Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð / Þriðjudagur 19. des. 1961 Ctgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. , Frarakvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisímsson. Ritstjórn: úðalstraeti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 3.00 eintakið. ÓGREIÐI VIÐ GÖDTEMPLAR- REGLUNA IITAN UR HEIMI S'in^aport -----T~. FlL»P5£Y JAf^ BORNtO I Ojakarta /íwossar HOLltNZKA KlViA GUINEA V p _ » O tso 000 I0OO C 5 I A Cm * TIMOR. fO ^-^ASTRALjA Inddnesar reiöubúnir að fara að dæmi Indver^a TV'ÝLEGA eru komin út „Þingtíðindi Stórstúku Islands". Þar birtist skýrsla svonefnds stórfræðslustjóra, Freymóðs Jóhannssonar, og er hið furðulegasta pla£g. Einn kafli hennar nefnist: „Sofandi naðra“. Þar er fjall að um frumvarp það, sem Pétur Sigurðsson, alþingis- maður, flutti á Alþingi um ölgerð. Þar er m. a. talað um „ákafar tilraunir Péturs og gróðabrallsmanna þeirra, er stóðu að baki honum“. Á öðrum stað segir: „Stúdentar efndu til opin- bers umræðufundar í Sjálf- stæðishúsinu um málið og ætluðu bersýnilega að rétta við hlut þeirra Péturs og bjórfélaga hans, en þó bjór- menn þar beittu allri þeirri mælsku, ósvífni, lygum og háði, er þeir höfðu getað við- að að sér, þá biðu þeir samt ósigur.“ Greinarhöfundur telur sig þess umkominn að veitast að Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu, en segir sig og Gunnar Dal hafa sýnt mikla hetjudáð með því að taka þátt í umræðum um mál- ið í útvarpinu, „af því að við þorðum að bjóða byrg- inn og segja sannleikann“. Því miður hefur reglu góðtemplara ekki tekizt að áorka því hérlendis að mikið drægi úr drykkjuskap og sízt af öllu, að það almennings- álit myndaðist, sem víða ríkir erlendis, að ósæmileg sé ofneyzla áfengis. Forystu- menn Reglunnar leita vænt- anlega skýringa á því, hvers vegna starf hennar ekkj hef- ur borið meiri árangur. En þeir munu ósjaldan leita langt yfir skammt. „Mætti vel fara svo, að Nútímanum tækist að sýna Regluna í réttu ljósi, svo að fordómar og illkvittni fólks og virðing fyrir Reglunni og væntumþykja verði ríkjandi framvegis," segir Freymóður Jóhannsson, í þessari ein- stæðu grein sinni. Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að það er einmitt m. a. vegna skrifa á borð við þau, sem hér eru gerð að umræðuefni og ýmislegs, sem í „Nútím- anum“ stendur, sem fordóm- ar og illkvittni fólks víkur ekki og virðing skapast ekki fyrir Reglunni og enn síður væntumþykja. Þetta verða forystumenn Góðtemplara- reglunnar — ef ekki núver- andi, þá þeir komandi — að gera sér ljóst, og þá mun hún líka verða fær um að sinna því góða hlutverki, sem hún er stofnuð til að ann- ast. KJARASKERÐING IN AF AUSTUR- VIÐSKIPTUNUM Tj’regnin, sem Morgunblaðið * birti fyrir skömmu af verðlækkunum þeim, sem orðið hefðu á tékkneskum varningi, þegar innflutning- ur ákveðinna vörutegunda var gefinn frjáls, sýnir, hve mikil kjaraskerðing það hef- ur verið fyrir íslenzkan al- menning, að vöruskiptalönd- unum skyldi sköpuð einok- unaraðstaða til að selja hér ákveðnar vörutegundir á upp sprengdu verði. Þegar inn- flutningur