Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORCIJTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 Síðasti fundur Allsherjarþings- SÞ fyrir áramót i Sameinuðu Þjóðimum, 20. des. AP. í DAG var haldinn í Allsherjar- þingi Sameinuðu Þjóðanna síðasti fundur fyrir jol. Voru grerðar nokkrar samþykktir og tilkynnt um þátttoku sex rikja í sjö-rikja nefnd, er annast skal undirbún- ing að sjálfstæði Suð-Vestur Af- riku. I þeirri nefnd verða fulltrúar frá Colombia, Guatamala, Gui- neu, Nigeríu, Ceylon og Búlgaríu, en ekki hefur náðst samJoomulag um, sjöunda fulltrúann. Alsherjarþingið samþykkti með 62 gegn engu — 38 sátu hjá -- að skírskota til stjórnar Frakk- lands og alsírSku útlagastjórnar- innar að hefja aftur samninga- viðrseður um framtíð Alsír. Ennfremur beinir Allsherjar- þingið tilmælum sínum til vald- hafa í Tibet, að létta þeim að- gerðum, sem ræna tíbezku þjóð- Sig. Ben. býðui uppmólverk • í dag kl. 5 heldur Sigurður Benediktsson málverkauppboð í Sjálfstæðishúsinu. Verða þar boð- in upp 33 málverk og vatnslita- myndir eftir ýmsa íslenzka mál- ara. Þar er t.d. göroul mynd eftir Kjarval, rúmur fermeter að stærð Og heitir sú Vorregn við Gvend- arbrunna. Einnig er kolteikning eftir hann af togara, sennilega frá um 1Q20. Þrjú málverk eru á uppboðinu eftir Snorra Arinbjamar, þar á meðal falleg kyralífsmynd, mynd af blómum á skattholi eftir Krist- ínu Jónsdóttur, tvær gamlar vatnslitaroyndir cftir Þorvald Skúlason, litkrítarmynd eftir Gunnlaug Sdheving, þrjár mynd- ir eftir Gunnlaug Blöndal, tvær eftir Jón Engilberts, annað lýr- istk konumynd er heitir Nótt og ný, stór mynd eftir Jóhann Briem. Myndirnar verða til sýnis í Sjálfstæðishúsinu frá 10 til 4 í dag. Síldarleitin fyrir Norður og Austurlandi lúti einni stjórn • ÚTBÝTT hefur verið á Al- þingiþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um síldar- leit í lofti, þar sem, m.a. er gert ráð fyrir, að sildarleit úr lofti og á sjó lúti einni og sömu stjórn. Flutningsmenn frumvarpsins eru Einar Ingtmundarsson og Jónas G. Rafnar. Óhjákvæmilegt að fjölga Skipunum. í greinairgerð frumvarpsins seg- Ir m.a., að um síldarleit úr lofti séu til lög, þar sem kveðið sé á um stjórn leitarinnar o. s. frv., hins vegar séu engin lagafyrir- imæli til um síldarleit af sjó. Henni hafi verið haldið uppi af varðskipinu Ægi og m/s Fanney, en fiskifræðingar, starfsmenn at- vinnudeildar háskólans og að- stoðarroenn þeirra hafi verið um borð í skipunum og stjórnað leit- innl, en jafnframt haft méð hönd- um rannsókn á gögnum og hátt- um sfldarinnar. Þá segir, að því fari fjarri, að flutningsmenn frv. telji ástæðu til að finna á nokk- um há'tt að starfsemi og stjórn fiskifræðinganna á síldarleitar- skipumnm, hins vegar telji þeir, að eðlilegt sé, að síldarleitin fyrir Norður og Austurlandi lúti einni og sömu stjórn, hvort sem um er að ræða úr lofti eða á hafinu, enda hljóti þesar tvær greinar síldarleitarinnar að vera svo sam- tvinnaðar, að þar verði ekki skil- ið á milli. Loks segir, að óhjákvæmilegt sé að fjölga leitarskipum, þó telja flutningsmenn ekki rétt að binda þá fjölgun við ákveðna tölu, þar sem það sé verkefni síldarleitar- nefndar að samræma leit flug- véla og skipa og ákveða tölu þeirra. „ ina sjálfsöigðum mannréttindum og frelsi og þar með réttinum til s j álf sákvörðunar. Harðar umræður urðu um til- lögu þessa efnis, sem borin var fram af írlandi, Thailandi og Malaya-ríkjasambandinu. Hún var samiþytkkt við atkvæða- greiðslu með 56 atkvæðum gegn 15. 