Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 3
 / Föstudagur 22. des. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 3 )2;urunum verði ekki hleypt í landhelgi rHúsavík 19. des. Bæjarstjórn Húsavíikur gerði svohljóðandi ályktun á f-undi sín- um 18. des. s.l. „Fundur bæjar- stjómar Húsvíkur haldinn 18. des. 1961 mótmælir eindregið þeirri hugmynd, sem fram hefur komið að leysa vandræði tögara- útgerðar íslendiraga með því að leyfa togurunum veiði innan hinnar nýju landhelgislínu. ! Bæjarstjómin lítur svo á að slík ráðstöfun væri ekkert fram- tíðarbjargráð fyrir togaraútgerð- ina, en mundi hins vegar eyði- leggja bátaútveg þann, sem blómgast hefur síðustu missiri vegna friðunar þeirrar.-'Sem unn- izt hefur vegna útfærslu land- helginnar.“ j Tillagan var samþykkt með öll- um atkvæðum. Síldveiði í -1 j)í GÆR var stunduð síldveiðit 5á Borgartúni í Reykjavík.^) ■ Opnaðist afturgaflinn á ein-j^ ium af síldarflutningabílunum v er hann var kominn að gatna-- jj mótum Skúlagötu og Borgar 5 túns um 5 leytið síðdegis og_ vfór öll síldin á götuna. Upp-((, • hófst nú síldveiði þama á göt- J . unni. Pelsklæddar frúr stiguy út úr bifreiðum sínum ogv 3 stungu nokkrum glænýjum^ jjsíldum í skottið á bílnum, og(t> 5 forsjálir menn náðu sér í svo }j . ríflegan skammt að þeir munu'O ) líklegast hafa ætlað að salta ih 5 tunnu. Er bæjarstarfsmenn komuj 5 þar að til að fjarlægja síIdina,Y : munu borgarar bæjarins þegar v Jhafa bjargað um helmingnum&' af henni í potta sína. Gítarar! Fiðlur! Mandolín! Balalajka! Þegar þér þurfið á hljóðfæri að halda, þá athugið verð og gæði hjá okkur. Við seljum hljóðfæri á bezta fáanlegu verði, sem hér þekkist, t. d.: Á þessum tveimur stoðum, út af Jökli og í Skerjadýpi, suð- vestur af Geirfugladrang, hafa síldarbátamir fengið góða veiði undanfarnar nætur. í fyrrinótt veiddust 5050 tunnur af stórri og góðri síld út af Jökli og 27.500 tunnur í Skerjadýp- inu af misjafnri síld. — Síldveiðin línu of fiskaði lítið. ★ Framh. af bls. 24. Grindavík, 21. des. — 5 bátar komu inn í dag. Þórkatla með 1295 tunnur, Hrafn Sveinbjarn- arson 841, Arnfirðingur II 770, Hrafn Sveinbjarnarson II 750, Þorbjörn 253. Einn bátur reri á Sandgerði, 21. des. — Tveir bátar komu til Sandgerðis í dag, Jón Gunnlaugs með 883 tunnur og Jón Garðar 600 tunnur, sam- tals 1483. Síldin úr Jóni Garð- ari er keypt í land til geymslu, sennilega fyrir bræðsluna í Keflavík, sem er full núna. Konsertfiðla kr. 4.190,00 Hljómsveitarfiðla — 1.525,00 Æfingafiðla — 1.140,00 Yz fiðla — 785,00 Va fiðla — 530,00 Guitar — 448,00 do — CO OD Mandolín — 485,00 Balaiajka — 705,00 Öll hljóðfærin sem ofan eru talin, eru smíð- uð í kunnustu hljóðfæraverksmiðjum So- vétríkjanna, sem hafa mikla kunnáttu og reynzlu í smíði hljóðfæra. ÍSTORG H.F. Sími: 2-29-61. Hallveigarstíg 10. Pósthólf 444. Rvík. — Kongó Framh. af bls. 1. Leopoldville, að stjórnin þar styðji gerbreytingar á stjórnar- skránni í þá átt, að einstökum héruðum ríkisins verði veitt sjálf stjórn í ýmsum málum, mynduð verði eins konar bandaríki Kongó Innan þess ramma fái Tshombe og hans menn að fara áfram með völd í Katanga. Á vesturlöndum ríkir ánægja með samkomulagið, en víða heyr ist það þó, að Tshombe hafi slak- að það mikið til, að erfitt sé að trúa, að hann ætli sér að standa við það. í Washington er það álit við- komandi aðila, að Tshombe sé fremur sanngjarn maður — og vel sé hægt að treysta honum. Hins vegar muni starfsmenn hans Tilvalin jólagjöf Heimsins bezti penni - . SHEAFFER’S 14K gulloddur er steyptur 74A i'nn * pennabolinn. Hann rennur mjúklega yfir pappírinn hvort sem þér skrifið fast eða laust. * Sterk klemma varnar því að penninn losni í vasa yðar. * Fáanlegur með samstæðum blýanti eða kúlupenna . . eða sem þrefalt sett. * SHEAFFER’S er þekktur um heim allan fyrir gæði og fagurt útiit. Glæsileg gjöf, hentug gjöf. SHEAFFER5 SHEAFFER’S umboðið Egill Guttormsson Umboðs- og heildverzlun Reyk.iavík — Sími 14189 í Elisabethville reynast honum erfiðir viðureignar. Það velti fyrst og fremst á lagni Tshombe eða einbeittni við að fá menn á sitt band, hvort friður er fenginn í Katanga. Einkum er óttazt, að þeir Munongo, innanríkisráð- herra, og Kimba, helzti valda- maður í utanríkismálum, verði andsnúnir hinni nýju skuldbind ingu Tshombe. Báðir eru þessir menn valdamiklir ættarhöfðingj- ar og mega sín mikils í Katanga- Þeir óttast að völd þeirra og áhrif minnki stórlega, ef Katanga