Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunni.*fagur 17. des. 1961 Sunn^ilagur 17. des. 1961 MORGUTSBLAÐIÐ 13 Ú«%> Úti í auðn Nýja Mexikó hafa þeir barað sig mörg hundruð metra niður í jörðina og í botni ganganna springur kjarnorkusprengjan undir fótum 300 vísinda- og blaðamanna sem komnir eru víða að KJARNORKAN Verba kjarnorkusprengjur notabar til ab grafa skipaskur&i, gera nýjar hafnir og áveilur BANDARÍSKA kjarnorkumálanefndin lét sprengja kjarnorkusprengju í Nýju Mexico s.l. sunnudag, í jarð- göngum, sem grafin höfðu verið 366 metra niður í saltlög úti í auðn, víðs fjarri mannabyggðum. Þetta var fimm kílótonna sprengja, jafngildi 5 þús. tonnum af TNT sprengiefni. Við sprenginguna bráðnuðu um sex þúsund tonn af salti þarna í iðrum jarðar — og sjálfsagt hefur myndazt mikill hellir. En þangatt fer enginn, því munna ganganna hafði ver- ið lokað með margrföldum steinsteyptum hellum og járn- hentri steypu til þess að hindra, að geislavirk efni bær- ust upp á yfirborð jarðar. Ég er viss um að hann kemur aftur til mín segir Veronika Eichmann og grætur FRAMFARA Þetta var fyrsta sprenging- ingin, sem Bandaríkj amenn framkvæmdu innan ramma hinnar nýju áætlunar um að finna leiðir til þess að hag- nýta orku þá, sem kjarnorku sprenging leysir úr læðingi tíl framikvæmda í þágu frið- samlegrar uppbyggingar, stórframkvæmda til aukinn- ar hagsældar. Yfir 300 manns vöru við- Staddir, þegar sprengingin var gerð. En það var lítið, sem þeir sáu og heýrðu, dálít fll dynkur undir fótura þeirra — og síðan ekki meira. Menn voru á þönum um allt nágrennið með teekí til þess að mæla geislavirkni — og fengin var fullvissa fyr ir því, að sprengjan hefði ekki haft nein skaðvæn- leg áhrif í för með sér. Það var mikið verk og erf- itt að grafa þessi göng — sérstaklega, þegar tekið er tillit til þess, að þau verða aldrei notuð framar. Þau voru aðeins gerð til þess að korna sprengjunni niður í jörðina, niður í hörðu salt- lögin, sem geislavirku efnin smjúga ekki svo auðveld- lega í gegn um. Tilraunastöðin var ekki há reist, aðeins nokkrir kofar, Ekið um göngin, sem aldrei verða notuð framar og öllum mönnum lokuð Þetta er endi jarðganganna og þarna var sprengj- unni komið fyrir. sem stóðu yfir enda gang- anna. Niður úr stærsta hús- inu var böruð hola, beint nið ur í ganginn — þar sem sprengjunni var komið fyrir. Um þessa holu fá vísinda- menn svö vitneskjuna um ár angur tilraunarinnar — og gera þær athuganir, sem nauðsynlegt er. Áhorfendurnir 300 voru blaðamenn og vísindamenn frá ýmsum löndum. Banda- ríkjastjórn bauð öllum aðild arríkjum Sameinuðu þjóð- anna að senda fulltrúa sína — og áhorfendur voru mætt ir frá Bretlahdi, Filipseyjum, Kanada, Suður-Afríku, Dan- mörku, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu, V-Þýzkalandi, Ástra- líu og Mexicó. En til hvers er helzt hægt að nota orku kjarnorku- sprengingarinnar? í hverju eru rannsóknirnar fólgnar? Fyrst Og fremst var athug að, hvúrt hægt væri að breyta hitanum, sem mynd- ast við kjarnorkusprengju, í gufu — er síðan yrði notuð til rafmagnsfreimleiðslu. — Upp um mjóu boluna í auðn Nýju Mexicó vOru pípur, sem tengdar voru litlu raforku- veri — og með ýmsum öðr- um útbúnaði var notagildi sprengingarinnar til raf- magnsframleiðslu rannsak- að. Annar tilgangur sprenging arinnar var að framleiða „radio-istopa“, sem mikið eru notaðir til vísindastarfa. En það er líka talið nauð- synlegt að finna ódýrari að- ferðir til framleiðslu þeirra svo hægt verði að nota iso- topana í auknum mæli í iðn aði, læknisfræði og við land búnað. Þá mynduðust við spreng inguna neutronur, sem notað ar verða við eðlisfræðilegar athuganir, m.a. til smíði og fullkomnunnar kjarnorku- ofniim Loks eru tilraunir sem þessi taldar mikilvægar frá vei'kfræðilegu sjónarmiði. Sprengjan var mjög lítil og tiltölulega auðvelt að átta sig á því hvort hægt yrði í framtíðinni að nota kjarn- orkusprengjur til þess að grafa skipaskurði. hafnir — brjóta neðanjarðarám far- veg upp á yfirborðið, eða nota kjarnorkusprengjur við vinnslu auðæfa í jörðu. Að vísu nægir ekki ein sprengja til þess að sann- prófa neitt af þessu, en Bandaríkjamenn telja, að með nokkrum slíkum yrði hægt að kanna betur en áð- ur hefur verið gert mögu- leikana á víðtækari friðsam legri notkun kjarnorkunnar. Nýjasta námsgreinin í bandarískum skólum x-X-x Þess verður ekki langt að bíða, að meðalaldur Banda- ríkjamanna koimist upp í 100 ár, segir í blaðafregnum. —- Ásteeðan er fyrst og fremst stórstígar framfarir í lækn- ingu ýmissa hjartasjúkdóma, en 54% Bandaríkjamanna deyja af völdum þeirra. y li! Varnir í kjarnorkuárás LÍTIÐ Á ÞESSA mynd. Athugið hana vel. Hún var tekin við skóla einn í Kalifornxu. Verður þetta bráðlega algeng sjón um allan heim? Rétt áður en myndin var tekin ómaði leikvöllurinn af hlátri lífsglaðra unglinga. En andartaki síðar liggja þau á grúfu á jörðinni og grúfa andlitið í höndum sér. Þau eru í einni þvögu, dauða kyrrð ríkir yfir hópnum. Þetta er enginn leikur, sem þau eru í. Þau eru að læra nýjar lexíur — búa sig und- ir það, sem allir vona, að aldrei komi: Kjarnorkuárás. •— Þarna er verið að kenna þeim hvernig þau eigi að verjast á víðavangi — áhrif um blossans frá kjarnorku- sprengingunni. Bandaríkja- menn trúa því ekki, að kjarn orkustyrjöld muni eyða öllu lífi í landi þeirra. , Fyrir fáeinum mánuðum krafðist Kennedy Bandaríkja forseti, að kjarnorkubirgi yrðu gerð fyrir alla borgara landsins, birgi til þess að verja þá geislavirku ryki. Og varnarmálaráðherrann sagði, að ef hinir almennu borgarar byggðu einkaskýli við heimili sín til viðbótar almenningsskýlunum, sem þegar er búið að reisa — og reist verða, mundi tala fall- inna eftir kjarnorkuárás á Bandaríkin minnka úr 180 millj. niður í 85 millj. Þess vegna eru Bandaríkjá ADOLF EICtíMANN hefur nú hlotið dauðadóm. Snar an hangir yfir höfði hans, en Eichmann hefur áfrýj- að. Honum stendur stuggur af gálganum, sjálfur hefur hann vafalaust séð margan manninn kveðja þennan heim í faðmi gálgans. Þegar dómstóllinn í Jerúsalem úrskurðaði í vikunni, að Eichmann væri sekur um hlutdeild í morðum 6 millj. Gyðinga, brast kona hans í grát og hrópaði: „Það getur ekki verið satt! Adolf er ekki sekur!“ Og hvað mun hún þá segja núna? ég hann leika 8. maí 1960, þremur dögum áður en ísra elsmenn handtóku hann í Buenos Aires. Það var dásam legur sunnudagur. Hann sat í eldhúsinU og lék Andreas Hofer — „Ástin mín, gleymdu mér ekki í Sand- wirt“, heitir lagið. Það er um austurrískan frelsisvin í frönskum fangabúðum". — ★ — „Fanginn segir, að jafnvel keisarinn hafi gleymt honum jafnskjótt og stríðinu lauk. Hann horfir á heilaga Maríu og grátbiður hana um að muna eftir sér. Eg man eftir því hvernig Adolf strauk strengina, þegar hann söng“. Svo talaði hún um fyrstu samfundi þeirrá Eichmanns. „Það var í Linz, í Austur- rlki“, sagði hún. „Eg fór á hljómleika“.