Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. des. 1961 MORCVTSBL^ÐÍÐ 9 ☆ Pjj Osló, 12. des. V AFHENDING friðarverðlauna jö Nobels er athöfn, sem jafnan y) er hátíðasvipur yfir. En aldrei Ji, mun fólk hafa horft á hana með jafnmikilli hrifningu og í fyrradag, enda voru það tveir menn, sem hlutu heiðurinn að þessu sinni. Annar lifs en hinn liðinn, en þetta er í fyrsta Skifti í sögunni, sem friðar- verðlaunin eru veitt látnum manni, — Dag Hammarskjöld. En verðlaunin, sem ekki voru veitt í fyrra, voru nú veitt Albert John Lutuli (svo skrifar hann nafin sitt sjálfiur, en aðrir skrifa bað Luthuli, og bvorttveggja er rétt, segir hann sjálfur) — blökku sjálf- stæðishetjunni frá Suður-Af- ríku, sem um áratugi hefur bariat fyrir jafnrétti kyn- braeðra sinna. Hann er mennt aður maður og tók kristna trú á unga aldri. En barátta hans er í líkum anda og Gandhis forðum í Indlandi: hvorki með vopna'burði með blóðsúthell- ingum, heldur aðeins með því að þybbást við og óhlýðnast öllum fyrirskipunum, sem Luthuli ævi mmnar Mesti atburður ♦ konu minnar sagdi Luthuli og miðuðu að því að auka rétt- leysi blökkumanna. Að loknu námi erlendis gerðist hann forustumaður — „Afriku-kon- gressins“ — sjálfstseðissam- taka blökkumanna, og einnig var hann kosinn höfðingi kyn- fcvíslar sinnar, en hún er grein úr kynstofni Bantu-negra. En eftir 17 ár var hann sviptur tigninni, er yfirvöldin hófu kúgun blökkumanna, og hef- ur síðustu árin verið stofu- fangi heima í þorpi sínu. Það- an má hann ekki fara nema með sérstöku leyfi, og enginn má heimsækja hann nema hann hafi skriflegt leyfi ti'l 'þess frá stjórninni. Hún veitti honum átta daga leyfi til að taka á móti Nobelsverðlaun- unum, en hins vegar hefur hún neitað honum um leyfi til að fara til Svíþjóðar og fleiri landa, sem buðu honum heim. — Hið ytra form hátíðar- innar í Oslóarháskóla var með líkum svip og vant er. Þar var toonungur, forseti þingsins og forsæ tisráðherra, forseti hæsta réttar, sendiherrar erlendra ríkja og þrír bróðursynir og ein systurdóttir Dags Hamm- arskjölds. Og svo Lutuli og Nokuyana kona hans. Aldrei mun hafa verið glápt meir á nokkurn Nobelsverðlauna- mann en á Lutuli er harm kom inn í salinn, klæddur höfð- ingjabúningi sínum, bláum sið stakk og með litla kollhúfiu úr hlébarðaskinni, en um háls- inn var festi úr hárbeittum blébarðaklóm. Gunnar Jahn, hinn aldni formaður Nobelsverðlauna- nefndarinnar norsku, flutti ræðu um Lutuli og síðan um Hammarskjöld. Hér er ekki rúm til að rekja þessar ræð- ur né þakkarræðurnar, en Jaihn drap á, að þó að þessir 2 menn hefðu verið að mörgu leyti ólíkir, hefðu þeir þó átt eitt sameiginlegt: að berjast fyrir því, að réttarhugsjónin festi rætur, bæði hjá einstakl- ingunum, einstökum þjóðum og í alþjóðaviðskiptum. Af- henti hann í ræðulok Lutuli friðarverðlaun ársins 1960, en Rölf Edberg ambassador Svía í Osló tók á móti verðlaun- um Dags Hammarskjölds fyr- ir 1961. * honum veitist etoki heldur, að mæta skilningi hjá þeim, sem hann deilir við. Þroskaður maður er dómari sjálfis sín. Og í leikslokin er tryggðin við sannfæringu sína eina stoð hans.