Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 13
t Fimmtudagur 21. des. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 13 Mikil bók um mikið efni ÍSLAND í DAG Landkynning h.f. Rvík 1961 — 516 bls. FURÐU fátt hefur verið skrifað um þessa bók, sem er þó líklega ein hin umfangsmesta og á marg an hátt merkilegasta bókin, sem (komið hefir út hér á þssu ári. Að útliti til er hún hreint augxia yndi, stór og myndarleg, öll prentuð á vandaðan myndapapp ír, enda eru hvorki meira né aminna en um 900 myndir í (henni, og munu fáar bækur is- lenzksir standa henni á sporði utm myndafjölda. En það er vitanlega innihald- ið, sem mestu máli skiptir, og það er geysilega umfangsríkt. Undirtitill bókarinnar er: Land og þjóð. — Atvinnuhættir og menning, svo að ekki er markið sett lágt. En ritstjórnin hefir íkeppt að því með sóma að gera því stefnumiði sem bezt skil. — Ritstjórinn, Guðmundur Jakohs- son, segir í formála, að bókinni sé ætlað „að gefa nokkra hug- mynd um það sem markverðast er um ísland og islenzkt athafna líf.“ Af þessu sjónarmiði mark- ast svo gerð bókarinnar. fsiand í dag skiptist í tvo meg- inkafla. Fyrri hlutinn eru rit- gerðir almenns eðlis, og skrifa þar margir þjóðkunnir menn um ýmsar hliðar þjóðlífs, þjóðarhags bg náttúru. Allir eru höfundarn- ir vel menntaðir og gagnkunnug- ir á því sviði, sem þeir rita um. Hefir yfirleitt verið leitað til þeirra manna, sem forustuhlut- verkum gegna á ýmsum sviðum (þjóðlífs og atvinnugreina. Vil- hjálmur útvarpsstjóri skrifar t.d. ium útvarp /(auk þess líka um Ibókmenntir *g leiklist); Helgi fræðslumálastjóri um skólatmál; Davíð fiskimálstjóri um sjávar- útveg; Páll Zóphoniasson fyrrum •búnaðarmálastjóri um landbún- að; Jakob raforkumálastjóri um rafmagnsmál; Agnar flugmála- stjóri um flugmál; Hörður húsa- meistari um byggingar; Sigurð- ur landlæknir um heilhrigðis- mál; Hákon skógræktarstjóri um skógrækt; Þorsteinn Iþróttafull- trúi um í'þróttir; Þorleifur ferðaskrifstofustjóri um fsland sem ferðamannaland; Erlendur Sambandsforstjóri um samvinnu hreyfinguna; Vilhjálmur aðal- bankastjóri um bankamiál; Ólaf- ur Björnsson prófessor um stjórnarfar; Helgi Hermann um iðnað; Jónas Haralz og Árni Vilhjálmsson um þjóðarbúskap- inn; Einar Magnússon um land- ið og þjóðina; Björn Ólafsson um verzlunina; Gunnar skipa- miðlari um siglingar; Óli Valur ráðunautur um jarðhitaræktun og Björn Th. Björnsson um myndlist. Nöfn þessara manna ættu að vera nokkur trygging fyrir því, að af greinunum sé nokkurs fróðleiks að vænta, enda má fræðast af þeim um margar greinar þjóðarhagsins, og efa ég að þá fræðslu sé fjölbreyttari að finna í öðrum bókum. Auðvitað hefir höfundunum verið all- þröngur stakkur skorinn um bók arrúm ,en flestum hefir þeim tek itz furðu vel að þjappa miklu efni í stutta ritgerð. Er mikill fengur að þessari sérstæðu fs- landslýsingu. Enginn skóli á •landinu getur verið þekktur fyr- ir að eiga ekki þessa bók og Btyðjast jafnvel við hana í kennslu. Annað væri þeim Bjálfum verst. Síðari hluti fslands í dag er kynning atvinnu- og verzlunar- fyrirtækja víðs vegar um land, með fjölda mynda. Er þessi kafli hinn fróðlegasti og veitir þarfar og skemmtilegar uppiýs- ingar um margt. Mun ritstjórinn hafa farið um landið í alla kaup- staði og flest kauptún til að safna efni og bjóða þátttöku. En það er skaði hve margt fyrir- tækja hefir ekki hirt