Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Dokað við hjá Hafursey HILLINGAR sumarsins eru löngu horfnar af Mýrdalssandi. í>að er komið haust, og ljúf ikyrrð misseramótanna yfir land inu. í>að blaktir ekki hár á höfði. Jökullinn mókir með létta skýjahettu breidda yfir sinn fagurhvíta skalla. Óútreiknanleg jökulvötn Bíllinn rennur léttilega yfir sléttan sandinn. Vegurinn er bein sandbryggja með grjóti á norðurkantinum. Þetta er upp- hjflega varnargarður, sem byggður var gegn vatnaflaumn- um, er flæddi undan jöklinum fram á sandinn sumarið 1959. Var vatnagangur þessi hið mesta forað. Kviksandurinn og jökul- vatnið hrærðist saman í eina óviðráðanlega eðju, sem ætlaði að færa allt í kaf. Hún tolldi hvergi þar sem henni var ætlað að vera. Hún kaffærði brýrnar og flæddi að görðunum, belj- aði svo yfir þá og gróf þá. í sundur. En nú er allt orðið breytt og „ólíkt því, sem var í fyrri daga.“ Nú sér hér hvergi vatn. Nú er allt veltiþurrt svo langt sem sér upp eftir öllum leirum. Það glittir ekki einu sinni í vætu ofan í farveginum undir brúnni, sem byggð var yfir vatnsflauminn ofan við Blautukvíslarbotninn vorið 1960. Svona eru jökulvötnin á sönd- unum óútreiknanleg. Á verði Frammi undir sjó heldur Hjör leifshöfði vörð, — þverhníptur og stæðilegur með dökkleit og mikilúðleg standberg sín, sem rísa eins og þiljur upp úr svört- um sandinum. Hér mætir aug- anu sandurinn og kletturinn — hinar miklu andstæður. Anhars vegar sandurinn kvikur og laus. Það þarf ekki nema lítinn and- blæ í þurrki til að feykja hon- um til — eða smálækjarseitlu til að grafa hann í sundur og bera hann á brott. Bins vegar klettaveggur Höfðans, sem stendur af sér öll veður og all- ar hamfarir náttúrunnar. Jafn- vel jökulhlaup Kötlugosanna brotna á honuna. í Hafursey Beint framundan er Hafursey, fjallið, sem mjög setur svip sinn á Mýrdalssand og næsta um- hverfi. Hún rís upp af slétt- Jendinu 582 metra há með brött um grónum hlíðum hallandi upp að þverhníptum móbergshömr- um. Hér er gott beitiland. — Nokkrir fjáreigendur í Yík hafa eyna á leigu fyrir afrétt. Á haustin heimta þeir þaðan væna dilka, sem hafa dafnað vel yfir sumarið á góðgresinu í Hlíðum Hafurseyjar. Fáar munu sagnir um ,að hér hafi byggð verið, en ofan við Haf- ursey, milli hennar og jökuls- ins, á að hafa verið heil kirkju- sókn, sem eyddist af Kötlugos- um. Heita þar enn Nautadalir, segir Sveinn Pálsson. En þótt hér hafi ekki verið byggð, hefur 'Hafursey ætíð ver- ið griðastaður ferðamanna, sem lögðu leið sína um auðnir Mýr- dalssands. I Kötlugosi Sumir áttu henni líf sitt að launa, er Kötluhlaupin æddu, öllum að óvörum, fram yfir sandinn. Þegar Katla hljóp haustið 1755 voru fjórir menn við skóg- arhögg í Hafursey. Voru þeir til- búnir að leggja þaðan er flóðið brunaði fram sandinn og urðu þeir að snúa aftur upp í eyna, og voru þar tepptir í sex daga. Það varð þeim til lífs að tveir menn komu að austan og náðu þeir einnig upp í eyna. Var annar þeirra á leið tij, Vest- mannaeyja, þar sem hann ætl- aði að róa á haustvertíðinni og var því vel nestaður. Lifðu þeir allir á matvælum þeim, er hann hafði með sér. Höfðust þeir við í helli einum framan í eynni. Sögðu þeir svo frá að fjallið um reynzt erfiðar og hættuleg- ar yfir Mýrdalssand á vetrar- dag áður en samgöngutækni nú tímans kom til sögunnar. Urðu sandveður og snjóbyljir á þess- ari regin-auðn mörgum að ald- urtila en aðrir sluppu nauðug- lega. Fyrir löngu var reist sæluhús í Hafursey. Stendur það niður við sandinn í smáhvammi við suð-austur horn eyjarinnar. Var það byggt af torfi og grjóti, all- rúmgott með lofti í og leitt í það rennandi vatn. Austan und- ir sæluhúsinu var byggt hest- hús, en skammt suðvestan við það var komið upp rúmgóðri fjárrétt, sem mikil þörf var á eftir að slátrun sauðfjár var hafin í' Vík. Mikili ferðamaður Enginn núlifandi maður mun hafa farið jafnoft á hestum yfiF Mýrdalssand eins og Sveinn Sveinsson frá Ásum í Skaftár- tungu. Ekki alls fyrir löngu- heimsótti ég þennan viðræðu- hlýja öldung þar sem hann dvelur hjá börnum sínum í Reykjavík. Við spjölluðum sam- an um ýmsa hluti, ekki sízt um gamla tírríami, Skömmu síð- Nýja sæluhúsið í Hafursey. eyðisöndum er einn til fróun- ar“ eins og Jónas kvað um Tómasarhaga forðum. Já, þar var gott að koma, segir Sveinn og sér gegnum holt og hæðir, áratugi aftur í tímann, þegar hann fór á fætur löngu fyrir dag, lagði á hestana sína og hélt á móti morgninum austur yfir