Morgunblaðið - 21.12.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 21.12.1961, Síða 1
24 siður 48. árgangur 290. tbl. — Fimmtudagur 21. desember 1961 Prentsmiðja Morgmblaðsins Rússneski sendi- herrann í Guineu farinn heim til Moskvu París og Gonakry, Guineu, 20. des. AP. FR.EGNIR bárust um það í dag, að sendiherra Sovétríkjanna í Guineau, Daniel Solod, hefði [ verið kallaður heim og var talið, að það væri samkvæmt beiðni Sekou Tourés fotseta Guineau. Ekki fengust þær fregnir stað- festar. Sendiherra Guineu í Paris segir aftur á móti rússneska sendiher’rann hafa óskað eftir því, að vera kallaður heim, af per- sónulegum ástæðum. Hann mun hafa farið frá Gonakry sl. laug- ardag. Þessar óstaðfestu fregnir eiga væntanlega rót að rekja til þess, að nýlega taldi stjórn Guineu sig ihafa uppgötvað samsæri um að kollvarpa Sekou Touré. Var það samsæri rakið til nokkurra menntaskóla- og háskólakenn- ara, sem allir eru róttækir marx- istar. Tíu klst. fundur Tshombe og Adoula Leopoldville 20. des. AP — NTB, I>EIR Cyrille Adoula og Moi.se Tshombe hafa ræðzt við í her- bækistöð Sameinuðu þjóðanna í Kituna við ósa Kongófljóts í dag. 6tóð fundur þeirra samflcytt í tiu klst. Haft er eftir áreiðan- iegum heimildum, að þeir hafi komizt að einhverskonar bráða- hirgðasamkomu 1 agi — en ekki er kunnugt um efni þess. Þeir hafa fallizt á að gefa yfirlýsingu um viðræðurnar á morgun. I Frá Katanga berast þser fregn- ir, að allt sé með kyrrum kjör- ura eftir friðlitla nótt. Herlið Sameinuðu þjóðanna hefur feng- ið fyrirskipun uim að hleypa ekki etf skotum nema í ítrustu neyð, meðan viðræðurnar standa yfir, en í nótt hófu liðsforingjar úr Katangaher sfeotórás frá gisti- húsinu Lido í Elisabethville. ÍVatnsskortur er verulegur í borg inni og lítið um matvæli. r_„ 'rfvl • U Thant svarar Spak ** Paul Henri Spaak hefur símað mótmæli til framkvæmdastjórn- ar SÞ vegna töku aðalstöðva Námafélagsins Union Miniere. Segir Spaak þá ráðstöfun gersam lega ónauðsynlega spillingu belg- Iskra eigna, því að bækistöðvar iélagsins hafi ekki komið við sögu í bardögum í Elisabethville. Framkvæmdastjórinn U Thant svaraSi mótmælum Spaaks í dag og kvað þau ekki hafa við rök að styðjast. Síðustu daga bardaganna í Elisabethville hafi herliði Kat- anga veiið stjórnað frá bæki- stöðvurr Námafélagsins og þaðan hafi verið valdið miklu mann- tjóni i liði eþíópískra hermanna SÞ. Þvi hafi hermönnum sam- takanna verið nauðugur einn kost ur að taka stöðvarnar með valdi. Papúar á Nýju Guineu hdta skæruhernaði ef Indónesar geri innrás Djakarta, Indónesia, 20. des. AP-NTB. Utanríkisráðherra Indónesiu, Subanrio, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Sukarno, forseti hefði skrifað til vinveittra aðila í Hollandi og mælzt til þess, að stuðlað yrði að friðsamlegri lausn deilunnar um Nýju Guineu. Barizt á KUbu? Miami Florida, 20. des. AP. * EINN af forystumönnum and- stæðinga Fidels Castros skýrði frá þvi í dag, að blóðugir hardag- ar hefðu brotizt út á Kúbu. í Escambry fjöllum ættust við Bkæruliðar og hermenn stjórnar- jnnar. Fyrir tæpri viku bárust fregnir að Raoul, bróðir Castro hefði verið sendur til þess að Stjórna hcrmönnum í átökum við skæruliða. Það var Gutier Menoyo, einn þeirra er harðast