Morgunblaðið - 17.12.1961, Page 8

Morgunblaðið - 17.12.1961, Page 8
8 MORCVTSnL ÁÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 Læknirinn Liíkas KOMIN er út á vegum Skugg- sjár í Hafnarfirði skáldsagan um liúkas guðspjallamann, er Ragn- 'beiður Hafstein las í útvarpið á sínum tíma og vakti þá mikla athygli og hrifningu um allt land, því þar fór saman ágætur flutn- ingur og frábærlega eftirminni- legt efni. Séra Bjami Jónsson vígslu- biskup gerir grein fyrir Lúkasi í formála að því leyti sem heim- Brauðstofan Sími 16012 Vesturgölu 25 Smurt brauð, Snittur, Öl, Gos og Sælgæti. — Opið írá kl. 9—23,30. — ild.ir finnast um hann. En hann var sem kunnugt er uppi á sama tíma og Jesús frá Nazaret varð þó eldri maður. öðrum þræði er því saga þessi byggð á sannsögu- legum atburðum. Þýðingu á bók- inni hefur Ragnheiður Hafstein annazt „með aðstoð Hersteins Pálssonar“. Talið er að höfundur þessarar sögu, Taylor Caldwell. hafi verið 40 ár að viða að sér efninu, enda var henni vel tekið þegar hún kom út og endurprentuð 11 sinn- um á stuttum tíma í Bandaríkj- unum. Lúkas er leysingjason, og var móðir hans einnig ánauðug í æsku, Iris, afbragð annarra kvenna, fríð og eðallynd, bæði grísk. Hann elst upp í foreldra- garði imdir handarjaðri Diodor- usar Sýreníusar, sem er Róm- verji og einn af æðstu embsettis- mönnum keisarans. Smám saman opnast fyrir augum lesandans „það eymdarinnar djúp“ er þar ríkir í landi og löndum við hlið- ina á munaði, skrautsölum og öðru óhófi, iðjuleysi, sviksemi, fégræðgi lífsleiða og úrkynjun. En á hinu leitinu eru þrælar, ambáttir og örbjarga almúgi í sveitum og borgum án umhirðu af valdhöfum hins n.ikla ríkis, sem stjórnað er frá Róm. Leysinginn Enaus, faðir Lúk- asar, segir: „Rómaborg er hyl- dýpi, sem allur auður og strit heimsins sekfcur í til botns hljóða laust.“ Diodor er eftirmynd frægra forfeðra og heldur enn í heiðri hugsjónum og heiðarleik, virðir manndóminn og má hvergi ★ ♦* vamm sitt vita. Hann segir stjórn endum ríkisins feimnislaust til syndanna, þegar allt er að drukkna í fláttskap og amlóða hætti og meðtekur að sjálfsögðu iaun sín fyrir. þegar hann hefur gengið þar lengra en þola mátti inni í sjálfri öldungadeild þings- ins. Keisarinn verður að láta færa honum þá afdrifaríku orð- sendingu, að lengur hafi hann ekki þörf fyrir störf bans og beri honum að haga sér þar eftir. En það þýddi: Tak sverð þitt og lát fallast fram á það. Diodorus verður að deyja af því hann hef- ur sagt sannleikann. 111 þjóð og fyrirlitleg verð- skuldar samskonar stjórnarfar, segir Tíberíus keisari eða eitt- hvað á þá leið. „Hvar eru Róm- verjar? Þeir eru ekki lengur til. Þeir hafa glatað tungu sinni, viti sínu, karlmennsku sinni, sálu sinni. Nú er um seinan að segja satt“. Menn heiðarleikans verða að hverfa af sjónarsviðinu. Þeim er ofaukið. Dæmi Diodorosar er ægifagurt mitt í hafsjó ómennsku og ódreng skepar þar sem úrkynjun hlýtur að sigla í kjölfar lastanna. Þó ber hann jafnvel enn hærra öðru, þegar hann var orðinn ein- stæðingur og búinn að missa Róm og einkadóttur, en íris móðir Lúkasar orðin ekkja, æskuvin- kona hans, ambáttarbarn for- eldra hans. Erfðavenjur, stolt, ráðvendni, heiðarleik og ást