Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 24
/ 3 DACAR TIL JÓLA rf tmWaítiír L3 DAGAR TIL JÓLAj 290. tbl. — Fimmtudagur 21. desember 1961 FRÚ Moynihain— sem sézt hér ®' á myndinni hjá bílunum tveim hefur greinilega ekki orðið um sel, þegar hún sá hvernig hún hafði lagt bilnum sinum. —i Myndin er tekin í Honiolulu á Hawaii — í jólaösinni vænt- anlega. Frúin sagðist hafa ver ið að leggja bifreið sinni, þeg- ar hún allt i einu sté á benzín-( ið í staðin.n fyrir bremzuna —| bíllinn tók á rás og stöð vað- ist ekki fyrr en uppi á sport-l bíl, sem hafði þá nýlega hvolftj — Það er eins gott að fara var-* 1 lega. Veiðimaðurinn 1 nýjum búning 58. HEFTI Veiðimannsins er komið út. Á forsíðu er fögur ljós- mynd í litum af laxveiðimönnum og veiðihúsinu við Norðurá í Eorgaríirði. Efnið er fjölbreytt að vanda, og má m. a. nefna við- tal við Kristin Sveinssön kvæðið Stangargaela á Lausti efitir Gunnlaug Pétursson auk fjölda greina og þátta. Tímaritið er nú í nokkuð bireytum búningi, og er m. a. rfáðgert að litroynd prýði forsíðu þess í framtíðinni. Nokkrar aðrar breytingar hafa verið gerðar á ritinu, sem er hið glæsilegasta. Ritstjóri er Víglundur Möller. Albanska sendi- herranum vísað frá Ungverjalandi BÚDAPEST 20 des. — AP. —• I dag tilkynr.ti stjóm XJngverja- lands að sendiherra Albaníu í Ungverjalandi og verzlunarfull- trúi sendiráðsins vaeru personae non gratae í Ungverjalandi og væri æskilegt að þeir hyrfu brott hið allra fyrsta. I»eir hefðu með- al annars staðið fyrir svívirði- legum áróðri gegn Ungverja- landi. Jafnframt var tilkynnt, að sendiherra Ungverja í Albaníu hefði verið kallaður heim ag myndi sendiráðsritarinn í Tirana annast störf sendiherrans fyrst um sinn. Ungverjaland er þriðja komm- únistaríkið utan Rússlands, sem slítur stjórnmálasambandi við Albaniu. Það höfðu Tékkósló- slóvakía og Ausiur-Þýzkaland áður gert. Mikil síldveiöi var í fyrrindtt Um 14000 tunnur til Rvíkur og Akraness MIKIL síldvciði var á miðunum iþriðja og síðasta kastinu hjá í fyrrinótt og bárust m. a. rúm- lega 7000 tunnur til Reykjavíkur og annað eins til Akraness í gær. Síldin veiddist undan Jökli, í Miðnessjó og í Skerjadýpi. Síldin af suðurmiðunum var léieg og fór að mestu í bræðslu en undan Jökli kom ágæt sild, sem var fryst, söltuð og flökuð. Til Reykjavíkur komu i gær 12 bátar með samtals 7300 tunn- ur af síld. Flestir bátanna fengu síldina undan Jökli en tveir komu af sunnanmiðum, og fór afli þeirra í bræðslu. Síldin af eftirfarandi bátum fór til vinnslu í frystihúsunum og í togarann Frey, sem lestar síld til Þýzka- lands: Víðir SU 600, Björn Jóns- son 750, Bjarnarey 500, Rifsnes 700, Leifur Eiríksson 650, Hall- dór Jónsson 300. Ásgeir 550, Sæ- fari 100, Runólfur 300 og Dofri 600. í bræðslu fóru 850 tunnur frá Guðfinnu og 1400 frá Pálínu. AKRANESI 20. des. — Land- burður af síld var hjá bátunum í nótt. Sumir voru vestur undir Jökli, sumir í Miðnessjó og enn aðrir suður í Skerjadýpi, 11 bát- ar lönduðu hér í dag 7185 tunn- um. Aflahæstur var Höfrungu- II með 1500 tunnur, Skirnir hafði 1200, Sigurður AK og Har- aldur 700 hvor Sigurður SI 600, Anna 550, Skipaskagi og Sigur- fari 500 hvor, Sigrún 385, Sæfari 300 og Keilir 250. Sveinn Guð- mundsson kemur ekki inn en heldur sjó með 400 tunnur í bátnum. Næturnar rifnuðu hjá Sigríði og Haraldi, sprakk í Harður áreksur UM hálf áttaleytið sl. mánudags- kvöld varð harður árekstur milli tveggja bifreiða í Fossvogi. Við áreksturinn kastaðist annar bíll- inn út af veginum, og stúlka, sem honum ók, meiddist nokkuð. Báðir bílarnir eru mikið skemrod ir. honum. — Oddur. SANDGERÐI 20 des. — í dag korou hér fimm bátar með sam- tals 2919 tunnur af síld. Afla- hæstur var Víðir II með um 1600 tunnur, þá Grundfirðingur annar 400. Síldin veiddist undan Jötkli, feit og góð. Síðan Jón GunnlaugB 397 tunnur, Muninn 300 og Mummi 222 tunnur. Þessi veiði kom af Skerjafirði og er hér um mjög lélega síld að ræða. Fer hún eingöngu í bræðslu, en afli Víðis og Grundfirðings fer allur til vinnslu, ýmist saltaður, fryst- ur eða flakaður. — Páll. Ungur piltur lézt af voðaskoti I gær Hugðist ganga til rjupna í Skriðuhveríi Jólaljósun- um var stolið Nokkuð um inn- hrot og þjófnaði í FYRRINÓTT var brotizt Inn í biðskýlið að Laugarásvegi 2 og stolið