“ Þessi orð gætu átt við Dag Hammarskjöld etcki síður en hans. k Norðmenn báru Luthuli á höndum sér Það vakti athygli, að áður en Jahn hélt ræðu sína fyrir Dag Hammarskjöld, reis belg- iski sendiherrann í Osló úr sæti sínu og gekk út. Hefur hann síðan gert grein fyrir ástæðunni: Hann hafði fengið enska þýðingu af ræðu Jahns, en ekki gluggað í hana fyrr en þarna í salnum. Þar las hann m. a. þaij, orð Jahns, að Belgar hefðu ekki hlýðnast fyrirskipunum UNO um að verða á burt með her sinn úr Congo sumarið -1960. Þetta kvað Chevalier Jean de Fon- taine ranghermi og móðgun við þjóð sína, og gekk því út. Hefur hann sent leiðréttingu til blaðanna og ber blak af stjórn sinni í Congo-málinu. „Þetta er ekki aðeins mikils verðasti atburður æfi minnar, heldur líka í lífi konu minn- ar,“ sagði Luthuli í upphafi svarræðu sinnar. „Hún hefur ekki aðeins hvatt mig heldur lí'ka stutt mig. Heiður friðar- verðlaunanna er því líka henn ar heiður.“ Luthuli drap á að innanríkisráðherra Suður- Afríku hefði gefið sér farar- leyfi, en getið þess um leið, að hann væri alls ekki friðar- verðlaunanna verður. „Svo göldrótt eru friðarverðlaunin, að þeim hefur tekist að vekja sjónarmið, sem ég og Suður- afríkustjórnin erum sammála um,“ sagði Luthuli og þá var klappað ákaft. Ræðu sinni lauk hann þann- ig: „Mætti sá dagur bráðlega renna upp, að þjóðir heimsins yrðu sammála um að bæla niður allar ógnir við friðinn, hvar í veröldinni sem er. Þeg- ar sá dagur kemur verður frið ur á jörðu -og góðvild milli mannanna, eins og englarnir boðuðu þegar boðberi hins mikla friðar, herra vor, kom niður á jörðina." — Edberg ambassador þakk aði fyrir verðlaun Dags Hamm arskjölds, og drap á hve AfríkumáHn hefðu verið hon- um hjartfólgin. Hann sagði að Dag Hamarskjöld hefði litið á UNO-sáttmálann, sem veg- vfsara að því, sem hann kal'l- aði „skipulagt aiþjóða-þjóð- félag.“ í síðustu álitsgerð sinni, frá 17. ágúst í sumar, hefði hann snúizt gegn þeim þátttökuríkjum „sem hengdu sig í úrelta heimspeki um full valda þjóðríki í vopnaðri sam keppni, sem í skásta lagi gæti leitt af sér að þjóðirnar væru sáttar að kalla.“ Rolf Ed'berg rifjaði upp nokkur orð, sem Hammarskjöld hafði skrifað um föður sinn: „Maður sann- færingarinnar jtrefst ekki, og Ed'berg gat þess að í flakinu af ílugvél Pags Hamarskjölds hefðu fundist nokkrar bækur og bókatætlur. Þar var rit Martins Bubers: „Þú og ég“, en þá bók var Dag Hammar- stojöld að þýða og voru 12 síð- ur af þýðingunni á sænsku með bókinni. Og þar var hið fræga rit Thomasar af Aquino: ,,LÍf Krists“ og inni í henni lá embættiseiður aðalritara UNO: „Ég, Dag Hammar- skjöld, sver hátíðlega, af holl- ustu og eftir beetu getu og samvisku að rækja störf þau, ®em mér hafa verið falin sem aðalritara UNO, og að fram- tovæma þessi störf eingöngu í samræmi við áhugamál UNO.“ BLYSFÖR OG SAMKOMUR. í gærtovöldi, mánudag, (11. des.) hélt Luthuli fyrirlestur þann, sem honuim bar sam- kvæmt venju. Fyrirlesturinn var líka í hátíðasal háskólans og vitanlega fullt hús. Erindi sitt flutti Luthuli af hrífandi mælsku og sannfæringarkrafti sem hlaut að snerta alla. Og takmarki kynbræðra sinna lýsti hann með þessum orð- um: „Takmark oktoar er ekki og hefur aldrei verið barátta til landvinninga eða til þess að ná undir okkur auðæfum, .... við höfum aldrei óskað að steypa hvítum mönnum af stóli .og láta svarta taka við. Takmark okkar er og hefur alltaf verið: lýðræðisþjóðfé- lag með jafnrétti kynfcvísl- anna. Minnismerki bræðra- lagsins. „Bræðralags", þar sem engum er misboðið vegna ættar hans og litar. Lutuli var berorður um kú- gunarstjórnina í Suður-Af- Víku. Svo berorður, að margir munu hafa hugsað sem svo: ,,Hvað skyldi verða gert við hann þegar hann kémur heim?