Morgunblaðið - 23.12.1961, Page 2

Morgunblaðið - 23.12.1961, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. des. 1961 Harður árekstur á Skúlagötu í gær NOKKRU eftir klukkan átta í gærmorgun varð harður árekst- ur á milli Volkswagenbíls og stiætisvagrns við innkeyrsluna að benzínstöð BP að Klöpp við Skúlagötu. Volkswagenbíllinn stórskemmdist við áreksturinn og má að heita ónýtur og öku- maður hans, Jón Halldór Þór- arinsson, Snorrabraut 36. meidd- ist nokkuð, en meiðsiin voru ekki talin alvarlegs eðlis. Nánari atvik voru þau að Volkswagenbíinum R 10622 var ekið vestur Skúlagötu og var bcygt til hægri að innkeyrslunni að þvottaplani og smurstöð BP að Klöpp. í>á bar að strætisvagn- inn R 6739, sem var á leið austur Skúlagötu. Strætisvagnsstjórinn s e g i s t hafa hemlað er hann sá að Volkswagen bíliinn beygði, en tóikst ekki að forða árekstri. Rakst vinstra framhorn strætis- vagnsins framarlega á vinstri hlið Volkswagenbílsins og gekk talsvert inn í bílinn. Framendi Volkswagenbilsins kastaðist til við höggið og skulhi þá aftur- endi hans og hægra framhorn st' ætisvagnsins saman. ökumaður Volkswagenbílsins meiddist nokkuð við áreksturinn eins og fyrr greinir. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna en meiðsli hans munu ekki alvar- legs eðlis. Fljótt á litið virðist Volks- Nýr bátur til Stykkishólms STYKKISHÓLMI, 22. des. — í gærmorgun bættist Stykkis- hólmsflotanum bátur. Er það mótorbáturinn Hafbjörg frá Vest mannaeyjum, 65 tonn að stærð, en bátinn hefur Sigurður Ágústs- son útgerðarmaður keypt hing- að — Fréttaritari. — Fjárhagsáæflun Framhald af bls. 1. Komu þeir víða við í ræðum sínum, en hér verður ekki unnt að skýra frá nema örfáum atrið- um, sem þar komu fram. ★ Vegna tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar um, að bærinn keypti eiirn togara, var á það minnt, að árið 1958 lögðu fulltrú- ar Alþýðubandalagsins til, að Reykjavíkurbær keypti 6 af þeim 15 togurum, sem vinstri stjórrtin. þóttist vilja kaupa til landsins, en urðu þó aldrei til nema á papp- ímum. Síðan vinstri stjórnin sveik þetta loforð sitt hafa bæj- arfulltrúar Alþýðubandalagsins þó ekki séð ástæðu til, að Reykja- víkurbær keypti nema einn tog- ara. ★ Vegna tillögu Alfreðs Gíslason- ar um athugun á rekstri bæjar- stofnana var á það bent, að í umræðum um þessi mál hafa full trúar Aiþýðubandalagsins aldrei geta bent. á neitt, sem til sparn- aðar gæti orðið og falla órök- studdar Og haldlausar fullyrðing- ar þeirra um óráðsíu í bæjar- rekstrinum þannig um sjálfar sig. ★ Vegiia tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar um úrbætur á „umferðaröngþveiti við höfn ina“ var á það bent, að þessi sami bæjarfulltrúi, er tíðum situr Jiindi hafnarstjórnar sem varamaður, hefur hvorki fyrr né síðar hreyft þar neinum til lögum til úrbóta í þessum efn- um. Ef bæjarfulltrúanum lægju slíkar tillögur hinsveg- ar mjög á hjarta, er þar þó rétti vettvangurinn fyrir þessi hugðarefni hans. Tillögnflutn- ingur hans í bæjarstjóm sýnir því, að hér er aðeins um sýnd- aráhuga í áróðursskyná rétt fyrir kosningar að ræða. wagenbíllinn stórskemmdur. — jafnvel ónýtur. en litlar