Morgunblaðið - 17.12.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 17.12.1961, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 mORPHY-RICHflRDS mORPHY-RICHRRDS Þrjár mismunandi gerðir frá Vanti yður saumavél þá veljið ELNA Automatic: Verð kr. 8.420,00 Sjálfvirk saumavél, sem saumar alls könar skrautsaum, blindsaum, varpsaum, margs konar zig-zag saum, auk alls þess, sem ELNA zig-zag saumar. Löng ábyrgð Fullkomið viðgerðaverkstæði Varahlutir ávallt fyriiliggjandi Hagstæðir greiðsluskilmálar ELNA er saumavélin, sem allar húsmæður þurfa að eignast. Heildverzlun ÁRNA JÓNSSONAR h.f. Aðalstræti 7 — Reykjavík. Símar: 15805 — 15524 — 1658« Mínningarorð Á MORGUN mánudaginn 18. des- ember verður jarðsungin frá Dómkirkjunni Engilráð Hallgríms dóttir frá Hnjúki í Vatnsdal, er andaðist í Landsspítalanum að- fararnótt sunnudagsins 10. þ.m. Hún var fædd á Hnjúki 5. maí 1886, dóttir hinna merku hjóna Hallgríms Jónssonar og Þorbjarg- ar Þorsteinsdóttur er lengi bjuggu á Hnjúki og gerðu þar garðinn frægan með miklum myndarskap, umbótum og rausn. Þau hjón áttu tvö börn, er náðu fullorðins aldri þau: Engilráðu og Jón, er lengi var bóndi á Hnjúki á eftir föður sínum. Á þessu merkilega heimili ólst Engilráð upp allt til fullorðins aldurs. Gekk hún að vinnu innan húss og utan, svo sem títt var á þeim tímum með dætur bænda. Var hún alla tíð ósérhlífin Og forkur til vinnu. Lærði líka til fullnustu öll sveitastörf. Hún stundaði nám í Kvennaskóla Hún vetninga á Blönduósi. Sömuleið- is í Reykjávík einn vetur á hús- mæðraskóla, og á Siglufirði var hún einn vetur, að læra söng og hljóðfæraslátt hjá Bjarna Þor- steinssyni prófasti og konu hans. Hún giftist Jóni Þ. Jónssyni frá Helgavatni. Bjuggu þau nokk ur ár, fyrst í Steinnesi og síðan á Leysingjastöðum. Börn eignuðust þau eigi og þau skildu samvist- um. Árið 1925 tók Engilráð sér fóst- urdóttur þá 3ja ára gamla. Hún heitir Sigurbjörg og er Guðmunds dóttir Jónssonar á Blönduósi. Er það efnileg og dugmikil kona, sem hefir launað uppeldið með því, að vera stoð og stytta sinnar fósturmóður. Hefir hún séð um hana í langvinnum sjúkleika og veitt henni alla þá ánægju sem unnt var. Sigurbjörg er gift Eggerti Hannah úrsmið, mjög mætum manni. Engilráð Hallgrímsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 1933. Var hún þá að kalla mátti eignarlaus og einmana, með sína litlu fóst- urdóttur. En það kom brátt í ljós hér í höfuðborginni að hér var engin meðalkona á ferðinni. Slíkur dugur og atorka bjó í þess arrsveitakor.u, að saga hennar á fjármálasviðinu mun vera ein- stök í sinni röð. Hún bjó fyrstu árin í leiguhús- næði og tók sér fyrir hendur að stofna veitingasölu. Stundaði hún það starf með mikilli fyrirhyggju, árvekni og dugnaði. Ávann hún sér mikið traust og vinsældir meðal viðskiptavina og alls al- mennings. Varð það brátt kunn- ugt að henni var óhætt að treysta. Hún fylgdi fast fram í verki, þeim sterku ættareinkennum, að borga öllum á réttum tíma og halda öll sín loforð, samfara því, að hafa allt í reglu um sína starfsemi, og sýna hverjum viðskiptavini alúð og kurteisi. Vegna þessara miklu kosta, sem ævinlega bera árangur reyndist það svo, að Engilráð hagnaðist nærri ótrúlega fljótt á starfi sínu, enda kunni hún vel þann vanda, að gæta , fengins fjár. Árið 1938 keypti hún vandað hús á Ránargötu 34. En hún seldi það bráðlega og keypti annað stærra á Víðimel 46. Átti hún það hús ekki heldur lengi, því hún seldi það árið 1941 og keypti þá vandað stórhýsi á Garðastræti 16. Þar undi hún hag sínum bezt, og bjó þar ásamt sinni fóstur- dóttur og hennar fjölskyldu síð- ustu 20 árin. Taka þau hjónin nú við hinni verðmætu húseign og öðrum arfi eftir hina þróttmiklu dugnaðarkonu. Engilráð- Hallgrímsdóttir var há og grönn, stilt og virðuleg í framgöngu. Hún var mjög gest- risin og rausnarsöm í veitingum. Gerði hún sér það oft til ánægju, að kalla íil sín nökkurn hóp vina sinna, kvenna og karla, aðal lega úr Húnavatnssýslu. Veitti hún þá af mikilli rausn og kunni vel þá list, að stjórna sínxun sam kvæmum, svo að þaðan fóru allir þakklátir fyrir ánægjulegan gleð skap. Husfrúin hafði mikla ánægju af söng og hljóðfæraslætti og spilakona var hún ágæt. Mun bæði hafa spilað Bridge og Lomber og það af fullri kunháttu á síðari árum. Spilaði hún af miklu kappi. Nú þegar þessi vinsæla Og þrótt mikla sveitakona er fallin í val- inn, eftir að hafa um nærri þriggja áratuga skeið starfað í miðri höfuðborg landsins, þá fylgja henni yfir landamærin ánægjulegar minningar, þakklæt- is og virðingarhugur frá mörgum kunningjum. Ég votta fósturdóttur hennar og tengdasyni, bróður hennar og öll um öðrum aðstandendum einlæga samúð og hluttekningu. Veit ég að undir það vilja marg ir taka bæði norðanlands og sunnan. Jón, Pálmason. Lánum úi sal 'rir jólafagnaði, árshátí eizlur o. fL Silfurtunglið Símar 19611 og 11.378. Jólagjafir ELNA Supermatic; Verð kx. 9.500,— Fullkomlega sjálfvirk saumavél, sem stjórnar hreyfingu nálarinnar til beggja hliða og færir efnið samtímis fram og aftur. ELNA Supermatic saumar þrenns konar húllusaum, þrefaldan saum, hnappa- göt sjálfvirkt, margs konar skrautsaum, • auk alls þess, sem hinar tvær fyrrnefndu vélarnar sauma. ELNA zig zag: Verð kr. 7,400.00 Nýtízku zig-zag saumavél, sem saumar hnappagöt, festir á tölur, saumar flatsaum, rúllaða falda, gatabróderí, fellingasaum (bísalek) o. m. fl. Engilráð Hallgríms- úóttir, frá Hnjúkl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.