á leðurskófatnaði var gefinn frjáls í fyrravet- ur, lækkaði verð á tékknesk- um skóm um 25—35% og enn er búizt við lækkunum þess- arar vöru. Á sama hátt lækkuðu tékknesk hreinlætis tæki um 30%, þegar inn- flutningur þeirra var gefinn frjáls. Þessi tvö dæmi sýna, hvert tjón við höfum beðið af sum- um þáttum austur-viðskipt- anna, þótt einstakar vöru- tegundir séu keyptar þaðan á hagkvæmu verði og nokkurn veginn sambærilegar að gæð- um við það, sem er á Vest- urlöndum. Við íslendingar viljum að sjálfsögðu hafa viðskipti við sem flestar þjóðir, en þó því aðeins að þau viðskipti séu okkur ekki óhagkvæmari en við getum fengið annars stað ar. Kommúnistar hérlendis boða það aftur á móti að við eigum að selja vöru okkar austur fyrir tjald og kaupa síðan vörur þaðan, hvort sem verð þeirra er sambærilegt við það sem annars staðar er boðið eða ekki; og einnig þó þær séu í mjög mörgum tilfellum miklu lakari en vörur þær, sem framleiddar eru á Vesturlöndum. Þannig telja kommúnistar eins og fyrri daginn, að íslenzkir hagsmunir eigi að víkja fyr- ir hagsmunum kommúnista- ríkjanna. MÓÐGANIRNAR VIÐ KENNEDY CJíðan Kennedy varð Banda- ^ ríkjaforseti hefur Tíminn af og til vitnað í ræður hans og talið sitthvað í skoðunum svo SEM sagt er frá í íréttam á forsíðu blaðsins í dag, hafa Indverj- ar nú látið til skarar skríða og sent fjölmennt herlið til portúgölsku ný- lendunnar Góa. Meðal fyrstu þjóða er tóku af- Herforingji Indónesíu Nasution, hers stöðu í þessu máli var Indónesía. höfðingi lýsti því yfiir, að stjóm ir Indverja í Góa — h.iá þeim hefði Indónesíu styddi heilshugar aðgerð- ekki verið komizt lengur. Jafnframt lýsti hann því yfii, að nú væri Indónesum ekkert lengur að vanbún- aði að leika þennan leik eftir — það er að segja fara með herlið gegn hollenzku Nýju Guineu, sem þeir hafa gert kröfur til um margra ára skeið. Nýja Guinea, er, sem kunnugt er, ein af stærstu eyjum heims, tekur yíir 785 þús. ferkílómetra en íbúam- ir eru um tvær milljónir. Eftir eyj- unni endilangri — frá vesitri til aust- urs — liggur liár fjallgarður, og nálgast mjög einstök fjöll hans fimm þúsund metra hæð. Að sunnanverðu eru víðlend mýrafen. — Loftslag er rakt hitabeltisloftslag og eyjan þak- in^ regnskógum á stórum svæðum. íbúar Nýju Guineu eru víðast viðs fjarri siðmenningurmi. Mannaát tíðk þar sums staðar enn. Meðal íbúa eru ýmsir dvergflokkar og Papúar, sem nýlega var mikið getið í heimsfrétt- um — þegar Michael Rockefeller, sonur Rockefellers ríkisstjóra í New York týndist úti fyrir strönd Nýju Guineu. Hollenska Nýja Guinea, — sem Indónesar gera kröfu til er að flatarmáli, ásamt smáeyjum er land- inu tilheyra, 414.000 ferkílómetrar — en íbúamir um 700 þúsund. Austur hluti landsins heyrir aftur á móti Ástralíu til. Milli höfuðborga Indó- nesíu og hollenzku Nýju Guineu, er meira en 3000 km. vegalengd. * * * Saga margvíslegra deiluefna Hol- lands og Indónesíu er æði flókin og verður þeim ekki gerð skil í stuttri blaðagrein. Það var vart ár liðið frá því, að Indónesía fékk — fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna — sjálfstjórn