Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 3
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 3 NÚ er jólaösin í Miðbænum í alg'leymingi. Allar verzlanir eru fullar af fólki og ekki minnst að gera í pósthúsinu, þar sem hver treðst um annan þveran. Þar voru stærri mynd irnar teknar. Önnur sýnir fólk af yngstu kynslóðinni ganga frá jólapóstinum sinum, en hin er yfirlitsmynd. — Minnsta myndin er tekin í Bókabúð Lárusar Blöndal, og sýnir hún ungan mann velja sér jólabækumar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). < .;• wv isíifiáiiisss 111!« .Matreiðslubókin mín‘ Stór og mikil matreiðslubók komin út í DAjG kemur í bókabúðir bók sem hverri húsmóður mun verða kærkomin. Bókin heitir „Mat- reiðslubókin mín“ og er mikið rit og vandað. Aðalhöfundar eru matreiðshxkennararnir Guðrún Júlíusdófctir og Halldóra Eggerts- dóttir, en bókaútgáfan Skjald- breið gefur út. Útgáfan lætur ekki sitt eftir liggja að gera bók- ina vel úr garði. Hana prýða tugir mynda til skýringar á efn- inu og eru 34 myndanna prent- aðar í 4 litum. Fremst í bókinni er ágrip af næringarefnafræði og er Hall- dóra Eggertsdóttir höfundur þess. I>ar er dregið fram í daigs- ljósið hvað við þurfum að borða til að viðhalda heilbrigði og er hér miðað eingöngu við islenzkar aðstæður. Liggur mikil vinna í þessum kafla og segir í formála að höfundur hafi mjög vel unnið. STAKSTEINAR Omenguð hernaðarstefna Moskvumálgagnið á fslandi er ákaflega glatt yfir því, að Ind- verjar skyldu grípa til vopna i því skyni að leysa ágreiningsmál sín við Portúgala. Skýrir blaðið hróðugt frá þvi í gær, að Indónes ar hyggist nú fara að dæmi Ind- verja ©g leggja undir sig vestur- hluta Nýju-Guineu, en eins og kunnugt er hafa Hollendingar ráðið þeim Iandshluta í nokkur hundruð ár. Þvi var nýlega lýst yfir af hálfu Hollendinga að þeir hefðu engan áhuga á að stjóraa vesturhluta Nýju-Guineu áfram. Hins vegar lögðu þeir til að íbú- ar landsins hefðu sjálfsákvörð- £$ M unarrétt um það, hvort þeir vildu heldur sameinast Indó nesíu eða ger- ast algjörlega sjálfstætt ríki. S ú k a r n ó Indónesíufor- seti, sem. er lít- ill lýðræðis- sinni, kærir sig kollóttan um sjálfsákvörðun Þessi fróðleikskafli um næringar fræði er ákaflega vel fram settur og skemmtilegur aflestrar fyrir hverja þá húsmóður sem vill vinna hið þýðingarmikla mat- reiðsluhlutverk sitt vel af hendi. Uppskriftirnar í bókinni eru teknar úr ýmsum áttum og eiga að vera þrautreyndar. Þær hafa verið valdar með tilliti til ísl. aðstæðna og mataræðis. Þær eru margar ódýrar og einfaldar, en þó góðar og áherzla lögð á holl- an og vitaminríkan mat, eins og stendur í formála. Uppskriftirn- ar eru flestar valdar af frú Guð- rúnu Júlíusdóttur. Bókin er vönduð að öllum frá- gangi og niðurröðun efnis einkar hagstæð. r Islenzkt hljóm plötusafn í Alasundi FYRIR nokkrum ántm byrjaði bókasafnið í Álasundi að koma upp íslenzku hljómplötusafni og er safnið nú búið að afla sér allra laga sem fáanleg eru á nót- um og hljómplatna með stærstu kórunum og helztu söngvurum á íslandi. Ólafur Gunnarsson, sál- fræðingur. hefur annazt innkaup fyrir safnið. í gær var hann að senda nýjar plötur til Álasunds, nýju plöturnar hans Páls ísólfs- sonar, þar sem hann leikur á dómkirkjuorgelið, plötu sem Magnús Jónsson syngur á 4 lög, plötu með söng Fóstbræðra, en safnið hefur sérstaklega beðið um allt sem Páll Isólfsson leggur hönd að og einnig söng Fóst- bræðra. Þess má einnig geta að Ragnar Jónsson, forstjóri, hefur gefið safninu 5 málverkaeftirprentan- ir, sem þar prýða veggi, og mun ætlunin að hafa sérstakt horn fyrir íslenzkar bækur og íslenzka list, þegar safnið rýmkar hús- næði sitt. Súkarná arrétt Papúa á Nýju-Guineu og Moskvumálgagnið á tslandi er sama sinnis. Það varðar ekkert um sjálfsákvörðunarrétt fólks, hvort sem það býr á Nýju-Guineu eða annars staðar. Ástin á ofbeldinu Kommúnistar elska ofbeldi og yfirgang. Þess vegna gleðjast þeir innilega, þegar Indverjar og Indónesar hefja hernaðaraðgerð- ir og blóðsúthellingar til þess að Ieysa milliríkjamál. Engu að síð- ur þykjast kommúnistar vera ein lægir friðarsinnar og þreytast aldrei á að efna til „friðarsam- taka“ ©g „friðarfunda". Þannig eru heilindi bessara herra. Þeir draga friðardúfur við hún en gleðjast af engu innileg- ar en hernaðaraðgerðum og styrj aldarhótunum. ’ t Hin nýja nýlendustefna Allur hinn frjálsi heimur fagn- ar því, að hinar gömlu nýlendur fá hver á fætur annarri frelsi og sjá.lfstæði. Frá lokunt. síðustu styrjhldar hafa um 800 millj. manna, sem áður byggðu nýlend- ur, fengið frelsi. Allar byggðu þær lönd, sem hinar vestrænu lýðræðisþjóðir höfðu ráðið fyrir um lengri eða skemmri tíma. En á sama tíma, sem þessi merkilega þróun hefur gerzt, hef- hinn alþjóðlegi kommúnismi dreg ið upp merki nýrrar nýlendu- stefnu og kúgunar, sent. er hálfu svívirðilegri en hin gamla ný- lendustefna. Rússar hafa hrein- lega innlimað fjölda þjóðlanda í Sovétríkin og gert önnur að lepp ríkjum sínum í skjóli hervalds sins. Það er því fáránlegt, þegar Moskvumálgagnið hér á landi þykist vera skeleggur andstæð- ingur hverskonar nýlendukúgun- ar. en lofar bó og nrísar hina nýju nýlendukúgun Rússa eftir fremsta megni. Engum viti bornum tslendingi getur blandazt hugur um það, að komnr.únistar í þessu landi enl formælendur örgustu mýlendu- kúgunar, sem sagan getur um. Þeir fögnuðu þvi innilega, þegar Eystrasaltslöndin þrjú voru inn- limuð í Sovét-Rússland. Þeim var það einnig mikið fagnaðarefni, þegar Rússar kæfðu ungversku byltinguna í blóði ungverskra verkamanna og menntamanna haustið 1956. Svo segjast þessir hræsnarar, þessi lágkúrulegu skriðdýr, sem sleikja skó kúgar- anna í Moskvu, hvenær sem þeim gefst tækifæri til, vera einlægir friðarsinnar og andstæðingar alls nýlenduskipulags ! ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.