Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. des. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Er Nehru að sýna Kínverjum mátt sinn með árásinni á Goa? ÞAÐ er trúa mín, að hægt sé að leysa öll deilumál á friðsamlegan hátt, með samningum. Þetta hefur Nehru, forsætisráðherra Indlands, sagt oftar en einu sinni. Og milljónir manna um allan heim hafa um árabil talið hann standa í fylkingarbröddi þeirra, sem á erfiðum tjmum hafa reynt að bera klæði á vopnin, og borið hafa sáttarorð milli þjóða, sem staðið hafa andspænis hvorri annarri með brugð- in sverð. Nehru — Hvað segja kjósendur, ef ég stugga hvorki við Portugöl- um né Kínverjum? • Gátu ekki beðið lengur Fregnin um innrás Indverja í portúgölsku nýlendurnar á Indlandi kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir margan manninn í gær. Það hefur ekki farið leynt, að bæði Bretar Og Bandaríkjamenn hafa að undanförnu reynt að fá Nehru ofan af fyrirætlunum um vopnaða töku portúgölsku nýlendanna og nú síðast, rétt fyrir helgma, sendi U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, Nehru orð og bað hann þess lengstra orða að láta ekki vopnin tala. Allt kom samt fyrir ekki. Indverjar hófu allsherjarárás í gærmorgun og varð vel á- gengt. Það var sárt að þurfa að gera þetta, sagði Nehru í gær. En við gátum ekki beðið leng- ur. Við ætlum að frelsa fólkið í þessum nýlendum. • Fjárhagslegur baggi Fólkið, sem Indverjar ætla að frelsa, eins og Nehru komst að orði, eru um 650 þús. tals- ins í þremur portúgölskum nýlendum á vesturströnd Ind- lands, Goa, Daman og Diu — auk nokkurra smáeyja. Sam- tals eru þetta 4.000 ferkíló- metrar lands, leifar fyrsta evrópska nýlenduveldisins í Asíu, sem portúgalski sæfar- inn Vasco da Gama stofnaði árið 1497, þegar hann kom fyrstur Evrópubúa til Ind- landsstrandar. Á sínum tíma varð þetta víð- áttumikil nýlenda og mikinn auð sóttu Portúgalar þangað. Nefndist hún Estado da India, en höfuðborgin Goa. Nú eru þetta hins vegar ekki nema leifar hinnar fornfrægu nýlendu og alls engin gull- náma. Á síðari árum hafa Indlands-nýlendur Portúgala hins vegar orðið þeim mikill fjárhagslegur baggi, þeir hafa varið þar árlega 14—15 sinn- um meira fé en þeir hafa haft upp úr nýlendunni, en aðal- útflutningurinn þaðan er mangan, járn, fiskur Og krydd vara. • Ótti við Afríkumenn Það er því ekki af efnahags- ástæðum, sem Portúgalar hafa ekki látið að kröfum Indverja um að hypja sig í brott. Það er vegna fortíðárinnar, fornr- ar frægðar og þjóðarmetnað- ar, að portúgalska einræðis- stjórnin hefur ekki viljað fella þetta gamla merki portúgalska heimsveldisins. Samtvinnaður þessu er ótti Portúgala um að- stöðu sína í Angola, ótti um að undanlátssemi við Indverja yrði til þess, að Afríkumenn gengju á lagið. Portúgalar logðu áherzlu á einbeitta afstöðu sína er þeir fyrir 15 árum lýstu nýlendurn ar „ófráskiljanlegan“ hluta Portúgals, en það var um sama leyti og Bretar afsöluðu sér öllum yfirráðum á Ind- landi. ,, • Hertu áróðurinn Fyrir 11 árum báru indversk stjórnvöld fyrst fram kröfur um gð Portúgalar færu með allt sitt lið af Indlandi og nýlendunum yrði gefið frelsi. Svar Portúgala hefur frá upp- hafi verið það sama, en Ind- verjar hafa smáhert áróður- inn. Samt féllust Portúgalar á þá tillögu Breta ekki alls fyrir löngu, að alþjóðleg eftir- litsnefnd yrði send til nýlend- • anna, en ekkert varð úr fram- kvæmdum. Herlið hefur stöð- ugt verið dregið saman beggja vegna landamæra allra ný- lendnanna, einkum þó í Goa, sem er hin stærsta — og sú, sem Portúgalar leggja