Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 1
24 síður »#Wrtts> 48. árgangur 288. tbL — Þriðjudagur 19. desember 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Rússar til lygafréttina órásn u Islendinga OtrúSegt að tilviljun ráði frétt Pravda, segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra MOSKVUBLAÐID PRAVDA birti í gær lygafrétt kommúnista frá 24. nóvember um það að Þjóðverjar sæktust eftir herstöðvum á íslandi. Notar blaðið „fréttina" sem átyllu til árása á íslenzku ríkisstjórnina, sem það segir vera „skammsýna" og spyr, hvað fslending- ar hugsi sér að vinna með samvinnu við Vesturveldin. Er þannig komið í ljós, að Búss- ar hyggjast ekki einungis nota aðstoð íslenzkra kommúnista í deilum sínum við Finna, heldur líka til árása á Islendinga. VIRÐA EKKI SKÝLAUSAR yFIRLÝSINGAR I skeyti AP-fréttastofuhnar til Morgunbiaðsins segir: Moskvu, 18. des. — Rúss- neska dagblaðið Pravda gaf í skyn í dag að Vestur-Þýzka- land væri að reyna að fá heimild til að koma upp her- stöðvum á íslandi. Bætir blaðið því við að Bjarni Benediktsson f orsætisráðherra og Guðmundur í. Guðmunds- son utanríkisráðherra hafi neitað að segja hvort um- sókninni yrði hafnað. Blaðið segir að Bjarni Benediktsson hafi neitað að gefa yfirlýsingu um að Vest- ur-Þýzkaland muni ekki fá að koma upp herstöðvum á íslandi. Segir það að ástæð- an, sem ráðherrann hafi gef- ið, væri sú að þesskonar yf- irlýsing væri frávik af ís- lands hálfu frá stefnu þess um hernaðarlega samvinnu við Vesturveldin. Pravda sakar íslenzku leið- togana um skammsýni og spyr: „Hvað eiga þeir von á að vinna" með stefnu sinni um hernaðarsámvinnu við Vesturveldin? ASAKA ÞÁ, SEM MÓT- MÆLTU „FRÉTTINNI" í tilefni af frétt Pravda sneri Morgunblaðið sér í gær til Bjarna Benediktssonar, forsætis- ráðherra, og spurði um álit hans á ummælum blaðsins. Fer svar hans hér á eftir: „Jafnskjótt og Þjóðviljinn birti þessa lygafrétt mót- mælti utanríkisráðherra hennl afdráttarlaust og staðfesti ég þau mótmæli. Forystumenn kommúnista á Aíþingi feng- ust þá ekki til að tilgreina heimildir fyrir fréttinni, né hefur Þjóðviljinn gert það síðan. Að svo vöxnu er ekki ástæða til neinna frekari yfir Iýsinga um málið af hálfu is- Ien7.hu ríkisstjórnarinnar. En óneitanlega er það ískyggi- legt, að rússneskir ráðamenn skuli nú nokkrum vikum eft- ir að lygafregninni var ein- dregið mótmælt, rifja hana upp að nýju og einmitt með ásökunum á þá, sem henni mótmæltu. Því miður er ó- líklegt að það sé tilviljun ein, sem þessu ræður. Hvert tilefnið er, skal ég ekki um segja, en sannarlega hafa íslendingar hér fengið enn eina áminningu um að fylgj- ast náið með framvindu mála á alþjóðavettvangi og varast starfsemi flugumanna hér- lendis". Fundur Tshombe Dg Adoula í Kongó Kosið í Danmorku? KAUPMANNAHÖFN, 18. des. XNTB) —- Viggo Kampmann, forsætisráðherra Dana, ritar í dag grein í stjórnarblaðið Aktu- elt. Segir ráðherrann þar að til inála geti komið að efnt verði til nýrra þingkosninga í Dan- mörku um væntanlega aðild Dana að Efnahagsbandalagi Ev- rópu. — Elisabethville, 18. des. (NTB) EDMUND Gullian, ræðis- maður Bandaríkjanna í Leo- poldville, fór í dag flugleiðis til Katanga til að sækja Mo- ise Tshombe forseta, en for- setinn mun á morgun ræða Katangamálið við Cyrille Adoula, forsætisráðherra Kongó. Fundur þeirra verð- ur í Kitona við ósa Kongó- fljóts. Nokkuð yar um óeirðir í Elisabethville í dag og réðust indverskar og sænskar flugvél- ar SÞ nokkrum sinnum á bygg- ingar