Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þorsteinn Eyfirðingur Kveðja | r lORSTEINN Eyfirðingur var 3 ónsson I>orvalcLssonar Gunn- laugssonar á Krossum í Svarfað- ardal þaðan er Krossaætt komin. Kona Þorvaldar á Krossum amma Þorsteins var Snjólaug Baldvinsdóttir frá Ufsum í Svarfaðardal. Hans systkini voru imörg, og eru frá sumum þeirra merkar ættir komnar. Meðal þeirra Anna aettmóðir Hjaltee Bteðanna, Rósa gift Jóni presti á Myrká, Hallgrímur prestur á Hrauni (faðir Jónasar) Stefán prestur á Völlum, og Kristjám prestur á Tjörn (Eldjárnsætt). Jón á Hofi, faðir Þorsteins var einn 11 systkina, og eru frá mörg U;m 'þeirra merkar ættir komnar. Þeirra meðal Snjólaug kona Sig- ujóns á Laxamýri, föður Jóihanns Bkáldis, og Baldvin bóndi á Bögg- versstöðuim, er gerðist fóstri Þor- eteins. Á uppvaxtarárum Þorsteins igengu mikil harðindi yfir ísland, svo að elstu núlifandi menn muna engin slík. Svarfaðardalur var þeim mum betur settur, en margar aðrar sveitir á fslandi, að jþaðan var útræði á fiskisæl mið. Um harðindaárin má þó það segja, að fátt er svo illt, að ein- ugi dugi. Þau fæddu af sér harð- igerða menn sem urðu birkibein- ar í lífsbaráttu íslendinga. Oorsteinn ólst upp með fóstra Bínum við landbúnaðarstörf. Hann var snemma nærgætinn fjármaður. En mikla alúð og fyrirhyggju þarf til þfess að koma vel fram fénaði, þegar sumur eru skömm og fimibulvetur ganga yf- ir. Þorsteinn gleymdi aldrei fjármens'kunni. Þá reyndi fyrst á alúð hans og forsjálni. Þorsteinn byrjaði snemma róðra, reri fyrst með fóstra sín- um. En gerðisit brátt formaður I og réri úr Böggversstaðasandi ’ (Nú Dalvík). { Þorsteinn var 23 ára, er hann | fór frá Eyjafirði vestur að Djúpi. Hann settist fyrst að í Skálavík, og stundaði þaðan róðra. En flutti brátt til Bolungarvíkur og var formaður þar allmörg ár. Árið 1916 keypti Þorsteinn, með nokkrum öðrum, mótorskip- ið Sóley. Það skip var of stórt til þess að því væri haldið út frá Bolungarvík. Hann fluttist því til ísafjarðar. Árið 1918 seldu þeir félagar Sóley. Og fór þá Þorsteinn fyrir þeirra hönd, til Noregs, og lét hyggja mótorskipið Garðar. En skamma stund naut 'hans við for- mennsku á því skipi, því þá gekk yfir „spánska veikin“. Hún lék Þorstein svo hart, að mjög nærri gek'k lífi hans. Og er hann ekki gat fylgt skipinu, seldu þeir fé- lagar það. Þegar Þorsteinn rétti við eftir spánarveikina, gerðist hann verk stjóri við fiskverkunarstöð Jóh. Eyf. & Co. á ísafirði. En það fyrirtæki hafði hann áður stofn- að með Jóhanni bróður sinum og fleirum. Árið 1934 keypti Þorsteinn mót orskipið Persy. Hann fylgdi því skipi þó ekki nema eina vertíð. Því þá keypti hann línuveiðaiskip ið Fróða, sem hann átti og var skipstjóri á, þar til hann fórst árið 1942. Þá óhappaferð var Þor steinn ekki á skipinu. Þá strax keypti Þorsteinn línuveiðaskipið Ármann og átti hann og var skipstjóri á honuim til ársins 1954, er hann hætti for- mennsku og seldi skipið. Síðustu ár æfi sinnar var Þor- steinn lengst af gæslumaður hjá Eimskipafélagi íslands. Hér hefir verið rakinn i stuttu máli starfsferill Þorsteins Eyfirð- ings sá er við hvers mans sjón- um blasti. En ekki er með því hálfsögð hans saga. Ekki er rúm til að bæta miklu hér við, þó af nö'gu sé að taka. Þess skal fyrst getið, að Þorsteinn varð snemma landskunnur maður. Á þroska- árum hans, var hans otft getið í dagblöðum, því hann var á þeim árum án alls efa mesti fiskimað- ur íslands á línu. Oft heyrðist sagt, að þessi eða hinn sé heppinn fiskimaður. Slíkt er óviturra hjal. Enginn fiskar á heppni eina, nema um sinn. Að sönnu hafði Þorsteinn ætiíð úr- vals skipshöfn, því miklir fiski- menn geta valið úr hásetum. Slíkt endist þó ekki nema að vissu marki. Því hvað skal rögum langt vopn. Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórlaug Benediktsdóttir frá Skálavík í N.