Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 10
) 10 MORCTJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 P. V. G. Kolka skriíar: Tvær bækur um duiræn efni Hermann Jónasson: Draumar og Dulrúnir. Hliðskjáll 1961. Hermann Jónasson alþingismað- ur, sem á seinni árum var kennd- ur við Þingeyrar, þótt ekki byggi bann þar nema einn áratug, var mjög merkilegur maður og sér- stæður, á ýmsa lund. Hann er mér minnisstæður, þó að ég væri ekki nema 10 ára, þegar hann flutti úr héraðinu, enda kooi ég oft að Þingeyrum og átti leiki_ með Hallgrími syni hans, sem var mér nokkru eldri. Auk þess heimsótti ég fjölskylduna í Laug arnes, eftir að ég kom í skóla, og sá Hermann eftir að hann kom heim aftur frá Ameríku, en þá var þeSsi kempulegi, fríði og skeggprúði maður orðinn mjög lotinn og farinn fyrir aldur fram, enda átti hann þá skammt eftir ólifað. Hann var vitur maður og mjög hugsandi, er lét sig mikið skipta ýmis hagfræðileg efni, enda vel menntaður í búfræðum. Mest var hann þó umtalaður vegna frumvarps þess um þegn skylduvinnú, sem hann bar fram á Alþingi og átti að koma í stað herskyldu með öðrum þjóðurn. Margir Húnvetningar voru fylgj andi því, þar á meðal faðir minn. Eitt af því, sem ég las með á- fergju á stráksárum mínum var ferðalýsing hans um Barðastrand arsýslu, sem kom í Búnaðarriti hans. Tvö rit eftir Hermann komu út á efri árum hans, Draumar og Dul rúnir, en það voru fyrirlestrar, sem hann hafði flutt í Reykjavík um drauma sína merkilega og ýmsa dulræna reynslu, sem fyrir hann hafði borið. Hann var draumspakur maður og gæddur svo mikilli fjarhrifagáfu, að hann gat oft lesið hug manna og gengið að týndum hlutum, oftast þó eft ir tilvísun í draumi. Slíkur mað ur hefði getað orðið merkilegt rannsóknarefni, ef hann hefði lif að nú á tímum og komizt í tæri við prófessor Rhine, eða hans líka, Það sýnir gerhygli Her- manns, að hann stúderaði sjálfur psi-hæfileika sína og reyndi að gera sér gréin fyrir eðli þeirra. Margt af því er mjög spaklega hugsað og í furðulega góðu sarn ræmi við ýmsar niðurstöður þeirra, sem þessi efni hafa rann sakað í seinni tíð. Þeir, sem bezt þekktu Hermann, töldu það hafið yfir allan efa, að frásagnir hans af dulargáfum sínum, sem hann flíkaði ekki fyrr en hann hélt þessa fyrirlestra að áeggjan vira sinna, væri í fyllsta samræmi við það, sem hann Vissi sannast og réttast, enda ýmsar þeirra studd ar vottorðum sannsögulla manna. Mest umtal vakti hinn langi draumur hans um þá viðburði, sem Njála skýrir frá, enda er hann mjög merkilegur, jafnvel þótt aðeins sé litið á hann *m undirvitaða gagnrýni á sögunni. f þessari nýju útgáfu af Draum um Hermanns eru nokkrar aðrar ritgerðir um drauma og dulræn efni, ásamt æviágripi Hermanns eftir Grétar Ó. Fells. Ekki er það fyllilega rétt, að Hermanni hafi búnast vel á Þingeyrum, enda þótt heimilið skaraði fram úr að margskonar myndarskap. Hann hafði aldrei fjárhagsgetu til að nytja jörðina nema hin miklu veiðihlunnindi, sem hann stundaði af kappi. Hann hafði að vísu stórt og mjöig ræktað kúabú og átti að jafnaði um 100 hross, sem gengu að mestu sjálfala í Þingeyrasandi, en gat aldrei kom ið sér upp sauðfjárbúi, sem neinu nam, þótt hann væri ágætur sauð fjárræktarmaður á fyrri árum. Ekki gat hann heldur talizt láns maður 1 hjónabandi sínu, þótt kona hans væri myndarkona, og má það hafa valdið nokkru uim drykkjuskap hans