Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. des. 1961 JOLATRESSERIUR JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hefír komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin cndast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 Ijósa. Mislitar seríuperur kr: 5,— Blubble light perur kr: 16,— Austurstræti 14 Sími 11687 Happdrætti Garðakirkju Drætti hefur verið frestað til 20. febrúar 1962. Útflutningsfyrirtæki vantar hið fyrsta reyndan skrifstofumann kunnan fiskframleiðslu og útflutningi. Tilboð sendist Morg- unblaðinu merkt: „7352“. Höfum fil leigu góð 2x2 skrifstofuherbergi. Upplýsingar á staðnum. Lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Tryggvagötu 8. margar gerðir Sófaseft SVEFNSOFAR 1 og 2 manna SVEFNSJ'ÓLAR margir litir SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN SKRIFBORÐ margar gerðir SPILABORÐ VEGGHÚSGÖGN í miklu úrvali KLÆÐASKAPAR ljósir og dökkir. B Ú S L Ó Ð H. F. Sími 18520 Skipholti 19 (Nóatúnsmegin) r Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga 23 J Mig dreymdi, hélt hún áfram, og mig dreymir það svo oft, að Danny væri lifandi. .Að hann væri að reyna að komast til mín aftur en gæti það ekki af því að einhver héldi aftur af honum. Ekki dauður.... Hann er að bíða eftir að komast til mín aftur. Nú var barið að dyrum og Ivy kom með tebakkann. En meðan hún var að bjástra við að koma honum fyrir, kom Mark inn í stofuna til okkar. Edvina sendi honum fjandsam- legt augnaráð. Jæja, Mark Halli- well. .hvað hefurðu að segja þér tii afsökunar? Helltu í bollana, Charlotte. Mark lét fallast á stól við fctagaflinn á rúminu. Þreytan skein enn út úr andlitinu á hon- um, en hann hafði fullan hemil á framkomu sinnj og hann var vakandi og viðbúinn og það miklu meir en hann hafði verið um morguninn niðri við sjóinn. Ég hugsaði: Nú er hann kom- inn að niðurstöðunni. sem hann var að reyna að komast að í morgun. Og það rétt eins og þessi þegjandi skilningur minn hefði borizt til hans, því að hann sendi mér snöggt, glaðlegt bros, áður en hann svaraði Edvinu. Hann dró bréf upp úr vasa sír.um og rétti henni. Ég er hræddur um frænka, að ég færi þér ekki annað en vonbrigði. Hér er síðara bréfið frá Canning. Lestu mér það! Bréfið var stutt og kom beint að efninu. Hr. Canning þótti mjög leitt, að eftir þeim mynd- um að dæma, sem hann hafði fengið sendar, myndi hans mynda salur ekki vera heppilegur staður fyrir sýningu á myndum hr. Wargrave heitins. Mark stakk bréfinu aftur í umslagið. Mér þykir þetta leitt, þar sem ég veit, hvað þér stend- ur þetta á miklu, en ég er hrædd ur um, að ég geti ekki meira gert í málinu. Röddin í Edvinu var hás. Það eru til fleiri myndasalir. Þú verð ur að skrifa þeim undireins. Því miður ekki hægt. Canning var sá eini, sem ég þekkti nokk- uð persónulega, svaraði hann. Og ég er hræddur um, að svarið yrði allsstaðar það sama. Nú snerist reiði hennar upp í auðmjúkt bænakvak: Æ, þú lofaðir þessu. Mark. Þú lofaðir, að þú skyldir koma myndunum hsns Danny á sýningu. Nei, það gerði ég aidrei, svar- aði hann og gekk út að glugg- anum, og leit þaðan til hennar yfir öxl. — kaldur og án þess að láta bænir hennar á sig fá. Ég lofaði þér engu, frænka, nema þessu, af því að ég þekkti Cann- ing. þá skyldi ég reyna. Það hef ég nú gert og komið fyrir ekki. Og meira get ég ekki gert. Ef þú vilt halda áfram með þessa fyrirætlun þína, verðurðu að fá annan til að hjálpa þér, en ráð- least teldi ég vera fyrir þig, að láta það algjörlega niður falla. Hann þagnaði en horfði beint í augu hennar. Gæði myndanna ná ekki þeim lágmarkskröfum. sem gerðar eru til sýningarverka. Vit- anlega eru þær þér dýrmætar, vegna uppruna sins, en í augum kunnáttumanna hafa þær enga verðleika til að bera. Það er ekki satt! Hún togaði hendur sínar hvora með annarri, en sorgin og reiðin toguðust á um hana. Danny var mikill lista- maður. Hún hristi höfuðið. eins og hana verkjaði í það, en þá gsus