Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Jódís Sigmunds- dóttir — Minning t. 24. 6. 1867. — d. 13. 12 1961. I AÐFARANÓTT 13 þ.m lézt á I sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnar- lirði, Jódís Sigmundsdóttir á 94. aldursári. Æéistarf og ferill manneskju, sem orðin er þetta gömul hlýtur að skilja eftir sig einhver vegs- ummerki, ef andleg og líkamleg heilsa hefur leyft, allan eða mest an hluta ævinnar, og í ævi Jódís- ar hefur hvort tveggja, starf og ferill svo sannarlega gert það. — Hún er fædd að Kambi í Flóa á Jónsmessu 1867. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jóhannsson og í’orbjörg Ámundadóttir. Upp- vaxtarár hennar hafa að sjálf- sögðu verið svipuð Og mörg önn- ur af þess tíma fólki og getur maður varla gert sér þau í hugar lund nú, svo mikið hljóta tímarn- ir að hafa breytzt. f júlí árið 1892 giftist Jódís manni sínum Sigurjóni Gíslasyni frá Heima- iandi í Hraungerðishreppi Þau hófu búskap að Kringlu í Gríms- nesi það sumar. Jódís fékk orð fyrir að vera mjög dugleg við alia búsýslu, sparsöm og hyggin og gekk að hvers konar störfum, jafnt úti sem inni. — Hún var kona óvenju lífsglöð og félags- lynd og mat mikils að hafa í íkringum sig glaðværð og létt andrúmsloít, enda var hún því vön frá barnæsku, að fólk héldi heimilislífinu uppi í þess Orðs fyllztu merkingu, syngi og læsi upp á hinum löngu vetrarkvöld- um, sem hljóta því aðeins að hafa stytzt, að þess konar^and- rúmsloft væri innanhúss. Jódís eignaðist með manni sínum 10 börn, sem öll eru fædd á Kringlu og ólust öll upp þar, þau sem komust til fullorðins ára. Afkom endur þeirra hjóna, Jódísar og Sigurjóns eru nú orðnir um 50 manns, börn, barnabörn og barna barnabörn. Börn þeirra nú upp- komin eru: Geirþrúður, Sigrún, Björgvin og Sigurbjörg, sem öll eru gift og búa í Reykjavík, Torfi, sem býr að Miðhúsum í Garði og Jónína, sem býr að Byggðahorni í Flóa. Tveir drengir þeirra hjóna dóu uppkomnir, þeir Sigurgeir, sem drukknaði árið 1928 og Gísli, sem dó árið 1937. Tvo drengi misstu þau unga þá Ólaf og Torfa eins og tveggja ára — Jódís varð fyrir því slysi á miðjum starfs- aldri að handleggsbrotna á hægri hendi og sökum ónógrar þekking- ar og aðhaldsleysis í' þess tíma læknisþjónustu orsakaðist það, að hún varð að ganga með handlegg- inn tvíbrotinn alla sína ævi eftir það. Varð það henni mikill bagi við þau störf, sem hún enn átti þá eftir aðÁnna af höndum, en hvað hún samt gerði og gaf ekki í neinu eftir fullheilbrigðu fólki, stundaði úti og innivinnu ásamt handavinnu mikið eftir sem áður, svo að hremni undrun olli heil- brigðu fóiki, sem hana sáu vinna. Árið 1940 fluttu þau hjónin frá Kringlu, ásamt syni þeirra Torfa, sem þá var giftur. Fluttust þau suður í Garð til Geirþrúðar dótt- ur þeirra, sem þá var búsett þar. Ég sem þessar línur skrifa átti því láni að fagna að alast upp að miklu leyti í nánum tengslum við þessi merkishjón og kallaði þau raunar alltaf afa og ömmu, þar •em þau komu til fósturmóður minnar, er ég var enn ungur að aldri. Sérstaklega hafði ég mik- inn umgang við Jódísi og eins og títt er um þess tíma fólk hafði hún oft á takteinum ýmis gömul orðatiltæki, vísur og spakmæli, sem manni fannst þá ákaflega einkennileg og torskilin, en allt þetta festist í minni hjá manni og situr þar enn rótgróið. Verð- ur ábyggilega mörgum mannin- um á að hugsa til ýmissa þeirra •etninga og vísna', sem sagðar voru af þessu fólki, og ótrúlega oft vill sumt af