Morgunblaðið - 23.12.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.12.1961, Qupperneq 3
Laugardagur 23. des. 1961 MORGIJNBLAÐIÐ 3 við hðfnina Bátarnir koma inn hver af öffrum drekkhlaðnir af síld. •— Er síldin stór? — í>ú sérð það jafn vel og ég, sagði Þorfinnur og benti á nokkrar, sem lágu á bryggj- unni. — Svona fet? — Svona 30 cm. Þorfinnur var orðinn spotzkur, svo Sveinn hnippti í fréttamann og hráðaði sér að Rifsnesi, sem lá drekkhlaðinn ■ við bryggjusporðinn. — Gleðileg jól, kallaði Þorfinnur í toveðju skyni. Þar voru fyrir Bjarni Jón- atanseon og Höskuldur Agn- arsson. Bjami sagði, að Rifs- nesið væri með um 1400 mál, og Höskuldur kvaðst ætla, að það mundi gera um 4000 kr. í hlut. Síldin færi öll í gúanó. Annars gengi vel að landa, 800 málum væri landað á tveim tímum. — Síldveiðin er engu síðri en að sumri til, sagði Bjarni. Jafnvel heldiur betri. Hún er svo jöfn. Er við gengum upp bryggj- una, stöldruðum við við mlb. Helgu. Hún hafði komið inn með 1700 mál. f dráttarrúm- inu stóð Egill Vigfússon í fiskhlaða. — Fiskurinn er flakaður og saltaður og seldur til Þýzka- lands, sagði hann. — Vilja þeir helzt þorsk í Þýzkalandi? — Svona komdu nú, sagði Sveinn við fréttamann. Þetta er ufsi, bölv.. asninn þinn. — H. B. Þetta er ufsi ..... í hátíðaskapi MENN VORU í hátíðaskapi niðri á Togarabryggju í gær. Ekki vegna þees, að jólin eru f Þorfinnur stúdent og háseti í nánd, heldur vegna þess, að bátarnir komu inn hver af öðrum drekkhlaðnir af síld. Fréttamaður Morgnblaðsins brá sér á staðinn í fylgd með Sveini Þormóðssyni Ijósmynd ara. Varð þar fyrst fyrir þeim, mb. Arnfirðingur II., sem komið hafði inn með 700 mál, og vár verið að landa síld úr honum í stóran flutningabíl úr Árnessýslu: — Hvert er ferðinni heitið? spurði fréttamaður bílstjór- ann. — Upp á Heklu. — Það kalía ég tíðindi. — Nei, ég meina í Þjórsár- dalinn. — Það kemur út á eitt. En hvað gera þeir við sild í Þj órsárdalnum? — Gefa hana kindum og kúm. Það er til jólanna. Þeir hafa alltaf verið vel kristnir í Þjórsárdalnum. Næst varð á vegi okkar mb. Pétur Sigurðsson. Þorfinnur stúdent og háseti stóð bros- andi við borðstokkinn og kvaðst ekki vita, hve aflinn hefði verið mikill. En löndun væri að Ijúka og það væri fyr ir mestu. — Og þá er haldið út að bragði? ■— Jó, og komið inn um þrjú leytið á rnorgun. Sækir jólaglaðning handa skepnum. á Scania Vabis Pétur Leifssori Yfir heimili þeirra rikti jafn- an sá friður og skilningur sem all ir kjósa sér beztan í lífinu. Ijósmyndari F. 6. apríl 1886. - D. 17. des. 1961. í DAG, hinn 23. desemfber verða jarðneskar líkamsleifar vinar míns Péturs Leifssonar ljósmynd ara jarðsettar. Pétur fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp hjá góðri og grandvarri móður sinni, frú Ingibjörgu Pétursdóttir, og var hann einkabarn hennar. Hann giftist frú Steinunni Bjartmarz, kennslukonu, og eignuðust þau hjón 2 börn enn ólu þessutan I upp einn fósturson. FRANSKIR og ENSKIR KARLMANNASKÚR n ýkomnir I Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17, Framnesvegi 2. Oss grípur hrygð er við frétt- um lát góðs vinar, enn jafnframt ber oss að fyllast þakklótssemi þegar sá hinn sami leysist frá þrautum langvarandi heilsuleys- is. Fyrstu kynni okkar Péturs urðu þegar við vorum báðir litlir dreng ir og milli okikar skapaðist brátt sú vinátta sem aldrei heifur þorr- ið, heldur þvert á móti farið vaxandi með árunum. Pétur var maður rólyndur og gætinn og sérstaklega samviskusamur strax á barnsaldri og því hélt hann allt til hinnstu stundar. Hann var drengur góður sem aldrei mátti vamm sitt vita 1 einu né neinu, prúður og stiltur jafnan enn gat verið glaður og kátux í vina hóp. Þó stundum bæri okkur á milli í skoðunum okkar á , einu eða öðru málefni, hafði slíkt engin áhrif á