Morgunblaðið - 23.12.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.12.1961, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. des. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá V Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kri.=íinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMÚNISTAR ARGIR ÚT AF HITAVEITUFRAMKVÆMDUM U'ins og Morgunblaðið gat® ^ um í gær, skýrði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, frá því á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld, að Alþjóða- bankinn hefði nú lofað 2 millj. kr. láni til hitaveitu- framkvæmdanna og nægði sú upphæð fyrir öllum er- lendum kostnaði við að full- gera hitaveitu í öll hverfi Reykjavíkur. Jafnframt gat borgarstjóri þess að unnið væri að lánsútvegunum inn- anlands og væru góðar horf- ur á að nægileg lán fengjust. Þannig á nú að vera tryggt, að sú áætlun stenzt að full- gera hitaveituna á næstu fjórum árum, svo að allir íbúar höfuðborgarinnar búi við þægindi og sparnað hennar. Ætla hefði mátt að allir bæjarbúar, eða a. m. k. allir bæjarfulltrúar, hefðu glaðzt yfir því, hve ötullega borgar- stjóri hefur unnið að þessu máli, en því fer nú víðs fjarri. Á bæjarstjórnarfund- inum kvaddi Guðmundur Vigfússon, bæjarfulltrúi kommúnista, sér hljóðs og gagnrýndi það harðlega, að borgarstjóri skyldi senda fulltrúa sína utan til að ganga frá samningum við Alþjóðabankann. f gærræðst kommúnistarpálgagnið svo að borgarstjóra, talar um „em- bættisafglöp" og segir: „Guð- mundur Vigfússon vítti þessi vinnubrögð.“ Bæjarstjórn hafði með á- lyktun falið borgarstjóra að ganga frá lánsútvegunum og meira að segja tekið sérstak- lega fram, að honum væri heimilt að fela öðrum fram- kvæmdir. Enginn grundvöll- ur var því fyrir ásökunum á hendur borgarstjóra annar en sá, að hann hefði hraðað að- gerðunum. En það fór líka svo í taug- arnar á kommúnistum, að þeir gátu ekki dulið von- brigði sín og féllu fyrir þeirri freistni að auglýsa óskir sín- ar um, að hitaveituáætlunin strandaði á fjármagnsskorti. GÓÐ AFKOMA Tll'eð hverjum mánuðinum sem líður, kemur betur í ljós árangur hinnar heil- brigðu efnahagsmálastefnu og sérstaklega verður þess vart nú í jólaviðskiptunum), að hagur alls almennings fer batnandi. Kaupmenn telja, að aldrei áður hafi viðskiptin verið jafnör og nú, enda er mikið flutt inn af hvers kyns varn- ingi og vöruframboð miklu meira en menn hafa áður átt að kynnast. Þannig getur fólk nú fengið það, sem þaðþarfn ast á hverjum tíma og valið úr vörum, í stað þess að sæta sig við óhagkvæm inn- kaup, eða jafnvel svarta- markaðsviðskipti, eins og áð- ur var. En þrátt fyrir hinn míkla innflutning og öru viðskipti, batnar gjaldeyrisstaða þjóð- arinnar jafnt og þétt, og þeg- ar höfum við safnað veru- legum gjaldeyrisforða. Með- an óstjórn „vinstri stefnunn- ar“ var við líði, hallaðist hins vegar stöðugt á ógæfu- hliðina og skuldir okkar juk- ust. En þrátt fyrir þann gjaldeyrissjóð, sem við nú eigum, má undir engum kringumstæðum slaka á. Við þurfum að tryggja okkur miklu meiri varasjóði, svo að íslenzka krónan verði gild- ur gjaldeyri hvar sem er og ekki þurfi að óttast mikla erfiðleika, þót.t eitthvað bját- aði á vegna árferðis, afla- leysis eða af öðrum sökum. íslenzka þjóðin hefur sýnt þann manndóm að snúa við af braut óreiðu. Nú geta