um að sinna því tilboði. Hljóta for- stöðumenn þeirra að harma það nú, er þeir sjá hve mikilsverð hókín er. Greinarnar eru nokk- uð misjafnar að gæðum. Einstaka fyrirtæki láta sér t.d. nægja að sebja hreina og klára auglýs- ingu í kynningarpláss sitt. Þyk- ir mér þetta einn helzti galli á bókinni, enda ætti hver sæmi- lega hagsýnn verzlunarmaður að geta séð, að bezta auglýsingin á slíkum vetbvangi er sem ýtar- legust kynning á starfi og sögu fyrirtsekisins. Hygg ég að beztar séu þær kynningar, sem ritstjóri hefir séð um sjálfur f umboði fyrirtækjanna og samkvæmt upnlvsingum frá þeim. Slík bók sem ísland í dag hlýt ur að vera kærkomin öllum þeim, sem við viðskipti fást f henni eru merkilegar upplvsing- ar um athafnalíf fslendinga á \"orum tímum. Auk þess er var a til heppilegri gripur til að senda góðum viðskiptavinum. En auk þess hefir bókin mikið gildi fyrir almennan lesanda, og mun veiða flett upp í henni til að leita ýmiss konar fróðleiks um menn og málefni Myndprentun er ,óð og glögg og frágangur allur vandaður. Ekki mykir mér ólíklegt ,að nauðsynlegt þætti að jnnað hefti kæmi út af ísland í dag, og munu þá færri fyrirtæ'-! jjá sér fært að standa þar utan dyra. Ragnar Jóhannesson. Ahorfendur fylgjast með skemm.tiatriðum. A myndinni sjást m.a.: Friðbjörn Benónýs- son, fræðsluráðsmaður, Jónas B. Jónsson, fr æðslustjóri, f*ú Guðrún Stephensen, Geir Hallgrímsson, borgarstj óri og frú Erna Finnsdóttir, Litlu jolin BORNIN í Miðhæjarbarnaskól anum hafa undanfarin ár hald ið litlu jólin í leikfimiss'al skól ans, og dansað þar í kringum jólatréð á segldúk til að skemma ekki gólfið. Nú hefur aðstaða þeirra til hátíðahald- anna breytzt mjög til batnað- ■ ar. S.l. föstudag var nýr sam- komusalur tekinn í notkun í skólanum, og fór fyrsta skemmtunin fram á laugar- daginn, og voru það litlu jól yngstu barnanna. í gær, þegar 11 ára börnin voru að halda upp á litlu jól- in í hinum nýja samkomusal, fengu þau óvænta heimsókn: Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, kom í sína árlegu heimsókn í skólann fyr ír jólin, ásamt fjölskyldu sinni; ennfremur Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, og fjöl- skylda hans. Gestirnir stöldr- uðu við góða stund og hlýddu á skemmtiatriði barnanna: stúlknasöng, leikritið “Grá- mann í Garðshorni“, söngleik- fimi o. fl. Síðan var sýnd kvikmynd. Salur var fagur- lega skreyttur marglitum bréf fléttum- og í einu horni hans stóð uppljómað jólatré. Mörg ár eru liðin frá því fyrst var farið að ræða um að innrétta samkomusal í skól- anum, en úr framkvæmdum ekki orðið fyrr en nú. Salur- inn er í húsnæði því, þar sem áður var söngstofa og ein kennslustofa, en auk þess er innangengt í aðra kennslu- stofu. Hinn nýi salur rúmar um 180 börn. Leikurunum í „Grámann í Garðshorni" var ákaft fagnað í leikslok. 11 Sumardagar64 NÝKOMIN er endurútgáfa Sum- ardaga. unglingabókar eftir Sig- urð Thorlacius. Fyrri útgáfa kom 1939, en er nú uppseld fyrir löngu. Það er Helgafell, sem ann ast endurútgáfuna og fer vel á því. Forráðamenn þeirrar útgáfu hefa öðrum fremur sýnt skilning á því, að barna- og unglingabæk ur þurfa ekki nauðsynlega að vera þvaðrið tómt. Sumardagar er engin Bennabók og segir því ekki frá glæfralegum svaðilför- um ofurmennis, sem allar hættur sigrar og er dásamlega mikilvirk ur við að drepa óvini sína, sem auðvitað eru vondir menn. Ileld- ur