Morgunblaðið - 22.12.1961, Side 12

Morgunblaðið - 22.12.1961, Side 12
i 12 J MORGVTSBLAÐIÐ Föstudagur 22. des. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lésbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. t Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LIÐUR í ÁRÓÐURSHERFERÐ KOMMÚNISTA ITarla líður sá dagur, að " húsbændur „Þjóðviljans“ í Moskvu reyni ekki að nota blaðið í baráttu sinni og nú síðast í herferðinni gegn þeim mönnum, sem starfa fyrir lýðræði og þá sérstak- lega þeim, sem á einhvem hátt eru tegndir Atlantshafs- bandalaginu. — Það kom því engum á óvart, þeg- ‘ar Þjóðviljinn réðst nú fyr- ir skömmu á Hirschfeld, sendiherra Þjóðverja á Is- landi, og ýmsa aðra fulltrúa Bonnstjórnarinnar í NATO- ríkjum. Reynir Þjóðviljinn, eins og önnur kommúnista- blöð, að stimpla menn þessa nazista og ofbeldismenn, þó grundvöllur sé ekki fyrir þeim fullyrðingum, eins og skýrt hefur komið fram, m. a. í samtali Hirschfeld við Morgunblaðið. Þar segir sendiherrann m. a.: „Þar (í Slésvík-Holstein) vann ég við landbúnaðar- störf fyrst í stað, en eins og yður er kunnugt, beittu hin vestrænu hernáms- veldi sér mjög fljótlega fyr- ir því, að komið yrði á lýð- ræðislegum stjórnarstörfum í Þýzkalandi. Brezka hernáms- stjórnin benti þá á mig til að aðstoða við að koma aftur á fót lýðræðislegri héraðs- stjóm í heimahéraði mínu og var ég síðan kosinn sýslu- maður. Aður kom ég fyrir rétt, eins og allir þeir Þjóð- verjar, sem tóku við ábyrgð- arstöðum eftir styrjöldina, því enginn fékk að taka við embætti, nema hann stæðist ströngustu yfirheyrslur. Auð- vitað stóðst ég þessar yfir- heyrslur og á erfitt með að skilja að ég skuli nú þurfa að greina frá þessu svo mörg tun árum síðar, hér uppi á íslandi.“ thyglisverð eru þau orð sendiherrans, þegar hann segist ekki trúa því, að níð- ingsgreinar eins og þær, sem birtast annað veifið í Þjóð- viljanum séu teknar hátíð- lega á íslandi. Hann segir: „Þó á ég erfitt með að trúa, að níðgreinar og lygar á borð við þær, sem kommúnista- blaðið hafði fram að færa í gær, geti skotið rótum í ís- lenzku lýðræði." Það er rétt að slíkur mái- flutningur fellur ekki í frjóa jörð, þar sem ísland er. Hinu skulum við ekki gleyma, að okkur er nauðsynlegt að vera á verði gagnvart málpípum Moskvuvaldsins, okkur er nauðsynlegt að láta þeim ekki haldast uppi að bera rangar sakir á þá menn, sem vinna að því af einurð og dugnaði að hefta útbreiðslu kommúnismans. Þjpðviljinn lætur að því liggja, að Hirschfeld sem embættismaður þýzka ríkis- ins beri ábyrgð á glæpastefnu Hitlers og þýzku nazistaklík- unnar. Auðvitað tekur eng- inn mark á slíkum aðdrótt- unum, eða vill Þjóðviljinn svara því, hvort hann telur að embættismenn Sovétríkj- anna, t. d. sendiherra þeirra hér á landi og aðrir starfs- menn sendiráðsins, hafi bor- ið ábyrgð á þeim glæpaverk- um, sem Krúsjeff hefur nú lýst yfir, að Stalin og aðrir leiðtogar Sovétríkjanna hafi stundað árum saman? AÐSTOÐ KOMM- ÚNISTA VIÐ NAZISTA T¥ins vegar eru ummæli Hirschfelds sendiherra um griðarsáttmála