Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. des. 1961 Útgerð Brimness Greinagerð frd Axel Kristjdnssyni V E G N A skrifa dagblaðanna Þjóðviljans og Tímans fimmtu- daginn 14. desember sl., um út- gerð mína á togaranum Brim- nes á árunum 1959 og 1960, leyfi ég mér að biðja blað yðar fyrir eftirfarandi: Framangreind blöð byggja skrif sín á athugasemdum yfir- skoðunarmanna ríkisreikning- anna, en þær er að finna í ríkisreikningunum fyrir árið 1960, bls. 238—241. Þar sem þarna er ekki farið allskostar rétt með staðreyndir, auk þess sem framangreind blöð hafa leyft sér að hagræða athugasemdum yfirskoðunar- manna á þann hátt sem þeim hefur þótt henta, vildi ég á þessu stigi málsins láta þetta koma fram. Ég tók við Brimnesi rétt fyr- ir miðjan apríl 1959 og skilaði þvi rétt fyrir miðjan júní 1960, auk þess voru ýmsir snúningar í sambandi við útgerðina eftir að skipinu var lagt hér í höfn- ina í Reykjavík í byrjun júní 1960, og hef ég því talið að af- skipti min af Brimnesi hafi staðið yfir í 15 mánuðL Strax eftir að skipinu hafði verið lagt lét ég hefja samn- ingu bráðabirgðayfirlits um rekstur skipsins. Vegna sumar- leyfa (þó ekki sumarleyfis mins) og tafa sem allir kannast við hér um þetta leyti árs, gekk þetta ekki eins greitt og æski- legt hefði verið. Bráðabirgða rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir tíma- bilið 21. maí 1959 til 31. júlí 1960 var afhent fulltrúa ráðu- neytisins, Jóni Sigurðssyni, 1. ágúst 1960, og honum tjáð að endanlegt uppgjör yrði afhent strax og tök væru á, en eins og hann vissi var þá enn ósamið um björgunarlaun m.a. Jón taldi nauðsynlegt að hraða uppgjöri sem mest og var því lofað. Fyrstu daga ágústmánaðar fór ég burt úr bænum í 5 daga. Er ég kom aftur var mér tjáð að bókhald Brimness hefði, að mér fjarstöddum og án þess að samband hefði verið við mig haft þar um, verið flutt í ríkis- endurskoðun samkvæmt kröfu Jóns Sigurðssonar og þar með komið í veg fyrir að ég gæti látið ganga frá bókhaldinu eins og mér bar. Ég hef enn ekki fengið skýringu á hversvegna þessi óeðlilega aðferð var við- höfð. ' Var mér nú tjáð að nefnd hefði verið skipuð til þess að sjá um uppgjör útgerðar Brim- ness. Næst gerðist það í októ- ber 1960 að mér er afhent skýrsla um endurskoðun á bók- haldi bv. Brimnes þann tíma sem ég sá um rekstur þess 1959 og 1960. Ég var þá á förum er- lendis, en samdi þó í flýti svör við þeim atriðum sem ég gat í flýti svarað og afhenti Jóni Sig- urðssyni. Upp úr áramótum 1960—61 varð ég þess áskynja að skila- nefnd hefði sent skýrslu til fjár- málaráðuneytisins. Átti ég þá tal við Jón Sigurðsson og spurð ist fyrir um hvað þessum mál- um liði, skýrði hann mér frá nefndri skýrslu og jafnframt að svör mín hefðu verið ófullnægj- andi í ýmsum atriðum. Bað ég þá um afrit af skýrslu skila- nefndar til fjármálaráðuneytis- ins til nánari athugunar, en var neitað um hana. Hinsvegar skýrði Jón mér frá helztu atrið- um sem ábótavant var talið. Varð þetta til þess að ég Hóf nánari athugun á þessum liðum og kom þá í ljós ýmis atriði sem ég skrifaði Jóni Sigurðs- syni um (bréf 16. maí 1961) og bað um að leiðrétt yrði. End- aði ég þetta bréf mitt með ósk um að nú verði hægt að ganga endanlega frá málinu og að ef enn sé fyllri upplýsinga óskað þá sé strax haft samband við mig þar um. Framh. á bls. 13. Bretarnir þrír á City Hótel á sunnudaginn. Taylor skipstjóri er í miðið. (Ljósm. Sv. Þormóðss. 