-ísafjarðarsýslu. Þau áttu tvö börn: Garðar, sem er forstjóri hér í Reykjavík. Og Sóley, kaup- sýslukona, einnig hér í Reykja- vík. Síðari kona Þorsteins, er lifir mann sinn, er Guðmunda Guð- mundsdóttir. Þau áttu eina dótt- ur, Guðrúnu, sem gift er Gunnari Hafsteinssyni lögfræðinema í Reykjavík. Eigi getur talist óeðlilegt, þótt nær áttræður maður ljúki æfi- skeiði sínu. Allra sist er hann befir barist við háskasamlega sjúkdóma, og oft verið á fremstu mörkum lífs og dauða. En þann- ig var það með Þorstein Eyfirð- ing. Það var fleira en háskinn á sjónum, sem ógnaði lífi hans. Eitt sinn var hann í skyndi flutt ur í flugvél til upskurðar í Lond- on uppá líf og dauða. Og oftar var skammt milli lífs og helju hjá bonum. En hann rétti sig alltaf og kom aftur í fremstu röð ath'afnamannanna, beinn og óbeygður, léttur í spori og við- móti, eins og ungur maður. Þorsteinn Eyfirðingu rvar hetja í lund. Hann ýtti oft í tvísýnu, en kaus sér jafnan höfn að aftni. Og víst mun hans hinsta lend- ing góð orðin. Sigurður Kristjánsson. í dag verður jarðsettur frá Dómkrikjunni í Reykjavík Þor- steinn J. Eyfirðingur, einn dug- mesti og aflasælasti skipstjórnar maður íslenzka fiskiskipaflotan, af eldri kynslóðinni. Því miður var Þorsteinn orð- inn aldraður maður, er kynni okkar hófust, og ber þvá frek- ar að skoða þessi fáu minningar- orð, sem vinarkveðju frá mér, en æviágrip, þótt ég stikkli á þvi helsta. Vona ég að einhver kunugri honum og færari mér geri þessu efni berti ski'l. Annars er æviferill Þorsteins svo athygl isverður, að furðu gegnir, að eng- inn af okkar góðu rithöfundum skuli ekki hafa höggvið í þann knérunn. Þorsteinn var fæddur að Hofi í Svarfaðardal við Eyjafjörð 26. maí 1883, en ólst jrpp á Böggvers- stöðum í sömu sveit frá 8 ára aldri. Snemma hleypti hann heim draganum, því árið 1906 er hann byrjaður sjóðra í Skálavík við Djúp og litlu síðar í Bolung- arvík, en þar mun hann fyrst hafa eignast sitt eigið skip og upp frá því gerði hann út og stýrði sínum eigin skipunt. Árið 1916 fluttist han frá Bol- ungarvík til ísafjarðar og frá ísafirði til Þingeyrar 1931, og dvaldist þar til ársins 1938 að hann fluttist til Reykjavíkur, en þar bjó hann eftir það til ævi- loka. Á ísafjarðar árum sínum brá hann sér til Noregs og lét smíða vélbát þar, er hann svo sigldi til ísafjarðar og gerði út þaðan. Var hann stærstur allra báta þar um slóðir um þær mund ir. Síðar eignast hann línuveiðar- ana Fróða og Ármann. Á öllum þessum stöðum, sem áður eru nefndir, gerði Þorsteinn skip sín út og stýrði þeim sjálfur með árvekni og dugnaði. Hann var farsæll skipstjóri og svo hag sýnn útgerðarmaður, að stóra athygli vakti. Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórlaug Benediktsdóttir. Börn þeirra eru Garðar stórkaupmaður og Sóley kaupkona, bæði búsett í Reykja- vík. Eftirlifandi konu sinni, Guð mundu Guðmundsdóttur kvænt- ist hann 2. júní 1933. Þau eign- uðust eina dóttur Guðrúnu, gift Gunnari Inga, stud. jur. Haf- steinssyni Bergþórssonar. Ekki er að efa, að marga harða orrustuna hefir Þorsteinn háð við úthafsölduna, þó ekki léti hann á sjá, en hörðust og erfið- ust mun sú, er hann háði að leið arlokum þ.e. einvígið við „mann inn með ljáinn". Þá sögu þekkja nánustu aðstandendur hans bezt. Þorsteinn J. Eyfirðingur er mér meira en minnisstæður. Hann er mér hugstæður. Hann var með lífið í sér og lifir þótt hann deyi. Ég þakka honum skemmtilegar samverustundir og ástvinum hans votta ég innileg ustu samúð. Ó. H. Matth. Þorsteinn J. Eyfirðingur skip- stjóri andaðist á Sjómannaheim- ilinu Hrafnistu, eftir þúnga og þrautamikla legu þ. 12. dies. á 79. aldursári. Framh. á bls. 22. HVAÐ VILTD VERÐA er heimílisspilið í ár Fræðandi. þroskandi og gefur innsýn inn x hin ýmsu störf þjóðfélagsins HVAÐ VILTD VERÐA jafnt ungir sem gamlir hafa óskipta ánægju af því að spila HVAÐ VILTU VERÐA HVAÐ VILTD VERÐA Þar er spilað um fé og frama — Gæfu og gengi í þeirri mynd sem hver einn kýs sér. Heildsölubirgðir: PÉTUR EINARSSON H. F. Sími: 11945 — 11795 Á S A Þ Ó R Laufásvegi 4 Sími 13492

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.