Rússa og Þjóðverja 1939 hin athyglisverðustu. Sendiherr- ann var þá í utanríkisráðu- neytinu í Berlín og þekkti andrúmsloftið vel. Hann átti að vísu engan þátt í þessum samningum, en heyrði á tal manna og átti auðvelt með að mynda sér réttar skoðanir af því sem var í deiglunni. Að vísu var aðstaða sendi- herrans ekki sem bezt, þar eð hann hafði mest samband við þá menn, sem vildu Hitl- ersstjórnina feiga, eins og Bernd von Haeften, sem vár mikill og góður vinur hans, en var tekinn af lífi í hreins- ununum eftir hið misheppn- aða tilræði við Hitler 1944. „Tilræðismenn" hugðust gera hann að ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu eða ut- anríkisráðherra, en í staðinn lenti hann í gálganum, vegná þess hve illa tókst til. Yon Haeften var góður vinur Hirschfelds alla tíð og hafði auk þess náin og vinsamleg tengsl við von Stauffenberg, þann sem frægastur varð fyrir að koma sprengjunni undir borðið, þar sem Hitler stóð. Slíkir menn, andnazist- ar og unnendur lýðræðis, voru samstarfsmenn sendi- herrans og beztu vinir. En þó að þeir berðust gegn Hitlers- stjórninni af veikum mætti, áttu þeir hægt um vik að fylgjast með áformum valda- mannanna í þeim stöðum sem þeir voru. Þannig segir sendi herrann m. a. um fyrrnefnd- Menntaskólanemi vann ritgerðasamkeppni og fær 3 mán. dvöl í Bandaríkjunum Keflavíkurflugvelli, 20. des. Á T J Á N ára menntaskóla- nemi flaug til New York sl. nótt í boði Pan American flugfélagsins. Þetta var Rögn valdur Hannesson frá Höfn í Hornafirði, sonur hjónanna Sigurbjargar Þorleifsdóttur og Hannesar Erasmussonar, sjómanns í Höfn. Rögnvald- ur, sem er nemandi í 5. bekk American, þriggja mánaða dvöl í Bandaríkjunum á vegum ameríska stórblaðsins New York Herald Tribune. Pan American mun í ár fljúga 26 unglingum víðs vegar að úr heiminum til New York. Þar munu ungl- ingarnir búa á bandarískum heimilum, sækja tíma í menntaskólum og skoða söfn og sögulega staði. Ennfrem- ur mun unglingunum gefast færi á að ræða við banda- ríska stjórnmálamenn. Ungl- ingarnir munu koma fram í sérstökum sjónvarpsþáttum og ræða þar áhugamál sín og vandamál æskunnar í heim- inum í dag. Fréttamaður Mbl. ræddi nokkra stund við Rögnvald. Kvaðst hann hyggja gott til ferðarinnar. Einkum taldi hann að þar sem hann hefur mikinn áhuga á alþjóðasam- vinnu og friðsajnlegum sam- skiptum þjóða, þá gæfist hér gullið tækifæri til að kynnast jafnöldrum og fram- andi þjóðum með ólík sjón- armið. Taldi hann m.a. að fróðlegt vrði að heyra Jo- hannes van der Horst frá S- Afríku ræða við Bolagi Ak- inwade Akinyemi frá Nigeríu eða Zao Duz Thaz frá Viet Nam. Rögnvaldur er ljós yfirlit- um og Islendingslegur í út- liti. Hann hefur góða og frjálsmannlega framkomu og virtist óvenju margfróður af svo ungum manni að vera. Þar sem Rögnvaldur fer er áreiðanlega góður fulltrúi ís- lenzkrar æsku á ferðinni. — B. Þ. Heílsuvernd HEILSUVERND tímarit Náttúru lækningafélags íslands, er ný komið út. Ritstjórinn Bjöm L- Jónsson læknir, skrifar þar um heilsulindir í Þýzikalandi, ungfrú Anna Matthíasdóttir