29 ríki sátu hjá. Loks var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum, að koma á fót nefnd fulltrúa 18 ríkja, sem fjalla skyldi um afvopnunarmál. Sem kunnugt er af fréttum, varð að sarokorou- lagi milli aðalfulltrúa Sovétríkj- anna og Bandarílkjanna að leggja til skipun slíkrar nefndar. Jólasveinn þeysti um Selfoss JÓLASVEINN hélt innreið sina á hesti é Selfossi s.l. sunnudag. Þeysti hann á gæðingi sínum víða um þorpið, og hélt síðan að kaupfélaginu, er þar hafði margt barna safnast saman. Upphófst þarna söngur og gleðskapur, sero stóð í rúman hálftíroa, og lauk skemrotuninni roeð því að jóla- sveinninn útbýtti gjöfum meðal bamanna. — Það roun hafa ver- ið Kaupfélag Ámesinga, sem stóð fyrir ferðum jólasveinsins. AS sjálfsögðu eru ritstjórar Mbl látair halda áfraœ^ Fitmagaldrinum, þ. e. Tíminn talar um „Finnagaldur" Tekur upp orðbragð Þjóðviljans LEIÐARAHOFUNDUR TIM- ans eru nú orðnir svo ánetjað- ir kommúnistum í hugsunar- hætti eftir hið langa bræðra- lag, að þeir eru jafnvel farn- ir að nota sömu skammaryrði og Þjóðviljinn. Lengst munu þeir hafa gengið í gær, þegar þeir nota orðið „Finnagaldur“ um þrælatök sovézku ríkis- stjórnarinnar á Finnum og of- beldi hennar á hendur bræðra- þjóð okkar fyrr og síðar. Eins og menn muna, notuðu ís- lenzkir kommúnistar þetta orff óspart eftir áriff 1939, þegar Rússar réffust á Finna meff hernaffarárásir. Þjóðviljinn gerffi lítiff úr vetrarstríffinu og kvaff Finna mega sjá.lfum sér um kenna; þeir hefffu hafiff styrjöldina sjálfir. Sannleik- ann í málinu kölluðu þeir í háði Finnagaldur. Síðan hafa þeir notað orðið um allar frétt- ir af yfirgangi Sovétríkjanna gagnvart Finnlandi, landvinn- inga, f járkúgun, blöndun í inn- anríkismál o.s.frv. Lýðræðis- flokkarnir hafa fram að þessu verið einhuga um að fordæma afstöffu íslenzkra kommúnista í vandamállum Finna. Fátt sýnir því betur undir- lægjuhátt Framsóknar gagn- vart kommúnistum, en aff þeir skuli ófeimnir taka upp orð- bragff Þjóðviljans í þessu erf- iða og viðkvæma vandamáli. Deilt á Bandaríkjaþingi um stefnu stjórnarinnar í Kongómálinu Washington, 20. des. AP — DEAN RUSK, utanríkisráffherra Bandaríkjanna sagði í dag, aff þeir Adoula og Tshombc yrðu nú sjálfir aff komast að samkomu lagi um skipan mála í Kongó og leysa stjórnmálaerjur sínar. Kvaffst hann vona að ekki kæmi til frekari bardaga í Katanga. Rusk átti fund með frétta- mönnum, eftir að hann hafði set ið tveggja klst. iokaðan fund roeð utanríkismálanefnd öldunga Jarðskjálfti BOGOTA, Oolombia, 20. des. AP Að minnsta kosti 14 manns fór ust í miklum jarðskjálftum sem urðu í Colorobia í dag. Fjöldi roanna særðist, einkuro er dóm- kirkja í borginni Sonson hrundi meðan á messu stóð. Jarðskjálft- ar þessir ullu miklum ótta og ringulreið — en hörðustu kipp- imir fóru um