Morgunblaðið - 17.12.1961, Síða 21

Morgunblaðið - 17.12.1961, Síða 21
f Sunnudagur 17. des. 1961 MORGUTSBLAÐIÐ 21 EBdur í bátum FATT er hræðilegra en elds- voði, hvort sem er til sjós eða lands, þegar fþlk verður, upp á líf og dauða, að yfirgefa híbýli sin, og vistarverur, og með naumindum bjargast sjálft, en missir að öðru leyti allt~sitt. Menn reyna á allan hátt að fryggja sig gegn þessum voða, og gera öryggisráðstafanir, sem minnka hættuna á því, að eld- ur geti brotizt út mönnum að óvörum, því er ég að rita upp- haf þessarar greinar með þess- um hætti, að ég vildi vekja at- hygli manna á eldsvoðum, sem hér hafa orðið nu nýlega í þrem ur vélbátum með stuttu milli- bili. í tveim bátanna kviknaði í út frá eldavél í hásetaklefa, en í þeim þriðja kom eldur upp í vélrúmi bátsins. Einn þessara báta, m.b. Kristbjörg, lá við eina verbúða- bryggjuna við Grandagarð. Var vaktin, sem ég er varðstjóri fyr- ir á slökkvistöðinni, kölluð þangað, hafði eldur kviknað í „lúkar“ bátfsins, í þili á bak við eldavélina, og út frá henni. Var þetta smávægilegur eldur og fljótt slökktur, eftir að timb- urklæðning hafði verið rifin, til að komast að eldi, sem þarna leyndist milli þilja og þá er ég komin að því, sem er hinn raunverulegi tilgangur minn með þessum skrifum mínum, en hann er sá, að vekja athygli hlutaðeigandi manna á þvi, og þá sérstaklega þeirra, sem eiga að leggja dóm sinn á og úr- skurða um öryggi skipa, að þarna er ekki allt í lagi. Ein- angrun sú á bak við eldavélina í bátnum, sem átti að varna því, að út frá henni/gæti kvikn að, var þarna alls ófullnægj- andi, eins og líka reynslan sýndi. Höfum við slökkviliðs- menp áður orðið að glíma við eld í skipum af þessum ástæð- um. — Það sem varna átti því i þessu tilfelli, að ekki kviknaði í bátn- um út frá eldavélinni, var þunn blikkplata með þunnri asbest- plötu á bak við, negld á tréþil. Flestar eldavélar í bátum eru nú orðið olíukynntar og logar í í' Eruð þér í vanda með valið? Peysa frá Iðunn er kærkomin jolagjoi PEYSUR með hcllu hálsm. PEYSUR með V liálsm. PEYSUR grófar, yrjóttar og einlitar. VESTI hneppt og hlnn vinsæli Prjénajakki þeim mikinn hluta sólarhrings- ins, þegar bátarnir eru í notk- un, við veiðar, eða í flutn- ingum, og gefa þær því frá sér mikinn og stöðugan hita, þar sem þáer standa fast upp við tréþil, með þeirri einangrun, sem hér hefur lýst verið, og sem reynslan hefur sýnt, að oft vill gefa sig þegar mest á reyn- ir. — Er því augljóst að þarna er breytinga þörf, og dettur mér í hug, að í staðinn fyrir blikk- plötuna og asbestið, komi múr- tafla, hlaðin úr eldföstum steini og límd saman með eldföstum leir. Er engin vafi á því, að þessi umbúnaður myndi að öllu leyti betri einangrun, sem í flest um tilfellum myndi bægja þeirri hættu frá, að í skipum gæti kviknað út frá eldavélum. Það er heldur ekki óalgengt, að eldur komi upp í vélrúmi báta, er þar öðru og oft fleiru en einu til að dreifa, þó gildir það sama þar og annars staðar í skipum, að örugglega þarf að vera frá öllu gengið, þar sem eldhitaðir járnfletir liggja nærri timburþiljum, og svo hefur hirðusemi og þrifnaður sitt að segja. Við skipaskoðunarmenn vil eg svo að endingu segja þetta. Gætið vel að því, hvort ekki leynist eldhætta um borð í bátn um, sem úr þarf að bæta áður en þér gefið skoðunarvottorðið. Kjartan Ölafsson. NÝKOMIÐ CScníLnr, ¥s COCOA í Vz punds, 1/1 punds og 7 punda umbúðum ENNFREMUR SUKKULAÐIDUFT \ - H. Benediktssoii h.f. Suðurlandsbraut 4, sími 38300 ÞtámskeiS IMSI í vinmuhaffræðinffu HINN 17. nóv. s.l. lauk fyrsta áfanga af þremur þriggja vikna námskeið, sem Iðnaðarmálastofn un íslands gengst fyrir. Þetta fyrsta námskeið var helgað vinnurannsóknum (Arbeidsstudi er) og voru þátttakendur alls 23 frá ýmsum fyrirtækjum, stofn- unum og samtökum, þ. á. m. fimm úr fiskiðnaði, en meðal samtaka, sem sendu þátttakend- ur vöru Alþýðusamband íslands, Félag ísl. rafvirkja, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Meistarasamb. byggingamanna, Vinnuveitendasamband íslands. Meðal þátttakenda voru verk- fræðingar, iðnfræðingar og verk- stjórar. Viðfangsefni, sem tekin vöru fyrir á þessu 1. námskeiði voru vinnueinföldun, m. a. í sam- bandi við skrifstofustörf, rann- sóknir í sambandi við hópvinnu, nýtingu vinnuafls og véla, og handavinnu. Sérstök áherzla var lögð á tímarannsóknir, þ. á. m. japtíma- og staðaltímarannsókn ir ásamt afkastamati. Af öðrum viðfangsefnum má nefna tíðni- rannsóknir og flutningagreiningu, auk fyrirlestra um skipulagn- ingu vinnurannsókna í fyrirtækj um, fræðslu Og þjálfun starfs- manna í fyrirtækjum og fyrir- lesturs um líffærafræðileg atriði í sambandi við vinnu. Námskeiðið í heild var 90 klst. og var tæplega helmingi þess tíma varið til verklegra æfinga í samtals 12 fyrirtækjum, sem góðfúslega veittu aðstöðu til þess. Þótt hér væri aðeins um æfingar að ræða, þar sem aðaláherzlan var lögð á að þjálfa þátttakendur í að beita vinnurannsóknartækni, leiddu niðurstöður rannsókn- ínna sums staðar til athyglis- 'verðra endurbóta á vinnutilhög- un, en sýndu að öðru leyti fram á, að víðast hvar má stórlega bæta fyrirkomulag vinnunnar bæði til aukins vinnusparnaðar og sömuleiðis til að gera hana þægilegri viðfangs. Við kennsluna var notaður fjöldi kvikmynda auk annarra kennslutækja. Aðalkennari námskeiðsins var norski verkfræðingurinn Arthur Eide frá norska hagræðingar- firmanu Industrikonsulent A/S, en það fyrirtæki hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir opinberar stofnaniii hér á landi síðustu ár. Sveinn Björnsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri IMSÍ, hafði yfirumsjón með námskeiðinu, en aðrir leiðbeinendur og fyrirlesar- ar voru auk þeirra Eide, Benedikt Gunnarsson yfirverkstj., Bene- dikt Sigurðsson vélfr., Glúmur Björnsson, hagfr., Guðmundur Einarsson verkfr., Jón Böðvars- son verkfr., Páll Sigurðsson lækn- ir, Rolf Holmar ráðunautur Og Sverrir Júlíusson hagfræðingur. Það var einróma álit þátttak- enda, að námskeið þetta hefði verið hið lærdómsríkasta og að brýna þörf bæri til að taka vinnurannsóknir í stórum stíl í þágu ísl. atvinnuvega. Má í því sambandi nefna, að í Svíþjóð eru t. d. starfandi á fjórða þúsund manns, sem þjálfaðir hafa verið í vinnurannsóknatækni. Hér á landi er að finna mörg fyrirtæki, sem teljast verða allvel útbúin af vélum Og tækjum, en fullyrða má, að ónóg áherzla hafi verið lögð á skipulagningu vinn- unnar, þannig, að vinnuafl og tækjakostur nýttust svo sem aðstæður leyfðu. Vart er að efa, að vinnurannsóknir og vinnuhag ræðing almennt eru einhver áhrifamestu tækin til að bæta hér úr og er þess að vænta að með aukinni vinnuhagræðingu á kömandi arum eigi framleiðni í íslenzku atvinnulífi eftir að auk- ast að mun og lífskjör þjóðar- innar þar með að batna. í bókasafni Iðnaðarmálastofun- unar fslands er að finna margvís legan fróðleik um