því samtvinnast í daglegu starfi manns mörg- um árum seinna. — Jódís lifði mann sinn í tæp 12 ár Hún var mestan hluta þess tíma hjá börn- um sínum til skiptist, aðallega hjá Torfa syni sínum og Margréti tengdadóttur sinni, sem reyndist henni vel. Eftir að maður hennar dó undi hún bezt hag sínum suð- ur í Garði, sennilega vegna minn- inga sinna frá byggðarlagi, sem hún var síðustu búskaparár sín með manni sínum. Einnig dvaldi hún hjá Geirþrúði dóttur sinni ög manni hennar Kristni, í Reykja- vík, en meðan þau bjuggu í Garð inum höfðu þau Jódís og Sigur- jón búið hjá þeim í um það bil 10 ár. Þá dvaldi hún alltaf tíma og tíma í Flóanum hjá dóttur sinni þar Jóninu og manni henn ar Geir. Veikindi, andleg eða líkamleg hafði Jódís aldrei þekkt (nema beinbrotið) utan allra síðustu mánuði, að hún var við rúmið að mestu leyti Og eins dapraðist henni sjónin næstum alveg. Áttu þá dætur hennar tvær, Geirþrúð- ur og Sigurbjörg svo og Torfi sonur hennar mestan þátt í því að gera nenni síðustu stundirnar sem stytztar með heimsóknum og annari umönnun. Með Jódísi er gengin ein af þeim konum, sem á svo einlæg- an og óeigingjarnan hátt börðust fyrir eigin sjálfstæði og höfðu trú á göfgi mannsálarinnar og trú á „uppskeru mannsins eftir sæðr inu_‘ í andlegri og eiginlegri merkingu. Geir R Andersen. HUSMÆÐUR Nú getum við glatt ykkur með því að 1' 'á okkur er fáanlegt efni P R E C N I T sem ætti að létta ykkur mikla fyrirhöfn Jólatré, sem vætt er í PREG- NIT, fellir nálar sínar ekki eins fljótt og ómeðhöndlað tré og verður því eigendum sínum til aukinnar ánægju. Auk þess minnkar P R E G N I T eldfimi jólatrésins. JLeiðarvísir fylgir Gróðrarstöðin v/ Miklatorg Símar 22-8-22 og 19775. Glæsilegasta PARKER jólagjöfin penni við allra hæfi Það getur verið sérstök ánægja að velja hina réttu gjöf. Hún á að vera persónuleg og einnig fínleg og virðuleg. Aðrar gjafir kynnu að upp- fylla iþessi skilyrði, en engin að sama niarki og PARKER. Hvað sýnir hug yðar betur en góður PARKER Hvernig getið þér betur sannað vináttu yðar, en með þvi að gefa pennann með PARKER merkinu, sem þekkt er um heim allan, sem trygging beztu gæða. HINN EINSTAKI PARKER 61 PENNI Hin sérstæða gjöf handa góðum vini. Parker ’‘61‘„ er algjörlega laus við leka og er höggheldur. Er sjálffyllt- ur og hefur enga hreyfihluta, sem geta brotnað eða gengið úr skorðum. HINN FRÆGI PARKER „51“ PENNI Lofaður áf fagmönnum fyrir hið stíl- hreina útlit, þekktur heimshornanna á milli fyrir beztu skrifhæfni. 14K guiloddur veitir yður mýkt við skriftir. Hetta með hinu fræga örvarmerki er fáanleg í stáli eða gulli. HINN FJÖLHÆFI PARKER 45 PENNI Yngsti meðlimur PARKER fjölskyld- unnar er nýjung í pennasmíði. Fylltur á venjulegan hátt eða með blekfyllingu. Athugið einnig þægindin við að skrifa með 14K gulloddi. Skipta má um pennaodd með lítilli fyrirhöfn. Fjöl- breyttar oddbreiddir. HINN VINSÆLI PARKER SUPER „21” fæst við hóflegu verði, en er þó prýdd- ur mörgum kostum hinna dýrari gerða. Hið fræga PARKER útlit, stór blek- geymir og stálhetta Hentug gjöf, falleg gjöf, tilvalin gjöf handa sonum yðar og dætrum. PARKER T-BALL KÚLUPENNINN Einnig hér finnið þér hið stílhreina og fagra útlit, sem auðkennir PARKER framleiðsluna. PARKER T-BALL kúlu- penni hefur blekfyllingu, sem endist fimm sinnum lengur en hjá venjuleg- um kúlupenna. 9093 @ THE PARICER PEN COMPANY Maker of the World’s Most Wanled l’ens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.