berjast um völdin. Og þá er það konan ambátt að ætterni, sem ein getur leyst hnútana, hin vitra íris hin mikla kona. í þess- um kafla er mjög vel haldið á penna, bæði af hálfu þýðanda og höfundar. Tíberíus keisari virðir Diodor- us — jafnvel enn meira eftir að hann hefur orðið að vísa honum á sverðsoddinn — sem forsjónin forðaði Diodorusi þá frá með því að kalla hann til feðra sinna meðan sendiboði keisarans var á leiðinni. Stjúpsonurinn, Lúkas, vinnur þá aðdáun keisara síns, gerist þó ekki ádeilumaður á stjórnarfarið. Keisarinn býður honum háa stöðu en hann af- þakkar og gat þó verið dauðasök. Hugur Lúkasar hneigist ekki til upphefðar fyrir sjálfan sig, né að munaði og hóglífi. Hann hneigist allur að lækningum og •hjálparstarfsemi við þá sem erf- iði og þunga eru hlaðnir". Og þegar Lúkas yfirgefur keisara- ■höllina og afneitar upphefðinni, dregur Tíberíus keisari hring af hendi sér og gefur honum. sem þýðir: Ef þú verður nauðlega staddur og sendir mér hringinn, Keisaranaut, inun ég veita þér bæn þína, hver sem hún er. Gegnum alla grimmd Tiberius- ar, sem fer vaxandi með aldri og úrkynjun þjóðar hans á villi- igötu. skín í drenglund og óum- ræðilega fyrirlitningu á skrið- dýrshætti gæðinga hans í valda- stöðum. En hann er ekki nógu stór til að risa upp í tign sinni og snúa undanhaldinu við til uppgöngu á brattann. Læknislist Lúkasar verður undraverð. Af honum sindrar hvar sem hann fer, jafnt i hinu flata umhverfi og í skrautsölum höfðingjanna. Kraftaverk gerast við hendur hans og í fótsporum, án þess að hann viti um mátt sinn lengi vel. Hér kemur það fram, sem raunar var áður vitað, að fyrir 19 hundruð árum kunnu meistarar t. d. í Alexandríu skil á sótthreinsunar-lyfjum við skurðaðgerðir, sem jafnast nú við það sem r.útíma læknar nota. Lúkas ferðast úr einum stað í anhan, úr einni borg í aðra, úr einu landi í annað, læknar sjúka og gerir kraftaverk af og til án þess að hafa um það hugmynd sjálfur fyrr en eftir ó~. Hann hefur köllun að sinna. Hann er dáður, sumir óttast hann þó. Ýmsir telja hann sendi- boða guðs á j örðu með krafta- verkamátt til að sanna það aðrir bendla hann við svartagaldur. Nærvist hans og sóttvarnarlyf útrýma jafnvel svartadauða af galeiðuþrælaskipi úti á regin- hafi, þeirri ægilegu drepsótt, sem á einu dægri eða tveimur hefur lagt heilan hóp manna 1 hina votu gröf. Sjálfur veit hann hvað um er að vera en gengur hiklaust að verki með lyfjabuðka sjna að sótthreinsa og varpa út líkum. En yfirnáttúrleg öfl standa honum við hlið. Krafta- verk gerist. Saga þessi um Lúk- as verður ekki rakin hér að efnl til. Líf hans er leitarganga hina eirðarlausa manns. Harrn er að leita að höfundi lífsins, guði, sem hefur kallað á hann án þess hann viti það þó. Hann er hinn eirðar- lausi umferðamaður og leitar uppi bágindin til að bæta úr. Að sjálfsögðu þráir hann þó undir niðri heimili og kyrrð en getur ekki bundið sig — ekki einu sinni Söru. Það er leitin, sem veldur því. Hið dulda ætiunar- verk dregur hann áfram til sín. Gegnum frásögnina fylgir les- andinn þessum manni fet fyrir fet frá vöggu til þess tíma er viðburðurinn varð við Golgata og himininn forníyrkvaðist — og nokkru lengur þó. Þar tiil var