Morgunblaðið - 22.12.1961, Page 24

Morgunblaðið - 22.12.1961, Page 24
2 DACAR TIL JÓLA 2 DAGAR TIL JÓLA 291. tbl. — Föstudagur 22. desember 1961 555555!SfiSSSSSÍ 39 síldarbátar fengu 32.550 tu. SkeríadýpSssildin fór í bræðslu, hin í salf og frystingu > Grafið úr fðnn eftir 21 dag UNDANFARNAR nætur hefur verið mikil síld á tveimur stöð- um, út af Snæfellsnesi og í Skerjadýpinu. — l'm 7 leytið í gærkvöldi átti blaðið tal við Jón Einarsson, skipstjóra á Fann- eyju, sem var staddur út af Snæfellsnesi. Voru bátar þar í talsverðri síld, 50 mílur vestur af Snæfellsjökli. Var sildin góð, en stóð djúpt. Jón sagði að þar væri ágætt veður og bjóst hann við að bátamir mundu allir verða komnir aftur á miðin seinni hluta nætur. 1 fyrrinótt fengu 7 bátar 5050 tunnur á þessum slóðum: Sig- urður AK 1300, Pétur Sigurðs- ÞESSAR tvær myndir bárust blaðinu í gær norðan af Hóls- f jöllum, en þar voru þær tekn ar um miðjan mánuðinn. Önn ur myndin sýnir hundinn Týra frá Grundarhóli þar sem hann er að byrja að grafa sig nið- ur á lamb sem er í fönninni. Annar hundur stendur hjá og fylgist með. Brátt tekur svo maðurinn við og brýtur hjarn helluna ofan af lambinu og það sjáum við svo á hinni myndinni niður í snjóhúsinu sírwu, en þar mátti það dúsa i 21. dag. Bjargvætturinn Týri stendur skammt frá. Lambið hafði þá misst jórt- ur en því var hægt að bjarga með því að taka jórtur úr kú og gefa því. Lambið er nú við sæmilega heilsu. Sagt er að kind missi jórt- ur þegar bakteríugróðurinn er dauður í vömb þess eða að minnsta kosti óstarfhæfur. Einnig verður þetta ef vömbin tæmist um of. Sá gróður get- ur ekki lifað eftir að kolvetn- in í vömbinni eru brunnin upp. Þá geta kindur einnig misst jórtur við að innýflin lamist. Jórtrið er síðan tekið úr öðru jórturdýri, kind eða kú þegar sú skepna er að jórtra.. Gripur maður þá tugg una úr skepnunni og gefur hinrn sjúku hana og er þar með fenginn bakteríugróður í vömbina a ný. Jafnframt er svo hinni sjúku skepnu gefið fóður og getur þá meltingin hafizt. Myndir þessar tók frétta- ritari blaðsins á Hólsfjöllum, Víkingur Guðmundsson á Grundarhóli. Læknar höfnuðu í FYRRADAG var haldinn fjöl- mennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur og rætt samnings- tilboð frá Sjúkrasamlagi Reykja víkur varðandi kjör lækna. Ar- inbjörn Kolbeinsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, tjáði blaðinu í gær, að tilboðið hafi á fundinum þótt með öllu óað- gengilegt og yfirleitt hafi það komið læknum á óvart hve lágt það var. Var þessu tilboði Sjúkra samlagsins því hafnað. Á fundinum í Læknafélaginu var svo lagður grundvöllur að nýjum hugmyndum til samkomu lags og jroru þær tillögur lagð- ar fyrir fund samninganefnda beggja aðila síðdegis í gær. Gátu fulltrúar Sjúkrasamlagsins að sjálfsögðu ekki tekið afstöðu til þeirra þar. En Arinbjörn sagði að viðræður mundu halda áfram á þeim grundvelli. Ekki hefur þó enn verið boðaður annar fund ur. Um áramót falla bráðabirgða- lögin varðandi læknadeiluna úr gildi, sem kunnugt er. og er allt í óvissu um hvernig úr rætist. Harmleikur KAUPMANNAHÖFN, 21. des. — Danskur bóndi banaði í dag konu sinni og sjö ára dóttur með riffli — og framdi siðan sjálfsmorð. Astæoan var fjárhagskröggur. son 850, Sigrún 1000, Valafell 900, Stapafell 350, Steinunn frá Ólafsvík 400 og Súlan 250. — Flestir bátarnir voru þó í Skerja dýpinu og fengu góða veiði, en lélegri síld og fór mest af henni í br.