Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐÍÐ Fimmtudagur 21. des. 196) Lönd og þjóðir: FRAKKLAND Lönd Off þjóðir: Frakkland eftir D. W. Brogan og rit- stjóra Life. Útgefandi , Almenna bókafélagið. ALMENNA bókafélagið er nú að fara af stað með nýjan bóka- flokk í máli og myndum, er fjall- ar um önnur lönd, og er fyrsta foókin, um Frakkland, nýkomin út. Eigi bækur af þessu tagi að vera eins vandaðar og frekast er kostur hvað snertir úrvinnslu á efni, mikið myndaúrval og prent un litmynda, er hætt við að kostn aður verði illviðráðanlegur, ekki sízt í löndum með smáan lesenda- hóp. í þessu tilfelli hefur verið brugðið á það ráð að margar þjóð ir taka sig saman um útgáfuna, láta prenta myndir sameiginlega á Ítalíu, stórblaðið Life teflir fram sinu þjálfaða liði til aðstoð- ar við valinn höfund Og síðan þýðir hver textann á sitt mál og lætur ganga frá bókinni í sínu heimalandi. Bókin Frakkland ber þess merki að svo vandlega hefur verið að unnið. Enda ekki nefndir færri en 25 erlendir kunnáttu- menn, er starfað hafa að útgáf- unni og aðstoðað höfundinn, ásamt ljósmyndurum Life og íréttamönnum blaðsins í París. Er þá ótalinn íslenzki þýðandinn, Gísli Ólafsson. Bókin er sem sagt hin vandaðasta, falleg að ytri búningi og bók í þægilegra bandi hefi ég ekki lengi haft á milli handanna. Hún opnast liðlega alveg niður í kjölinn. Á henni stendur að Bókfell hafi annast bókbandið. / glæstrar fortíðar Og þá byrði er glæst saga leggur þjóðinni á herðar. Þeir kaflar sem á eftir koma, fjalla svo um Frakkland nútímans, galla þess og kosti, jafnvægisleysið í stjórnmálunum, auðlindir landsjns og endurreisn og framtíð atvinnuveganna, um þann heimsmarkað nýrra hug- mynda sem París hefur verið um langan aldur, um menntun í land inu, hið auðuga listalíf í París, miðstöð smekks Og tízku, um til- tölulega nýtt íþróttalíf og loks um hlutverk Frakklands í Evrópu framtíðarinnar. í bókarlok er svo nafna-, atriða og ártala skrá, svo auðvelt er að fletta upp einstök- um atriðum. Myndirnar eru mjög fjölbreytt ar. Þær sýna daglegt líf í Frakk- landi, þekktar persónur, lista- menn og listaverk, landslag, hall- ir, vínkjallara, og annað það sem setur svip sinn á landið. Framan í bókinni og aftast eru góð kort af Frakklandi. Fremst er fylkja Og bæjakort, þar sem íslenzk heiti hafa verið prentuð inn á franskt kort, þar sem þau eru til. Er samt farið smekklega og hóflega í nafnaþýðingar, t. d. er Rouen ekki gerð að Rúðuborg, eins og gert var 1 landafræðinni minni í barnaskóla og ruglaði mig svo í ríminu að ég vissi ekki hvaða borg var átt við fyrr en áratug seinna. En í öftustu opnu, þar sem er greinargott landslagskort, hafa orðið þau mis tök að nöfn eru öll á ensku. Er óneitanlega leiðinlegt að á svo frábærri íslenzkri bók um Frakk- land skuli t. d. sundið, sem á ís- lenzku heitir Ermarsund og á frönsku La Manche vera merkt English Channel. Niðurröðun á síður og'prentun á bók þessari er vel unnið. Á ein- um stað rakst ég þó á línu á villi- götum og vikublað, sem nefnt er bæði í texta og nafnaskrá, heitir Le Canard Enchainé, ekki Canc- ard Enchainé. Aðrar villur varð ég ekki vör við. Loks má geta þess, að textar með myndum éru sýnilega ritaðir með tilliti til þess að þeir sem ekki nenna að lesa ritgerðina, geti látið sér nægja að skoða mynd- irnar, enda mun sú stefna bóka og blaða á síðari árum að fjölga myndum og stytta lesmál í sam- ræmi við óskir margra lesenda og er þarna góð lausn á máli, til að gera öllum til hæfis. — E. Pá. -S> Jakob Xhorarensen. Grýttar götur - ný bök Byrðingur, afmæi- isrit skipasmiða KOMH) er út 25 ára afmælisrit Sveinafélags skipasmiða í Reykja vík. Nefnist það Byrðingur og er eftir Gunnar M. Magnúss. Ritið flytur margskonar fróðleik um skipasmíðar að fornu og fram á þennan dag. Sagt