Morgunblaðið - 20.12.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.1961, Síða 1
24 síðair og JóSa-I«s5iók 48. árgangur 289. tbl. — Miðvikudagur 20. desember 1961 Prentsmiðja Mc ?gnnhlaðsins Hefjumst handa innan skamms segir Súkarno Indonesíuforseti Haag og Jákarta, 19. des. — (AP) — SÚKARNÓ, Indónesíuforseti, sagði í ræðu, sem hann hélt á fjölmennum útifundi í Ja- karta í morgun, að hernum í Indónesíu hefði verið fyrir- skipað að vera reiðubúinn að „frelsa hollenzku Nýju-Guin eu úr höndum Hollendinga, þegar er slík skipun yrði gefin“. Ekki varð ljóst af máli hans hvenær það yrði. Súkamó rakti í ræðu sinni deilur Indónesa og Hollendinga og sakaði hina síðamefndu um „endalausar lygar og svik við gefin heit um að afhenda Indó- nesuiA Nýju-Guineu“. Sagði hann Hollendinga sýna meiri og meiri heimsku með því að daufheyrast sífellt við kröfum Indónesa. Framhald á bls. 2. m--------------- FRÁ GÓA — Hermenn Portú- gala undirbúa að sprengja upp brúna yfir Talpona fljótið til þess að seinka framgangi Ind- verja. Hernaðaraðgerðum í með sigri, segja Indverjar Portúgalar seg|a að enn sé barizt Hans R. Hirschfeld, sendiherra ®- Nýju Delhi, 19. desember. (N TB-AP-Reuter) TILKYNNT var í Indlandi í dag, að hernaðaraðgerðum Indverja í portúgölsku ný- lendunum Goa, Daman og Diu hefðu verið lokið í morgun með algjörri upp- gjöf Portúgala. Hefðu Ind- verjar barið niður alla mót- stöðu í höfuðborginni, Pan- jim, í dögun í morgun. Hins- vegar segir portúgalska stjórnin í Lissabon, að portú- galskir hermenn haldi áfram hetjulegri andstöðu við of- urefli liðs Indverja. Fregnir Indverja um sigur í Goa séu Skrif kommúnista um Hirschfeld sendiherra liður í áróðursherferð þeirra Yfirlýsing frá sendiherra Þýzkalands á íslandi - og samtal við sendiherrann YFIRLÝSING: „Fullyrðing Þjóðviljans um að Hinschfeld sendiiherra h-afi verið nazisti er auðsjánanlega liður í áróðunsiherferð kommúnista gegn Samibandslýðveldinu og Atlantslhafsbandalaginu. Með iþessu á vafalaust einnig að rýra það góða álit, sem Hirsdhfeld sendiherra nýtur á íslandi. Sannleifourinn er sá að á naz- istatímunum hafði Hinsdhfeld sendiiherra náið samstarf í utan- ríkisþjónustunni við þá menn, sem voru ákærðir 20. júlí 1044 fyrir andstöðu við nazisma. Auk 'þess vann Hirsdhfeld sendiherra sjálfur ötullega gegn áhrifum nazista í þáverandi utanríkis- þjónustu. En það hefði honum verið ófoleift ef hann hefði ekki að nafninu til verið meðlimur í NSDAP, eins og svo mangir aðrir virtir menn í andstöðunni gegn Hitler. ÞJÓÐVILJINN birti í gær þriggja dálka „frétt“, sem hann hefur eftir G.A.G., fréttaritara blaðsins í Berlín. Segir þar að ýmsir forustu- menn sendiráða V-Þýzka- lands á Norðurlöndum, þeirra á meðal Hirschfeld, sendiherra í Reykjavík, hafi verið nazistar á Hitlerstím- anum. Þessar árásir Þjóð- viljans eru ekkert nýnæmi, því kommúnistablöð hafa undanfarið lagt þýzka emb- fettismenn í einelti. — Mbl. barst í gær yfirlýsing frá blaðafulltrúa vestur-þýzka sendiráðsins um „frétt“ Þjóð viljans. Fer yfirlýsingin hér á eftir og auk þess samtal, er fréttamaður blaðsins átti við Hirschfeld sendiherra um þetta máL Sérstafolega voru færðar sönn- ur á andstöðu hans við nazisma, er honum var hinn 1. júní falin jrfirumsjón þýzkra mála í sviss- nesfou u tan rík isþ j ónustunni í Bem. Eftir að staðaryfirvöldin, sem herstjórn Bandamanna skipaði, höfðu rannsakað stjómmálaferil herfa Hirschfelds, var hann árið 1948 kjörinn héraðsstjóri Rends- burg/Schlesvig-Holstein. Hernaðaryfirvöld Bandamanna, sem rannsöfouðu ítarlega fortíð hans. heftu