Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 19
Sunnudagur 17. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 19 i I ) 1 Amerísk heimilistœki Hamilton Beach HRÆRIVÉLAR 5 ára ábyrgS — 25 ára reynsla hérlendis. — Hagstætt verð — Haraldur (Valdimar Örnólfsson) — Skugga Sveinn Framh. af bls. 6. a'd blóSið var látið renna eftir sviðinu í bardaganum. Eg hafði ekki vii á því, að leikararnir voru með poka méð rauðum vökva innan á sér og hélt að jþarna væri búið að drepa alla. Einu sinni höfðú þeir lifandi kindur á sviðinu. Og ég veit um fjóra menn, sem eyðilögðu í sér raddböndin á að leika Skugga- Svein úti á landi, og voru alltaf Ihásir eftir það. Þeir héldu að leiklistin væri í því fólgin að pskra svona. Og Haraldur minnist sýning- erinnar, sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli skáldsins í Iðnó 1035. — Þá var gefin út fín sýningarskrá upp á 100 síður, öll prentuð á glanspappír, segir Ihann. Og 11. nóvember, á afmæl- inu, var veizla á Hótel Borg, sem 300 manns tóku þátt í. Þegar við Jólagjöf fyrir unga og gamla málað eftir númerum skemmtileg dægradvöl Mlálarinn bjargar Ástu (Snæbjórgu Snæbjarnar) úr ímynduðum klettum. — Carl Billich við píanóið og fjær sjást hvíslarinn, Þóra Björg Björnsdóttir í sinni stúku, og leikstjórinn, Klemens Jónsson. j Soffía komum af sýningunni í veizluna, var okkur ekki ætlaður staður neins staðar. Slíkt gæti ekki gerzt í dag. Svo mjög hef- j ur leiklistin stigið í áliti nú, þó ekki séu liðin nema 26 ár síðan þetta var. f — Það er alltaf svo skemmtileg ste\nming yfir Skugga-Sveini, sagði Haraldur að lokum. Ævin- lega þegar hann er sýndur, er áhugi bæði hjá leikurum og áhorfendum. Og það ríkti viasuiega kæti og ósvikin leikgleði á þessari æf- ingu. —E. Pá. Bygging hjálpar- og stöðvar dýra í Rvík Aðaifundi SDÍ nýSokið AÐACFUNDUR Sair.bands Dýra- 'verndunarfélaga íslands (SDÍ) var haldinn 19. nóv. s. 1. í Reykja vík og mættu á fundinum 30 full- trúar frá 55 félögum. Nokkrir stjórnarmenn SDÍ og Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur skýrðu blaðamönnum frá störfum sam- bandsfélaganna s. 1. miðvikudag, og fara á eftir helztu atriðin úr frásögn þeirra: Störf sambandsfélaganna Sambandsfélögin eru sjö: á Akureyri, í Garðahreppi, í Hafn- arfirði, á ísafirði, í Kj ósarhreppi, I Reykjavík og á Sauðárkróki. Öll félögin vinna ötullega að ýmis konar dýravemd og fram- kvæma margháttaðar athuganir vegna kvartana almennings um illa meðferð dýra. Af störfum einstakra félaga má þetta nefna: Dýraverndunarfélag Reykjavíkur: Höfuðmálefni þess er bygging og rekstur hjálpar- og eyðingar- stöðvar dýra í Reykjavík. Er mál- ið komið á góðan rekspöl, m. a. er aflífunartæki komið til lands- ins, sem sett verður í væntanlega stöð. Er allra álit, að stöðin muni bezt staðsett og rekin í sam- bandi við tilraunastöðina að Keld um. Þá hefur DR beitt sér fyrir. að aðbúnaður sauðfjár í umdæmi Reykjavíkur verði bættur, í sam- vinnu við fjáreigendafélagið o. fl., og verður erindí um það mál sent bæjarráði á næstunni. í um- dæmi Reykjavíkur er hátt á 4. þús. fjár, eigendur þess skipta hundruðum, en þeir sem annast fóðrun þess um 130. Aðbúð þessa fjár er harla misjöfn. Félaginu hafa borizt nokkrar kærur og því miður eru þær flestar á rök- um reistar. DR annast rekstur Sólskrikju- sjóðs, sem beitir sér fyrir fóður- kaupum handa smáfuglum. Eru gefin út jólakort á vegum sjóðs- irts. Meðal annarra mála, sem félag ið hefur fjallað um eru vand- kvæði hundakatta. og dúfna- halds, aðbúnaður við Tjörnina, olíumengun sjávar, stofnun deilda í skólum og verkefni fyrir ^ þær o. s. frv. I HELGI MMSSOJI & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17227. Kennedy í S-Amer íku WASHINGTON, 