ekki segir bókin frá hugvits- sömum innbrotsþjófum, sem gabba mjög skemmtilega lögregl una, flýja undan henni í stoln- um bílum og aka á hvað, sem fyr ir verður með svo æsilegum hetju skap, að hárin rísa á höfði þess, sem les um slíka garpa. í bók- inni Sumardögum er ekkert æsi- efni að finna. Því er það, að í litlu bekkjarbókasafni, sem ég kannast við, urðu Sumardagar löngum útundan. ættu þeir, sem safnsins nutu, frjálst val um les- efni. Spennan í æsifrásögnum hef ur mikið aðdráttarafl, en reynslu hef ég af því, að þau börn mörg, sem höfnuðu 1 tri Sumardaga. er þau völdu sjálf, urðu forviða, þegar úr bókinni var lesið fyrir þau, lesið með þeim og talað við þau um efni bókarinnar. Eftirsóknin varo mik il að fá bókina lánaða heim, svo mikil, að nú er bókin upplesin í safni því og ekki lengur til. Það má víst mörgum undarlegt þykja, að það er engu líkara en leið- beina megi börnum dálítið um val lesefnis, engu síður en á öðr- um sviðum. En mér er spurn: Hvar eru þeir fullorðnir, sem gefa því gaum? Sumarævintýri þeirra Flekku og Brúðu í Sumardögum er ekki fyrst og fremst saga atburðanna, sem gerast þar. Frásögnin öll er óður til lífsins. Þar fá allir mál, blómin, dýrin og fuglarnir, tal þeirra er vegsömun á undrinu mifcla lífinu sjálfu. Þeir, sem þekktu höfundin, vita, hvílíkur ágætismaður hann var. Þeir, sem ekki þekktu hann, geta af bók- inni séð, að víst hlýtur svo að hafa verið. Sá var þó ekki til- gangurinn með bókinni. Hann var sá, að leggja börnum og unglingum þessa lands í he..dur bck, sem verða mætti þeim til nokkurs þroska og opna augu þeirra fyrir þeim furðulegu æv- intýrum, sem gerast allt í kring um þau. , Stefán Jónsson. Ilosið í kjör- dæmaráð REYKJUM, Mosfellssveit. — Sjálfstæðisfélagið Þofsteinn Ing- ólfsson hélt almennan fund sl. fimmtudaig að Klébergi. Aðal- tilefni fundarins var kjör ful'l- trúa í kjördæmisráð en einnig voru önnur mál undir þeim lið. Hófust brátt umræður um ýmis- legt er snertir hagsmuni fólks- ins í héraðinu en tíðræddast varð þó mönnum um vegamálin að vonum. Þessir tóku til máls: Asbjörn Sigurjónsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Ág. Ólafsson, Oddur Andrésson, Ólafur Jóns- son héraðslæknir, Siigsteinn Pálsson auk formanns Jóns Guð- mundssonar. Að umræðum loknum var samþykkt tillaga þar sem skorað var á alþingi og stjórn landsins að steypa Vesturlandsveg um 25 km frá Reykjavík. í umræðun- um komu ýmis rök fram í þessu sambandi, m. a. að vegur þessi tengdi þrjá fjórðunga landsins við Rvík en einnig þann fjórða að nokkru eða sunnlendinga- fjórðung um Þingvelli. Almennt var álit ræðumanna að yrði ein- hver vegur steyptur, hlyti þessi spotti að vera sá fyrsti, því að megnið að öllu steypuefni sem notað er í Reylcjavík og ná- grenni er flutt nú á risastórum flutningabílum eftir honum. Þá var og gert ráð fyrir að efni í steypta vegi, t. d. Keflavíkurveg yrði einnig flutt úr Kjalarnes- hreppi eftir vegi þessum. Óþarfi þykir að benda á hina síauknu vöruflutninga með bíl- um af stærstu gerð í áðurnefnda fjórðunga landsins jafnframt því sem Reykjavíkurbær ekur geysi- miklum ofaníburði þarna ofan að í bæinn. Þá er það ennfremur staðreynd að vegarspotti þessi er sá fjölfarnasti á landinu enda við því að búast þar sem hann er tengiliður % hluta landsins við þéttbýlið Reykjavík og ná- grenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.