Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 24
7 DACAR TIL JÓLA 7 DACAR TIL JÓLA 287. tbl. — Sunnudagur 17. desember 1961 Aldrei meiri békasala: Hannes, Hundaþúfan og Huglækníngar seljast mest Rætt við bóksala MORGUNBLAÐH) hringði til nofckurra bókabúða í gær, til þess að forvitnast um bókasöluna. Verzlunarstjórunum bar öllum saman um það, að meiri sala væri nú en í fyrra. Fólk virðist hafa meiri fjárráð og keypti mun meira af bókum en áður. Spurt var um pað, hverjar íslenzkra bóka hefðu selzt bezt, og nefnðu þeir þessar eftir söluröð: Lárus Blönðal: eftir Ólaf Krist- 1. Huglækningar Tryggvason. 2. Loginn hvíti eftir mann Guðmundsson. 3. Hús m álarans, samtalsbók Jó hanneser Helga og Jóns Eng- ilberts. 4. Hannes Hafstein, ævisaga, eftir Kristján Albertsson. Snæbjöm Jónsson: 1. Hundaþúfan og hafið, sam- talsbók Matthíasar Johannes- sen og Páls ísólfssonar. 2. Hús málarans. 3. Huglækningar. 4. Sonur minn Sinfjötli, eftir Guðmund Daníelssön. HelgafelU: 1. Huglækningar. 2. Loginn hvíti. 3. Séra Friðrik segir frá, eftir Valtýs Stefánsson. 4. Hundaþúfan og hafið. Bókabúð Braga: 1. Hundaþúí'an og hafið. 2. Huglækningar. 3. Æviminningar Bernharðs Stefánssonar. 4. Hús málarans. t Sigfús Eymunðsson: 1. Hannes Hafstein eftir Krist- ján Albertsson. 2. Hundaþúfan og hafið. 3. Séra Friðri'k segir frá, eftir Valtý Stefánsson. 4. Huglæikningar. ísafolð: Sigríður Sigurðardóttir verzl- imarstjóri ísafoldar sagði, að sal- an hefði aldrei verið meiri; fólk hefði ekki nokkurn tíma keypt eins mikið af bókum og á þessoi toausti. Hann sagði, að eftirtald- ar fimm bækur hefðu selzt bezt, en ekki væri að marka röðunina, nema á Hundaþúfunni. Hún hefði bókstaflega flogið út. Orrustan um Atlantshafið kom fyrsit í búð ir í gær, en seldist mjög vel þá. Huglæfcningar kom út á undan ýmsum öðrum og hefur selzit vel alla vikuna, en Orrustan átti met ið í gær. Metsöl-ubækur ísafoldar eru því þesear: 1. Hun-daþúfan og hafið. 2. Orrustan um Atlantshafið. 3. Huglækningar. 4. Sonur minn, Sinfjötli. 5. Æviminningar Bernharðs Stefánssonar. Bókhlaðan: 1. Huglækningar. 2. Loginn hvíti. 3. Hundaþúfan og hafið. 4. Öldin átjánda. —★— Verzlunarstjióri Bókihlöðunnar tók fram, að ekki seldist minnst af barnabókum fyrir jólin, og bæri þar helzt á Tom Swift- bókunum og Heiðubókunum. Frumvarp um Verölagsráð sjávarútvegsins samþykkt sem lög frá Afþingi Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var frumvarp um Verðlags ráð sjávarútvegsins samþykkt sem lög frá Alþingi, eins og það kom frá n.eðri deild. Nafnakall var viðhaft um frumvarpið og greiddu allir þingmenn deildar- innar atkvæði með frumvarpinu gegn þingmönnum Alþýðubanda lagsins. Um frumvarpið urðu nokkrar umræður í deildinni, en þær, ásamt breytingartillögum þeim, sem fram komu, voru mjög á sömu lund og í neðri deild og rakið hefur verið hér í Morgun- blaðinu. Þessir þingmenn tóku til máls: Jón Árnason (S), fram- sögumaður meirihluta sjávarút- vegsnefndar, Sigurvin Einarsson (F), Björn Jónsson (K) og Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráð- herra. f lok fundarins tilkynnti for- seti deildarinnar, Sigurður Óli Ólason, þingmönmum, að þetta mundi að öllum líkindum síðasti fundur deildarinnar fyrir jól. Óskaði hann þingmönnum góðr- ar heimkomu og gleðilegra jóla. Karl Kristjánsson kvaddi sér þá hljóðs og kvaðst vita, að hann mælti það fyrir munn allra þingmanna, er hann þakkaði for seta þrúðmannlega försetastjórn, árn^ði forseta heilla og tóku þing menn undir það með því að rísa úr sætum. Nýlega kom Greta Garbo, sem nú er 55 ára og býr á Miðjarðar- hafsströndinni, til Parísar, og þa3 þótti í frásögur færandi að hún reyndi ekki að fela sig bak við dökk gleraugu, eins og hún er vön. Ferðin var farin til að líta inn til listaverkasala, þar sem Greta keypti málverk eftip Cezanne, en hann dó sama áriS og hún fæddist. Hér sést hún stíga upp í bifreið sína eftir að hafa keypt myndina. Óttast um fé í Þernuvík ÞÚFUM, N-ísf, 16. des. — Góð- viðri er nú við djúp, snjór lítili og greiðar samgöngur. Ekki var vitað fyrr en fyrir stuttu, að fé vantar í Þernuvík. Óttazt er, að 15 fjár þaðan hafi farizt í óveðr- inu í nóvember. — P.P, Hestur fyrir bíl ÞAÐ sJys varð á Eyrarbakkavfegi á móts við bæinn Stekka um kl. hálfsjö á laugardagskvöld, að hostur varð þar fyrir Volkswag- en-bifreið. Hesturinn sla-saðist svo