1 „Erum þakklátir fyrir náöunina" Bretarnir þrír heldu Heimleiðis í gær BRETARNIR þrír, sem náð- aðir voru á dögunum, héldu heimleiðis gærmorgun, en svo sem kunnugt er voru þeir dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir árás á islenzkan lögregluþjón 3. desember. — Við erum mjög' þakklátir forseta íslands fyrir að hafa náðað okkur þannig að við getum verið heima um jólin, sagði Richard Taylor skip- stjóri, er fréttamaður Mbl. hitti hann að máli á City Hótel á sunnudaginn, en þar 'hafa Bretamir búið síðan þeir komu frá Litla-Hrauni á laugardaginn. — >að var ekki farið illa með okkur í fangelsinu. Eftir þrjá daiga vorum við látnir fara að vinna við landbúnað- arstörf. Það var nokkuð erfið vinna, en við erum svo sem vanir erfiðinu af sjónum. Mat- urinn var kjarnmikill og við fengum nóg af honum, en þetta var samt ekki veizlu- matur. — Við vissum ekki annað en að við þyrftum að sitja af okkur þessa tvo mánuði, og fréttin um náðunina kom okk- ur þægilega á óvart. — Ég er giftur og á þrjú börn, Manning háseti er einn- ig giftur og á eitt barn ec Celey háseti er ókvæntur. Við erum forsetanum allir mjög þakklátir fyrir að hafa gert okkur kleift að dveljast með fjölskyldum okkar um jólin, sagði Taylor skipstjóri að lok- um. Á laugardagskvöldið snæddu Bretamir þrír máltíð í Nausti og skoðuðu bæinn og jólaös- ina í verzlununum. Þeir héldu heim flugleiðis í gærmorgun. — Indverjar Framh. af bls. 1. faranótt mánudags og tilkynntu Indverjar strax að þeim yrði vel ágengt. Náðu þeir þegar nokkr- um borguan og þorpum á sitt vald, gerðu loftárásir á flugvelli í Goa og sendu herskip til að loka höfnunum. Segjast þeir hafa sökkt tveim hersnekkjum Portú- gala og eyðilagt flugvöllinn í Panjim. Þá segja Indverjar að það eina, sem hafi tafið sóknina í upþhafi, hafi verið jarðsprengj ur Portúgala. Indverjar halda því. fraim að herir þeirra hafi lagt undir sig portúgölsku nýlend urnar Daman og Diu, sem eru á vesturströnd Indlands fyrir norð an Bombay, en herstjórnin í Goa neitar þessu. Indversika herstjómin til- kynnti í dag að her hennar hafi fellt 7 portúgaiska hermenn og tekið 30 til fanga. Eru þetta einu tölurnar, sem birtar hafa verið um mannfall vegna innrásarinn ar. En í óistaðfestum fréttum frá 1 Indlandi er sagt að mannfall hafi verið mikið á báða bóga. Indverski herinn á nú eftir að sækja fram í gegnum frumskóg, sem er mjög erfiður yfirferðar, til að komast að höfuðborginni. Hafa Portúgalar sprengt allar brýr og lagt jarðsprengjur á stór svæði. Talið er að portú- galski herinn hafi komið sér fyr- ir í skotgröfum skammt frá höf- uðborginni. Indverska útvarpið skýrði frá því í dag að portúgalski herinn hafi lagt borgina Bioholim í rúst áður en hann yfirgaf hana og muni þeir taka upp þá reglu annars staðar í Goa. EKKI ANNARS ÚRKOSTA Talsmaður utanrikisráðuneyt- isins í Nýju Delhi sagði i dag að Indverjar hafi ekki ákveðið inn- rásina í Goa fyrr en augljóst var að Portúgalar vildu aðeins setj- ast að samningaborði á þeim grundvelli að Goa, Daman og I Z*' NA /5 hnúfar\H SnjóAcma [ / SVS0hnúlor\ * ÚSiQm V Siúrir K Þrumur KuUoM Hitaskr! H Hm$ L Lsú. Höfundarnafn féll niður SL. laugardag birtist í blaðinu grein undir fyrirsögninni „Tvær bamabækur", eftir Ármann Kr. Einarsson. Þau mistök urðu að nafn höfundar féll niður, en höfundur er Stefán Jónsson, námsstjóri. Blaðið biður vel- Virðingar á þessum mistökum. 