Morgunblaðið - 19.12.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 19.12.1961, Síða 13
Þriðjudagur 19. des. 1961 MORCXJTSBLAÐIÐ Í3 Rauði kötturinn Gísli Kolbeinsson. Rauði kött- urinn. Skáldsaga. ísafoldar- prentsmiðja, Reykjavík, 1961. EIN S og stendur á kápu er þetta nútíma skáldsaga, sem eegir frá íslenzkum sjómönnum og suðrænu fólki á Kúbu um það bil sem Castro er að brjót- ast til valda. Þetta eru vita- skuld meðmæli í fásinninu. Eft- ir fréttum að dæma er Castro að vísu ekki bráðskemmtileg manngerð, en hann kemur ekki sjálfur við sögu. Hins vegar eru viðsjár í landinu af völdum ihans og ganga farmennimir blindandi inn í læviblandið loft uppreisnarinnar. Annar þeirra tveggja íslendinga, sem helzt koma við sögu, er handtekinn fyrir óljósar sakir, eins og verða vill á slíkum tímum, og situr um stund í dýflissu stjórnarinn- ar. Honum er vel lýst: hann er loftskeytamaður með mennta- skólamenntun og nokkuð fínn með sig og hátíðlegur. Manni verður ljóst, að slíkum manni er fall búið í hinu menntunar- snauða og ruddalega einræðis- þjóðfélagi Batista, sem ræður fyrir landinu, ekki sízt þar sem hann elur með sér allháar hug- myndir um yfirburði hvíta kyn- stofnsins. Þrátt fyrir ýmislegar tyllisakir, sem lögreglan ber honum á brýn, virðist raunveru leg sök hans sú að hafa sýnt blökkum liðsforingja virðingar- leysi. Fangelsisvist hans og yfirheyrslur eru með skemmti- 'legum sennileikablæ, eins og reyndar flest atriði sögunnar. Höfundur kann vel að stilla í hóf og sneiðir greindarlega og fagmannlega hjá tilgangslausum ýkjum. Hann veit hvernig sögu hann er að segja: raunsanna hversdagsmynd úr „ævintýra- legu“ lífi sjómanna á róman- tískum slóðum. Honum virðist yfirleitt lagið og eðlilegt að setja upp andstæður hugmynda og láta hina raunsannari sigra. Rauði kötturinn, sem sagan dregur nafn af, er knæpa, og vissulega ekki nýstárlegt eða frumlegt tákn blekkingar, sjálft nafnið er. ósatt: rauðir kettir munu ekki vera til, og þessi „skemmtilegasti staður fyrir far menn“ reynist áð sjálfsögðu hin versta búla. En sökum þess, hve höfundur sjálfur er lítil- 'látur af þessari uppgötvun, firtist lesandi varla, þó honum sé hér enn einu sinni boðið upp á mjög algenga knæpu, sem tákn lífsblekkingarinnar. Hún gegnir sannferðugu hlutverki í sögunni. En sagan væri heldur ekki raunsönn, ef farmanna- rómantíkin fengi ekki sína við- urkenningu, og ég fæ ekki bet- ur séð en höfundur hafi skap- oð sérstaka persónu, sem hann nefnir skakköxlina, til þess að veita hénni útrás. Þessi persóna er einkar vel gerð, en hún birt- ist aðallega í sögum sínum. Skakköxlin hefur farið víða og lent í ævintýrum. Hún hefur á reiðum höndum sögu, sem hæf- ir hverju tækifæri. Hins vegar er sannleiksgildi þeirra látið Jiggja milli hluta. Slíkar per- Bónur verða næstum ávallt ekemmtilegar f sögum fyrir ekrýtinn paradox: þær eru svo leiðinlegar fyrir allar aðrar per- •ónur sögunnar. Eins og vera ber, eru persón- ur en ekki heimsviðburðir uppi- •taða sögunnar. Loftskeytamað- urinn, sem lendir í tukthúsinu er mjög auðkennileg persóna, og sjálfum sér samkvæmur. Hins vegar er tvísýnt, hvort hann lærir nokkuð af reynslu sinni; hann er maður sem lifir eingöngu í heimatilbúnum veru- leika, hann er að leika „ferða- mann í heitum löndum“. Að líkindum stælist hann í sjálf- birgingsskap við áfallið; það verður ekki séð að hann