mikið, að lóga varð honum. Bíllinn skemmdist mikið. Leyft verði að auka hlutafé Iðnaðarbankans LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um Iðnaðarbanka fs lands. Segir svo í 1. grein frum- varpsins: „Lögmætur hluthafafundur get ur ákveðið að'auka hlutaféð og skulu hluthafar hafa forkaups- rétt að aukningunni í réttu hlut- falli við hlutafjáreign sína. Hafi hluthafi eigi neytt forkaupsréttar síns innan þriggja mánaða frá auglýsingu bankaráðs um hluta- fjárauka, skal heimilt að bjóða út innanlands það sem á vantar samþykktan hlutafjárauka". í greinargerð segir m. a.: „Á aðalfundi Iðnaðarbanka fs- lands h.f. 3. júní s. 1. var sam- þykkt svofelld tillaga: „Aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands h.f, haldinn í Reykjavík 3. júní 1961, beinir þeirri áskorun til Félags ísl. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna að athuga í samráði við iðnaðar- málaráðherra og stjórn bankans fyrir næsta aðalfund, möguleika á því að auka hlutafé bankans og gera þær ráðstafanir, sem nauð synlegar teljast til þer.s að aukn- ing hlutafjársins geti farið fram í samræmi við álit ofnagreindra félagssamtaka iðnaðarins“. Voru þeir Guðmundur Hall- dórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, Sveinn B. Valfells, formaður Félags isl. iðnrekenda og Guðmundur Ólafs, banka- stjóri, kjörnir í nefnd til þess að undirbúa máxið. Sneru þeir sér til iðnaðarmálaráðherra með ósk um, að hann hlutaðist til um flutn irg framangreinds frumvarps. í gildandi lögum um Iðnaðar- banka íslands h.f. er ákveðið, að hlutafé hans skuli vera allt að 6V2 millj. króna. Hér er lagt til, að þetta hámark verði fellt niður, þannig að hluthafafundur geti samþykkt aukningu hlutafjár og eflt þannig bankann, auk þess sem trygging innistæðueigenda vex að sama skapL Sjopróf vegna Geirs goða SJÓPRÓF fóru fram í Hafnar- firði í gær vegna strands Geirs goða, og mun málið síðan verða sent dómsmálaráðuneytinu til fyrirsagnar. í ljós kom við próf- in í gær, að báturinn var stadd- ur 30 sjómílur undan Garðskaga, þegar skipstjóri ákvað að halda í land. Þá var kl. 7 um kvöldið. Skipstjóri gaf stefnuna A að N, % N, en lagði sig síðan til svefns. Þá var ágætt veður og bjart. Skipstjóri gaf fyrirmæli um að vekja sig, þegar skipið nálgaðist land og í seinasta lagi kl. 10. — Kl. 10 var skipstjóri ræstur. Þá var m.b. Sæfari að kalla á Geir goða, og fór skip- stjóri í talstöðina. Segist hann hafa verið að tala í hana í u.þ.b. 5 mínútur. Síðan fór hann fram í brú og sá þá, að Sandgerðis- vitinn sýnir grænt ljós, og að brýtur á bakborða. Skipar hann þá að snúa hart í stjóm, en það var um seinan, því að á sama andartaki strandaði bát- urinn. Háseti hafði verið við stýrið og áætlað stefnuna, en af einhverjum ástæðum var komið of sunnarlega upp í land. — Dimmt var, en mikil ljós í landi, og hefur það e.t.v. ruglað^ stýrismann. Gúmmíbjörgunarbáturinn mun hafa blásizt eðlilega út í fyrstu, en síðan slegizt við síðuna, þar sem naglar stóðu út úr borðun- um. Kom þá þumlungsstórt gat á hann, 3vo að hann varð ónot- hæfur. Eins og fyrr segir, mun mál- ið verða sent til fyrirsagnar í dómsmálaráðuneytið. Minni vnnhöld n fé í Kjós en ætlnð vnr VALDASTÖÐUM. 16. des. — Minni vanhöld hafa orðið, en ætl að var, eftir norðanáhlaiupið í nóvember, en þó vantar ennþá nokkrar kindur. upp í fimm-sex kindur á sumum bæjum, fáum þó. Fyrir fáum dög. fundust 3 dauð ar kindur í Dælisá, sem hafa sennilega farizt á álilaupaveðr- inu, þótit þær fyndust ekki fyrr en þetta. Þær voru frá Meðal- feili. Nokkrar kindur hafa fund izt lifandi frá ýmsum bæjum. — St. G. Lítil síldveiði LÍTIL síldveiði var aðfaranótt laugardags. Til Reykjavíkur bár- ust t. d. ekki nema um 900 tunn- ur samtals. Aflahæstur var Pétur Sigurðsson með 350 tn. Aðfara- nótt sunnudags leit illa út meS veiði. Bræia var á miðunum suð ur undan Eldey, og létu skipitt reka þar. Fró Akranesi bárust þessar fiéttir: AkranesL 16. des. — Sex bátar héðan voru úti í nótt, ailir vestur undir Jökli, og fisk- uðu samtais 400 tunnur. Sigurð- ur AK pg Sigurður SI fengu sín- ar 150 tunnurnar hvor. Farsæil fékk 100 tunnur. Allir bátarnir fóru út ‘ morgun, en þó lítur ekki út fyrir, að veðiiveður sé. Engir hafa snúið aftur enn. ÞaS var gola í morgun, nú er hann á land sunnan 4 vinstig. — Oddur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.