í árslok 1949, þar til Suk- arno forseti lét skína í kröfur sínar um að hollenzka Nýja-Guinea yrði hluti af Indónesíu. Síðan hefur hann haldið kröfum sínum til streitu og deilur Indónesa og Hollendinga far- ið stöðugt vaxandi. Þar kom í ágúst- mánuði 1960, að Sukamo sleit stjóm- málasambandi við Holland — ,,sakir þess að Hollendingar hafa þráfald- lega neitað að “verða við kröfum Indónesa til hollenzku Nýju-Guineu“, eins og forsetinn sagði, er hann gerði þjóðinni grein fyrir sambandsslitun- um í útvarpi. Það hefur stundum verið sagt um Sukarno Indónesíuforseta, að hann sé öllum þjóðhöfðingjum fremur lítt heimakær, enda hefur hann gert víð- reist á undanförnum árum. Farið langar ferðir um Asíu, Afríku, Evrópu og Ameríku, jafnvel þótt ástandið heima fyrir væri uggvæn- legt, en á hinum möfgu eyjum, sem menn á íslandi hefðu rétt fyrir sér. Hefur mönnum helzt skilizt, að Kennedy væri Framsóknarmaður. Menn í stöðu Bandaríkja- forseta verða að sjálfsögðu tíðum fyrir aðkasti, en frek- legar verður þó æðsti maður mesta stórveldis varla móðg- aður en á þann veg að líkja stefnu hans við þá stefnu, sem Framsóknarflokkurinn rekur hérlendis um þessar mundir, stefnu dekurs við heimskommúnismann og full Indónesía nær yfir, hafa uppreisnir verið tíðar undanfarin ár. Nokkrum sinnum hefur forsetinn naumlega sloppið úr dauðans greip- um — frá sprengjutilræðum óvina sinna. * * * Eftir því sem andstaða gegn Sukarno hefur magnazt á undanföm- um árum, hefur hann hallað sér meir og meir að kommúnistum, og þá einkum snúizt á sveif mpð rússnesk- um kommúnistum, en ^ifnframt átt í illdeilum við skoðanabræður þeirra í Kína. Á síðastliðnu ári rak hann þjóðkjörna þingmenn Indónesíu úr þingsölum en lýsti skömmu síðar yfir því, að komið yrði á gagn- kvæmri samvinnu allra flokka. Skip- aði hann síðan þingmenn eftir sínu höfði. Fékk Þjóðernisflokkurinn 44 þingsæti, flokkurinn Nadhatul Ul- ama 36 þingsæti, kommúnistar 30 þingsæti, bændur fengu 25 fulltrúa, verkamenn 25, en opinberir starfs- menn 36. Masjumi-flokkurinn og sósíalistaflokkurinn fengu engin þing sæti, en höfðu átt fjölmarga þing- menn á hinu þjóðkjöma þingi. Þegar þetta nýja þing kom sam- an 25. júní 1960 tilkynnti Sukarno, að þingmenn gerðu réttast í því að láta niður falla allar atkvæðagreiðsl- ur um mál, sem fyrir lægju — yrði einhver ágreiningur, myndi hann sjálfur taka þær ákvarðanir, er hann teldi réttastar. * * A Nasution, hershöfðingi, sem getið var hér að framan, hefur strítt 1 ströngu síðastliðið ár. Með 450 milljón dala láni frá Sovétríkjunum hefur hann haft það verkefni að byggja upp frá grunni herstyrk Indónesíu — jafnframt því að berja niður upp- reisnir hér og hvar — í því augna- miði að fylgja eftir hínum marg- endurteknu kröfum Súkarnos forseta um „frelsun** — eins og hann kallar það sjálfur — hinar hollenzku Nýju- Guineu. Þegar Súkamo var í heimsókn í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, mæltist hann eftir stuðningi Banda- ríkjastjórnar við kröfur sínar á hend ur Hollendingum. Kennedy forseti hefur kosið að halda hlutleysi 1 því máli og til að