Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐlb Laugardagur 23. des. 1961 A- Góðar Skömmu fyrir jól kom til mín frú Svava Þórhallsdóttir og átti við mig erindi, sem márga Keyk- víkinga mun gleðja. Hún kvað ,þess þörf, að með aukinni umferð og hávaða í mið- bænum væri um það hafizt handa, að friða Dómkirkjuna svo sem föng væru á, svo að sem fæst yrði til þess að trufla helgiihaldið en hugir þeirra, sem I kirkjuna koma til guðsdýrkunar, fyndu frið og næði til helgihalds. Frú Svava kvaðst oft hafa hugs að um það, er hún sæti { kirkj- unni, að mikil bót yrði að því, að kirkjan fengi steinda—málaða— glugga. Þeir myndu auka á helgi blæ guðshússins, hamla trufl- andi áhrifum að utan og gera BÖÐULL /0» Aramótafagnaður á Gamlárskvöld Húsið opnað kl. 7. Ókeypis aðgangur KALT BORÐ með léttum réttum frá kl. 7—9. Á Viðskiptavinir eru vin- samlegast beðnir að panta borð tímanlega. Borða- pantanir í síma 15327 frá kll. 5—7" daglega. Hljómsveit Abna elfar ásamt HAUKI MORTHENS HAUKUR MORTHEIUS syngur og skemmtir Hljómsvett * Arna Elfar Dansað til kl. 1. Matur fra nreidclur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 15327. gjafir kirkjugestum við hverskonar helgiabhafnir auðveldara að festa hug við helgihaldið. Og frúin minntist einnig á ann- að: Þegar fagrar myndir væru komnar í gluggana, yrðu þær að sjálfsögðu lýstar innanfrá þegar dimma tæki, og þá myndu lista- verkin blasa við sjónum þess mannfjölda, sem leggur leið sína um þessar slóðir síðdegis og á kvöldum. Frú Svava kvaðst trúa því, að fögur listaverk í glugg- um Dómkirkjunnar myndu hafa uppeldisáhrif, sem_erfitt væri að meta til fulis, einkum þar sem Dómkirkjan sbendur á einu allra fjölfarnasta svæði Reykjavíkur. Með þessum ummælum afhenti frú Svava mér 5 þús. kr. gjöf til kirkjunnar í þessu markmiði, sem minningargjöf um foreldra sína, Þórhall Bjarnarson biskup og Valgerði Jónsdóttur biskups- frú. Með þessari minningargjöf vildi hún stofna sjóð, sem hún kvaðst vænta, að margir Reyk- víkingar vildu efla með minning- argjöfum um látna vini, eða í minningu þess, sem þeir teldu áig skulda hinni gömlu kirkju. Mér var mikil gleði, að veita viðtöku þessari gjöcf, og mér er mikil gleði, að koma hinni fögru hugmynd á framfæri. Þegar ég tilkynnti frú Ólafíu Einarsdóttur, formanni sóknar- nefndar þetta, lét hún uppi mikla gleði og bætti annarri gleðifregn við. Gísli Sigurbjörnsson fórstj. hafði fyrir nokkuru tjáð henni, að stjórn Elli'heimilisins hefði samiþykkt að Dómkirkjunni væru gefnar 30 þús. krónur í sama til- gangi. Sú gjötf væri gefin í minn- ingu um brautryðjendastarf sra Sigunbjarnar Á. Gíslasonar að stofnun og starfrækslu Elliheim- ilisins. En hann er nú einn stofn- endanna í stjóm heimilisins. Hefði stjórninni þótt eðlilegt, að með slíikri minningargjöf væri Dómkirkjunnar minnzt, en for- rnaður sóknarnefndar hennar mun séra Sigurbjörn hafa verið lengur en nokkur annar. Þessa gjöf er Dómkirkjusöfnuð inum einnig Ijúft að þakka. Senni lega á sra Sigurbjörn Á. Gísla- son allra núlifandi íslendinga lengstan starfsaldur að kristin- dóms- og líknarmálum, og auk þess er hér gjöf, sem höfðings- lund og hlýhugur í garð Dóm- kirkjunnar gefur. • Hér er svo stórmannlega af stað farið, að væntanlega þarf ekki að líða langur tími, unz fyrsti steindi glugginn kemur í. Dómkirkjuna, og síðan hver af öðrum unz hin gamla, fagra kirkja, sem sakir stíls í bygg- ingu þolir ekki mikið veggja- skraut, fær glugga sína prýdda fögrum listaverkuim. Og þau munu gjöra tvennt: auka á helgi- blæ innan veggja, og gjöra kirkj una að prýði Reykjavíkur í enn ríkara mæli en fyrr, — með lýst- Um listaverkum í öllum glugg- um. Sjóðurinn til að hrinda þessu máli í framkvæmd er stofnaður af minningargjöf um hin látnu biskupshjón, herra Þórhall og frú Valgerði, og nú bætist við kær- komin kærkomin gjöf í minningu manns, sem mjög hefir að mál- um Dómkirkjunnar komið. Hér er tækifæri, sem mörgum Reykvíkingum verður kærkomið, til að minnast lifandi eða iátinna vina, og til að taka um leið hönd- um saman um höfuðprýði fyrir Dómkirkjuna og miðsvæði Reykjavíkur, — hina gömlu Ingólfsbyggð. Jón Auðuns. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrífstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. Leigja teihni og FYRIR nokkru tók til starfa hér í bænum nýtt fyrirtæki, „Filmur og Vélar“ og hefur það aðsetur að Freyjugötu 15. Er þar gert við kvikmyndasýningarvélar, og enn fremur verzlar fyrirtækið með ýmsa hluti þar að lútandi og leig- ir út filmur. Það eru tveir ungir menn sem að þessu fyrirtæki standa, þeir Gunnar J. Eyland og Jóhann V. Sigurjónsson. en þeir hafa báðir starfað lengi að viðgerðum á sýningarvélum og eru slikum störfum þaulkunnugir. Fyrirtækið verzlar með ýmsa varahluti í kvikmyndasýningar- vélar, og hefur auk þess umboð fyrir hinar þekktu Victor sýning- arvélar hér á landi. Þá verzlar fyrirtækið og með Ijósmyndavél- ar frá Gevaert. Síðast en ekki sízt leigir fyrir- tækið út filmur, teikni- og gam- anmyndir, og hefur sú leiga ver- ið mjög vinsæl meðal almenn- ings. gomaiunyndir Tvö skákmót JÓLAHRAÐSKÁKMÖT verður haldið í gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Mótið hefst miðvikudag- inn 27. desember, og fer það eftir keppendafjölda hve mörg kvöld verður teflt. Því ráðgert er að allir tefli við alla. Hver keppandi fær fimm mínútur fyrir hverja skák. Að gefnu tilefni eru vænt- anlegir þátttakendur beðnir urn að hafa með sér skákklukku, ef til er. Einnig eru þeir beðnir um að vera mættir stundvíslega til skráningar, svo ekki dragist um of á langin að mótið hefjist. SKÁKÞING Reykjavíkur hefst í Breiðfirðingabúð mánudaginn 8. jan. og stendur yfir til fyrsta febrúar. Tefldar verða níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Nánari fregnir um tilhögun mótsins verða birtar síðar. En þess skal getið hér að frestur til að skrá sig í mótið rennur út 5. janúar. Rauða Moskva Ilmvötn — Spaðadrottningin — Demantinn — Sput- nik o fl. Odýrar sápur — Tollalækkunin er á myndavélum Slæður í öllum litum. Postulín — Skákklukkur. F R Ö N S K U ilmvöfnin n ý k o m i n . Helena Rubinstein CJAFAKASSAR USUZst tf J/,f/ ^ Reykjavíkur Apóteki — Sími 19866. • Jólahátíð og kauptíð Þorláksmessa á rík ítök í hugum okkar. Þá er allt á ferð og flugi, húsmæðurnar hamast við að ljúka jólaundir búningnum, og í kaupstöðum eru allar verzlanir fullar út úr dyrum af fólki, sem ætlar að kaupa eitthvað til þess að gleðja náungann. Sumir eru að kvarta yfir því, að of mik- ill kaupsýslubragur sé orðinn á jóla/haidinu; jólahátíðin sé orðin að kauptíð. Nú er það einu sinni svo, að hátíðahaldi hlýtur jafnan að fylgja einhver kaupmenska, elia yrði hátáðin heldur dauf. Og skyldi hátíðahaldið ekki Verða þeim mun glæsilegra, sem meira og fleira er til þess keypt og ætlað? Öðrum finnst, að jólagjafir séu komnar út í öfgar, en ekki er Velvakandi viss um það. Það er fagur siður að færa vinum sínum gjafir á jólun- um, og ef menn hafa efni á að gefa margar gjafir og dýr- ar, hví skyldu þeir þá ekki gera það? Tæplega gefur nokk ur um efni fram. • Þorlákur blótaður Þegar líður að kvöldi Þor- láksmessu, vilja menn fá eitt- hvað gott í svanginn eftir amstur og strit dagsins. Því er það svo að átveizlur jól- anna hef jast á íslenzkum heim ilum- þegar á Þorláksmessu, einum degi fyrr en með öðrum þjóðum. Þá fá menn sér gjarn an hangikjöt eða kæsta skötu, og fæstir láta bragðsterkar veigar skorta með. Eftir kvöld mat rangla eiginmenn á milli verzlana hressir og hýrir. Það roun nokkuð almennt hér, að menn blóti heilagan Þorlák rækilega þenan dag, en uni svo rólegir heima hjá sér á að fangadag og helgustu nótt árs ins. Virðist það mun æskilegra en það, sem víða tíðkast er- lendis að menn klingi staup- um á aðfanga dag.skvöid. • Ártíð Þorláks biskups Þorláksmessa hin síðari er ártíðardagur hins sæla bisk- ups Þorláks Þórhallssonar, en hann „andaðist á Þórsdag, einni nátt fyrir jólaaftan, sex- tíu vetra gamall. og hafði 15 vetur biskup verið. Þá var liðið frá burði Krists eáitt þúsund eitt hundrað nítíu og þrir vetur“, segir í sögu Þor- láks biskups. Hann þóttist eiga góða heim von, því að fyrir andlát sitt mælti hann svofeldum orðum: „Vil ég yður í því hugga, að ég þykist víst vita. að eigi muni guð mig helvítismarm' dæma“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.