börðust gegn Batista á sínum tíma, sem skýrið fréttamönnum frá þessu í dag. Hann sagði stjórn Kúbu hafa lok að öllum vegum, er lægju til borgarinnar Sancti Spiritu — utan aðalveginum og fjölmargir bændur hefðu verið handtekmr — sakaðir um að stoð við skæru- liða. Jafnframt bærust fregnir um hermenn stjórnarinnar gerðust tíðum iiðhlaupar og gengju í lið með uppreisnaxmönnum. Væri stjórn Indónesiu kunnugt, að sterk öfl í Hollandi væru þess fýsandi að deilan leystist sem fyrst á friðsamlegan hátt. U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ. hefur skrifað stjórnum Ind- ónesiu og Hollands samhljóða bréf og hvatt til viðræðna um friðsamlega lausn deilunnar. Fragnir frá Hollandi í dag herma, að ráðuneytisfundur hafi verið boðaður síðdegis, til þess að fjalla um deiluna um Nýju-Gui- neu. Talsmaður stjórnarinnar sagði fréttamönnum í tilefni af skrifum Suikarnos til Hollands, að hið eina, sem Indónesar væru til viðræðna um, væri að hollenzka Nýja-Guinea, yrði formlega al- gerlega afhent þeim til yfirróða. Fréttaritari fréttastofunnar Associated Press, sem gjörla hef- ur fylgzt með deilu Indónesa og Hollendinga um Nýju Guineu, segir, að komi til hernaðarað- gerða í hollenzku Nýju-Guineu, eða Irian, eins og Indónesar kalla þennan hluta eyjarinnar, verði þeim aldrei eins skjótlokið og innrás Indiverja í Góa. Ástæðan sé fyrst og fremst landið sjálft. Til þess að taka höfuðtoorgina Hol- landia, á norðurströndinni yrðu Indónesar til dæmis að fara yfir hið erfiðasta land — mýrarfen, regnskóga, þar sem alls kyns Framhald á bls. 23. Vestur-Berlínarbúa» hafa < komið upp fjölda jólatrjáa á j f> mörknm Austur- og Vestur- Rerlínar og prýtt þau ljósu*n.< Vilja þeir á þennan hátt senda< vinum sínum f yrir austan < jólakveðjur. — Meðfylgjandi ^ mynd er tekin þegar verið< var að reisa tré skammt frá< Brandenborgarhliði. Það vildi til um síðustu < helgi að austur-þýzkir lög- reglumenn tóku að grýta < jólatrén og brutu af þeim<j ljósin. Einstaka tré féll í grjót^ hríðinni, en þau voru reist < jafnharðan aftur. Auk trjánna hafa verið sett< upp skilti með áletrunum eins< og „Við erum samt allirj bræðnr“ og ,Við munum sam- einasit.“ Kennedy við sjúkra- beð föður síns Washington, 20. des. NTB-AP. Tilkynnt var í Washington í dag, að fundur þeirra Kennedys, Bandaríkjaforseta og Macm<illans forsætisráðherra Bretlands, yrði haldinn annaðhvort á fimmtudag síðdegis og þá á Bermuda — eða á föstudagsmorgun í Palm Beach í Florida. Kennedy er þar nú við sjúkrabeð föður síns, sem fékk heilablóðfall í gærdag og iiggur þungt haldinn. Macmillan hefur sent Kennedy samúðarskeyti og tjáð sig fúsan að ræða við hann jhvenær sem er fyrir jól — eða fresta fundinum, ef forsetinn kjósi það frekar, vegna allra aðstæðna. Pierre Salinger, blaðafulltrúi forsetans átti fund með frétta- mönnum í dag. Hafði verið boð- að, að Kennedy héldi sjálfur fund, en hann hraðaði sér þegar í gærkveldi til fundar við fjöl- skyldu sína í Florida. Sagði Salinger, að æskilegast væri að fundur þeirra Kennedys og Macmillans gæti farið fram á Bermuda, því þar hefði hann ver- ið undirbúinn fyrir löngu. Enda mundi forsetinn fara til Bermuda svo framarlega sem hann gæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.