skemmd in var að sjá á strætisvagninum. Nokkrir farþegar munu hafa verið í strætisvagninum, en þeir voru á brott er lögreglan kom á staðinn. Rannsóknarlögreglan hef ur hug á að á tali af þessu fólki og er það vinsamlegast beðið að gefa sig fram. Bazar til ágóða fyrir orlofssjóð FYRIR skömmu efndu konur þær, er dvöldu að Laugarvatni á vegum Orlofsnefndar reykvískra húsmæðra til bazars í þakklætis- skyni fyrir veru sína þar og f.’rrðu orlofsnefnd reykvískra húsmæðra síðan að gjöf 10 þús. kr. í orlofssjóð, til að kosta nokkrar konur í orlof næsta sumar. Hefur orlofsnefndin beðið blaðið að færa orlofskonum hjartanlegt þakklæti fyrir þetta göfuga framtak og lofsverða dugnað. óskir til þeirra um gleði- leg jól. Eggert í skólana EGGERT STEFÁNSSON óperu- söngvari er sem kunnugt er af- kastamikill rithöfundur. Endur- minningar hans era nú komnar út í fjórum bindum og von er á fleirum. Eggert hefir lifað mestu umibrotatíma í sögu lands og þjóðar á þessari öld og tekið virkan þátt í frelsisbaráttu þjóð- arinnar. Eggert hefir góðan stíl, er skemmtilegur og léttur aflestrar og andinn er hreínn og heiðríkur. Nú fyrir jólin hafa nokkrir af vinum Eggerts keypt ritverk hans og sent þau ýmsum helztu menntastofnunum víðsvegar um landið. Er það vel og góð jólagjöf fyrir skólaæsku landsins. washington, 22 desember. BANDARÍKJAMENN sprengdu litla kjarnorkusprengju neðan- jarðar í Nevada-eyðimörkinni í dag. Ekkert geislavirkt ryk mældist á yfirborði jarðar. Now York, 22. desember. U THANT hefur þegið heim- boð ungversku stjórnarinnar, en óákveðið er hvenær förin verður farin. [ A/A /S hnútar [ y SV 50 hnútar ¥: Snjókoma > 06i 7 S/rúrir K Þrumur 'WS& Kutíoíkil Hihskit H Hmt 1 L Lctai Dularfullur hnöttur Point Arguello, 22. des. BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft nýjum gervihnetti, en ekki var gefið upp hverrar gerðar hann er. Hermálayfir- völd sögðu, að í hnettinum væri leynilegur útbúnaður- Kemur mönnum þá fyrst í hug, að hér sé um að ræða nýjan „njósnahnött“ og full- komnari en þá fyrri, en Banda ríkjamenn hafa áður skotið á loft hnöttum sem taka myndir af yfirborði jarðar og senda þær jafnhraðan þráðlaust til bandariskra móttökustöðva. Um hádegið í gær náði við- áttumikið háþrýstisvæði, 1020 til 1025 millibar, frá Norður- löndum og vestur yfir fsland og Grænland. Grann lægð var austan við Jan Mayen á hreyf- ngui austur eftir, en stórt lægðarsvæði suður undan, frá Biskayaflóa til Labradorskaga. Á Norðurlandinu var 4—8 st. frost en vJðast 3—4 st. hiti á Bretlandseyjum og íslandi. Hlýjasti staður á kortasvæð- inu var Brattahlíð á Græn- landi með 12 st. hita. Var það að sjálfsögðu hnúka þeyr í A- átt, Á NA-Grænlandi var 15 til 30 st. frost. Era ekki Konf- ur á verulegum veðurbreyt- ingum hér á landi — nema smá lækkandi hitastigi. Miklir flutningar Undanfarna daiga hefir mikið verið flutt loftleiðis innanlands og hefir verið fært til allra áætl- unarstaða Flugfélags íslands nema Kópaskers. en þar er flug- völlurinn ófær vegna bleytu. í gær voru flognar tvær ferðir til Akureyrar, tvær til ísafjarðar, og ennfremur til Vestmannaeyja, Egilsstaða og Þórshafnar. í dág fer