Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 6
MORGTJNBLAÐIÐ Föstudagur 22. des. 1961 JÖLAGJAFIR Kuldaúlpur Ullartreflar Ullarpeysur Sportskyrtur Nærföt Sokkar * Rakvélar, og flciri snyrtivörur fyrir karlmenn * Verkfæri mjög fjölbreytt úrval * Verkfærasett fyrir drengi Útsögunarsag'ir Útskurðarjárnasett Útskurðarhnífar “K Fyrir veiðimenn: Regnúlpur Dolkar Vasahnífar -X Fyrir skáta: Skátadolkar Sporthnífar Skátaaxir F erðaprímusar fyrir olíu og gas ~K Vasaljós í miklu úrvali * y!£addi/u Lampar Lugtir Ofnar * Skiðasleðar * Verzfun 0. Eiiingsen Gjafir og dheit til Útskólakirkju í tilefni af 100 ára afmæli hennar — er minnzt var 12. nóv. s.l. — Gjöf frá Gísla Sighvatssyni Sól- bakka í Gerðahreþpi til minning- ar um konu hans Steinunni Steinsdóttur er var fædd 18. okt. 1895 og dáinn 31. jan. 1944, og son þeirra Þorstein er var fæddur 7. okt. 1917, en sem lézt af slys- förum 25. ág. 1939. kr. 20.000,00. Gjöf til minningar um 6 börn hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur og Eiríks Torfasonar frá Bakka- koti í Leiru í Gerðahreppi, er öll hvíla í kirkjugarði Útskála- Gísli Jónasson fyrrv. skólastjóri sjótugur GÍSLI • Jónasson, fyrrv. skóla- stjóri, er sjötugur í dag. Hann er Skagfirðingur að ætt, vaxinn upp af traustum stofnum við áhrif rótgróinnar, íslenzkrar menningar, sém hef- ur mótað lífsviðhorf hans ávallt síðan. Kennaraprófi lauk hann 1917 og hefur síðan lengst af starfað að skólamálum í Reykjavík. Var hann fyrst kennari við Mið- bæjarskólann og síðar yfirkenn- ari við Austurbæjarskólann um margra ára skeið. Fjölmargir Reykvíkingar munu minnast hans sem kennara síns frá þess- um árum, og margir eru þeir, sem til hans hafa borið hlýjan hug alla tíð síðan. Nokkur ár var Gísli fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, þar til hann við stofnun Langholts- skólans 1952, varð skólastjóri þess skóla. Eru þá ótalin öll hans störf að félagsmálum og ýmis trúnaðarstörf, sem hann hefur gegnt. Skólastjóri Langholtsskólans var Gísli óslitið, þar til hann lét af störfum nú á sl. hausti. Þar naut hann einstakra vin- sælda og virðingar bæði hjá samstarfsmönnum sínum og nemendum. Þar sem afmæli Gísla ber upp á mesta ysinn og erilinn í jóla- undirbúningnum, verð ég að neita mér um að skrifa um hann ýtarlega afmælisgrein. En varpa vildi ég að honum þess- um fáu orðum til þess að þakka honum góð kynni og einlæga vináttu þau ár, sem við höfum starfað saman. Þær þakkir hygg ég, að flestir samstarfs- menn hans og nemendur fyrr og síðar, vilji gjarnan taka und- ir. — Og margir munu þeir verða, sem í dag senda afmælis- barninu árnaðaróskir. Lifðu heill, vinur! Gæfu og gengis óska ég þér, konu þinni og fjölskyldu. Kristján J. Gunnarsson. kirkju .............kr. 20.000.00 Gjöf til minningar um hjónin Sigríði Sveinsdóttur er var f. 17. júní 1874, og dáin 10. júlí 1957 Og Stefán Einarsson fæddur 17. sept. 1862, dáinn 23. marz 1938. Þau voru búsett að Krókseli í Gerðahreppi um árabil. Gjöfin er frá öllum börnum þeirra. ................... kr. 10.000,00. Hjónin á Rafnkelsstöðum í Gerðahreppi frú Guðrún Jónas- dóttir og Guðmundur Jónsson hafa gefið kirkjunni til minning ar um sOn þeirra Jón Garðar skipstjóra og skipverja hans, sem fórust í fiskiróðri 4. jan. 1960. ................. kr. 10.000,00. Gjöf frá Ingibjörgu Steingrímsdóttur .. Kr. 5,000.00 Áheit frá Óncfndri konu................ — 200,00 Áheit frá Ónefndum — 100,00 Úr söfnunarbauk kirkjunnar.......... — 200,08 Kr. 65.500,08 í pípuorgelsjóð í tilefni af 100 ára afmæli hennar 12. nóv. s.l. Frá Kirkjkór Út- skálakirkju .. kr. 8.000,00 — Hvalsnessöfnuði — 5.000,00 — Þorsteini Árna- syni og frú .... — 1.000,00 Guðrúnu Sveins- dóttur .......... — 1.000,00 — Mörtu Eiríks dóttur .......... — 200,00 — Magnúsi Pálss. — 100,00 — Magnúsi Hákonar- syni ............ — 100,00 — Gamalli Suður- nesjakonu í Rvík — 500,00 — Fyrrverandi sóknarbörnum — 3.000,00 — Bjama Sigurðss. og Ingibjörgu Sigurðardóttur Hausth. ......... — 1.000,00 — Gömlum vinum á Hvalsnesi .. — 300,00 — Ónefndri konu í Útskálasókn — 500,00 — Finnboga Guð- mundssyni Tjarn- arkoti Njarð- víkum ........ — 500,00 — Njarðvíkurkirkju til minningar um Jórunni Ólafsd. — 2.000 00 — Ónefndri konu í Hafnarfirði .. — 100,00 — Til minningar um látinn ástvin frá hjónum í Kvik — 1.000,00 — Ólafj Ólafssyni og frú Skólavörðu- stíg 42 Rvík til minningar um foreldra hans Kristínu Sigurð- ard. fæd 30. nóv. 1854, dáin 7. apríl 1942 og Ólaf Sæ- mundss. fæddur í júlí 1854, dáinn 23. júlí 1912 ,frá I.ióakoti í Gerða- hreppi......... —10.000,00 Kr. 34.300,00 Sóknarnefnd Útskálasóknar þakkar öllum/sem unnu að und- irbúningj hundrað ára afmælis- hátíðar Útskálakirkju, og einnig öllum þeim, sem tóku þátt í há- tíðahöldunum þennan dag, og þar með stuðluðu að því að þessi há- tíð mætti verða hin veglegasta, og söfnuðinum ógleymanleg. Og fyrir hönd safnaðarins þakkar hún gefendum fyrir þær miklu gjafir er kirkjunni bárust, og óskar að rætast megi á þeim orð skáldkonunnar, að „hvenær sem hjartað gefur gjöf, hefir gjöfin því sjálfu bætzt“. Sóknarnefnd Útskálasóknar Sigurbergur H. Þorleifsson, Jóhannes Jónsson. Jón Eiríksson. • Minnizt dýranna Sigurlaug Björnsdóttir frá Veðramóti sendir okkur hug- vekju um dýrin. Það er sannarlega gott og gleðilegt að heyra, hve allir eru á einu máli um það að hlynna beri að litlu snjó- tittlingunum okkar, og sjá þeim fyrir matbjörg með sam skotum og góðum vilja, er harðnar í ári. Það er ósköp auðvelt og fyrirhafnarlítið að kasta út til þeirra lúku af einhverjum kornmat, brauð- molum og öðru því, er ein- Iægt fellur til á heimilum, og vonandi eru fáir svo snauðir hér í bæ, að það muni þá nokkru. Litlu fuglarnir eru um allan bæinn, svo þessi fóðrun þyrfti að fara fram frá sem flestum stöðum. Sýn- ist manni líka, að svo gæti orðið, jafnvel án allra sam- taka eða samskota. En góðir borgarar þessa bæjar ættu að minnast þess, að á ísiandi eru mörg svelt- andi dýr, er vetur gengur í garð; aðeins innan Reykjavík- urbæjar eru næg verkefni fyrir þá er liðsinna vilja einu og öðru dýri. Fuglarnir á tjörninni eiga held ég enga sældardaga, dúfurnar höggva í harða götuna eftir lífsbjörg, sem þar er þó enga að fá eða finna, sauðkindur, hænsni, kanínur o. fl. skepnur, er þó. teljast sem bústofn manna og eign, eru ekki alls staðar sér- lega vel haldnar. Sé svipazt um út um landsbyggðina og gluggað í þær fregnir, - er þaðan berast, þá undrast gam alt sveitafólk þá tilhögun, að í byrjun jólaföstu dreifir bú- peningur bændanna sér frjáls og algjörlega eftirlitslaus um fjöll og Óbyggðir landsins með þeim afleiðingum, er kunnar eru orðnar. Það telst varla til tíðinda lengur þótt nokkr- ir tugir eða hundruð kinda grafist í fönn og séu dregnar þaðan dauðar og 'hólfdauðar eftir nokkra daga eða vikna dvöl í því víti. Það getur tæp- ast verið, að menn geri sér grein fyrir því, hvílíka