skýrir frá reynslu sinni af heilsufarbreyt- ingum á leiðum náttúrulækninga. Sagt er frá rannsóknum á tann skemmdum meðal frumstæðra þjóða, frá krabbameini í silunga klakstöðvum í Ameríku, athug un á kransæðastíflu í Japan og á nikótíni og kolsýringi i blóði og Rögnvaldur Hannesson við brottförina. >Menntaskólans á Akureyri, >sigraði í ritgerðarsamkeppni' ’menntaskólanema, sem hald-A >in var á vegum menntamála-x Jráðuneytisins og bandaríska^ >sendiráðsins. Ritgerð Rögn- . valds var um gildi alþjóða- Jsamvinnu og hlýtur hann að >launum, auk flugferðarinnar. >til New York á vegum Panf §X§X§>^»<§►^><3»<§X§><$>^><^^<§><^3X$>^><§><$><§><§>^>^, Félagslíf Skíðaferðir um hátíðarnar verða sem hér segir: Jóladag fcl. 4 e.h. Annan í jól- um kl. 9 fh. og leh. Miðvikud. 27. des. 1961 kl. 9 fh. og kl. 1 og 6 eh. Fimmtud. 28. des. 1961 kl. 9 fh. og kl. 1 og 6 eh. Föstud. 29. des. 1961 kl. 9 fh. og kl. 1 og 6 eh. Laugard. 30. des. 1961 kl. 2 og 6 eh. Sunnud. 31. des. 1961 kl. 9 fh. og kl. 1 og 6 eh. Mánud. 1. jan. 1962 kl. 9 fh. og kl. 1 eh. Skíðafólk klippið auglýsingu þessa út þar sem hún er ekki endurtekin. Skíðafélögin í Reykjavík. mjólk reykjandi mæðra. Þá eru rakin málaferli gegn þýzkum lækni, fyrir að hafa átt óbeinan þátt í dauða krabbameinssjúkl- ings. Nokkrar uppskriftir eru í heft inu eftir ungfrú Pálínu Kjartans dóttur matreiðslukonu á Heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins og ý^nsan annan fróðleik er þar að finna. an griðasamning milli Rússa og Þjóðverja: „Ef kommúnistamálgögnin hefðu verið jafngóð andnaz- istísk málgögn 1939, þegar Stalin og Hitler gerðu samn- inn fræga sín á milli og þau þykjast nú vera, þá veit ég að margt hefði farið öðru vísi í heiminum en raun varð á. Líklega hefði styrjöldin aldrei skollið á og ég efast um að Gyðingaofsóknirnar hefðu orðið eins djöfullegar og raun bar vitni. Samning- urinn milli Rússa og Þjóð- verja, sem Þjóðviljinn fagn- aði á sínum tíma, veitti Hitl- er svigrúm til að ráðast á lýðræðisþjóðirnar í vestri ... Hitler og nazistarnir voru hæstánægðir með framgang þessara mála. Það er okkur vel kunnugt, sem störfuðum í utanríkisráðuneytinu á þeim tíma. Við horfðum upp á þessi ósköp vart trúandi okk- ar eigin augum.“ Deutsche Weihnachtsgottesdienste Katholischer Weihnachtsgottesdienst am 1. Weih- nachtstag, dem 25. Dezember 1961 um 15,30 Uhr in der katholischen Christkönigskirche Landakot in Reykjavik. Die Weihnachtsmesse mit Ansprache halt Herr Pater A. Mertens. Es wird eine Gemeinschaftmesse abgehalten. * Evangelischer Weihnachtsgottesdienst am 2. Weihnachtstag, dem 26. Dezember 1961 um 14 Uhr in der Domkirche in Reykjavik. Die Weihnachtsandacht hált Herr Dompropst Jón Auðuns. — Der Chor der Domkirche singt deutsch® Weihnachtslieder. — An der Orgel: Herr Dr. Páll ísólfsson. * Die Gottesdienste werden nicht im Rundfunk iibertragen. — Uber eine rege Beteiligung wurde ich mich sehr freuen! Hans-Richard Hirscfeld Botschafter der Bundesrepublik Deutschland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.