Viscountflugvélin „Gullfaxi" tvser ferðir til Akur- eyrar; Ennfremur verða tvær ferðir til Hornafjarðar í dag og ein ferð til ísafjarðar Véstmanna eyja og Fagurhólsmýrar. í dag er síðasta ferð „Faxanna" Jólablað Hamars HAFNARFIRÐI: — Jólablað Hamars er komið út allfjölbreytt að efni. Ma þar m. a. til nefna grein um St. Jósefsspítala með allmörgum myndum og grein um frú Ingibjörgu ögmundsdóttur símstöðvarstjóra og grein eftir Sigurjón Gunnarsson. Er blaðið 50 biaðsíður og allfjölbreytt að efni með fjölda mynda, sem Sveinn Þormóðsson hefir meðal annars tekið. — Er þetta jólablað Hamars serlega vandað í alia staðL Bankarnir í dag BANKARNIR hafa opnar af- greiðslur fyrir hlaupareiknings- og sparisjóðsviðskipti í dag, laug- ardaginn 23. desember kl- 5—8 síðdegis, auk venjulegs afgreiðslu tíma, eins og hér segir: LANDSBANKINN, Austurbæj- arútibú, Laugavegi 77. Vega- mótaútibú, Laugavegi 15. BÚNAÐARBANKINN, Austur- bæjarútibú, Laugavegi 114, Mið- bæjárútibú, Laugavegi 3. ÚTVEGSBANKINN, Spari- sjóðsdeild aðalbankans við Lækj- artorg, Útibú Laugavegi 105. Auk þess verður tekið við fé til geymslu á sömu stöðum af við- skiptamönnum bankanna, kl. 0,30 til 2.00 e.m. fyrir jól til og frá útlöndum. Cloudmasterflugvélin „Skýfaxi" fór i morgun frá Reykjavík til Glasgow og Kaupmannahafnar og kemur aftur til Reykjavíkur um miðnætti. Jól á Grænlandi. Tvær flugáhafnir Flugfélags Islands dveljast í Grænlandi yfir jól og nýár. í Narssarssuaa er áhöfn ,.Sólfaxa“, flugstjóri Aðal- björn Kristbjamarson og í Syðra Straumfirði er áhöfn „Nýfaxa“ (leiguflugvélarinnar) flugstjóri Jón Jónsson. Þessar flugvélar eru báðar væntanlegar heim eftir ára mótin til skoðunar og álhafna- skipta. Bíl stolið í fyrra- kvöld Ekið á felgunni til Hafnarfjarðar f FYRRAKVÖLD var fólksbíl stolið í Njarðvíkunum og ekið til Hafnarf jarðar þar sem bíllinn var skilinn eftir stórskemmdur. Eigandi bílsins og kona hans höfðu farið inn í hús í Njarðvik- unum, en skömmu eftir að þau komu inn, heyrði eigandinn að bíllinn var ræstur og ekið á brott. Var það strandaglópur einn drukkinn frá Reykjavík, sem orð- ið hafði eftir á staðnum, og tóik hann bílinn traustataki. Móts við Rauðhóla, milli Straums og Hvassaleitis, sprakk á afturhjóli bílsins, en þjófur- inn hélt áfram engu að síðúr. Innan tíðar vöðlaðist dekkið af, en enn ók þjófurinn, og komst tií Hafnarfjarðar akandi á felgunni. Var bíllinn þá stórskemmd'ur orð- inn. j f Hafnarfirði fékk þjófurinn sér leigubíl til Reykjavíkur, en þar var hann handtekinn í gær- morgun- Hafði hann einnig stolið 706—800 kfónum úr innkaupa- tösku í bílnum og eytt nokkru al því fé. Hér er um ungan mann að ræða og hefur lögreglan áður haft afskipti af honum. Jólatré í Silfurtúni FRAMFARAFÉLAG Silfurtúns hefur látið setja jólatré á grund ina fyrir neðan byggðina. Um kl. 6 á sunnudagskvöld var kveikt á trénu með athöfn. Séra Biagi Friðriksson mælti nokkur orð til barnanna, og Karlakór- inn Þrestir í Hafnarfirði söng sálma. Rauð jörð fyrir norðan Prlns Valiant — ný unglingabók PRINS VALIANT heitir ný ung-1 riddarasögur okkar fjalla um, lingabók, fagurlega myndskreytt | enda eru það herskár menn og