æðslu. Alls fengu þar 32 bátar 27.500 tunnur: Eldborgin 1300, Jón Gunnlaugs 900, Stuðla berg 1200, Auðunn 1400, Fagri- klettur 900, Pálína 1500, Fák- ur 1000, Bergvík 1000, Guðm. Þórðarson 900, Þórkatla 1200, Hrafn Sveinbjarnarson 900, Keil ir 900, Ingiber Ólafsson 1300 og Jón Finnsson 1000. •i Betri síld undan Jökli Til Reykjavíkur komu í gær 20 bátar. Bárust á land 1250 tunnur af Skerjadýpinu, en 1850 undan Jökli. Fór sú fyrrnefnda í bræðslu, en sú sem veiddist út af Snæfellsnesi í söltun og fryst ingu. Fréttaritarar blaðsins símuðu eftirfarandi: j Akranesi, 21. des. — Hring- nótabátamir héðan voru allir suður í Skerjadýpi, suður og út af Eldey, nema Sigrún, Sigurð- ur AK og Farsæll, sem köstuðu undan Jökli. Hellingssíldveiði var í nótt og blíðuveður, nema svolítið kul í gærkvöldi. « Hingað komu 7 bátar með samtals 6250 tunnur. Mestan afla hafði Sigurður AK 1250, næsthæstur var Fiskaskagi með 1100, þá Sigrún 1000, Keilir 900, Höfrungur I og Farsæll 700 tn. hvor og Sveinn Guðmundsson 600 tunnur. Anna kemur ekki inn, en er með 400 tunnur um borð. Þar með er haustsíldarafl- inn orðinn 105 þús. tunnur. —- Vélbáturinn Reynir er nú- loks kominn í lag og fer út á veiðar ásamt hinum í dag. — Oddur. Framh. á bls. 3. Lánið til hitaveitufram- kvæmda tryggt GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, skýrði frá því á bæj- arstjórnarfundi í gærkvöldi, að fulltrúar þeir, sem bær- inn sendi utan til samninga við Alþjóðabankann um lán til hitaveituframkvæmdanna, hefðu komið heim í gær og flutt sér þau ánægjulegu tíð- indi, að Alþjóðabankinn hefði lofað 2 milljón dollara láni til að framkvæma þá áætlun bæjarstjórnar að ljúka hitaveituframkvæmd- um í öll hverfi bæjarins á næstu fjórum árum. Lán þetta, 86 millj. kr., nægir fyrir öllum erlendum kostnaði við framkvæmdirn- ar og er sú upphæð, sem farið var fram á við bank- ann. En jafnframt hefur að undanförnu verið unnið að útvegun þess innlenda fjár- magns, sem þörf er á, og upplýsti borgarstjóri að mjög góðar horfur væru á því að það fé fengist í tæka tíð til að unnt yrði að ljúka fram- kvæmdunum samkvæmt á- ætlun. Fyrr á fundinum haíði Guð- mundur Vigfússon, bæjarfulltrúi kommúnista, fjargviðrazt yfir því að borgarstjóri skyldi senda íulltrúa sína utan til að hraða lántökunni, án þess að hafa um það samband við sig! Virtist hann telja ástæðulítið að hraða lánsútvegun til hitaveitufram- kvæmdanna. Hvimleiðir kínverj ar MIKIÐ af kínverjum virðist nú vera í umferð eins og oft á þess- um árstíma. Unglingar kasta þessu-m kínverju-m gja-rnan 1 Miðbæn-um vegfarendu-m til ama og hrellingar. Eru einkum tvær -tegundir í umiferð, Bandit og Camel. Það er kunnara en frá þurfi að skýra að sala kínverja er bönnuð hér. Lögreglan teinir þeim tilmælu-m til foreldra að hafa auga með því hvort ungling- ar hafa slíka kínverja í fórum sínum, og gera þá upptæka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.