þar sem mætast þrjár af megingötum bæjarins. Jólatréð er gjöf frá dönskum vinum okkar í Tþnder. Tþnder í Danmörku hefur langalengi ver ið vinabær Akraness. Mikla jóla birtu ber frá trénu, þar sem það stendur í hjarta bæjarins. — Oddur. S endiherra Breta á förum TILKYNNT var í London í gær, að A. Charles Stewart, sem verið hefur sendiherra Breta á íslandi síðan á árinu 1959, muni láta af þeim starfa í janúar n.k. og taka við öðru embætti. Ekki hef ur verið tilkynnt, hver verður eftirmaður hans hér á landi. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. stjórum Vínaróperunnar, aðal- stjórnandi Philharmoníuhljóm sveitarinnar í Vínarborg, stjórnar hljómplötu upptök- um á öllum meiri háttar óper um sem Philharmoníuhljóm- sveit Lundúnar flytur. Ketnur reglulega fram sem hljómsveit arstjóri óperuhljómsveitar La Scala í Milano og óperunnar í Salzburg auk þess, sem hann er einn af forystumönnum tón listarhátíðarinnar, sem árlega er haldin í Salzburg. ★ Síðan Karajan tók við Berlínarhljómsveitinni hefur hann gert nokkrar breytingar á skipan hljómsveitarinnar, skipt um menn í stöku stöð- um og bætt við öðrum. Þá hef ur hann stöðugt bætt við fleiri nútímatónverkum á efn- isskrá hljómsveitarinnar, sem áður einkenndist svo mörg af verkum gömlu þýzku meistar- anna. Hefur sú ráðstöfun afl- að Karajan vinsælda yngri kynslóðarinnar. Og árangur- inn af þessum ráðstöfunum — og vitaskuld framúrskarandi stjórnarhæfileikum hans — er sá, að jafnvel hörðustu gagn- rýnendur hans og hljómsveit- arinnar segja, að hún hafi aldrei verið betri en nú. Karajan er nú liðlega fimmt ugur að aldri og hefur verið víðkunnur hljómsveitarstjóri í aldarfjórðung. Kvæntur er hann fagurri konu, fyrrver- andi tizkusýningardömu, sem ættuð er frá Avignon i Suður- Frakklandi. Þau eiga eina dótt ur barna, Isabellu — en ekki getum við skýrt frá því hvenær hún er fædd stúlkan sú, um það eru foreldrarnir nefnilega ekki sammála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.