Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaguí 17. des. 1961 myndum Helgafell 1961. Fyrsta bindi bókaseríunnar „ísland í máli og myndum“ kom út í fyrra. Þvi voru gerð noklcur skil hér í blaðinu á sínum tíma Og verður það nú iátið nægja að mestu, aðeins gerður lítilsháttar samanburður á því og nýja heft inu undir lok þessarar greinar. Hefti þetta er 96 síður, þar af er lesmálið 78. Höfundar textans í ár eru 13. Þáttum þeirra er raðað í bókina eftir stafrófsröð höfundanna. Skal nú með fáum orðum vikið a3 þeirn öllum í sömu röð: Arnór Sigurjónsson: „Fótsár af aevinnar eyðimörk einn nnaðs- blett fann ég------“ Þátturinn fjallar um 10 ára búskap höfundar á jörðinni Þverá í Dalsmynni í Suður-Þing- eyjarsýslu, frá 1942—1952. Þetta er öðrum þræði greinagóð lands- lagslýsing bújarðarinnar Þverá og næsta umhverfis hennar. En ihinum þræðinum er hér slegið á hina sígildu strengi um innra gildi bændalifsins, þar sem jörð- in og fénaðurinn og sjálfar árs- tíðirnar verða fagnaðarupp- ST'retta og andleg fullnæging, um lejð og vinnan gefur björg og brauð. Blessaðir séu þeir tímar þegar alit leikur í lyndi, en ekki skal þó heldur undan erfiðleik- unum kvartað. Eftir á reynast þeir sigurhrós þess fólks sem yf- irvann þá, ómissandi grunnlitur í glitþræddri voð endurminning anna. Ásta Sigurðardóttir: „Frá mýri, hrauni og f jörusandi“. Þetta er náttúrustemmning úr Hnappadalssýslu. Hér eru gróð- urlýsingar, landslagslýsingar, flæðarmálalýsingar mýrarlýsing og brot úr sjálfslýsingu. Tungu- tak höfundar er létt á sér og f jör- ugt, en í og með hrjóta úr penn- anum uppstökkar og hrekkjóttar setningar, málfræðilegar skekkj- ur finnast. Einhvers konar kæru leysi virðist valda þvl að stíllinn verður með köflum rubbkennd- ur. Talsvert er um tilvitnanir: í Landnámu. Þjóðsögur Jóns Árna SGnar, kvæði nútimaskálda, — til skýringar á örnefnum og öl að styðja ályktanir. Mér finnst að þáttinn skorti mjög jafnvægi og fágim, en það eru í honum tilþrif, og hánn er ekki leiðinlegur. Guðmundur Kjartansson: — „Tungná". Þetta er ritgerð jarðfræðileg að efni og búningi. Hún fjallar um Tungná, hina miklu þverá Þjórs ár. og er svo skilmerkilega og skemmtilega skráð, að Tungná verður að sjálfstæðri lifandi per scnu í meðvitund lesandans, rit- gerðin persónulýsing, ekki lak- ari en þær sem góðar þykja í ævisögum samferðarfólksins. Haraldur Böðvarsson: „Akra- nes — Skipaskagi“. Þetta er stuttur þáttur og merkilegastur fyrir náttúrulýsing ar á sjávarbotni Faxaflóa. Nátt- úrulýsingar þurrlendisins eru mjög almenns eðlis og yfirborðs- legar, aðallega upptalning á fjalla nöfnum umhverfis Faxaflóa. — Einnig er farið nkkrum orðum um framkvæmdir og framfarir á Akranesi, og allur lýsir þessi fremur beinagrindarlegi þáttur stoltri sonarást höfundarins á heimabyggð sinni, nútíð hennar og framtíð til sjós og lands, enda er Haraldur Böðvarsson einn af mætustu athafnamönnum þjóð- arinnar. Jón Eyþórsson: „Esjufjcil“. Jón ritar hér nákvæma lýsingu á fjaMaklasa þeim í irbrún Vatnajökuls, sem Esjufjóll nefn- Listskaufar á hvítum skautaskóm nr. 37—41 Verð kr. 767.— Hockey-skaufar á svörtum skautaskóm nr. 37—46. Verð kr. 729.