nauð þessar skepnur líða; þær eru nefnilega ekki bara peningar og verðmæti. Það er fárazt yf- ir eignatjóni og erfiðleikum, eins og venjulega, og skal úr hvorugu dregið, en maður bara spyr: Eru slíkir atburð- ir sem þessir óumflýjanlegir, ár hvert? Er þá ekkert öryggi i hinum síendurteknu veður- fregnurn eða gefa menn þeim ef til vill ekki þann gaum sem skyldi? Hér finnst manni þó töluvert liggja við. Og hvað með hrossin, stóð og ekki-gæðinga. Það er oft mörg um orðum eytt um það, sem minnu varðar, því sannleik- urinn er sá, að enn sem fyrr hangir líf íslenzka hestsins á bláþræði, beri eitthvað útaf með veðurfar. Þrátt fyrir nefndir og ráð, sýningar— brask utanlands og innan, ráðunauta, tímarit og alls konar skrautlegt hjal, þá virð ist samt hafa verið byrjað á öfugufn enda, og hin land- læga, smánarlega meðferð Ihins almenna þarfa þjóns ætla að halda velli. Villikettir Minnist maður bágstaddra dýra, bregður fljótlega fyrir mynd hins heimilislausa villta kattar, sem er aumastur allra og aumkunarverðari, en flest önnur dýr. Hungruð og hrjáð og illa séð rölta þessi umkomu lausu dýr umhverfis okkar hlýju híbýli. Ekki skal það rakið 'hér, hvernig þetta á- stand 'hefir upphaflega orðið til, eða þessi 'stétt katta, en það eitt er víst, að þeir eiga fullan rétt og kröfu til sam- úðar okkar og liðsinnis. Kisu litlu hentar ekki villt líf og útigangur; hennar rétti stað- ur er innan veggja heimila okkar, þar sem henni er látin í té góð aðhlyrming, nægur matur ,og hreint, þurrt og hlýtt ból. Hér á norðurslóðum er hún alls ófær um að bjarg ast á eigin spýtur; allan vet- urinn má segja, að henni séu allar bjargir bannaðar, og sumarið er henni svo sem ekki heldur nein paradís. Einnig þá hrekst hún fyrir regni og vindi ,matbjörg eng- in eða óviss, nema illa feng- inn fugl endrum og eins. Kött urinn, einkum hinn villti, er ákaflega óframfærið og óáleit ið dýr; hann mun frekar bíða dauða síns í skotum og húsa- sundum, en að drepa á dyr mannanna sér til bjargar. Við og við finnast þessir útlagar frosnir í hel í ruslatunnum bæjarbúa, er þeir þar hafa leitað sér ætis. Illa meðfarin og óhamingju söm dýr eru ætíð sorgleg sjón, og sneplóttur, kalinn og soltinn flækingsköttur, er átakanlegt fyrirbrigði. Það er hörmulegra en orð fái lýst að fylgjast með æfikjörum þessara dýra, og að ekki skuli með neinu móti mega takast að ráða bót á þessum óskemmtilega þætti bæjar- lífsins. Eins og ástandið er nú vil ég í nafni allra dýra- vina, biðja fólk nú fyrir þessi jól og helzt alla tíð að hugsa til þessara illa stöddu sam- ferðafélaga okkar. Flest eru þessi dýr í námunda við mannaibústaði, svo auðvelt er að liðsinna þeim. í hverju hverfi og hverri götu mætti gefa þeim út í afdrep, eða stóran kassa, mjólk, graut, smáfisk, og annað, er kann að vera fyrir hendi. Börnum heimilanna væri líka hollt að minnast þess, nú í allri jóladýrðinni, að í þessum um komulausa hóp, eru mörg lít. il kisubörn, sem hafa allar þarfir barnsins fyrir vináttu og hlýju, skemmtun, mat og helzt húsaskjól. Því fremur munu þau mega njóta allra þeirra margvíslegu gæða, er þeim falla í skaut, að þau rétti hjálparhönd litlu dýrunum, er svo sárlega fara alls góða á mis. • Austanrok í Páli? Egilil Jónasson, biður Vel- vakanda, að senda lokaorð sín til „Veðra-Páls“: Bilar kjarkur. bogna hné, bezt að ljúka máli. Útlit fyrir að það sé, austanrok í PálL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.