þaðan milli 30 og 40 lengjum af sígarettum og lítils háttar af vindlum og sælgæti. Á þriðjudagskvöldið var stolið útvarpstæki og um 20 grammófónplötum úr ólæstu forstofuherbergi innarlega á Grettisgötu. Útvarpstæki þetta er nokkuð gamalt, stórt sex lampa Philiystæki í dökk- brúnum kassa. í fyrrinótt voru tvær rúður brotnar í Vesturhöfn, en engu mun hafa verið stolið þaðan. Þá bar svo við á Túngötu að etolið \ar sjö lituðum\ per- um. sem húseigandi einn hafði komlð fyrir í trjánum í garð- inum. Má furðulegt telja að fólk skuli ekki geta átt jóla- skraut siitt í friði. Umferðarslysum fjölgar UMFERÐARGLYSUM hetfur enn fjölgað að undanfömu og í gær höfðu 17 manos slasazt meira eða minna í umferðarslysum í Reykjavík. Snemma í gærmorgun varð 17. slysið en fulílorðinn maður, Karl Friðriksson, Kvisthaga 3, fyrir bíl við Melatorg. Var hann flutt- ur á slysavarðstofuina, en þar ko>m í Ijós að meiðsli hans voru ekki mikil, og var Karl fluttur heim. HÚSAVÍK, 20. des: — Það svip- lega slys varð í morgun, að tvít- ugur piltur, Pétur Leósson, Að- alstræti 14, Akureyri, varð fyrir voðaskoti á leiðinni inn í Skiriðu- hverfi í Kinn, og lézt þegar. Pétur mun hafa ætlað á rjúpna- veiðar í nágrenninu en hann var vel kunnugur á þessum slóðum og hafði verið þar í sveit. Ekki er vitað hvernig slys þetta bar að höndum, en menn, sem voru að fara með mjólk fiá bænum Rauðuskriðu niður á þjóðveg, fundu Pétur liggjandi við veginn heim að bænum. Mun hann hafa ætlað að ganga til rjúpna á þessum slóðum, og var skammt kominn frá bílnum sem hann var i — Fréttaritari. Strandaði við Engey f gærmorgun strandaffi vélbált- urinn JÖKULL frá Sandi á Eng- eyjarrifi. Flant báturinn sjálfur upp á flóðinu og mun ekki hafa skemmst, enda mjúkur botn á þessum slóðum. < Báturinn var aff fara I róður er óhappið vildi til, en hann hefur róið frá Reykjavík að undan- förnu. Gott veður var. Við rifið er bauja en báturinn mun hafa farið röngu megin við hana, með fyrrgreindum afleið- ingum. ■<*< Fundur stóð enn í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í Læknaféiagi Reykja- víkur um samníngstilbo'ð Sjúkrasamiags Reykjavíkur í deilu lækna og. sjúkrasamlags ins. Er blaðið fór í prentun stóð fundur enn yfir. Samkomulag um viku- kaup verkamanna I GÆR undirrituðu Verka- mannafélagið Dagsbrún og Vinnuveitendasamband ís- lands samkomulag um viku- kaupsgreiðslur til verka- manna í margháttaðri vinnu, svo sem í pakkhúsum, verk- stæðum og afgreiðslum og heimild til greiðslu viku- kaups í fiskvinnslustöðvum, byggingarvinnu og við skipa afgreiðslu. Samkomulag þetta er byggt á ákvæði í kaupgjalds samningi aðila frá sl. sumri og hefur síðan verið unnið að framkvæmd málsins^ Með þessu er tryggt, að fjöldi verkamanna mun njóta þess öryggis að fá greidd jöfn vikuleg laun, hvað sem helgi dögum líður, en jafnframt er óheimilt að segja viku- kaupsmönnum upp störfum nema með 7 daga fyrirvara. Fréttatilkynning Vinnuveit- endasambandsins og Dagsbrún- ar um þetta mál fer hér á eftir: Þegar undirritaðir voru samn ingar milli Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og Vinnuveit- endasambands íslands, hinn 29. júní sl., fylgdi þeim jafnframt svohljóðandi yfirlýsing: „Aðilar eru sammála um, að verkamenn í samfelldri vinnu, annarri en vinnu í fiskvinnslu- stöðvum og vinnu við af- greiðslu skipa (að undanskil- inni pakkhúsvinnu og vinnu á flutningatækjum), skuli fá greitt fast vikukaup, frá og með 1. desember 1961. Fyrir þann tíma skulu aðilar hafa komið sér saman um reglur er kveði á um, hvað teljast skuli sam- felld vinna, er greiðist með vikukaupi. Reglur þessar skulu einnig fela í sér önnur atriði, esi varða menn á föstu vikukaupi, svo sem uppsagnarfrest, frá- dráttarkaup o. fl. Reglur þessar skulu við það miðaðar, að viku- kaupsmaður beri úr býtum eft- ir árið sem fast vikukaup sömu upphæð og /tímakaupsmaður, sem vinnur fulla dagvinnu alla virka daga ársins, myndi fá greidda". í samræmi við yfirlýsingu þessa hefur síðan verið unnið að málinu. Prófessor Trausti Einarsson tók að sér að reikna út, hve stór hluti af árinu væru helgidagar og samkvæmt niður- stöðum þeirra útreikninga hef- ur hið fasta vikukaup verið ákvarðað þannig, að viðkom- Framhald á bdis. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.