— ? BAN K A STR ATI A ast. Esjufjöll voru til skamms tíma lítt þekkt. En þar hátt uppi, ofan við Breiðamerkurjökul, í meira en 600 metra hæð, vaxa um 80 plöntutegundir, þar er fugla- líf og skordýralíf, og á seinni ár- um einnig töluvert mannlíf. Því að nú hefur jöklaskáli Jóns Ey- þórssonar og fólaga hans í Jökla rannsóknafélaginu risið af grunni á þessum slóðum, sem nú eru að verða fjölfarnar af brattgengu skemmtiferðafólki innlendu og erlendu. Enda segir Jón að í Esjufjöllum sé — eða geti að Þáttur Rolka skiptist sundur í miðju í tvo ólíka helminga. Fyrri helmingurinn er bernskuminning höfundar um bjartar vornætur þegar hann vakti yfir túninu (vellinum; norður á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, bæ for- eldra sinna. Seinni helmingur- inn er landfræðileg lýsing á sveit inni, með sagnfræðilégu ívafi. Þetta er ekki aðfinnsluvert, og fellur þátturinn vel í þá umgerð sem útgefandi bókarinnar, Ragn- ar Jónsson, setti þessu safnriti í fyrra í formála fyrsta bindis: að þetta skyldi verða „persór.uleg landafræði" hvers einstaks höf- undar. Lýsing Kolka á vornæturblíð- unni fyrrum er áferðargóð, en svipar til margra sams konar minninga annarra höfunda í öðr- um ritsmíðum. Páll Kolka hefur nú gleymt íshafsþokunni og ó- veðursdægrunum. en man aðeins hin bláu. Sveinbjörn Beinteinsson: „Yfir- skyggðir dalir og hulin pláss í Borgarfirffi". Þetta er stuttur þáttur, en minnsta kosti stundum verið — meiri veðurblíða en annars stað- ar á íslandi. Njörffur P. Njarffvik: „f flæffar múlinu“. Þessi þáttur gefur ekki til kynna hvaða bletti fósturjarðar- innar hann lýsir, nerna það er enhver fjörður og fjaran við hann. Lýst er flæðarmálinu á að ^alli, háflæði, útfalli og lágfjöru, og lífsmori því sem þar elur ald- ur sinn, eins og það kemur ung- um dreng fyrir sjónir. Þetta er náttúrulýrikk náskyld smásög- unni að formi og ágætlega rituð. Þau frávik eru hér frá venju- legri stafsetningu, að orðið „eng- inn“ er skrifað með tvíhljóða: „einginn", orðið „hvern“ ritað „hvurn“. Páll V. G. Kolka: „Sveitin mín: Kolkumýrar“. VÖFLXJR annan hvern dag. Husqvarn Vöflujárn á kaffiborðið. stílhrein, létt með hitastilli. Fást víða í verzlunum. Gunnar Ásgeirsson hf Suðurlandsbraut 10. hann er vel ritaður. Það er þó nckkuð af heimspekilegri landa- fræði í honum, sál landslagsins, skynjuð og skilgreind af heima- manni sem gerþekkir umhverfi sitt. Stíllinn er samfelldur og yfir honum einhver aðalborin reisn, en að efninu til er þáttur- inn of knappur, yfirskyggður og dulinn, eins og þeir dalir og pláss. sem hann fjallar um. Sverrir Kristjánsson: „Fögur er hlíffin". Ágætlega vel ritaður þáttur um kornakra Islands hina nýju. Sjónarhóllinn er Krosshóll í Sámsstaðalandi. Þaðan virðir höfundur fyrir sér Fljótshlíðina í tíma og rúmi, frá Gunnari á Hlíðarenda til Klemenzar Krist- jánssonar, föður íslenzkrar korn- ræktar í okkar tíð. Kannski hef- ur sterkviðri náttúruafla og ald- arfars riðið nær garði Fljótshlíð- inga en annarra manna á íslandi. Þar hefur til forna verið búsæld- arlegra en í flestum stöðum öðr- um. eins og orð Gunnars geta bent til. Síðan leggjast eyðandi jökulvötn að landi og brjóta það til mergjar. Þau eru um síðir lögð í stokk og látin skila aftur farvegum sínum. Loks verður þarna, með komu Klemenzar, ár- degi nýrrar aldar^ í kornrækt, sem innan tíðar mun brauðfæða þjóðina. Úlfur Ragnarsson: „f Laugar- dx:l“. t Þessi þáttur er að efni og formi skyldur þáttunum „í flæðarmál- inu“ og fyrri hluta þáttarins „Sveitin mín: Kolkumýrar". „í Laugardal" er þó enn hugrænni ritsmið, efnið óáþreifanlegra, fantasíukenndara. Þetta er æsku- minning um sumárlif í grænum friðarreit, þar sem huldar vættir byggja landið í félagi við fólkið, lauslega felld inn í umgerð fjalla, heiða og stöðuvatna. Þórarinn Guffnason: „Kvöld við öskjubál“. Hér eru sögð deili á jarðeldum þeim sem urðu I Öskju á þessu hausti. Höfundurinn brá sér þangað í kynnisferð e.ins og fleiri