undirstrika þá af- stöðu sendi Bandaríkjaatjóm ekki fulltrúa til hátíðahaldanna í maí sl. í tilefni af stofniun fulltrúaþings í hollenzku Nýju-Guineu — en þar hafa innfæddir 23 fulltrúa af 28 kjörnum. Hinsvegar hafa Bandaríkja menn, eins og margar fleiri þjóðir, veitt Indónesum efnahagsaðstoð á undanfömum árum. Hagur landsins er síður en svo góður um þessar mundir, gerðar hafa verið 6 millj- arða dala áætlanir um þjóðfélagsum- bætur og framkvæmdir ýmiss konar, þótt ríkissjóður megi að heita gal- tómur. Á síðustu sjö árum hefur komins ábyrgðarleysis í efna hagsmálum. Tíminn segir m. a.: „Það er einmitt þessi þriðja leið, sem Kennedy talar um, er íslenzka þjóðin verður að fylkja sér um.“ Eftir þessum orðum að dæma vilja Framsóknarmenn nú allt í einu, að íslenzkt stjórnarfar verði á sama veg og í mesta „auðvaldsríki" veraldar. Morgunblaðið hef- ur ekki trú á því, að banda- hans sýna, að Framsóknar- verðlag á eyjunum allt að því fjór- faldast. Framleiðsla á pálmaolíu og gúmmi hefur minnkað um 30% síðan fyrir heimsstyrjöldina síðari. Sykur, sem áður fyrr var ein helzta útflutn- ingsvaran, er nú af svo skornum skammti, að hann er víða aðeins fáanlegur á svörtum markaði. Og prentsmiðjur ríkisstjórnarinnar prenta verðlausa peningaseðla í stór- um stil. Það kann að vera of mikið sagt,, að Súkamo forseti láti sér þetta il léttu rúmi liggja, en hann er ekki; ýkja svartsýnn. í ræðu, sem hann flutti fyrtr rúmu ári lýsti hann. sjálfum sér svo: — ,,Eg heyri til þeim hópi manna sem eru andlega fjötraðir þránni eftir rómantik bylt- ingarinnar. Sá þáttur byltingarinnar er mér innblástur, hrífur mig gersam lega með sér — já, rómantík bylt- ingarinnar gerir mig óðan — heltek- ur mig." Norðmenn komast til vaLIa STOKKHÓLMI, 15. des. — Allt bendir til þess, a5 Norðmenn fái nú loksins völdin í SAS. Næst, þegar stjórnin keraur saman, mun stjórnarformaðurinn, Svíinn Wallenberg, láta af formennsk- unni, en við tekur Norðmaður samkvæmt þeirri venju, að Norð urlöndin skiptist á um for- mennskuna. Vafalítið er talið, að nýi stjórnarformaðurinn muni þá ráða nýjan framkvæmda- stjóra, Norðmann, því Norðmenn hafa verið mjög óánægðir með rekstur félagsins og talið, að hlutur Noregs væri þar stórlega fyrir borð borinn. Tillaga Norstad BONN, 15. des. — Það var Nor- stad, yfirmaður herja Atlantshafs bandalagsins, sem gerði tillögu um að bandalagið yrði fjórða kjarnorkuveldið, en ekki v- þýzki varnarmiálaráðherrann Strauss, sagði talsmaður Bonn- stjórnarinnar í dag. Norstad lagði tillöguna fyrir Eisenhowerstjórnina á sínum tkna — og Kennedy hedfur nú beðið bandalagsríkin um álit sitt á tillögunni. rískt stjórnarfar henti hér að öllu leyti, þótt það geti hina vegar mjög vel fallizt á þá skoðun, að ólíku sé saman að jafna bandarísku stjómar-i fari og þeirri ofstjórn „vinstri stefnunnar,“ sem hér hefur ríkt lengi. Er því vafalaust að við getum margt af Banda ríkjamönnum lært, þótt ekki séum við reiðubúnir til að taka hér upp óhugsað í öllura greinum stefnu þá, sera Kennedy markar fyrir stór* þjóð sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.