harðgerðir, sem hér koma við sögu. — Höfundarnir era tveir, Harold Foster og Max Trell, og teiknar sá fyrrnefndi myndirnar í bókina, þær eru 350 talsins og Sagan gerist á því tímaibili, er gefa sögunni mikla fyllingu. saga um norrænan prins, sem í æsku er hrakinn frá heimkynn- j um sínum og elst upp í Englandi. Valiant prins lendir í óteljandi ævintýrum bæði á sjó og landi. Akureyri, 22. des AKUREYRARBÆR hefir nú færzt í jólaskrúð og hafa jóla- skreytingar í búðargluggum og utan á húsum aldrei verið meiri. Sumsstaðar hefir verið komið fyr ir lituðum ljósasamstæðum á milli húsa þvert yfir götur. Þá er á nokkrum stöðum í bænum skrautlýst -jóiatré, svo sem við kirkjuna, barnaskólann og víðar. Umferð um bæinn hefir verið mjög mikil síðustu dagana og rrargt fólk komið úr nágranna- byggðum svo sem frá Dalvík, Húsavík Og Olafsfirði til þess að gcra jólainnkaupin hér. Hinsveg- ar er skólafóikið að mestu horfið úr bænum. Það hefir farið með skipum, flugvélum og bílum sið- ustu dagana til þess að halda jólin heima. Er því skólabærinn Akureyri íamennari af æskufólki en allur aðrar vikur vetrarins. Þegur gengið er um göturnar að kvölcii dags leggur út um Rússneski sendi- herrann víttur BONN, 21. des. — Vestur-þýzka utanríkisráðuneytið sakaði í dag rússneska sendiherrann í Bonn, Andrej Smirnov, um að hafa brotið alþjóðareglur, sem settar eru erlendum sendimönn- um. Var hér átt við ummæli Smirnovs þar sem hann sagði, að Heusinger hershöfðingi bæri ábyrgð á gyðingamorðunum á sama hátt og Eichmann. — Hef- ur v-þýzka utanríkisráðuneytið krafizt frekari skýringa af Smirnov, en hann kveðst vera veikur og ekki geta rætt málið. Hins vegar komi hann í utan- ríkisráðuneytið jafnskjótt og heilsan batni. glugga ilminn af nýbökuðu laufa brauði og hangikjötsilmur gæg- ist út um einstaka gátt, þar sem snemma er soðinn reynslubitinn fyrir Þorláksdag. Unglingar hafa dregið að sér efni í brennur í úthverfum bæj- arins og munu bálkestir loga víða um bæinn við áramót. Rauð jörð er hér um allt og skortir föl til þess að jólin fái sinn hvíta, íslenzka blæ. — St. E. Sig. — Kongó Framhald af bls. 1. taumana til þess að reyna að bjarga Tshombe. Bandaríski sendiherrann í Leopoldville, Guillion, bg aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ, Bunche, hefðu farið eftir beinum fyrirmælum Kennedys og sjálfir lagt drög að samningi þeirra Adoula og Tshombes. Var á Zorin að skilja að U Thant ætti líka stóra sök og sagði hann, að framkvæmda stjórinn skyldi athuga það, að hann væri aðeins ráðinn til bráðabyrgða. Fyrr í dag sagði Tshombe, að bandaríski sendiherrann hefði gengið einu skrefi of langt. Adoula svaraði þepsu á blaða- mannafundinum í Leopoldville I dag og sagðist sjálfur hafa gert frumdrögin að samkomulaginu löngu fyrir fimd þeirra Tshom- bes. Sagði hann ásakanir Tshom bes í garð Bandaríkjastjórnar furðulegar. Bandaríski sendi- herrann hefði þvert á móti komið prúðmannlega fram og á engan hátt farið út fyrir verk- svið sitt. Talsmenn stjórnanna í Lon- don, Brússel og Washington hafa lýst sig mjög ánægða með samkomulag Adoula og Tshom- bes. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.