- Við giftumst fjórum árum síðar, árið 1935, í Passau. — Adolf fór aftur til Þýzkalands. Hann sagði, að það væri sitt land, þair ætti hann að starfa“. „Einn vinur hans sagði við hann: Þú séttir að verða hermaður. — Þetta var áður en endurhervæðing Þýzka- lands hófst svo að hann gat einungis gengið í hálf-hern- aðarleg samtök, og hann kaus S.S.“ „Þjálfunin var erfið, en þegar hann hafði lokið henni var hann hreykinn og ham- ingjusamur. — Klaus, elzti sonur minn, fæddist árið 1936, þegar við vörum í Vín arbörg. Adolf var þá orðinn foringi í hernum". Blaðamaðurinn spurði nú, hvort Eichmann hefði nokkru sinni sagt henni frá handtökum Gyðinganna. — ★ — „Við ræddum aldrei um störf hans. Stjórnmál voru aldrei rædd á heimilinu. En við vorum hamingjusöm". „í apríl 1945 vorum við í Prag og þá skipaði þýzki landsstjórinn í Tékkóslóva- kíu okkur úr landi. Stríðinu var lokið, Þýzkaland hafði tapað. — Síðasta sá ég Adolf — áður en hann hvarf — þartn 8. maí 1945. 'Hann Frú Veronika Eichmann sagði í viðtali við brezkan blaðamann, sem náði fundi hennar í Munehen: „Eg er sannfærð um að Adolf er isaklaus. Þessar ákærur eru blátt áfram hlægilegar. Eg er sannfærð um að hann kem ur aftur til min og barn- anna“. Þetta var fyrsta blaðavið- talið, sem frú Eichmann hef- ur átt síðan ísraelsmenn höfðu hendur í hári manns hennar. Hún dvelst nú ein- hvers staðar í nánd við Munohen — hvar, veit eng- inn. Dvalarstaður hennar og barnanna er leyndur. En blaðamanni Daily Ex- press tókst að ná sambandi við hana með aðstoð nokk- urra vina fjölskyldunnar. Staður og stund voru ákveð- in — og hún kom akandi til Munchen. Þetta var um miðja vikuna. — ★ — „Síðast í gær sagði sönur minn Ricardo við mig. — Mamma, jólasveinninn kem- - ur með pabba heim til okkar í jólagjöf — og pabbi kem- ur með fullt af jólagjöfum til mín“. „Auðvitað veit hann ekk- ert um þessi hræðilegu rétt- arhöld í ísrael", bætti hún við. „Eiohmann var ástríðufull ur fiðluleikari. Síðast heyrði menn nú að búa um sig, hver sem betur getur . . . og þeir kaupa fatnað til varnar gegn igeislavirku ryki, lítil og hand hæg tæki til þess að mæla geislavirkni í heimáhúsum, matvælabirgðir í sérstökum umbúðum — ætlaðar til geymslu í kj arnorkubirgjum. Síðadt en ekki sízt: Þeir kenna börnum sínum að bregða skjótt við, allir eiga að kunna að bjarga sér, ef sírenurnar byrja allt í einu að væla. \ x, ^ Frú Yeronika Eichmann keypti fyrir mig körfu af ávöxtum. Einhverjir þýzkir hermenn gáfu mér aldin- mauk og hveiti í poka“. „Adolf sagði við mig í ein rúmi: Stríðinu er lokið. Við þurfum ekkert að óttast. — Bandaríkjamenn eru að koma. — Fjaílatindarnir voru enn snævi þaktir. Við grétum, þegar %skilnaðar- stundin rann upp. Hann hug hreysti mig og sagði mér að gæta barnanna vel“. „Eftir þetta var lífsbarátt an erfið. Tengdafaðir minn var nazisti. Eigur hans voru gerðar upptækar, en ein- hvern vegin komst ég af með syni mína Klaus, Horst og Dieter". „Eg gekk undir skírnar- nafni mínu, ungfrú Liebl, austurrísk. Eg hafði ekki hug mynd um að lýst var eftir manninum mínum, að hans var leitað. Eg hélt, að annað hvort