höfuð- áherzlu á að verja. Lið Portúgala þar er komið yfir 12 þús. manns, en auk þess sendu þeir flötastyrk til Goa fyrir nokkru. Indverska liðið, sem dregið var saman við landamærin síðustu dag- ana, er margfalt fjölmennara, enda er aðstöðumunurinn mikill. • Yfirgangur Kínverja Landamæraerjur Indverja og kínverskra kommúnista eiga sjálfsagt sinn stóra þátt í því að Indverjar hafa nú látið til skarar skríða. Stjórnarand- staðan hefur legið Nehru á hálsi fyrir aðgerðaleysi og gúnguhátt í viðureigninni við Kínverja og hafa pólitískir andstæðingar forsætisráðherr ans bent á, að linkind og ódugnaður Nehrus í viðskipt- um við Portúgala hafi bein- línis boðið hættunni heim. Indverjar væru búnir að krefj ast þess á annan áratug, að Portúgalar færu af Indlandi. Þeir hefðu ekki hreyft sig og yrðu sjálfsagt á Indlandi til eilífðar, enda þótt vitað væri, að indverski herinn gæti rek- ið Portúgala í sjóinn hvenærx sem væri. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram, að Kínverjar hafi gengið á lag- ið, enda hafi það kömið á dag- inn, að Nehru hafi ekki haft manndóm í sér til þess að láta herinn verja landamæri ríkisins. Þessi áióður stjórnarand- stöðunnar hefur haft mikil áhrif í Indlandi síðustu mán- uðina að því er útlendir frétta menn segja, fyrst og fremst vegna þess, að Kínverjar eru alltaf að færa sig upp á skaft- ið. • Og kosningar í nánd Ofan á allt þetta bætast svo þingkosningarnar, sem eru skammt undan. Ýmsir flokks- menn Nehrus hafa jafnvel haft á orði, að stórfellt tap væri fyrirsjáanlegt í kosningunum í febrúar, ef ekkert yrði að- hafzt í málefnum portúgölsku nýlendnanna og Kínverjum ekki sýnt í tvo heimana. Þetta eru fyrst og fremst á- stæðurnar til þess, að Nehru hefur nú látið til skarar skríða eftir 11 ára tilraunir til að fá Portúgala til þess að leysa upp nýlendustjórnina á Indlandi. Ekki vegna þess, að lífskjör séu lakari í Goa og hinum pörtúgölsku nýlendum heldur en víða í Indlandi — heldur hins, að þar ríkir ekki frelsi. Við erum staðráðnir í að búa öllum Indverjum frelsi og full mannréttindi, segir Nehru. • Sjálfsákvörðunarrétturinn Þessi deila var fyrir nokkr- um dögum gerð að umræðu- efni á ritstjórnarsíðu The New Yúrk Times og sagði þar sem bæði ríkin væru meðlimir SÞ bæri þeim að virða stofnskrá samrtakanna og beita hvorki valdi né ógnunum — og taka tillit til sjálfsákvörðunarréttar fólksins, sem byggir hinar um- deildu nýlendur. Fólkið í Goa á sjálft að ákveða framtíð sína með atkvæðagreiðslu og slík atkvæðagreiðsla er því nauð- synlegri þar sem það eru ekki Goa-menn sem krefjast breyt- inga, heldur utan að komandi aðili, sagði blaðið. • Elztu bandamennirnir brugðust Portúgalar létu í veSrl vaka, þeg- ar Indverjar hófu liðssafnaðinn viS landamæri nýlendnanna, að Portugölsku nýlendurnar Goa, Daman og Diu eru merktar á þessum uppdrætti af Indlandi. Salazar — Hvað gera Afríku- menn, ef við Iátum í minni pok- ann fyrir Indverjum. þeir mundu leita stuðnings Atlants hafsbandalagsins til að svara hverri þeirri árás, er Indiandsher kynni að gera. Þetta höfðu Portúgalar ekki gert í gærkvöldi og óliklegt er, að þeir geri það, þvi sýnt er, að þaðan geta þeir ekki vænzt mik- ils stuðnlngs. Jafnvel Bretar, elztu bandamenn Portúgals, hafa lýst þvi yfir, að þeir mundu ekki geta stutt Portugala gegn Indlandi, sem væri meðlimur brezka samveldis- ins. Portugalar reyndar líka elztu bandamenn Breta, þvl fyrsti vin- áttusamningurinn milli þessara tveggja ríkja var gerður árið 1353 — og árið 1642 gerðu konungar Bretlands og Portugals samning um