námufélagsins Union Min- iere í borginni. Einnig var sprengjum varpað að pósthús- inu og Leopold II hótelinu og varð éitthvað mannfall í þess- um árásum. Skriðdrekar SÞ óku um göt- ur Elisabethville og hröktu Flaug mannlaus Ked Bluff, Kaliforníu, 18. des (AP) I DAG ætlaði flugmaðurinn Edg- ar Remington sjálfur að ræsa Piper Tri-Pacer flugvél sína með því að snúa skrúfunni. En hreyf- illinn tók strax við sér og flug- vélin rann mannlaus af stað. — Skipti það engum togum að flug- vélin tókst á loft Og hvarf út í buskann. Flugturninn í Chico flugvelli í Kalíforníu sendi út aðvörun til allra nálægra flugvéla en ekkert heyrðist af mannlausu vélinni. — Talið er að hún hafi hrapað til jarðar eftir að eldsneytið þraut. leyniskyttur Katanga úr felum, og sagði yfirmaður hersveita SÞ í Katanga, Sean McKeown hershöfðingi, að hann væri mjög ánægður með framkvæmdirnar og vonaðist til að brátt yrði unnt að binda endir á aðgerð- irnar í héraðinu. Það var mikið um að vera í pósthúsinu i gær, ungir og gamlir komu þangað með jólabréfin sín. — Hér á myndinni sést ein af eldri kynslóðinni frímerkja bréf sín. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. ndveriar ráðast á Goa Nýju Delhi, Lissabon, New York, 18. des. — (AP-NTB) — INDVEBJAB réðust inn í portúgölsku nýlenduna Goa á miðnætti sl. og sóttu í dag fram í áttina til höfuðborg- arinnar. Eru þeir að styrkja víglínu sína í kvöld og und- irbúa nýja sókn með morgn- inum. Hafa þeir tekið all- margar borgir og þorp í Goa og eru aðeins 12 km frá höf- uðborginni. Þá hafa Indverj- ar gert loftárás á flugvelli í Goa og herskip þeirra sökkt tveim portúgölskum her- snekkjum. Innrásin hefur víðasthvar mætt harðri gagnrýni nema í Sovétríkjunum, sem hafa lýst fylgi sínu við aðgerðir Indverja. Samkvæmt ósk Portúgala kom Öryggisráð SÞ saman í kvöld til að ræða innrásina. Var málið tekið á dagskrá þrátt fyrir mótmæli Zorins, aðalfulltrúa Sovétríkjanna, sem sagði innrásina innan- ríkismál Indlands. Þegar indrverska hernum var skipað að stöðva sókn sína til morguns og tryggja aðstöðu sína í Goa var hann samkvæmt ind- verskum fréttuwi aðeins líi kíló- metra frá höfuðborginni Panjim. Mótstaða Portúgala mun hafa farið vaxandi eftir því sem leið á daginn og mannfall orðið nokk urt. Innnásin hófst á miðnætti að- Framhald á bls. 2. Aðild Kína frestað S.L. FÖSTUDAG fór fram at- kvæðagreiðsla í Allsher jar- þingi SÞ um tillögu Rússa um aðild Kína að samtökunum. Tillagan var felld með 48 at- kvæðum gegn 37, en 19 ríki, þeirra á meðal ísland, sátu hjá. í tillögu Rússa var ætlazt til þess að Formósa missti sæti sitt hjá SÞ í hendur kommún- istastjórnarinnar í Kína Áður en tillaga Rússa var borin und- ir atkvæði samþykkti Alls- herjarþingið að hér væri um það mikið stórmál að ræða að % atkvæða þyrfti til sam- þykktar. Komu úrslitin nbkk- uð á óvart, því búizt hafði verið við meira fylgi við til- lögu Rússa. Með tillögu Rússa greiddu atkvæði m. a.: Bretland, Nor- egur Danmörk, Svíþjóð, komm únistaríkin öll, Indland, Indó- nesía og Arabíska Sambands- lýðveldið. Á móti tillögu Rússa voru m. a : Bandaríkin, Suður- Og Mið-Ameríkuríkin öll nema Kúba, Kanada, Frakkland, Grikkland, írland, ftalía og mörg Afríkuríki. Við atkvæðagreiðsluna gerðu nokkur ríki þann fyrirvara að þau væru í rauninni ekki and- víg aðild Kína að SÞ. Hins- vegar gætu þau ekki fallizt á að sæti Formósustjórnar yrði af henni tekið. ¦S*^kS«S><SxS>W^*HS>W«S>«Í^®^«^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.