Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 Ályktanir fra aðalfundi LflJ r* r A aðalfundi L.Í.Ú., sem nýlega er lokið, voru gerðar margar élyktanir um ýmis 'hagsmunamál útrvegsins og verðiur !hér á eftir getið þeirra helztu. Hlutatr y ggingar sj óður og landhelgismál Fundurinn skoraði á Aiþingi að breyta ákvæðinu um að allur tekjuauki skuli renna í nýja deild Hlutatryggingarsjóðs í frumvarpi því sem nú liggur fyrir alþingi, þannig að tekjuauki sá, er Hluta- tryggingarsjóður fær, gangi til þeirra greiiia sjávarútvegsins, er þær eru runnar frá og hafi hver deild aðskilinn fját'hag frá öðr- um deildum - Hiutatryggingar- sjóðs. Um landbelgismálið var að gefnu tilefni gefin yfirlýsing um að þkkj megi koma til mála að veita aukinn rétt til togveiða inn an landhelgi íslands. Starfsgrundvöllur fiskiskipaflotans Taldi fundurinn m.a. vegna mikils verðfalls, sem orðið hefur á þorska-, síldar- og hvallýsi það miklum erfiðleikum bundið fyrir sjávarútveginn að taka á sig hækkun útflutningsgjalda, sem nemur samtals 4.35% enda þótt gjöld þessi séu ætlun til eflingar og stuðnings sjávarútvegsins. Vegna hins stóraukna kostnaðar við útbúnað síldveiðiflotans, sem útgerðarmenn bera og vegna afla leysis togaranna taldi fundurinn nauðsynlegt að gerðar yerði eftir farandi ráðstafanir: 1. Gjaldi því, sem ætlað er til nýs tryggingarkerfis fiski- skipa skv. bráðabirgðak. nr. 80/1961 um nýtt gengi íslenzku krónunnar, verði frá því að lög- in tóku gildi varið til greiðslu tryggingariðgjalda fiskiskipaflot- ans. 2. Gjald það, sem renna á til stotfnlánadeildar sjávarútvegsins skv. áðurnefndum bráðabirgða- lögum verði í stað þess látið ganga til hins nýja trygginga- 'kerfis fiskiskipa. Upphæð sú, sem þá vantar á fulla greiðslu vátryggingariðgj alda fiskiskipa- flotans fyrir árið 1961 verði tekin af gengishagnaði þeim, sem mynd aðist við síðustu gengisbreytingu. 3. Lækkaðir verði vextir af afurðalánum og stotfnlénum til sj ávarútvegsins. 4. Bætt verði afgreiðsluskil- skilyrði síldveiðitflotans með byggingu geymslu- og umskipun- arstöðva á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð og Mjóeyri við Eskifjörð til þess að koma í veg fyrir óeðli lega bið flotans eftir löndun. Jafn framt veiti hið opinbera verk- smiðjunum á Norðausturlandi, Austfjörðum og SV-landi stuðn- ing til stækkunar og bættra atf- greiðsluskilyrða. 5. Gerðar verði ráðstafanir til þess að auðvelda fiskvinnslu- stöðvum aðgang að lánum með hagkvæmum vöxtum, sem geri þeim kleift að greiða hráefni við móttöku og að koma fram nauð- synlegum tæknilegum umbótum til reksturs stöðvanna, sem geri þeim fært að greiða hærra hrá- efnisverð. Fundurinn felur stjórn og Verð lagsráði að vinna að hækkun fisk verðs, lækkun kostnaðarliða út- gerðarinnar eftir því sem unnt er á framangreindum grundvelli, þannig að um hallalausan rekst- ur geti orðið að ræða miðað við meðalafla.“ Á framhaldsaðalfundi L.Í.Ú., sem haldinn var 12. desamber lágu fyrir fundinum niðurstöður ýmissa þeirra þátta, sem að fram an eru raktar og samþykkti fund urinn síðan eftirfarandi tillögu: „Með tilliti til atfgreiðslu þeirr- ar, sem nú liggur fyrir á greiðslu vátryggingariðgjöldum fiskiskipa flotans fyrir árið 1060, 1961 og 1962 og í trausti þess, að lagfær- ing fáist á vaxta- og lánakjörum í samræmi við ályktanir fundar- ins og í trausti þess, að verðlags- ráð sjávarútvegsins verði komið á fót, sem ákveði fiskverð eigi síðar en 20. janúar 1962, sem við- unandi verði talið, samþykkir aðalfundur L.