1 G Æ R var mjög djúp og nærri kyrrstæð lægð skammt norðaustur af Nýfundna- landi, en mikil hæð yfir Norðursjó og Vestur-Evrópu. Hlýtt og rakt loft er komið hér inn yfir landið, en nær ekki til Norðausturlands, eins og sjá má á kortinu. í Vestur-Evrópu og á Englandi er mjög léttskýjað og stillt veður og nokkuð frost, en vestast á írlandi er sama hlýja loftið og hér suðvestan lands. Engar horfur eru á snöggum veðurbreytingum hér á landi. Diu lytu áfram portúgalskri stjórn. Nehru forsætisráðherra flutti ávarp í tilefni innrásarinn- ar og sagði m. a.: Við höfum lagt út í þennan hernað í Goa vegna þess að við áttum ekki annars úrkosta að okkar dómi. Það er okkur engin ánægja að fara með hemað, en Portúgalar gáfu okk- ur ekki kost á öðru. Eg vona að þessu verði brátt lokið svo íbú- arnir í Goa geti lifað friðsömu og frjálsu lífi.“ Sagði Nehru að hann óskaði þess að Portúgalar kæmust einnig í Angola að þvi að nýlendustefnan gamla ætti ekki lengur rétt á sér. f fregnum frá Portúgal er sagt að faerinn í Goa hafi varizt hraust lega þrátt fyrir ofurefli Ind- verja á landi, sjó og í lofti. Ut- anríkisráðherra Portúgals krafð- ist þess að Öryggisráð SÞ yrði tafarlaust kallað saman til að ræða ástandið í Goa. Og sendi- herra PortúgaLs í Washington skýrði frá því að í loftárás Ind- verja á flugvöll í Goa hafi fjöldi kvenna og barna, sem verið var að flytja burt, verið drepinn. RÚSSAR MÓTMÆLTU Öryggisráðið kom svo saman í kvöld. Valerian Zorin aðalfull- trúi Sovétríkjanna mótmælti því að Goa-málið yrði tekið til um- ræðu í Örygigisiáðinu og sagði að innrásin væri algjört innan- ríkismál Indlands. gamiþykkti ráðið þó með 7 atkvæðum gegn 2 að taka málið til umræðu. Sovétríkin og Ceylon greiddu at- kvæði gegn umræðuim, en Lfbería og Arabisika Sambands- lýðveldið sátu hjá. Vasco Garin fulltrúi Portúgala hjá SÞ óskaði eftir að fá að mæta á fundi Öryggisráðsins, en hvorki Portúgal né Indland eiga fulltrúa í ráðinu. Var samþykt að bæði ríkin sendu fulltrúa á fundinn. Garin sagði í ræðu sinni á fundinum að innrás Indverja væri freklegt brot á réttindum Portúgals og á sáttméla Samein- uðu þjóðanna. Bauð hann SÞ að senda eftirlitsnefnd til Goa til að rannsaka ástandið þar og semja um brottflutning ind- verska hersins úr nýlendum Portúgala. Bað hann Öryggisráð- ið að fordæma innrásina og vinna að þvi að koma á vopna- hléi. Fulltrúi Indverja sagði það vogað af fulltrúa Portúgal að þora að nefna sáttmála SÞ þar sem Portúgalar hafi frá upphafi virt þann sáttmála að vettugi. Sagði hann að aðgerðirnar beind- ust að því að útrýma síðustu sporum nýlendustefnunnar hvað sem Öryggisráðið eða sáttmáli SÞ segði. Fulltrúi Bandaríkjanna, Adlal Stevenson sagði að árás Indverja væri augljóst brot á sáttmála SÞ og harmaði hann að Indverj- ar skuli hafa tekið þessa ákvörð- un þrátt fyrir áskoranir SÞ og Bandaríkjanna um að reyna að ná samkomulagi á friðeamleg- an hátt. MÓTMÆLI Yfirleitt hafa aðgerðir Ind- verja mætt gagnrýni um al'.an heirn. Fjögur ríki, Sovétríkin, Arabíska Samibandslýðveldið, Indókína og Afghanistan, hafa þó lýst fylgi sínu við aðgerðirn. Utanríkisráðuneytið í Pakistan segir að árásin varpi nýju Ijósl á yfirlýsta friðarstefnu Indlands, frelsishyggju og lýðræðishættL Sagði talsmaður ráðuneytisins að árásin sannaði að Indverjar væra enn árásaiþjóð. Hann sagði að Pakistan kysi beldur að leysa vandamál sín með samningum og að í hvert skipti, sem aðildar- ríki að SÞ leysti ágreining við annað ríki með valdbeitingu, kastaði það rýrð á gildi samtak- anna. Óháðu blöðin í Hong Kong lýstu í dag ótta sínum yfir því að ef innrás Indverja í Goa heppnaðist gæti hún orðið til þess að Kínverjar beittu valdi til að innlima Hong Kong og Formósu. Segja blöðin að Ind- verjar haldi þvá fram að Goa og Indland séu órjúfanleg heild. Á sama hátt geti Kínverjar bent á að Hong Kong, Macao og For- mósa séu hlutar af Kina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.