er frá skip- um og skipalagi, heitum báts- hlutanna, trjáreka og timburkaup um til smíða. Þá er kafli er nefn- ist Skipasmiðir á 19. og 20. öld. Þar er einnig frásögn um allar skipasmíðastöðvar í Reykjavík og starf þeirra. Loks er svo félags- saga skipasmiða í Reykjavík. I bókinni eru fjölmargar myndir. eftir Jnkob Thorarensen KOMIN er út ný bók eftir Jakob Thörarensen, sem heitir Tvær ný jar barna- bækur um Dodda KOMNAR eru út tvær nýjar barnabækur með sögum um hann Dodda, sem nú þegar á marga góða kunningja meðal yngstu les endanna. Ddda-sögurnar eru eftir Enid Blyton, en hinar fjöl- mörgu litskreyttu myndir eftir Beek. Þessar nýju bækur heita „Húrra fyrir Dodda“ og Doddi verður bílstjóri". Lendir Doddi að venju í mörgum ævintýrum og eignast fjöldann allan af nýj- um vinum meðal dýra og manna, bæði svartra ög hvítra. Myndabókaútgáfan gefur bæk- urnar út. Grýttar götur. Eru það 10 smá- sögur, sem ekki ha,fa birzt áður að einni undantekinni. Gerast sögurnar ýmist við sjávarsíðuna eða í sveit og bera meðal annars þessi heiti: Aldnar hendur, Bernskan græn, Barnórar, Á við- reisnarvegi, Ljótunn fagra, Föð- urarfur, Ævisögur mannanna. Jakob Thorarensen hefir nú með þessari bók gefið út sex bindi af smásögum, og köm hin síðasta þeirra, Tíu smásögur, út árið 1966. Síðasta ljóðabók hans, Aft- ankul, kom út 1957. Grýttar sögur er 197 bls. og gefnar út af Helgafelli. BONN, 20. des. AP — Ákvcðið hefur veriS, að Harold Mcmillan, forsætisráðherra Bretlands komi í heimsókn til Adenauers kanzl- ara V-Þýzkalands eftir áramót. Ekki er fullráðið hvenær af heimsókninni verður — en það verður sennilega fyrir 10. jan. I r A flótta og flugi KOMNAR eru út tvær nýjar bæk ur hjá Bókaútgáfunni Smára. — „Ástin sigrar“ eftir Dorothy Quentini í þýðingu Jóhanns Bjarnasonar og „Hús hamingj- unnar“ eftir Gertrude Thorne, báðar þessar bækur eru ástarsög ur. „Á flótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhannesson er komin út á veg- um Ægisútgáfunnar. Þessi bók er skrifuð fyrir unga fólkið, og er um dreng og telpu úr Reykja- vík, sem fara í sveit fyrir norð- an. Þar kemur margt skemmti- legt fyrir og ævintýrin láta ekki á sér standa. Bókin er skreytt skemmtilegum teikningum eftir Ólaf Gíslason. „Hvalur framund- an“ eftir Frank T. Buiílen hefir hlotið góða dóma erlendis og hafa margir þekktir erlendir höf undar hrósað henni og líkt við rit Defoe (höf. Róbinson Krúsó). Þýðing er eftir Óla Valdimars- I son. Frakklandsbókinni er skipt í 10 kafla og efni raðað þannig að fyrst kemur leskafli um ákveðið efni og síðan myndaflokkur til skýringar, bæði svarthvítar mynd ir og sérlega fallegar litmyndir. Við lestur á textanum blandast lesandanum ekki hugur um að höfundurinn er þaulkunnugur við fangsefninu, ekki aðeins lifnaðar- háttum Frakka í dag, heldur einnig sögulegu baksviði þess sem er. Enda eru þær upplýsingar gefnar um prófessor Denis W. Brogan frá Cambridge, að hann sé viðurkenndur sagnfræðingur Og sérfræðingur í sögu Bandaríkj anna og Frakklands, sé heiðurs- doktor við 4 franska háskóla, hafi ritað grundvallarrit um Frakk- land fyrir heimsstyrjöldina og dveljist á sumrin í Auvergne. Prófessorinn skilur sýnilega Og hefur tilfinningu fyrir því sem sérstætt er í Frakklandi ög skýrir með söguiegum staðreyndum ýmsa þá þætti, er koma útlend- ingi ókunnuglega eða jafnvel skrýtilega fyrir sjónir og það jafn vel þó hann dvelji með frönsk- um í fáein ár. Er bókin mjög fræðandi Og skýr af ekki lengra máli að vera og gefur góða hug- mynd um land og þjóð. í fyrsta kafla er fjailað um hina æva- fornu þjóð, er byggði Frakkland, Og sem seinna varð ein mesta framfaraþjóð heims, en staðnaði ó ýmsum sviðum á síðustu öld og er nú aftur að taka fjörkipp. Næstu kaflar eru um menjar • Ekki verðlausar bækur Fyrir skömmu vítti