gagnkvæman stuðning, ef ráðizt yrði á lönd þeirra, nýlendur eða önnur yfirráðasvæði. Samningur þessi er enn i gildi, en kemur Portugölum samt ekki að neinu liði, Og í stöðvum Atlantshafsbanda lagsins er altalað, að óski Portugal aðstoðar verði bent á það, að ný- lendur þeirra á Indlandi séu utan hins eiginlega varnansvæðis banda- iagsins. • Hörmuleg og barnaleg árás Hins vegar studdu Bretar og Bandaríkjamenn ósk Portugala um að Öryggisráðið kæmi saman í gærkvöldi til þess að ræða málið og um allan hinn frjálsa heim gagnrýna lýðræðisblöðin framkomu Indverja. Times í Lundúnum segir, að Portugölsku nýlendurnar hafi sjálf Framh. á bls. 13. STAKSTEINAR „Hlutley sin g jar“ verða hlutlausir HÉR á íslandi sem annars staðar hafa kommúnistar koir.Vð sér upp liðsveit „hlutleysingja", manna, sem ætlað er það hlutverk að lama þrótt okkar og vilja til að standa gegn ásókn erlends valds og greiða þannig götó kommón- istískra yfirráða. Leiðtogar slíkra hreyfinga eru að sjálfsögðu ætið gaiiharðir Moskvukommónistar, þótt jafnframt sé í forystuliðinu flaggað með nöfnum nýtra manna, sem svo einfaldir ern að uppárita siðferðisvottorð fyrir Krósjeff og Kremlverja. Og ýms- ir menn, sem andstæðir eru kommónisma í eðli sínu ánetjast slíkum „friðar“-hreyfingum, eða hvað þær nó heita. En „hlutleys- ingjarnir“ eru langt frá því að vera hlutlausir í átökunum. Þvert á móti eru þeir ein helzta baráttusveit kommónista. I einu tilfelli, nó nýverið. hafa þeir þó saimarlega verið hlutlausir. Afstaðan tll Finna Kenningar „hlutleysingjanna'* hafa löngum verið þær, að smá- þjóðirnar ættu að byggja á hlut- leysisstefnu og varast að taka af- stöðu gegn yfir- s gangsöflum. Vegna nábýlisins við Bóssa hafa Finnar orðið að | einangra sig frá< varnarsamtök- :f um lýðræðis- * þjóða og hafa tekið upp al- gjöra hlutleysis-' Komu ekki stefnu Sant.t Kekkonen sem aður gera tu hjáJ Bussar nu krof- ur á hendur þeim og hafa jafn- veí heimtað herstöðvar í Iandi þeirra og „sameiginlega her- stjóm“. Kommónistar á íslandx tóku að sjálfsögðu þegar í stað afstöðu gegn Finnum og með hós bændum sínum í Moskvu. Jafn- framt fundu þeir upp eitthvert lóalegasta níðingsbragð gegn Finnum, þegar þeir bjuggu til (eða birtu eftir ósk Róssa) „frétt“ af því, að Þjóðverjar sæktust eft- ir herstöðvum á íslandi. „Hlut- leysingjarnir" á fslandi hafa hins vegar allt í einu hljóðnað og orðið hlutlausir. Frá þeim heyr- ist ekkert orð um aðför Róssa a® Finnum. Þar ríkir dauðaþögn. FulIgiJd sönnun Ef „hlutleysingjarnir“ á fs- landi væru í raun og veru hlut- lausir en ekki ýir.'st viljandi eða óafvitandi handbendi heims- kommónismans, hefði að sjálf- sögðu verið heppilegt tækifæri fyrir þá< að láta að sér kveða, þegar vegið var að hlutleysi Finna og þess krafizt að heir af- söluðu sér hlutleysisstefnu og tækju upp hernaðarlegt samstarf við Ráðstjórnarríkin. Enginn úr röðum „hlutleysingjanna“ kvaddi sér hins vegar hljóðs, þegar hið austræna stórveldi gerði kröf- urnar á hendur Finnum, þótt þeir sýknt og heilagt ráðist að Banda- ríkjamönnum fyrir það að verða við óskum okkar íslendinga um að verja land okkar, vegna þess að við höfum sjálfir ekki tekið þátt í vörnum Vestursins. Þessi þögn er fullgild sönnun fyrir þvi, að hvergi fylgir hugur máli með- al þeirra manna. sem þykjast eiga þá hugsjón lielgasta að gera fsland hlutlaust. Só barátta er augljóslega aðeins áfangi að n'.arkinu, því marki, sem Róssar reyna nó að ná í Finnlandi, að undiroka þjóðirnar undir heims- [, kommúnisma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.