aldrei frelsi hans né fyrirskipuðu handtöku hans. Einnig þegar hann gekk í utan- ríkisþjónustu Sambandslýðveldis ins 1950 lögðu yfirvöld Þjóð- verja og Bandamanna fram sann anir fyrir áreiðanleika hans í stjórnmálum. í rúmlega fimm ára þjónustu sinni á ísliandi hefur hann æ,tíð komið fram sem verðugur ful'l- trúi hins nýja lýðveldis Þýzka- lands." (Sjá frh. á bls. 3 — Samtal við Hirschfeld, sendiherra). aðeins til þess gerðar að slá rylö í augu umheimsins. Fregnir af mannfalli eru álíka ósamhljóða — Indverjar segja, að aðeins hafi fallið átta her- menn úr ldði þeirra og alit bendi tii þess, að lítið mannfall hafi orðið í liði Portúgla. Fréttaritari brezka útvarpsins heldur hins vegar, að þar sem bardagar voru harðastir í suður-hluta landsins, hafi mannfaH orðið mikið í liði beggja. Portúgalska stjórnin seg- ir mannfall mikið í liði Indverja, en portúgalskir hermenn verjist hetjulega. Viðbröigð Indverja heima fyrir hafa yfirleitt ver- ið mikil gleði og ánægja. Segja indversk yfirvöld, að íbúar nýlendanna hafi ekki aðeins sýnt Indverjum velvilja, er þeir fóru um löndin heldur beinlínis veitt þeim margháttaða aðstoð. Rétt mat, segir Nehru Nehru, forsætisráðherra, átti fund með fréttamönnum í Nýju Delhi í dag og lýsti þar ánægju sirrni yfir skjótum og velheppn- uðum aðgerðum í Goa. Hann sagði þá, sem nú dæmdu Ind- verja harðast fyrir valdbeitingu í Goa, augljóslega ekki vita hvernig málum hefði verið hátt- að í nýlendum Portúgala, skildu ekki þá atburði, sem orðið hefðu þar nú nýlega og einnig fyrst Goa lokið eftir að Indland var sjálfstætt. Sagði hann. að hinn skjótunni sigur sýndi, að Indverjar hefðu metið ástandið rétt. PO.+Ú galska stjómin hefði verið komin að falli og hefðu Indverjar ekki látið til skarar skríða nú hefði skapazt gífurleg ringulreið, sem viss ötfl í landinu hefðu ekki hikað við að notfæra sér. Lýsti Nehru því næst yfir, að allir borgarar í ný- lendunum. hverrar þjóðar sem þeir væru, skyldu njóta frelsis og verndar Indverja. Neitunarvald í 99. sinn Varnarmálaráðherra Indlands, Krishna Menon, lagði af stað tii New York í dag, til þess að vera þar viðstaddur ef Allsherjarþing SÞ tæki innrásina í Goa til um- ræðu. í gær fjallaði Öryggisráðið um málið og urðu heitar um- ræður. Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar og Tyrkir báru fram til- lögu um vítur á Indverja og áskorun um að þeir drægju her- lið sitt til baka. Sjö ríki greiddu tillögunni atkvæði en fjögur á Framhald á bls. 2. Brot á hlutleysis- stefnu SOVETSTJ ORNIN hefur tilkynnt stjórn Austurríkis, að hún telji brot á hlutleysisstefnu landsins, ef það gerist takmarkaður aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu. — Hafði sovétstjórnin gert þetta álit sitt kunnugt 11. des. sl. 11 klst eftir að tilkynnt var um aðildar- umsókn Austurríkismanna Vfir 20 fórust, þegar flugvél fréttamamis hrapaði Sevilla, Spáni, 19. des. — (AP) LÍTIL flugvél hrapaði í Se- villa í dag með þeim afleið- ingum að 21 maður beið bana og um hundrað særð- ust. — Stór hópur manna hafði safnazt saman til þess að bíða komu bifreiðalestar, sem átti að koma með klæðnað og mat- væli handa því fólki er hafði orðið harðast úti £ flóðum í Se- villa síðasta mánuð. Tímarit eitt í Sevilla leigði litla flugvél fyrir fréttamann sinn, sem átti að ljósmynda at- burðinn og fylgjast með honum úr lofti. Skyndilega steyptist flugvélin til jarðar og lenti á fólksþvögunni með fyrrgreind- um afleiðingum. Flugmaðurinn og fréttamaðurinn voru meðal þeirra sem fórust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.