ég hér í blaðinu þann frámunalega skort á háttvísi af hálfu ís- lenzkra forleggjara að þegja að jafnaði um verð bóka sinna er þeir auglýsa þær, rétt eins og það kæmi al- menningi ekki við. Allir geta að sjálfsögðu séð að verðið er í lengstu lög dulið, í þeirri von að slyngum sölumanni takist að gera sem minnst úr því þegar bókin er sýnd hugsanlegum kaupanda. — Þarna mun ég hafa skorið alla stéttina niður við eitt og sama trogið. En síðan hef- ir merkur og athugull maður bent mér á að þetta sé mið- ur rétt; eitt bókaforlagið hafi á þessu annan hátt og til- greini alltaf verð á auglýst- um bókum sínum. Það væri, sagði hann, Sigurður O. Björnsson á Akureyri, sem hefði þenna hátt á viðskipt- um sínum við almenning. Sönnun fyrir því benti hann mér á hvar ég gæti fundið í sjálfu Morgunblaðinu. Já, þaðan var þessa að vænta. Og fyrir hvað var Nineveh þyrmt? Sigurð ber mér að biðja afsökunar, þó að ekki hafi hann kvartað. Skal nú það haft er sannara reyndist. Sn. J. • Skreytt í hófi Það er gaman að ganga um verzlunargöturnar þessa dag- ana, þ.e.a.s. ef maður þarf lít- ið að verzla og er ekki tíma- bundinn. Yfir aðalgötunum hanga að venju skreytingar úr greinum og Ijósum, en þær hafa undanfarin ár smóm sam an orðið iburðarminni og um leið ekki eins sikrautlegar fyr- ir augað. Ég býst við að kostn aðurinn sé miikill við að koma slíku upp og sjálfsagt rétt að hafa það í hófi, en ekki finnst mér bjöllurnar með hvíta gas- efninu strengdu utan um er hanga £ Austurstræti nema svipur hjá sjón, miðað við bjöllur með greinum. • Of mikið af sömu gerð Verzlanir tjalda nú sínu bezta og stilla varningi á sem glæsilegastan hátt út í búðar- gluggana. Og í einstaka búðar glugga er vörum komið fyrir ó frumlegan og skemmtilegan hátt, svo vegfarendur stað- næmast ósjálfrátt. hvort sem vörurnar vekja athygli þeirra eða ekki. Mér finnst þó ef betpr er að gáð leiðinlega lítil til- breytni í vöruvali, þó allt virð ist fást við fyrstu sýn. Sömu vörunar blasa við nær í hverj um glugga, enda kemur það á daginn, ef kaupanda líkar ekki sú tegund sem fjöldinn vill eða það hentar honum af einhverjum ástæðum ekki, þá þýðir oft á tíðum ekki að leita að öðru. Þetta kemur auðvitað til af því hve markaðurinn er lítill og innkaupin eru einhæf. En afleiðingin verður sú að allir verða að gefa „það sem fæst“, klæða sig í „það sem fæst“ og búa híbýli sín „þvi sem fæst“. og lítið svigrúm verður _ fyrir persónulegan smekk. Ég fór að athuga þetta í gær, þegar ég ætlaði að fá skerm í loft í ókveðna stofu, þar sem bezta birtan hefði fengist með því að skermur- inn varpaði henni upp í loftið. f tugum lampabúða héngu hundruð lugta, af sömu gerð, sem lýstu lítið og vörpuðu birt unni niður, vafalaust ágæt lýsing þar sem það á við, en ekki einn einasti skermur af hinni gerðinni. • Mikið verzlað Mér heyrist á kaupmönn. um, að mikið sé verzlað fyrir þessi jól. Ég hefi bæði hitt matvörukaupmann, verzlunar- stjóra í bókabúð og húsgagna- kaupmann og þeim bar öllum saman um að jólaverzlun væri lífleg, ekki bæri á minni aura- ráðum eða meiri sparnaði en undanfarin ár, síður en svo. Nokkrar verzlanir hafa ráðið jólasveina, sem yngstu borg. urunum þykir gaman að heim- sækja. En þó virðast jólasvein arnir af gerð „Heilags Nikuláa ar“, þ.e.a.s. gömlu góðu karl- arnir með hvíta skeggið og í rauðu úlpunum, ekki enn vera fullkomlega viðteknir á ís- Jandi, þó þeir sæki á með hverjum jólum sem líður, og gömlu hrekkjóttu jólasveinarn ir einn og ótta láti undan síga. A. m. k. virðast krakkarnir vera betur dús við Baldur og Konna, þegar þeir koma fram með jólasveini, og Soffía frænka úr Kardiimommubæn- um vekur meiri athygli þeirra í verzluninni Liverpool en stór og myndarlegur jólasveinn 1 fullum skrúðsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.