beri þess önnur merki en óþrif og skorkvikindabit. Þannig myndar frásögnin af honum nokkra and- stæðu við þátt félaga hans, Gísli Kolbeinsson Gunnars, en þessir tveir þættir eru haglega ofnir saman í sög- unni. Gunnar er miklu líklegri til að geta lært af reynslunni, hann er kannske dálítið óskýr- ari í fljótu bragði heldur en fé- lagi hans, en hann er líka tals- vert flóknari. Það er höfundi til sóma, hvað hann er gagnrýninn á þessa persónu, sem er honum þó tvímælalaust nákomnust af fólki sögunnar. Gunnar er í raun og veru alveg jafn-mikill græningi og félagi hans, en hann veit það sjálfur. Saman- burður þessara tveggja félaga skapar sögunni aukavídd og það er auðfundið að höfundur hefur góða tilfinningu fyrir byggingu skáldsögu. Þriðja aðalpersóna sögunnar er gerðarleg haitísk vændis- kona, sem Gunnar leggur lag sitt við, meðan skip þeirra fé- laga liggur í höfn í Havana. Hún er tákn um það „líf“, sem þá félaga skortir reynslu af, duttlungaf ullt, uppreisnargj arnt, ástríðuheitt, miskunnarlaust og fórnfúst í senn. Þessi kona er ekki nýtt fyrirbæri í skáldsögu og ég er ekki viss um, nema það votti á stöku stað í sög- unni fyrir hefðbundnum róman- tískum bókmennta skilningi á þessari persónu, en hún er allt um það býsna trúleg, og höf- undi hefur tekizt að sýna ýms- ar hliðar á skapgerð hennar, einmitt eins og líklegast er að þær kæmu farmanni hans fyrir sjónir. Yfirleitt bregzt höfundi ekki sá raunsæisblær, sem hann ástundar og hann hefur eins og fyrr segir tilfinningu fyrir sögu- tækni. Stíll sögunnar er dálítið misfelldur og ekki laust við ó- þarfa útskýringar, sem stinga í stúf við aðal-frásagnarhátt höf- undar, sem er hlutlægur, og á stöku stað, knappur og hnittinn. Það > bregður fyrir .stuttum málandi athugasemdum í mann- lýsingum, sem höfundur mætti gjarnan leggja meiri stund á. Og fyrir koma hroðvirknislegar setningar, sem höfundur hefði vafalaust átt hægt með að laga. En þetta er skemmtileg og greindarleg saga. Kristján Karlsson. — Brimnes Frh. á bls. 2 12. júlí 1961, berst mér bréf frá skilnefnd vegna útgerðar bv. Brimness, þar sem mér er tilkynnt að bréf mitt frá 16. 5. hafi verið tekið til meðferðar ásamt fylgiskjölum. Tilkynnti nefhdin að hún hefði fyrir sitt leyti samþykkt nokkra liði, en þessir liðir þýða það að: „Óum- deilanlegar skuldir Axels Krist- jánssonar“, eins og það heitir í frá ráðuneytinu, né skilanefnd. Um þennan lið er það að segja, að ef samanburður er gerður á nokkrum reikningsliðum í rekstraráætlun fyrir togara sem Svavar Pálsson gerði fyrir hag- stofustjóra fyrir árið 1958 og rekstursáætlun togara 1960 sem FÍB lét gera um áramótin 1959 —60, þá eru þessar upphæðir í alla staði eðlilegar. í áætlun Svavars Pálssonar og FÍB er ekki getið lun fram- kvæmdast j órakostnað. Samanburður lítur svona út: Sv. Pálsson F.Í.B. A.K. 1958 1960 1959—1960 Framkvæmdastjóri Skrifstofukostnaður, 214.000.00 ljós, hiti og fleira 150.000.00 175.000.00 Leiga fyrir geymslu 24.000.00 26.000.00 24.000.00 Akstur 18.000.00 Vinna 160.000.00 200.000.00 36.000.00 Vaktir (48.000.00) 292.000.00 334.000.00 401.000.00 (340.000.00) athugasemdum yfirskoðunar- manna og taldar eru þar nema kr. 121.448.98, lækka í ca. kr. 11.500.00, og er þó alls ekki þar með sagt að kr. 121.448.98 sé rétt tala. Til að sannreyna það hefur mér ekkert tækifæri gefizt. Ég hef ekki séð þessa tölu fyrr en