og er sammála öðrum öskjuför- um um það, að ferðin hafi borgað sig, að hún verði sér ógleymanleg og þess háttar. Auk ferðasög- unnar er í greininni lýst tjóni og slysförum af völdum Öskju fyrr á árum. Greinin er mjög liðlega rituð. Þórarinn Helgason: „f sporum Ásgríms Jónssonar fyrir hálfri öld“. Þetta er útsýnislýsing úr Álfta- veri, að ég held, líklega frá Þykkvabæjarklaustri, bóistað höf undarins. En einhverra hluta vegna bregður hann fyrir sig Ás- grími Jónssyni málara og lýsir fjallahring Ekaftafellssýslu úr sporum hans. Ég kem ekki auga á notagidi þeirrar aðferðar, nema ef svo skyldi vera að öræfajökulil hafi breytt um svip í augum Þór- arins við það að Ásgrímur málaði mynd af honum. Mólaralist Ás- grírns er ekki lýst. En Þórarinn tvinnar inn í landafræði sína teyming úr þjóðarsögunni, og þó aðeins smábút, itil að minna á reisn og ágæti Svinfellinga, sem hann telur að verið hafi flestum höfðingjum göfugri. Þorsteinn frá Hamri: Áfángar Borgfirffings". Þorsteinn frá Hamri rekur lestina. Af höfundum þessarar bókar er hann einn um þesa konar stafsetningu sem í okkar tíð var fyrst upp tekin af Hall- dóri Laxness og Þórbergi Þórðar- syni: að nota breiða sérhljóða á eftir ng og nk, og að renna sam- an í eitt orð flestöllum forsetn- ingum, þar sem aðrir skrifa tvö orð eða þrjú. Ég skipti mér ekki af þeirri aðferð til lofs eða lasts, en stíl Þorsteins á þættinum get ég hrósað, því að hann er vand- lega unninn. En að efninu tH eru þetta fremur lauslega tengdar hugreimingar um þann menning- ararf, sem höfundurinn hefur þegið í bernsku og æsku frá á*t- högum sínum. Hér er fremur um að ræða hinn bókmenntalega Borgarfjörð en þann sem löngum hefur verið talinn björgulegur undir bú. Þar með er lokið við að drepa á málið í þessari bók, myndirnar eru eftir. Þær eru allar í fegurstu litum, milli þrjátíu og fjörutíu heilsíðu myndir, teknar víðsveg- ar um landið. Lá'ngflestar hefur tekið Hermann Schlenker. Það er mín skoðun, þó ég eigl erfitt með að rökstyðja hana, að myndimar í bók þessa / árs séu jafnbetur valdar en þær sem birtust í fyrsta heftinu — í fyrra. Ekki hefur Ragnar nú kosið að hafa skáld undir trjám þessu sinni, né- heldur hefur hann tek- ið eina einustu mynd sjálfur núna, — nema þær séu reyndar eftir hann, sem ekkert höfundar- nafn fylgir. Það gæti skeð. Mynd irnar eru mjög fallegar. Aðalmunurinn á bókinni 1 fyrra og bókinni í ár er sá, að bókin í fyrra var öll prehtuð á myndapappír og myndunum dreift innan um þættina, en bók- in í ár er prentuð á tvenns konar pappír, textinn á þykkan og fremur grófan pappír, myndirnar á mjúkan og flnan pappír, og taka við þar sem þáttunum slepp ir, aftast í bókinni. Helgafell (Ragnar Jónsson) hefur látið gera enska útgáfu af íslandi í máli og myndum: „Ioeland in Words and pictures“ og eru þættimir og myndirnar 1 þeirri ensku úrval úr bókunum tveimur, sem konrnar eru á ís- lenzkui Ég finn ekki í bókinnl nöfn þýðendanna, en einhver sagði mér að þeir væru Kristján Karlsson og Jóhann Hannesson skólameistari. Það er ekki að efa að hún sé góð, að minnsta kosti treysti ég mér ekki til að finna að henni, — það væri þá helzt valið, en ég læt það hjá líða. Ég vona að framhald verði i útgáfu þessarar „persónulegu landafræði" því að bækurnar tvær sem komnar eru hafa skemmtilega sérstöðu í bókaút. gáfu okkar. Og er ekki um að sakast þó höfundarnir séu nokk- uð missnjailir að remja þættina, — hvernig ætti annað að vera? Gaman að sjá hverjir koma fram næst. Guffmunður Daniclsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.