vinnurannsókn ir og sömuleiðis á stofnunin í sín- um fórum kvikmyndir um þetta efni fyrir þá, sem vildu kynna sér þessi mál frekar. Annar áfangi þessara námskeiða, sem haldin eru í samráði við Stjórn- unarfélag ísland, mun koma til framkvæmda síðar í vetur og þriðji áfanginn nokkrum mán- uðum síðar. (Frá IMSÍ). KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * * KVIKMYNDIR NÝJA BÍÓ: GamJi turninn við Moselfljót. MYND ÞESSI, sem tekin er í litum, er þýzk og gerist í þorpi einu við Moselfljót. Það er gam- all tum og í honum hefst við glað ur og góðlátlegur piparsveinn, Lutz Ventura að nafni. Hann er rithöfundur, en það starf hans gefur lítið af sér peningalega, en Ventura lætur það ekki á sig fá. Hann er bjartsýnn og alltaf jafn glaður þó að oftast sé hjá honum heldur þröngt í búi. Það er líka bót í máli að hann á góða vinkonu, Margot, dóttur auðugs hóteleiganda. Hún er heil’landi stúlka og lítur öðrum augum á lífið en Ventura. Hún hvetur hann til að segja skilið við hóg- lífið og láta hendur standa fram úr ermum. Margot og Ventura unnast og ákveða að ganga í heil- agt hjónaband. En þá gerist það að systir Ventura, »sem er ekkja og á tvö börn, lítinn dreng og nokkru eldri telpu, deyr. Við þetta verður mikil breyting á högum rithöfundarins í turnin- um. Hann tekur böm systur sinnar til sín til bráðabirgða. En þegar til kemur vilja þau ekki fara frá honum. Hann sendir þau þó í burtu til mágs móður KVIKMYNDIR * * þeirra og konu hans .En þau una ekki hjá þeim hjónum og hverfa aftur til Ventura. Margot og Ventura ætla að giftast ákveðinn dag, en hún vill ekki byrja búskapinn með tveimur stálpuðum börnum, heldur eiga sín börn sjálf þegar þar að kem- ur. Hún aftekur því með öllu að börnin verði áfram hjá Ventura og segir að hann verði að velja milli sín og bamanna. Virðist þar með gifting þeirra vera úr sögunni, en úr öllu rætist þó á þann hátt, sem bezt mátti verða. Mynd þessi er ekki stórbrotin en notaleg, dálítið róhiantísk, eins og margar þýzkar myndir af þessu tagi og umhverfið fag- urt. Heinz Rúhmann leikur Ventura og er skemmtilegur að vanda. Marianne Koch leikur Margot. Hún er fríð og fer vel með hlutverk sitt. Bömin, Traudl og Rudi leika þau Maren- Luken Bielenberg og Rolf Pinegger. Er leikur þeirra, eink um þó drengsíns, mjög athyglis- verður. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. Samkomur Barnasamkoma K.F.U.M. í Kársnesskóla fellur niður sunnud. 17. des. Verður næst II. í jólum. Hjálpræðisherinn Kl. 11 Helgunarsamkoma. Kl. 14 Sunnudagaskóli. Kl. 20,30 Hjálpræðissamkoma, Lucia kveik ir á jólatrénu. Kaft. Ástrós Jóns- dóttir talar. Foringjar og her- menn taka þátt. Allir velkomnir. Filadclfía Sunnudagaskóli kl. 10,30. A sama tíma að Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði. Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8,.30. Arly Lund talar í síbasta sinn hér. — Allir velkomnir. Bræðraborgarstígur 34 Sunnudagaskóli kl. 1,30. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir. 1. O. G. T. Barnastúkan Svava Munið fundinn í dag. Dansað eftir fund. — Gæslumaður St. Framtíðin nr. 173 Fundur mánudag kl. 8,30. Kosn ir embættLsmenn. Jólahugleiðing ar. Góð fundarsókn er góðtempl urum til sóma. — ÆT Ungtemplarafélag Einingarinnar heldur fund í GT-húsinu í dag kl. 2. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið stundvís- lega,- — Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.