strjáibýl héruð. deildar Bandarikj aþings. Þar hafa komið fram kröfur um, að rannsökuð verði stefna Banda- ríkjastjórnar í Kongómálinu. Kvaðst Rusk sízt mótfallinn slíkri rannsókn — öldungadeld- inni væri velfcomið að rannsaika stefnu stjómarinnar í Kongó- málinu sem og öðrum aiþjóðleg- um málum. Rusk kvaðst eindregið vísa á bug þeirri ásökun, að Banda- ríkjastjórn og stjórn Sameinuðu þjóðanna væru að reyna að þvinga fram stjórnmálalega og efnahagslega lausn í Kongó. • Skiptar skoffanir •*™**tm? Chester Bowles, aðstoðarut- anríkisráðherra, flutti ræðu á þingi í gær og gerði grein fyrir stefnunni í Kongómálinu í höf- uðatriðum. Hann sagði, að Bandaríkjastjórn hefði stutt að- gerðir SÞ til þess að koma í veg fyrir hernaðaríhlutun kommún- ískra ríkja. íhlutun þeirra hefði valdið miklum erfiðleikum víða annars staðar, svo sem dæmi sýndu í Kóreu og Laos. Rusk kvaðst vilja taka undir þau orð Bowles frá í gær, að *ÆNAI5hnihr S/ SVSOhnútar Sniikma » Úti 7 Skúrír , K Þrumur mas KuUotM "V HifatM HjHmt ieee> í gær var enn mikið há- þrýstisvæði frá Bretlandseyj- um til N-Grænlands, allt að 1040 mb þrýstingur (780 mm eftir gamla málinu). Loift- straumurinn, sem hér var y-fir var kominn frá Bretlandseyj um og Frakklandi, en á leið- inni kólnaði hann og myndaði þoku. í innsveitum var þó víða bjart veður og náði þé að kólna verulega við jörð. Var t.d. 10 gtáðu frost í Möðrudal kl. 14. Bandaríkjastjórn vonaðist til að komið yrði á óháðri traustri stjórn í Kongó. Meðal þeirra, sem gagnrýnt hafa stefnu stjómar Bandaríkj- anna í Kongó er þingmaður demókrata, Thomas J. Dodd. — Hann sagði, að stefna stjórnar- innar kynni að opna leiðina til kommúnískrar stjórnarmyndun- ar í Kongó. Hubert Humphrey, einn af for- ystumönnum stjórnarandstöð- unnar kvaðst ekki telja rannsókn nauðsynlega — hún yrði einungis iþeim til þægðar, er rækju áróður fyrir aðskilnaði Katanga frá Kongó. Yrðu lyktir Kongómáls- ins á þann veg að Katanga yrði sjálfstætt, væri það upphaf enda- loka Kongó, sem sjálfstæðs lýð- veldis. Humphrey gagnrýndi nokkuð umroæli Ridhards Nixons, fyrr- verandi varaforseta, sem hann við haiflði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum. Þar sagði Nixon að Bandaríkjamenn hefði komizt í þá aðstöðu í Kongóroálinu að verða bandamenn Rússa gegn flestum bandalagsþjóðum sínum úr Atlantshafsbandalaginu. Væri Iþað ills viti og gæti haft þær af- leiðingar að hinn eini stjómroála- floringi í Köngó sem hlynntur væri vesturveldunum — þ. e. a. s. TsTiörrube yrði gerður áhrffalaus. Skoraði Humphrey á Nixon að veita stjóm Kennedys stuðning I iþessu erfiða roáli. Fyrstu sósíalísku jólin KEY WEST., Florida, 20 des. AP Menntamálaráðið á Kúlbu hef- ur fyrirskipað að öllu verkafólki skuli úthlutað launauppbót, sem nokkurs konar jólagjöf. Ástaeð- an er sú að nú verði á Kúlbu hald in sósíalísk jól í fyrsta sinn. Jóla- gjöfin er allt frá 10—30 dalir. Hinsvegar var þeim tilmælura beint til íbúa Kúibu í útvarps- ávarpi fyrir nokkrum dögum, að þeir temdu sér hófsemi 1 jóla- innkauipum og jólafagnaði — og yrði varningur í verzlunum mið- aður við það. ■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.