tapar sjálfsforræði og verði hluti Kongóríkisins. Allt bendir til þess, að her- menn SÞ muni ekki verða látnir slaka á varðgæzlunni fyrr en sýnt er, að Katanga-stjórn haldi þau orð, sem Tshombe hefur gefið. Og áður en Tshombe hélt heim- leiðis sagði hann við fréttamenn: Katangaher mun aftur hefja bar- áttuna gegn herstjórn SÞ, ef Katangamenn verða fyrir nýjum árásum af hennar hálfu. Stevenson, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sþ. sagði í kvöld, að ef Sameinuðu þjóðunum tæk- ist að friða Kongó og allt kæmist þar í eðlilegrt ástand, þá væri unninn stærsti sigur í sögu sam- taka Sameinuðu þjóðanna. Jólatónleikar í Akraneskirkju JÓLATÓNLEIKAR verða í Akraneskirkju II. jóladag og hefjast kl. fimm síðdegis. Á efn- isskrá verður: Orgelleikur, kirkjukórinn, Karlakórinn Svan ur og blandaður kór 70 manna syngja, drengir úr Lúðrasveit barnaskólans leika jólasálma. Einnig verður einsöngur. Talað orð verður inni í milli. — Æf- ingar hafa staðið yfir undanfarn ar vikur, og hafa þeir Haukur Guðlaugsson, organisti, og Magn ús Jónsson, söngstjóri, æft. Und- irleik annast frúrnar Anna Magnúsdóttir og Sigríður Auð- uns. — Aðgangseyri er stillt mjög í 'hóf, aðeins 25 kr., og tekj ur af tónleikunum renna til söngmálastarfsemi á Akranesi. STAKSTEINAR Erfiðleikar togaraútgerðarinnar t Tíminn birtir i gær foryst*- grein um erfiðleika togaraútger® arinnar og kemst þar m.a. að ortB á þessa leið: „Ástæðan fyrir hinni bágu td- komu togaranna er fyrst «g fremst sú, að afli hefur brugðárt og alveg sérstaklega á hinum f jar lægari miðum. Engin ástæða er hins vegar til að ætla, að þessi aflabrestur verði varanlegur og því sé rétt að hverfa alveg frá togaraútgerðinni. Miklu fremur er ástæða til að vona að hér sé um tímabundna erfiðleika aS ræða og því sé rétt að veita tog- araútgerðinni nokkra aðstoð til að komast yfir þá“. Þetta er vissulega rétt. En margir munu minnast þess að Tíminn hefur oft haldið þvi fram undanfaríð, að allir erfiðleikar ís lenzks atvinnulífs væru núver- andi ríkisstjórn að kenna- Hann hefur nú áttað sig á þvi, a.m.k. að því er snertir togaraútgerðina, að þessu er ekki þannig varið. & ástæða til að fagna þvi. Síðar í sömu forystugrein telur Tíminn útilokað að bæta aðstöðu togaranna með þvi að hleypa þeim inn á bátamiðin. Hann tel ur heldur ekki koma til greina að veita þeim fjárstyrk úr ríkis sjóði. I framhaldi af þessu kemst blaðið síðan að orði á þessa leið: „Þess vegna er það, sem margir hafa bent á þriðju leiðina, en hún er sú að reynt sé eftir öllu megni að draga úr rekstrarútgjöldum togaranna, m.a. að veita þeim um skeið undanþágu frá ýmsum opin berum álögum. Framlög til verklegra framkvæmda Fyrir forgöngu núverandi rík isstjómar hefur erlendu fjár- magni verið veitt í vaxandi mæli til ýmissa verkíegra framkvæmda hér á landi, m.a. til hafnargcrða. Framlög tU vegagerða hafa einn ig verið hækkuð töluvert s.I- ár. Gctur þvi ehgum sanngjörnum manni blandazt hugur um, að rík isstjórnin hefur sýnt fullan vilja tU þess að halda myndarlega í horfinu um þessar framkvæmdir og veita framleiðslunni til lands og sjávar þar með nauðsynlegan stuðning. En Framsóknarmenn og konun únistar hafa ekki brugðið þeim vana sínum að flytja margvísleg ar hækkunartillögur vegna verk legra framkvæmda í sambandi við afgreiðslu fjárlaga. Tímlnn birtir í gær breytingartillögur Framsókuarmanna um hækkuð framlög tU vega, hafna, skóla- bygginga, brúargerða og flem framkvæmda. En stjórnarliðið felldi allar þessar tillögur og sýndi þar með f jandskap sinn við strjálbýlið, segir blaðið. Islenzkur almenningur er fyr- ir löngu farinn að sjá í gegnum slíkan málflutning. Rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar liefur beitt sér fyrir ríflegum f járveit- ingum tU verklegra framkvæmda í landinu. Hún ber ábyrgð á þvi að fjárlög séu greiðsluhallalaus. Þess vegna hlýtur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar að greiða at kvæði gegn ábyrgðarlausum hækkunartillögum stjórnarand- stöðunnar. „Finnagaldur“ Framsóknar • Nú held ég að Tíminn sé al- veg að sleppa sér. Hann er farinn að éta upp slagorð Moskvumál- gagnsins um „Finnagaldur“ og lítur jafnvel út fyrir að hann hafi tekið sömu afstöðu til ofbeldis- stefnu Rússa gagnvart Finnum og sjálft Moskvumálgagnið. Þetta sagði kunnur Framsókn armaður við kunningja sinn, sem hann hitti á götu hér í Reykjavík í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.