væri hann í fangelsi, eða dáinn“. En frú Eichmann vildi ekki segja hvernig hún komst að því að Eichmann var á lífi — og hvar liann var. Samt sagði hún: „Það var árið 1952. Það var mað- ur, sem heimsótti mig. En ég get ekki sagt frá því hvernig hann fann mig. Það verður að vera leyndarmól. En hann var með skilaboð: Maðurinn þinn vönast eftir þér. Þú verður að fá þér vegabréf". „Maðurinn gaf mér ýmis ráð. Eg fylgdi þeim og fékk vegabréf undir nafninu Eioh mann. Tveir sona minna voru á vegabréfinu mínu, Klaus fékk sitt eigið“. „Eg fór með lest til Gen- oa. Mér voru sendir farmið ar Og við fórum um borð í Salta, argentískst skip. — í grenjandi rigningu gengum við á land í Buenos Aires. Hann var farinn að eldast“. — ★ —■ „Hann grét af gleði. Eg kynnti hann fyrir börnunum: Þetta er frændi ykkar, Ric- ardo. — Adolf fór til Argen- tinu undir nafninu Ricardio Klement. Eg hafði ekki sagt börnunum neitt af föður sín um. Eg vildi ekki gera þeim áhyggjur". „Við héldum síðan úr borg inni, til Tucman, inni í landi, þar sem Eiohmann vann, gegndi störfum eftirlits- manns. — f hverri viku kom hann heim með launin sín og gerði nákvæma áætlim um hvernig þeim skyldi var ið til heimilsþarfa", — ★ — „Þegar Ricardo fæddist sagði ég hinum börnunum, að þetta væri í rauninni ekki frændi þeirra, heldur faðir, Adolf Eiohmann". „Hann sagði þeirn, að hann vildi ekki, að þeir yrðu her menn. Betra að vera einfald ir daglaunamenn en herfor- ingi. Og gangið aldrei í neinn stjórnmálaflokk, sagði hann“. Blaðamaðurinn spurði þá, hvort Eichmann hefði aldrei sagt henni frá störfum sínum í SS-sveitunum. „Það gerði hann aldreL Hann sagðist hafa verið í þjónustu hins opinbera og hann gæti ekki rætt mólið heima. Eg hafði lesið þess ar hræðilegu ásakanir í blöð unum, klippt þær út og kom með þær til Argentír.u. Sýndi honum þær“, — ★ — „Hann varð æfur. Eg hef aldrei séð hann jafnreiðan. Veronika, sagði hann. Eg h-f aldrei tekið Gyðing af lífi og aldrei gefið skipun um að drepa Gyðing. Eg sver það við líf barna minna, að ég hef aldrei gefið skipun um að drepa Gyðing. Samvizka mín er hrein“. Og frú Eich- mann bætti við. „Samwizka mín er líka hrein. Elsku Adolf hefði aldrei getað drep ið“. Og svo rændu ísraelsmenn honum. Frú Eiohmann sagði: „Um nóttina dreymdi mig Adolf. Hanxi var í hvítri skyrtu. En skyndilega var hann kominn í blóði ataða skyrtu. Þegar hann fór að heiman kyssti hann mig, eins og vanalega. Elsku Adolf, sagði ég, farðu nú varlega**. „Hann fullvissaði mig um að ekkert kæmi fyrir. En hann kom ekki heim um kvöldið“. En hvers vegna var Eich- mann hræddur, af hverju flúði hann til Argentínu? spurði blaðamaðurinn. — ★ — „Nafn mannsins míns komst á dagskrá í Nurn- berg réttarhöldunum. önn- ur réttarhöld sannfærðu hann líka um að óréttlæti væri viðhaft og þess vegna fór hann tii Argentiu. Við hefðum eins getað verið i Þýzkalandi. En ég held, .að hann hafi líka farið til Árg- entinu til þess að njóta frels isins. Adolf elskar frelsið. — Það er hlægilegt að saka hann um morð. Hann framdi engin morð. Hann hefði ekki einu sinni getað fengið af sér að gera skynlausum skepnum mein“. Bretarnir! Hræddir, enn einu sinni! Hvers vegna í ósköpunum geta þeir ekki treyst skipstjórun- um, sem allt vita og kunna ráð við öllu . . . ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.