Í.Ú. haldinn þriðju áaginn 12. desember 1961 að mæla með því við útvegsmenn, að hafnir verði róðrar um n.k. ára mót, enda hafi fyrir þann tíma tekizt samningar við sjómenn." Ferskfiskeftirlit og aðstoð við fiskiskip Fundurinn lýsti sig fylgjandi því ferskfiskeftirliti sem upp var tekið lun sl. áramót, en telur að framkvæmd matsins verði að vera þannig að niðurstöður liggi fyrir þegar eftir að afihending aflans til kaupenda hetfur farið fram. Þá skoraði fundurinn á ríkis- stjórnina að setja inn í lög um Vélbátaábyrgðarfélag ákvæði um að fiskiskip vátryggð annars staðar en hjá Samábyrgð íslands njóti sama réttar um greiðslu að- stoðar frá varðskipum og björg- unarskipum, enda hvíli á þeim sömu skyldur. Lionsklúbburinn gaf sjónprófunar- tæki HAFNARFIRÐI — Fyrir nokkru gaf Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sjónprófunartæki í Barnaskólann Og var þessi mynd þá tekin við það tækifæri. Er þetta allfull- komið tæki til að prófa sjón barna Og því hið mesta þarihþing fyrir skólann. Eins og að líkum lætur er afarmikilvægt að hægt sé að fylgjast með sjón barnanna og ber þeirrr vissulega þakkir, sem að henni stóðu. Bað Þorgeir Ibsen skólastjóri blaðið að flytja gefendum þakkir skólans íyrir þessa höfðinglegu gjöf. Á myndinni, sem tekin var við þetta tækifæri, eru talið frá vinstri: Sveinn Þórðarson, ögm. Haukur Guðmundsson, Ásgeir Ó1 afsson, Eggert ísaksson form. Lionsklúbbsins, Sigurður Emils- son, Gunnlaugur Guðmundsson. Eiríkur Björnsson og Þorgeir Ib sen. Krossfiskar og iirúöurkarlar Nýja bókin hans Stef- áns Jónsson frétta- manns vekur mikiö umtal. Allir ljúka upp einum munni um að hún sé afburða skemmtileg. Þar er drepið á ýmislegt, sem ekki má segja í útvarp. Þessi bók er alveg í sér flokki um alla gerð. Enginn bókamaður getur látið vera að eignast þessa bók. Það lífgar áreiðan- lega upp á jólaskapið að hafa Krossfiska og hrúðurkarla. Munið að þessi skemmtilega bók heitir Krossfiskar og hrúðurkarlar. Ægisútgáfan. af veiði síldar á hrygningartíma- amíðað skulj á næsitunni hafrann bilum hennap. _ ^ sóknarskip og skoraði á alla að- Aðalfundur L.Í.Ú. lét í ljós ila sem með þetta mála hatfa að ánægju sína yfir því að alþingi I gera að hraða öllum undirbún- og ríkisstjórn hefði samþykkt að ] ingi. Síðustu togorusölur fyrir jol Vextir af lánum og vátryggingar Þá skoraði aðalfundur L.Í.Ú á ríkisstjórnina að færa niður vexti af lánum Fiskveiðasjóðs og Fisikimálasjóðs í 4%, þar sem sjóðir þessir eru að mestu leyti byggðir upp með tekjum frá sjávarútvegsframleiðslunni og ennfremur lánstími Fiskveiða- sjoðs verðí 20 ár. Aðalfundur L.Í.Ú. taldi nauð- synlegt að fram færi svo fljótt sem við verður komi, endurskoð -un á starfsiháttum og endurtrygg ingum Samébyrgðar íslands á fiskiskipum með það fyrir augum að lækkuð verði iðgjöld af bát- um, sem tryggðir eru skyldu- tryggingu og beinir fundurinn þeim tilmælum til sjávarútvegs- málaráðlherra að engar endanleg ar ákvarðanir verði teknar í þess um málum, nema í samráði við samtök útvegsmanna við undir- búning málsins. Verðlagsráð sjávarútvegsins Þá skoraði fundurinn á rrkis- stjórn og Alþingi að setja lög fyr ir áramót um Verðlagsnefnd sjáv arafurða, sem