Morgunblaðið - 19.12.1961, Síða 5

Morgunblaðið - 19.12.1961, Síða 5
Þriðjudagur 19. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MOKKA við Skólavðrðu- stíg er orðin eins konar mið- stöð listamanna í Reykjavík — einkum ungra. Ber sjálf- sagt margt til. Staðurinn er vistlegur og í hjarta borg- arinnar. Þarna koma lista- mennirnir — ásamt fleirum gestum — einhvern hluta dagsins, drekka kaffi, kakó, te — og spjalla um allt og ekki neitt. Forstöðumaður Mokka hefur jafnan hangandi á veggjum staðarins myndir eftir listamenn og föndrara. Þarna hefur að vonum kennt margra grasa, en heldur hef- ur Mokkagestum fundizt halla undan fæti í haust — verri Og veri myndir eftir lélegri og lélegri listamenn, þótt röðin sé ekiki einhlít. Það var því mörgum gleði efni, þegar fréttist að Sverr- ir Haraldsson, listmálari, hefði nú hengt upp nokkrar myndir á veggjum Mokka til augnayndis. Hann hefur um 10—15 ára skeið verið í fremstu röð ungra íslenzkra J listmálara. Myndir hans hafa hlotið nær einróma lof mynd listargagnrýnenda heima og erlendis — og þess hluta al- mennings, sem hefur mynd- listarskyn. Þó urðu allósamhljóða skrif um myndir þær, sem hann sýndi á Norðurlanda- sýningunni í haust Sumir áttu varla nógu sterk orð til að lýsa hrifni sinni — en aðrir öfugt. Hvað sem öllum skrifum leið breytti það ekki þeirri staðreynd að almenn- ingur varð hvað hrifnastur af myndum hans á Norður- landasýningunni. Mörgum komu þessar myndir Sverris á óvart, þótt aðrir þættust þar sjá þróun frá auglýsinga- og káputeikningum hans. Enginn dómur skal lagður á myndirnar í þessari grein, sem er fyrst og fremst skrif- uð til að vekja athygli mynd listarunnenda á sýningu Sverris í Mokka. Myndirnar, sem hann sýnir þar, eru svipaðar þeim, sem hann sýndi á Norðurlandasýning- unni, — nema þetta eru ekki litmyndir, heldur eingöngu svartkrítarmyndir, blýants- teikningar Og ein radering. Þær eru unnar á árunum 1947—61, en mynda engu r3 ríður eina heild. Sverrir| hefur ekki haldið sjálfstæða sýningu síðan 1952. Hins vegar hefur hann tekið þátt í svo til öllum samsýningum íslenzkra myndlistarmanna, innan lands og erlendis. Myndirnar á Mokka eru 17 að tölu. Aðspurður kvaðst lista- maðurinn ekkert vilja segja um þessar myndir, enda um kringdur séníum á Mokka. En þess má geta, að Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi, varð að orði, þegar hann leit myndirnar á veggjunum: — Nú væri gaman að hafa vit á myndlist. Hver þekkir þou? FYflIR skömmu kom bréf til Sigurðar Ágústssonar, Vestur- braut 3, Hafnarfirði, greini- lega merkt honum. Bréfið er frá bandarískum hjónum, sem þakka Sigurði móttökur og greiðasemi í sumar. Segjast þau ætla að senda honum gjöf bráðlega í .þakkarskyni. Sá er hængur á, að Sigurður kann- ast ekkert við þessi hjón, og hefur aldrei heyrt nöfn þeirra áður. Hefur hann því beðið Morgunblaðið að nafn og heim ilisfang frúarinnar, sem bréf- ið skrifaði, yrði birt, ef ein- hver þekkti nafnið og gæti leiðrétt þann misskilning, er hér hefur orðið. Utanáskrift in er: Mrs. Anna Homer Brooks, 3059 Delaware Aven- ue, Kennore 17, New York, U.S.A. vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18 þriðjudaga og fimmtudaga Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. á heimilinu getur gjörhreytt morgun- verðinum. Ennfremur er ágætt að hafa hana við hendina þegar óvænta gesti ber að. Söfnin Listasafn íslands er opið sunnudaga. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1:30—4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga írá kl. 1.30—4 e.h. l'jóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar er lok- aö um óákveðinn tíma. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 eJv nema mánudaga. Ameríska Bókasafnið, Laugavegi 13 •r opið 9—12 og 13—21, mánudaga, miö L Góð og nytsöm jólagjöf. Til sölu Skíði, sem ný, með stál- köntum, 165 cm löng, með bindingum og stöfum. Verð 500 kr. Sími: 17161 Notuð vel með farin sjálfvirk þvottavél til sölu. Uppl. að Kirkjuteig 2ö milli 7—9 í kvöld. \ Keflavík Herb. óskast strax, með að gang að síma. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „7354“ Herbergi óskast íyrir reglusaman mann. — Ennfremur Thor þvottavél til sölu á sama stað. Sími 32148 og 12138 efUr kl. 8. Mink Marmoth „Cape“ til sölu. Uppl. í síma 14584 ef tir kl. 2. Stór stofa með sér inngangi óskast til leigu fyrir fullorðnar rr rðgur. — UppL í síma 1-3903. Hafnarfjörður 2 herb. og eldhús til leigu í nýju húsi frá áramótum. Tilb. sendist Mbl. merkt „Áramót Hafnarfjörður — 7630“ V eitingarekstur Ýmis áhöld til veitinga- reksturs ásamt borðum og básum til sölu. Lysthafend- ur sendi tilboð á afgr. Mbl. merkt „Vandað — 1584“ Til sölu Saxafónn og plötuspilari. UppL í síma 50484. Keflavík — Húsnæði íbúðarskúr 1 herb. og eld- hús til leigu. Sími 1695. Sængur Nylonsæng er kærkomin jólagjöí. (léttar hlýjar sem dúnsængur) Garðastræti 25, sími 14112. 4. T H U G I O áð borið saman að útbreiðslu «r langtum ódýrara að auglýsa Morgunblaðinu, en ðöruxn Möðum. — Skrifstofusfúlka Opinber stofnun óskar eftir stúlku til að annast vélritun og símavörzlu. Uppl. í síma 18337. Útgerðarmenn Höfum til sölu smáriðið snurpunótaefni frá Grundryg 44 umferðir á alin, nr. 48 (12). THOHBERG EINARSSON Sími 23634. og ÓLAFUR GÍSLASON & CO., Haínarstræti 10—12 — Sími 18370. Sjálfsagt á jólaborðið sr é »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.