ganga bans leit að einhverju, sem hann vissi ógjörla hvað var, helzt þó einum guði. Að hinum þræði er þetta saga til eftir- breytni um líknarverk og kær- leika án þess að ádeilu gæti verulega á þá sem öfugt er farið og vita naumast hvað þeir eru að gera. En eftir atburðinn á Golgatahæð veit Lúkas loks að hverju. hann hefur verið að leita allt sitt líf. Hann talar við marga sjónarvotta aftökunnar. En sjálf- ur sá hann Jesú aldrei. Nú sinnir hann ekki öðru en að afln sér upplýsinga um hann frá kunnug- um og færir það allt í letur. Lúkasarguðspjall er að skapast. Pontius Pilatus, sá alkunni maður, verður á vegi hans, bug- aður maður, einn af þeim sem ekki vissi hvað hann gerði, naumast sjálfráður gerða sinna vegna áhrifa lýðsins. Því eins og Tiberius hafði sagt verðskuldar ill þjóð og fyrirlitleg stjórnar- far, sem er eins farið og henni sjálfri. Lúkas læknar Pilatus af hug- sýki og hefur hann þá gefið út fyrirmæli um að ofsækja og fangelsa áhangendur kristindóms ins. Trúir þú því, sem þeir eru að segja um þennan Jesú? spyr Pilatus í iðrun sinni og efa. Lúk- as segir: Ég veit það. Þá dregur Lúkas fram hringinn keisara- naut, réttir Pilatusi og segir: Nem þú úr gildi þína tilskipun. Það er minn vilji og um leið vilji keisarans' í Róm. Þessi hringur er gjöf frá honum. ■ Hér var um ekkert að villast. Keisarans vilji hafði verið lagður í annars manns hönd. Hér var táknið um það, sem hann mátti nota sér sem vald á stórri stund. Það var af því að Tiberius virti heiðarleik, mannkosti og fornar dyggðir undir niðri umfram allt, þó ekki gæti hann sjálfur breytt vanmætti sínum í styrk, en varð að taka sama ráð og hinir til að sýnast styrkur. Pilatus nemur tilskipunina um ofsóknir úr gildi, tekur gleði sína og heilsu á ný vegna ná- vistar Lúkasar læknis, þvær hendur sínar öðru sinni og mua betur en í hið fyrra skiptið. Bók þessi er sérstök bók og eftirminnileg. Hún lytftir undir vængi og gefur sýn inn í mann- félag, sem er umliðið fyrir 19 öldum og þó ekki umliðið með öllu, þó margt hafi bieytzt. Að slíku er fengur um leið og Lúk- asarævi er sýnd sem sigurganga þess manns, sem leggur eigiu hagsmuni til hliðar og allt í söl- úr fyrir aðra menn — og köllun sína. Þar getur margur fyrir- mynd fundið. Frágangur bókarinnar er góð- ur af hálfu þýðanda. En prent- villur fyrirfinnasit otf margar og er það til lýta. Bjartmar Guðmundsson. i: Ný sending — Nýtt verð — Nýjar gerðir Jólagjöfin er Pierpont úr ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: • höggvarið • vatnsþétt • Glæsilegt • árs ábyrgð • dagatal • óbrjótanleg ¥ gangfjöður • verð við állra hæfi Sendi í póstkiöfu um allt land GarBar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081 Leggið vandann í okkar hendur Úr og ORATOR ítrioroaflc Mlfcfttfrtfir • 25'nibis Orator með dagaiali. klukkur mikið úrval Steinhringar, silfur og gull Hálsmen, gull og silfur Aimbönd, gull og silfur Stál föt, margar gerðir Stal borðbúnaður. ORiS Oris úr ódýr, sterk, örugg. Mikið iirval af ódýrum armböndum, hálsmenum, hringum og perlufestum. Franch Michelsen hf. úra- og skartgripaverzlun Laugavegi 39, Reykjavík Kaupvangsstræti 3 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.