nú í ríkisreikning- um. Þá telja skilanefndarmenn einn lið vera til ákvörðunar hjá fjármálaráðuneytinu, þ.e. reikningur minn 292 þús., eins og hann er skráður í ríkisreikn- Vonandi geta allir sanngjarn- ir menn séð að hér er hóflega reiknað og ekki sízt þegar þess er gætt að hluti þessa kostnað- ar hjá mér er fyrir 15 mánuði í stað 12 í áætlununum. Að síðustu er í bréfi skila- nefndar frá 12. júlí beðið um nánari skýringar á nokkrum veigaminni atriðum. Þessu bréfi skilanefndar svaraði ég með ýt- arlegu bréfi dagsettu 8. ágúst sl., og hef ég ekki heyrt frá ingum á bls. 241. Ég hef ekkert skilanefnd síðan og ekki heldur nánar um þetta atriði heyrt frá ráðuneytinu. Stutt bréf til S.B. um Gissur gullrass og okkur Gamli vinur og slysanautur S.B. i Þakka þér fyrir bréfið. Þó greinarkorn mitt hefði engu áorkað öðru, en knýja þig að taka penna í hönd og lýsa upp skammdegið, hef ég ekki unnið fyrir gýg. Það er gaman að lesa það sem þú skrifar, eins og í gamla daga, og það var mikið tjón fyrir íslenzka blaðalesendur, er þú fleygðir frá þér pennanum og lagðist í málverk. Okkar eina huggun að þar sem þú ert núna, var þín ekki síður þörf. Ég hefi lengi ætlað mér að flytja þér þakkir fyrir þitt nýja og merki- lega brautryðjendastarf. Hinn hlýi, . mannlegi tónn, sem þú tókst með þér úr lífsháskanum að norðan, á hér við. Það færi ekki vel á því Sigurður minn að einhverjir netthendir sjónvarps- menn, sem kun«a á fín tæki, en skilja ekki hjartað, færu að hand leika opinberlega listaverk Kjarv als, Ásgríms og Jóns Stefáns- sonar. Að setja þá á uppboð yfir. leitt, er það ekki í ætt við þá sársaukafullu skilnaðarstund, sem skáldið Hkir við að taka í hornið á Guði almáttuguim og selja hann. Það verk fer þeim mönnum einurn sæmilega úr hendi, sem hafa komið sér upp miklum innistæðum £ lífsreynslu og andlegum stórslysum, eins og þú. Ég óska þér til hamingju af heilum hug. Bn má ég líka rétt minnast á apað, fyrst ég fór að skrifa þér? Ertu búinn að gleyma því, kæri vinur, að endur fyrir löngu, stofn uðum við mikið útgáfufyrirtæki í höfuðborginni, sem þá var nú raunar smábær. Það var ef ég man rétt, talsverður völlur á okkur, mikið hugsað og jafnvel unnið. Gekk efcki allt eins og í sögu, Siggi minn, vorum við ekki bjartsýnir og hamingjusamir þeg ar upplag „Vikunnar" okkar gömlu tvöfaldaðist, þrefaldaðist, tífaldaðist, blaðsölustrákarnir fylltu alla kassa æsilegum kopar- hlúnkum, og hrifnar vinnukonur, skúffurnar þakkarbréfum. Einn dimmviðrismorgun, það var dálítil rigining. eins og oft f Reykjavík á þeim árum er menn áttu ekki fcápu, fórum við saman tveir í fyrirtækið okkar að hefja arð fyrir kaffi. Það var okkar síðasta ferð þangað, og þó þrjóska íslendingsins ríði sjaldnast við einteyming, og þú flýgir í ofboði til Amríku að rétta hlut okkar, og þú kæmr aftur á þrðja degi með stóra samninginn um Gull- rass gamla uppá vasann, þá flugu líka aðrir menn, og það þurfti uppáskrift í fleiri löndum, svo tekið væri mark á mér og þér og íslandi. Og sá sem ekki bafði Gullrass var fallitt. Það er raunalega satt, að sagan endurtekur sig oftar en gott er, en væri samt ekki gaman, gamli félagi, að reyna enn að klóra svolítið í bakkann að hætti for- feðra þinna í Þingeyjarsýslu, þó Gissur og Rassmína gangi í annað sinn úr vistinni. Þinn R. J. ■ Utan úr heimi Framhald af bls. 3. sagt gert Indverjum gramt í geðl, en