sandinn. Þá var gott að koma í Hafursey. Þar var mað- ur frí og frjáls og þegar maður dvaldi þar einn, fannst mér enginn staður jafnhelgur. Þar var gott að lofa og biðja Guð. Hafursey séð austan af Mýrdalssandi. hefði skolfið eins og hrísla, en reiðarslögin voru svo hörð, að þeir urðu nær því ruglaðir. í fjóra daga sáu þeir enga dags- birtu nema rofglætu vestur á fjöllunum neðan undir gosmekk inum. Á 5. degi birti, því að þá lagði mökkinn austur af jökl- inum og sjötta daginn komust þeir með miklum lífsháska á jakahrönn út á Selfjall og það- an til Höfðabrekku. Griðastaður ferðamanna En þótt ekki sé um Kötlu- hlaup að ræða, hafa ferðir löng- Bústir gamla sæluhússins. ar sendi hann mér bréf þar sem hann drepur nokkuð á sin mörgu ferðalög yfir Mýrdals- sand. Eftir að Svein fluttist að Fossi í Mýrdal, hafði hann í rúm tuttugu ár fjárbú í Ásum, svo það er engin furða þótt hann ætti oft erindi yfir sand- inn. Hann sagði, að það hefði strax komizt hjá sér í fastan vana að stanza í sæluhúsinu. „Og það tafði mig aldpei," bætti hann við. „Hestarnir urðu spor- léttari, þegar þeir fóru að nálg- ast eyna, og eftir að þeir höfðu fengið þar hvíld og góða tuggu voru þeir viljugri á eftir.“ — Hann var oftast með töskuhest, því að margt þurfti að flytja milli búanna, vel nestaður og að vetrinum með heypoka bundinn ofan á klyfsöðulinn, til að geta gefið hestunum í Eynni. Og allir hiair mörgu samferðamenn Sveins frá Ásum, sem slóust í för með honum á hans tíðu reisum yfir Mýrdalssand vönd- ust á að hafa viðdvöl í Hafurs- ey og þess þurfti engan að iðra. Og aliir höfðu ánægju af að vera á ferð með þessum fjöl- fróða og ferðaglaða bónda. Þar var gott að tala við Guð ' En oft var Sveinn í Ásum einn á ferð yfir Mýrdalssand. Og aldrei fór hann yfir hann án þess að dást að hinni svip- miklu fegurð og tign Hafurs- eyjar. Þangað var alltaf jafn- yndislegt að koma — í þennan skjólgóða reit sem „aleinn á Nýir tímar — nýir siðir Svo kom öld hraðans og tækninnar, og bilarnir leystu hestana af hólmi. Bifreiðarnar geystust fram hjá Hafursey ■ þessari tígulegu drottningu Mýr dalssands — eins og hún væri ekki til. Nú leituðu engir hrakt ir ferðamenn á þreyttum farar- skjótum heim í sæluhúsið í Hafursey. Þess gerðist ekki lengur þörf dg það var hætt að halda því við. Eina óveðursnótt- ina rauf þakið af húsinu og brotnaði í spón. Eftir gapti tótt- in, svört og ömurleg eins og opið sár. Og nú er tími fjár- rekstranna líka liðinn. Engin lítil lömb ganga lengur sárum fótum yfir þennan langa sand. Nú eru það stórir, hraðskreiðir bílar, sem flytja þau út í opinn dauðann. Þess vegna er fjár- réttin í Hafursey líka hrunin og heldur engri kind. Hún er búin að ljúka sínu hlutverki. En eins og gefur að skilja hefur samt þótt þörf á að hafa eitthvert skýli á þessum stað. Það gefur auga leið, að það getur komið sér vel. Þess vegna hefur nú vorið reist sæluhús að nýju í Hafursey. Ég held, að sýslusjóður, vegagerðin og Slysavarnafélag Islands héifi staðið að þeirri byggingu. Það stendur þarna við rætur Haf- urseyjar,— snotur, hvítur kassi með skjaldarmerki Slysavarna- félagsins framan á. Það er bjart og vistlegt. Því fylgir ekkert hesthús og engin fjár- rétt, því að sú ferðamennska, sem krafðist þeirra er nú niður lögð. Við hlið þess standa fall- andi veggir gamla sæluhússins og minna á tímann, sem aldrei kemur aftur. G. Br. Jóla- og áramóta- undirbímingur á Akranesi AKRANESI, 21. des. — í fyrra- dag var kveikt á stærðar jólatré á völlunum fyrir framan sjúkra- húsið. Það er greinalangt og mik- ið um sig, hin mesta gersemi. Nokkrir drengir voru búnir að safna í bálköst inni á íþróttavelli, Svo henti þá sú skissa að taka í óleyfi kefli undan símakapal. Fóru þeir með það inn eftir, fólu keflið inni í miðjum bálkestinum, en er þeir voru að ljúka við það, kom lögreglan og skipaði þeim að koma með keflið. Tóku þeir keflxð úr bálkestinum, fóru með það afsíiðis og kveiktu síðan í því sem eftir var af kestinum. — Oddur. Rætt um * landbúnað Brussel, 21 desember. — RÁÐHERRANEFND Efnahags- bandalagsins heldur fundum. sín- um áfram til laugardags og mun koma saman aftur milli jóla og nýjárs. Ástæðan er sú, að ekki hefur náðst endanlegt samkomiu- lag um verzlun með landJbúnaðar- afurðir innan bandalagsins. íf^oóin ^Ueóh uruen Sími 23-523 f | « ____________________________________________ Opin á sunnudag frá kl. 9—12 ¥ ±o oóin Ueóíi uruen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.