menn glaðzt yfir því, að árangur þessa átaks er far- inn að koma í Ijós, og mun þó verða miklu meiri á næstu árum, ef áfram verður stjóm að af hyggindum og fyllstu ábyrgð. Raunin hefur hvar- vetna orðið sú í nágranna- löndunum, þar sem stjórnað er á líkan veg og nú er gert hér, að hagur almennings hef ur batnað jafnt og þétt ár frá ári og þannig mun einnig fara á íslandi. Á næsta ári hækka tekjur manna sjálf- krafa um 4% og keppa þarf að því að svipaðar raunhæf- ar kjarabætur náist á hverju ári. AÐSTOÐ UM JÓLIN ó að flestir bui nú við rúman fjárhag og góð af- koma setji svip sinn á jóla- hátíðina, eru alltaf einhverj- ir — því miður — sem búa við erfiðar aðstæður. Það fólk ber þeim að aðstoða, sem vel komast af. Um jólin beitir Vetrar- hjálpin, Mæðrastyrksnefnd og fleiri aðilar sér fyrir því að aðstoða þá, sem við naum fjárráð búa, og ætti það að verða hverjum manni gleði- Margir staldra þessa dagana við glugga Flugfélags íslands í Lækjargötu. Þar er geysistórt <| líkan af Viscount-flugvél til sýnis, en þetta líkan var flutt hingað frá Kaupmannahöfn þar sem það var til sýnis í glugga skrifstofu félagsins. Vakti líkanið óskipta athygli veg- farenda í Kaupmannahöfn svo sem hér heima, en einkum eru það þó piltarnir, sem doka 2 legi við, því eins og einn snáði sagði: Hún er alveg eins og alvöru-flugvél, skrúfurnar % snúast — og allt. x <*> 4<®xS*®<S>«x®«5x®x®x^®K®><®K®^x®<®>«x®K®x®^x®K®<®x®K®>3x^<®x®x®*®>$x®K®xSx$>^<®<®><Sx®x®x®xex®K®x®<®x®x®xjx®x®>.®xSx8><S><$x®K®xS><®x®<®x®><®x®<®><& HINN 10. desember sl. voru 13 ár liðin siðan Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna var sam- þykkt á Allsherjarþingi samtak- anna, sem haldið var í París 1948. Af þáverandi 58 aðildarríkjum greiddu 48 henni atkvæði, en 8 ríkí sátu hjá og 2 voru fjarver- andi. í tilefni afmælisins sagði for- seti AUsherjarþingsins, Mongi Slim: „Þegar við í dag höldum hátíð- legt 13 ára afmæli Mannréttinda- skrárinnar héma í Sameinuðu þjóðunum. þá hyllum við þessi samtök fyrir þolgæði þeirra og óbrigðúla viðleitni við að fá þessi réttindi endanlega og aknennt staðfest og viðurkennd i öllum heiminum. Verðmætasta eign mannsins er án efa sæmd hans og sjálfsvirð- ing ásamt þeim náttúrlega rétti, sem hann á tilkall til frá fæðingu af því hann er mennsk vera, án tillits til kynþáttar, kyns eða hörundslitar. Við gétum fagnað því að hafa þegar komizt álitlegan spöl af leiðinni sem liggur í rétta átt, og á þessum vettvagi er mann- kynið sifellt að ná nýjum áföng- um á öllum breiddargráðum hnattarins. En þessi uppörvandi sigur- ganga er engan veginn komin að leiðarlokum. Án þess að sýna á okkur nokkur þreytumerki verð- um við að halda henni áfram, hvar svo sem þörfin kann að vera brýnust. Ekkert tillit til kynþáttar, hörundslitar eða kyns má koma í veg fyrir það. Enginn siðgæðislega heilbrigð- ur maður. sem vill vera heiðar- legur gagnvart sjálfum sér, get- ur fyllilega ,gert sér grein fyrir víðtæki eigin virðingar sem manneskja, fyrr en hann hefur lagt sinn persónúlega skerf til þeirrar viðleitni að koma á um gervallan heim þeim réttindum til handa meðbræðrum hans, er hann telur sjálfur sjálfsagðan hlut i ífi sínu. Þegar hin stórkostlegu og há- leitu markmið eru höfð í buga, er þetta verkefrii sannarlega þess vert. að við leggjum af mörkum það sem við