ákveða fisikverð á öllum tegundum fisks, sem seldur er til vinnslu eða óunninn til útflutnings. Verði hún skipuð jafnmörgum fulltrúum útgerða- manna og sjómanna annars veg- ar og fiskkaupenda hins vegar og oddamanni frá Hagstofu íslands eða Hæstarétti. Og sé öllum opin- berum aðilum gert skylt að láta nefndinni í té öll nauðsynleg gögn í því skyni. Erlent f járiragn og verndun hryggningarsvæða Aðalfundurinn lýsti því sem eindreginni skoðun sinni, að ófært væri að hleypa erlendu fjármagni inn í landið aðgæzlu- laust. Aðalfundurinn 1961 ítrekaði ályktun þess efnis að setja þyrfti lög eða reglugerð á þessu haust- þingi, er banni með Öllu veiðar með öðrum veiðarfærum á ákveðnum hrygning-arsvæðum þorsksins á hrygningartímabil- inu ár hvert, um árabil, á tak- mörkuðum svæðum, eftir áliti sérfróðra manna. Skoraði fundur inn á sjávarútvegsmálaráðuneyt- ið að láta nú þegar fram fara ítarlegar rannsóknir í sambandi við ofveiði á smásíld, smáufsa og simáýsu og hvort geti stafað hætta NÍU tO'garar hafa -selt í gær og fyrradag, og sá tíundi selur í dag, miðvikudag. Á mánudag seldi Víkingur í Huill 169 lestir fyrir 9883 sterlingspund oig Jón Þorláksson í Grimsby 117 lestir. fyrir 7000 sterlingspund. Sama dag seldj Apríl í Brem- erhaven 130 lestir fyrir 70000 mörk. Þá seldi Pétur Halldórs- son síldarfarm í Cuxhaven, 198 lestir fyrir 98778 mörk. Á þriðjudag seldi Hvalfell í Grimsby 146,5 lestir fyrir 8337 sterlingspund, Skúli. Magnússon í Grimsby 114,6 lestir fyrir 6464 stpd., og Júpíter í Hull 165 lestir fyrir 9462 stpd. Sama dag seldi Júní í Bremer- haven 175 lestir fyrir 124500 mörk, og Gylfi seldi síldarfarm Skozkur þ j óðdansaf lokkur í BYRJUN janúar er væntanleg ur til landsins skozkur þjóðdansa flokkur, sem mun hafa tvær sýn ingar í Þjóðleifehúsinu. Flokkur- inn, sem er ríkisstyrktur, er á leið til Bandaríkjanna í annað sinn og mun ferðast um Öll Bandaríkin og sýna skozka þjóð- dansa með sekkjapípuundirleik. Þjóðdansar eru mjög vinsælir í Skotlandi, m.a. oft danssýningar í Edinborgarkastala við hótíðleg tækifæri. Flokkurinn, sem hing að kemur, hefur ferðazt víða um og sýnt slíka dansa. í Bremerhaven, 151 Iest fyrir 79200 mörk. í dag, miðvikudag, selur Ágúst í Bretlandi. Það verður síðasta sala fyrir jól. Jólaskreytingar í Keflavík STÓRUM jólatrjám hefur verið komið fyrir á opnum svæðum í Keflavík. Bæjarstjórn hefur haft forgöngu um uppsetningu á 4 a£ jólatrjánum, sem eru staðsett á Vatnsnestorgi, við barnaskólann, sjúkrahúsið og kirkjuna, en jótfa- tréð við höfnina er sett upp á vegum málfundafélagsins Faxa, en er gjöf frá norsku veiðafæra- firma. Rafveita Keflavíkur hefur ann- azt lýsingar á öllum jólatrjánum, en auk þess hefur bærinn lýst með skrautljósum senditurn slmastöðvarinnar, sem er um 30 metra hár og gnæfir því yfir bæinn og sést langt að. Verzlanir hafa skreytt glugga sína vel og götulýsing var stór- aukin í sumar og gömlu staur- arnir með margföldum vú'um tefenir burtu, svo nú er bjart yfir og jólalegt um að litast. Skraut- lýsingar í görðum og á húsum fólks og fyrirtækja setja einnig jóilasvip á bæinn. Nýju um- ferðamerkjunum hefur nú verið komið upp og væntanlega sér lögreglan um að halda umferð- inni í skefjum. þegar mest á reynir. — hsj. NÝ SENDING Þýzkar handtöskur Gluggiiín I.augavegi 30. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.