“ — Hann sagði m.a. frá því, að bvíturn börnum syðra var kennt, að svertingjar væru latir, heimskir, klaufar og illmenni. Lágstæðustu hvít ir menn væru talnir miklu meiri en þeir hástæðustu í hópi svertingja. „Svertingj- ar þykja aðeins 'hæfir til skít- verkanna og óhæfir til þess að hafa íhlutun um stjórnmál. Forsætisráðherrann í Suður- Afríku, dr. Verwoerd, sagði sem ráðherra Bantu-mála er hann skýrði sjónarmið stjóm- arinnar á menníun Afrífcu- mannsins: „Það er ekkert rúm fyrir hann í evrópisku þjóð- félagi, nema upp að vissu stigi í stritvinnu." — í Suður-Af- ríku búa 9,6 millj. „Africans“ (svertingjar), en samfcvæmt „apartheid“-löggjöfinni er um ein milljón manna hand- tekin á ári; sumir dæmdir í fangelsi en aðrir sektaðir. Natvig Pedersen, fyrrum stórþingforseti, þakkaði fyrir- lesturinn, sem LuthuH kallaði „Africa and Freedom". Og frú Nokuyana var leidd upp á pallinn en áiheyrendur hylltu hjónin með húrrahrópum og dynjandi lófaklappi. En þegar hljóð fékst brýndi Luthuli raustina og fór að syngja, á Zulu-máli, firelsissöng Afríku- manna, en víðsvegar um sal- inn tók fólk undir, því að þama voru staddir allmargir Afríkumenn: „God give power to Africa. let its fame spread far and wide, hear our supplications, God give us strength Þetta er langur söngur, en Luthuli stóð í ræðustólnum og söng og stjórnaði söngnum. glaður og brosandi. Þetta „aukianúmer," sem er eins- dæmi í sögu friðarverðlaun- anna, verður öllum viðstödd- um ógleymanlegt. Þarna kom allt frá hjartanu, en „formali- tetin“ gleymdust. í gær og í dag hefur Luthuli ekki „haft nokkurn stundleg- an frið“ fyrir heimsóknum og heimboðum. f gærmorgun heimsótti hann skrifistofur „Landsorganisasjonen“ (LO) og var afhent að gjöf víkinga- skip úr silfri, en „Den frie faglige internasjonale“ gaf bonum forláta skjalamöppu. Og margar aðrar gjafir hefur hann þegið, svo að áreiðan- lega verður „yfirvikt“ á far- angrinum hans þegar hann fer. Skúli Skúlason. I j I Í Blysfarir eru sjaldgæfar i Osló, en núna í kvöld (12. des.) er nýafstaðin blysför til heiðurs Luthuli, sem „Stud- entersamfundet“ gekkst fyrir. Hófst hún á Stóratofgi og kom að aðaldyrum Ráðhússins í tveim deildum — sín hvorum megin. Og þetta var engin smáræðis „ljósaganga“, því að blysin voru firnm þúsund. Því næst hófist hátíð í Ráðhúsinu, með söng og ræðuhöldum. For maður stúdentafélagsins, As- björn Eide ávarpaði Luthuli fyrir hönd stúdenta, en Bryn- julf Bull bæjarstjórnarforseti bauð hann velkominn í nafni Oslóarborgar og dr. Johan Hygen guðfræðiprófessor hélt ræðu, en Luthuli þakkaði hrif inn og með hjartnæmum orð- um. Viðtökurnar sem hann hefiur fengið í Osló hafa gagn- tekið hann, enda hafa Oslóar- búar tæplega fagnað nokkrum öðrum útlendum gesti jafin hjartanlega og honum. Og á fimmtudaginn flýgur hann heim. Til Kaupmanna- hafnar, og, eftir klukkutíma viðstöðu þar, beint til Johan- nesburg. Hvernig verður hon- um fagnað þar? Geta friðar- verðlaun Nobels orðið til bess að kúgunuarstjórnin sjái sig um hönd, eða verða bau til þess að hún espist og hefni sín á Lutuli eða kynbræðrum hans. Luthuli hverfur heim í stofu fangelsið í Groutville í Natal með fallegar endurminningar úr Noregsferðinni. Hann varð barnslega hrifinn af Noregs- ferðinni. Hún varð honum eins og fagur draumur, frá upphafi til enda. | ? -K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.