getum. til að greiða fyrir og efla sanna hamingju mannkynsins. í dag get ég með stolti til- kynnt fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, að 16. þing þeirra hef- ur nú lokið við að ganga frá uppkasti að alþjóðlegum sátt- málum um mannréttindi, Þar sem öll aðildarríkin hafa í óþreyt andi samvinnu fellt inn þau ó- missandi réttindi, sem hver ein- staklingur á kröfu á og sem eru kjarninn í siðferðilegu og and- legu starfi mannsins. Það er von mín, að þannig verði hæg,t að flytja þessi rétt- indi frjálslega úr orðum Mann- réttindaskrárinnar yfir í daglegt líf og starf veruleikans." Ummæli U Thants framkvæmda- stjóra SÞ: „í dag eru liðin 13 ár síðan Mannréttindaskráin var sam- þykkt á AUsherjarþinginu. Skrá- in gefur þjóðum heimsins al- þjóðlega viðurkennt skjal sem kveður á um þau grundvallar- réttindi og það frelsi, sem hvért mannsbarn á tilkall til án nokk- urs greinarmunar. Um allan heim verða kröfurnar um þessi ' réttindi og þetta frelsi æ hávær- ari. Hvarvetna hafa menn vakn- að til vitundar um, að þéssi rétt- indi ,eru ekki framar forréttindi fárra útvalinna heldur eru þau Öllum ætluð. Og það er til Sam- einuðu þjóðánna, sem þjóðir heimsins snúa sér til að tryggja staðfestingu á meðfæddri virð- ingu hver manns, á jáfnrétti allra borgara heimsins, því það er grundvöllur allra friðarvarna. Þessi dagur færir okkur tilefni til að 1-eiða hugann í sameiningu að því aðkallandi vali, sem mann kynið stendur andspænis: eigum við í hugdeigu vonleysi að velja veginn. sem óhjákvæmilega leið- ir til slokknunár sjálfs lífsins? Eigum við að halda áfram að undirbúa það geigvænlega bál/ sem þurrkar all-t út — eða skilur í mestá lagi eftir leifar af lífi, sem verður varla þess vert, að því sé lifað? Eða eigum vjð að kasta af okkur hinni fláu tor- tryggni og hinum kalda kufli óttans og játast enn einu sinni þeim sameiginlegu markmiðum, sem felast í Mannréttinda- skránni? Orð hennar eru ótvíræð og eggjandi. Hún leiðir okkur fyrir sjónir að æðsta markmið mannkynsins er heimur, þar sem all-ir eiga frelsi orðs og trúar og frelsi frá ótta og neyð. Við skulum eitt andartak á þ e s s u m degi mannréttind- anna skyggnast inn í okkur sjálfa og viðurkenna, að en-ginn maður. engin þjóð, ekkert kenninga- kerfi á einkarétt á réttlæti, frelsi Og virðingu. Og við skulum gera þessá viðurkenningu að athöfn, við skulurn virða og stand-a vörð um heilindi og frelsi í samskipt- um manná á milli í því skyni að ryðja braut sívaxandi skilningi Og einingu. Við skulum á þessum dagi taka undir þá ógleymanlegu ósk indverska skáldsins Rab- indranaths Tagores að þessi heimur verði í raun og sann- leik heimur ,Þar sem sálin er óttalaus og og höfuðið borið hátt; þar sem öll þekking er frjáls; þar sem heimurinn er ekki brot- inn í smámola við þröng mörk heimilisins; þar sem orð vella fram úr djúpi einlægninnar; þar sem óstei-tileg viðleitnl réttir fram armana móti full'komleik-anum .... “ efni, að láta nokkuð afhendi rakna til að styrkja það starf, sem þar er unnið. Jólagleðin verður meiri, ef meön hafa ekki gleymt því, að til eru þeir meðborgarar, sem aðstoðar þarfnast, og nú fremur en oftast áður er hægt að greiða betur fyrir þessu fólki, ef vilji er fyrir hendi, sem Morgunblaðið ef- ast ekki um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.