þær hafi ekki verið nein ógnun við friðinn, ekki nema Indverj- ar hafi sjálfir komið því til leiðar. Daily Express kallar Nehru ósvif Inn árásarmann sem nú verði vina- snauður í hinum frjálsa heiani. The New York Times segir, að árás Indverja sé bæði hörmuleg og barnaleg og hafi varpað skugga á Indland. Það er erfitt að skilja þær skýringar, sem Nehru, fyrr- um samstarfsmaður Gandhis, gef- -ur. Hann talaði um yfirvofandi á- rás, en ekki var hægt að sjá að portugalski herinn i nýlendunum ógnaði öryggi Indlands. Fyrr eða síðar hefðu Portugalar orðið að sleppa Goa, alveg eins og þeir verða nú bráðlega að veita öðrum nýlendum sínum sjálfstæðl. En Indverjar hefðu verið hyggnari, ef þeir hefðu beðið þess tíma. — og stytt jafnframt biðtímann með samningaviðræðum. Þannig hugsa sjálfsagt nargir, sem hliðhollir eru Indverjum. I september sl. talaði ég við Jón Sigurðsson, fulltrúa í at- vinnumálaráðuneytinu, í síma og spurði hvað málinu gengi. Sagði hann mér þá að ekki hefði unnizt tími til að sinna málinu í bili vegna anna við önnur störf. Þetta er það síð- asta sem ég hef af þessu máli frétt. í stórum dráttum lítur þá þetta mikla mál þannig út: 1) Bókhald vegna Brimness er tekið úr minni vörzlu að mér fjarstöddum og án minn- ar vitundar, og á þann hátt komið í veg fyrir að ég geti gengið frá því eins og mér bar og ætlun mín var. 2) Samin er skýrsla um endur- skoðun sem mér er ' afhent og ég svara í flýti vegna brottfarar úr landi. 3) Samin er skýrsla til fjár- málaráðuneytisins án þess að frekara samráð sé við mig haft, né ýtarlegri upplýsinga leitað. 4) Er ég frétti af þessari skýrslu og bið um afrit af henni er því neitað, en mér skýrt frá 6 atriðum er talin eru óupplýst og máli varða. Nánari athuganir leiða í Ijós leiðréttingar sem sendar eru með bréfi dags. 16. maí 1961. 5) 12. júlí kvittar skilanefnd fyrir leiðréttingum mínum og samþykkir þær að verulegu leyti, biður þó um skýringar á nokkrum atriðum og fær þær með ýtarlegu bréfi dag- settu 8. ágúst. Síðan hef ég ekkert heyrt um málið. 6) Yfirskoðunarmenn ríkisreikn inga láta frá sér fara athuga semd með ríkisreikningum fyrir 1960, sem gefa tilefni til' skrifa framangreindra blaða. í athugasemdum yfir- skoðunarmanna er ranglega farið með staðreyndir og al- gjörlega litið fram hjá viður- kendum leiðréttingum skila- nefndar, eins og athuga- semdir raunar bera með sér (sjá 5. málsgrein á síðu 240 og 4. málsgr. á síðu 241 í ríkisreikningunum) hver sök á, á þessum misgáningi, .skal ósagt látið. 7) Þegar öll kurl koma til graf- ,ar verður þessi gífurlega fjármálaóreiða í útgerð Brim ness, í mesta lagi innan við 30 þús., því harla léttvæg og höfundum til Htils sóma. Að endingu nokkur orð um skipsskrúfuna sem er „gersam- lega týnd“. Bv. Brimnes rakst á ísjaka 15. ágúst 1959 við Græn- land og braut n».a. skrúfu. Skip- ið lauk veiðiferðinni og fór í slipp í Reykjavík 14.—19. sept. 1959. Samkvæmt niðurjöfnun Björns Helgasonar, löggilts niðurjöfn- unarmanns sjótjóna, d. s. 10. ágúst sl. var skipt um skrúfu á skipinu í þessari viðgerð. Hin nýja koparskrúfa var lögð til af útgerðinni og greidd fullu verði af vátryggjendum. Þetta er löngu upplýst en þurfi einhver nánari staðfestinga á þessu at- riði er án efa hægt að fá þær hjá vátryggjendum, Samvinnu- tryggingum. Með þökk fyrir birtinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.