15. desember — Kennedy Bandaríkjaforseti og kona hans lögðu í dag upp í þriggja daga ferðalag til Suður- Ameríku. Höfðu þau viðkomu í Puerto RicO á leiðinni til Venezu- ela, en þaðan verður haldið til Colombia — og síðan heimleiðis — Er forsetinn hélt frá Puerto Rico skoraði leiðtogi demokrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Mansfield, á samtök Ameríkuríkj anna að koma í veg fyrir að sag- an endurtæki sig í Dominikanska lýðveldinu og þar kæmist ein- ræðisstjórn aftur til \ alda. eyðinga- aðkailandi Dýraverndunarfélag Hafnarfjarðar hefur lagt áherzlu á eftirlit með flækingsdýrum og komið því til leiðar að kettir séu merktir. Fé- lagið gekkst og fyrir hreinsun víðavangs í nágrenni bæjarins í samvirmu við stjórn kaupstaðar- ins, og var mikið af girðingum og ýmsum járna- og víraleifum frá setuliðunum fjarlægt. Dýraverndunarfélög Kjósar- hrepps og Skagfirðinga hafa unn ið að því að fá fóðurbirgðaeftir- lit gert virkara. Kjósarfélagið vinnur að því að hreinsa vírspotta og víraflækjur af haglendum. Félag Skagfirðinga vinnur að afnámi flekaveiða við Drangey og fyrirbyggja að fé lendi í svelti í Tindastóli. Einnig vinnur það að stofnun hjálpar- og björgunarsjóði, til þess að geta mætt kostnaði vegna aðstoðar við dýr. Mörg mál á dagskrá aðarmanna í öllum sveitarfélög- að því að afla sambandinu trún- Á starfsárinu vann stjórn SDÍ um landsins. Hafa þegar fengizt 37 trúnaðarmenn, sem hrepps- nefndir viðkomandi sveitarfélaga hafa bent á. SDÍ vann að því að fá lög um hvalveiðar endurskoð uð og að tryggja betur öryggi dýra í umferðinni. Á árinu sótti SDI um fjárhagsaðstoð frá ríkis- sjóði til að styrkja þá aðila, sem tækju að sér að fjarlægja girð- ingaspotta, vírflækjur, gamlor girðingar og járnarusl frá tím- um setuliðanna af víðavangi. Varnarmáladeild brást vel við þessari málaleitan og veitti rikis- stjórnin EDÍ 50 þús. kr. af ágóða sölu seluliðseigna til þessara starfa. Af öðrum málefnum sambands ins, sem bíða úrlausnar, má' nefna útflutning hrossa, sem SDÍ telur eigi leyst fyrr en löggjafinn hef- ur lögfest notkun gripaflutninga skipa eða flutningaflugvéla. Um- búnaður í sláturhúsum er víða ómannúðlegur og aðhlynning dýra, sem bíða slátrunar, lítil eða engin. umbúnaður ökutækja, sem notuð eru við flutning bú- fjár víða slæmur. Þá þarf að vinna að því að fá merki sett við þjóðvegi, sem vekja athygli öku- manna á nærveru dýra á afrétt eða ógirtu haglendi, og svo lög, sem leggja ábyrgð á herðar þeim umráðendum dýra, sem láta þau vera á eða j nánd við þjóðvegi í byggð, þar sem girt er meðfram vegi á báða vegu. Einnig þarf að fá þá, sem annast lagningu vega, sem hraður akstur verður leyfð- ur um til þess að taka í vega- gerðinni tillit til umferðar dýra. Dýraverndarinr Samband Dýraverndunarfélaga íslands gefur út ritið ,,Dýravernd arann“. Ritstjóri þess er Guð- mundur Gíslason Hagalín, rit- höfundur. Blaðið kemur út í 6 tölublöðum árlega og er efni þess mjög fjölbreytt. Fastir kaupend ur eru rúmlega 1700 en nú er fyrirhugað að auka áskriftartöl- una sem mest. Hefur verið sent „Bréf til dýravina“ í skóla bæj- arins, ásamt áskriftarseðlum. Blaðið kostar aðeins 30 krónur árangurinn. ★ Aðalfundur SDÍ heiðraði þá Þórð Þórðarson, form. Dýia- verndunarfél. Hafnarfjarðar og Þorgils Guðmundsson, fulltrúa, sem verið hefur afgreiðslumaður Dýraverndarans í nær 7 ár, en hefur nú látið af störfum. ★ Stjórn sambandsins var öll endurkosin, en hana skipa: Þor- björn Jóhannesson formaður, Tómas Tómasson, varaformaður, Þorbjörg Fr. Bjarnar, gjaldkeri, Þorsteinn Einarsson, ritari. Með- stjórnendur: Þórður Þórðarson, Ásgeir Ó. Einarsson og Guðmund ur Gíslason Hagalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.