vináttu okkar, hvorki á unglings- eða fullorðinns-árum okkar. Konu hans og börnum, sem og öðrum aðstendendum hans flyt og hér með alúðar- fyllstu samúð okkar hjóna sem bæði unnum honum sem bezta heimilisvini. Mig skortir orð til þess að þakka þessum látna drengskap- armanni og æskuvini mínum fyr- ir hverja þá stund er við áttum saman, enn innsta hjartans þakk- læti mitt fylgir honum fyrir allt og allt sem hann var mér jafnt á gleði- sem og alvörustundum og bið eg Alföður umvefja hann kærleika sínum um alla eilífð. Reinhold Richter. Lúðrasveit leikur LÚÐRASVEITIN Svanur leikur á Austurvelli kl. 3 á annan í jól- um ýmis lög og syrpu frá ýmsum löndum undir stjórn Jóns G. Þór- arinssonar. S1 \ K S T EIW lí Framsókn púar undir Nú eru Framsóknarmenn fam ir að púa undir lygafrétt komm únistablaðsins um að Vestur- Þjóðverjar hafi krafizt her- stöðva hér á landi. Hinn 15. desember sl. kom blað Fram- sóknarmanna í Kópavogi, Fram- sýn, út með svohljóðandi frétt: „ Almenn ingur er uggandi vegna frétta, um að Vestur- Þjóðverjar hyggi á her- og æf- ingastöðvar hér á landi. Um- ræður á Alþingi, þar sem Guð- mundur I. og Bjarni Ben. sóru fyrir að þetta komi til mála, hafa orðið til að gera menn svartsýnni. Það er heldur ekki svo langt siðan sömu ráðherrar sóru fyrir það að nokkuð hefðl verið talað við Breta um land- helgismálið. ísland bar gæfu til þess, að síðast þegar Þjóðverjar leituðu hér eftir stöðvum, var Hermann Jónasson forsætisráð- herra og neitaði málaleitan þeirra einarðlega. Þess vegna varð ísland ekki vígvöllur í síðustu heimsstyrjöld“. Engin takmörk virðast fyrir því, hversu djúpt Framsóknar- menn geti sokkið í þjónkun sinni við 5. herdeild hins al- þjóðlega konunúnisma hér á landi. Árum saman hafa þeir hjálpað kommúnistum eftir fremsta megni til þess að ná og halda völdum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Nú taka þeir undir og hjálpa til við að út- breiða rakalausar lygafréttir, sem kommúnistablaðið birtir til þess eins að skapa málgögn- um Sovétstjómarinnar í Moskvu tækifæri til þess að ráð ast að tslendingum með hótun- um og dylgjum. Þess má geta, að ábyrgðarmað ur „Franisýnar“ í Kópavogi er Jón Skaftason, alþingismaður, sem fram til þessa hefur verið talinn heiðarlegur stuðnings- maður og málsvari samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða. Aldrei meiri velmegun Öllum ber saman um það, hvar I flokki sem þeir standa, að aldrei hafi ríkt meiri vel- megun hér á landi en einmitt nú. Almenningur hefur mikil fjárráð og verzlun og við- skipti nú fyrir jólin eru með allra mesta móti. Allar búðir eru fullar af varningi og fólk hefur nú meira valfrelsi en oft- ast áður, þegar það gerir inn- kaup sin. Þverrandi viðskipta- höft og viðleitni valdhafanna til þess að skapa frjálsa og hag- stæða verzlun er farin að segja til sín. Af því hefur fólkið margvíslegt hagræði. En Framsóknarmenn Og kommúnistar halda áfram að nudda um sín „móðuharðindi“. Afkoma sjómanna Það er ekki sízt ánægjulegt, að afkoma íslenzkra sjómanna, einkum á bátaflotanum, hefur verið mjög góð á þessu ári. — Meginástæður þess eru tvær. f fyrsta lagi þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur gert til stuðn ings útflutningsframleiðslunni. Án þeirra hefði bátaútvegurinn og raunar öll útgerð og fram- leiðsla fiskafurða í landinn stöðvazt eftir kauphækkanir þær, sem kommúnistar og Fram sóknarmenn knúðu fram. I öðru lagi hafa aflabrögð verið góð og mjög mikill afli borizt á land. Það er vissulega vel far- ið, að afkoma sjómanna hefur verið eins góð og raun ber vitni um. En það er fáránlegt, þegar kommúnistar tala um það seinast í gær í Moskvumálgagn- inu, að sjómannakjörin hafi ver ið skert. Það er hið mesta öfug- mæli. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.