síðustu árin á Hólum og í Laugarnesi, en á þeim galla bar ekki lengst af veru hans á Þingeyrum né síð ustu æviár hans. En þessi draum spaki maður hafði lika séð flesta vökudrauma sína og vonir bregð ast, og þótt hann færi á eftir fjölskyldu sinni vestur um haf, þá mun hann hvorki hafa farið þdngað glaður né sótt þangað gæfu. Eftir lát dóttur sinnar kom hann heim til fslands aftur, brot- inn maður, finnandi á sér feigð, til þess að hvíla í íslenzkri mold. Sigurður Guðmundsson skrifaði af miklum skilningi og aðdáun eftirmæli eftir þennan einkenni- lega hæfileika mann, sem var spekingur að viti, þótt ekki færi saman hjá honum gæfa og gjörvu leiki. HBINGUNUM. Sá HREINSUNIN ERFIÐ, ÞAVANTAR VIM Sérhver þrifin 6g hagsýn húsmóðir notar hið kostaríka VTM við hreinsun á öllu eldhúsinu. VIM er fljótvirkt, drjúgt, gerileyðandi og hreinsar fitu og hvers konar bletti á svipstundu X V 547/IC-6441-50 Kennarar telfa launakför sín vanmat á starfi AÐALFUNDUR Stéttarfé- lags barnakennara í Reykjavík var haldinn í Melaskólanum 18. og 19. nóv., sl. Aðalmál fundar- ins voru launamálin og í sam- bandi við þau var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Aðalfundur S.B.R. 1961 lítur mjög alvarlegum augum þann geigvænlega kennaraskort, sem barnaskólarnir eiga nú við að búa og vex með ári hverju. Sé litið á heildina, er nú ókleift að halda uppi óskertri almennri menntun í landinu. Þó er hér, eins og alls staðar, mjög mikil þörf fyrir aukna og bætta at- vinnumenntun. Orsök þessa ófremdarástands er sú, að laun og kjör kennara eru ekki sambærileg við kjör, sem mönnum með hliðstæða menntun bjóðast í öðrum starfs- greinum. Eins og oft hefur verið bent á, eru byrjunarlaun barna kennara lægri en daglaunamanns. í slíkum launakjörum felst svo hættulegt vanmat á starfi, sem krefst a- m. k. fimm ára undír- búningsmenntunar og teljast verð ur eitt hið ábyrgðarmesta í þjóð- félaginu, að hliðstæður mun örð- ugt að finna. Á sarna tíma ög aðrar stéttir hafa bætt laun sín all verulega með sérsamningum og margs kon ar fríðindum, hafa kjör barna- kennara staðið óbreytt. Afleið- ingin hefur orðið sú, að kennarar hafa í sívaxandi mæli neyðst til að afla sér viðbótartekna með aukavinnu sér til framfærslu. Slík aukavinna kennara hlýtur að leiða af sér meiri eða minni vanrækslu í starfi til 'ikaða fyrir namendur þeirra og til tjóns fyrir þjóðfélagið í heild. Fjölmenntuð og dugmikil kennarastétt hættir að vera til, séu kjörin hrakleg og auðmýkjandi til lengdar. Það er því tvímælalaus skylda ríkisvaldsins að vinna að skjót- um úrbótum í þessum efnum. En þar sem svo virðist, að launa- lögum verði ekki breytt á næst- unni, er krafa aðalfundarins þessi: „Barnakennurum verði á þessa árs fjárlögum ætluð launabót, er geri laun þeirra hlutfallslega sam bærileg við kjör stéttarbræðra þeirra á Norðurlöndum". Erindi um kehnslu-mál fluttu á fundinum kenharárnir Björgvin Jósteinsson og Kristján Sigtryggs son. Einnig flutti fræðslustjóri Reykjavíkur, Jónas B. Jónsson, ávarp. í stjórn félagsins voru kosnir: Steinar Þorfinnsson formaður, Jóhannes Pétursson, Sigurður Marelsson, Svavar Helgason og Þorsteinn Sigurðsson. ^ simi Á *3V335 iVALLT TIL tEIGUi df\TU)yruTL Velskóflur Xranabílar DraTtarbílar VlutnlngauajMar. þu N6A VÍNNUU€LARM/r 34333 Árni Guðjónsson hæstarettarlögmaður Garðastræti 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.