allt í einu kraíturinn upp í henni aftur. Þú ert bara af- brýðissamur. Það er það, sem að er! Nei frænka. En láttu þér ekki detta í hug, Til leigu frá næstu áramótum ca. 100 ferm. hentugt húsnæði fyrir verzlun eða kaffisölu. Þeir sem hafa áhuga á þessu, sendi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt: JINálægt miðbænum — 7673“ fyrir 23. þ.m. l’NGLIIMGA vantai til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJÓLliGÖTU FLÓKAGÖTU ior0íiíi#ía * >f * —- Varið ykkur! Það stendur fólk á hleri á svölunum! GEISLI GEIMFARI — Lúsí Fox! Mystikus var búinn að vara mig við þér! Hvað hefur þú >f * * og þessi falsfrændi þinn fram að færa ykkur til málsbóta? þó að þú viljir ekki hjálpa mér, að Danny fái ekki þá viðurkenn- ingu, sem hann á skilið. Charl- otte skal sjá um það. Ég er hrædd um, að ég hafi ekki nógu mikið vit á myndum tix að sjá um þetta, stamaði ég. En nú hafði hún misst allan áhuga. Hún barði á rúmið. Og það sem meira er, Mark Halli- well: ég hef ákveðið að gefa alls ekki út dagbækurnar hans Danny, og mér þykir allraverst, að ég skyldi nokkurntíma lofa þér að snerta við þeim. Ég vil fá þær aftur tafarlaust. Á þessari stundu, skilurðu?! Mark kom aftur frá gluggan- um og lagði lykil á borðið hjá Edvinu. Ég var búinn að ákveða að þær gætu aldrei komið út i bókarformi, svo að ég setti þær allar aftur í græna járnskápinn. Þarna er lykillinn. Þá getur eng- inn snert þær meðan þú geymir þaer. og enginn getur séð þær nema þú. Hann talaði mjög vingjarnlega og brá ekki fyrir reiði eða nein- um votti þess, að hann hefði beð- ið lægra hlut. Og samt hafði á- kafinn verið svona mikill í gær. Mark snerti öxlina á Edvinu. Eitt enn, frænka... .gættu þeirra vel. Ef þú gætir fengið þig til þess, væri heppilegast ef þú létir brenna þær. Brenna!? Röddin hækkaði eins og hún væri lostin skelfingu. Brenna þær! Jæja, þú felur þær að minnsta kosti fyrir forvitnum augum. Þú ert sjálfur búinn að vera forvitinn argaði hún. Já, en ég hef skilað þér þeim ósködduðum, svaraði hann ein- arðlega. ------ \ Hún rótaði ákaft í öllum kodd- unum, eftir einbverju og ég laut áfram til að hjálpa henni, en hún rak mig burtu með geðvonzku- legum löðrungi. Snáfið þið burt bæði tvöt sagði hún. Orðaflaumur hennar stöðvaðist við það að frú West kom inn. Það sem Edvina var að fálma eftir var sýnilega bjöllustreng- urinn. Guð minn góður, við megum ekki æsa okkur upp. það dugar ekki! Frú West skellti í góminn, eins og í örvæntingu og lézt svo vera önnum kafinn að taka bolla parið frá Edvinu og laga kodd- ana hennar. Þessar iðnu hendur beinlínis feyktu okkur út úr her- berginu. Við Mark genguin saman eftir gcnginum og svo niður, þegjandi. Ég hafði aldrei sótzt eftir ást ömmu minnar, en nú fann ég sárt til þess að ég gat ekkert fyrir hana gert. Ég æpti til hans í örvæntingu minni. Getur enginn hjálpað henni? ailltvarpiö Þriðjudagur 19. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir. — Endur tekið tónlistarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna: (Sig- urður Markússon). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir, Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Orgeltónleikar: Hagnar Björns* son leikur á orgel Dómkirkjunn ar: a) Tilbrigði yfir „Weinen, klag en, sorgen, jagen“ eftir Liszt* b) Tokkata eftir Mulet. 20:20 Erindi: Framtíðaruppbygging at vinnulífsins (Kristján Friðriks- son forstjóri). 20:50 Léttir kvöldtónleikar: a) Anton Dermota syngur óperu aríur eftir Mozart. b) Konsert fyrir tvö horn og hljómsveit eftir Rosetti (Miro slev Stefek, Vladimir Kúbát og Borgarhljómsveitin í Prag leika; dr. Vaclav Smeteceiic stj.). 21:15 Stutt erindi um hirðingu tanna og tannskemmdir (Magnús B, Gíslason tannlæknir). 21:30 Útvarpssagan; „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmund* son; XXXVII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún Á«- mundsdóttir). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.