Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2
26 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 k m w j j i j j i j ' íd ijjh i11 J Ji n ^ ir r mr ir i '!■■■■■ I' ■ li*' 1 . —■ ' ‘T. ", '" * "",l . é 7' ' Iiiil- r .» II - - AÍM ' A m * ' , /7X 22: iiúncr íwíVí hólun-nttt/ hpIutHíin, bólun‘Um,lu4ncr*u&'rí hólun'um/hcfír jrá*a *kýl-u. c/ tr\ j jlj j|.i~|l"1TJ J‘|,l|l "l' I' 1"' 11 |ir|f |f,rpT~f|r i^i Aleíra wít éq ekkcrt um, ckkert m, ddwtwn, mctmvcíté^ <kk<rfc mMm' hennqr (jrýl- u, 2LJ J1 J Jl J jl-' J 1M \11 J J f J 1J J1 rrrr r 1P Ir'Tl VÍSA þessi er gamall norðlenzk- Ur húsgangur og hæfir vel hinu rammíslenzka lagi. f vísunni seg- ir, að Grýla hafi búið í hólunum, •n það voiu engir sérstakir hól- ar. Foreldrar og aðrir uppalend- ur barna bejitu þeim gjarnan á hól í hæfilegri fjarlægð frá bæn- um og sögðu, að þar byggi Grýla. Og heyrði hún, að börnin væru óþæg, kæini hún Og stingi þeim í belginn sinn. Grýla átti marga beígi eins og segir í þulunni: Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala 15 og á hverjum hala 100 belgi og í hverjum belg börn 20. Ef til vill hefur Grýla haft svona marga belgi, en hún hefur varla oft fengið tuttugu börn í hvern belg. Með auknu þéttbýli hefur sá siður að nota Grýlu sem keyri á börn, að mestu lagst niður. Það er skiljanlegt, því að álfar og illar vættir, sem byggðu annan hvern bæjarhól fyrr á öldum, erú víðs fjarri í borgum Og kaup- stöðum nútímans. önnur keyri hafa þar tekið við af Grýlu gömlu. Það var einkum fyrir jólin, að börnin áttu að vera þæg og iðin, því að annars kom Grýla Og tók þau. Og börnin hlökkuðu auð- vitað eins mikið til jólanna þá og þau gera nú og vildu sízt af öllu lenda í beignum hennar Grýlu í Stað þess að fá góðan mat, kerti, spil og ný föt. Um Grýlu hafa verið ort mörg kvæði Og þulur. í Snorra-Eddu er Grýla tröllkonuheiti og í Sturlungu er hennar getið á nokkrum stöðum t. d. í þessari vísu: Hér ferr Grýla í garð ofan ok hefr á sér hala fimmtán. Þetta kvað Loftur, sonur Páls biskups, er hann reið í tún Bjarn- ar bónda á Breiðabólstað til að jafna deilur þær, sem staðið höfðu þeirra í milli. Grýla bjó ekki ein í hól sínum, heldur bjó þar einnig karl hennar Leppalúði og voru bæði trðll. Þau áttu sæg af ódælum Og ófrýni legum börnum. Segja sumir, að þau hafi verið 20, og eru þau talin upp í þessari þulu: Grýla var að sönnu gömul herkerling, bæði átli hún bónda og börnin tuttugu. Eitt heitir Skreppur, annað Leppur, þriðji Þröstur, Þrándur hinn fjórði, Böðvar og Brýnki, Bolli og Hnúta, Koppur og Kippa, Strokkur og Strympa, Dallur og Dáni, Sleggja og Sláni, Djángi og Skotta. Ó1 hún. í elli eina tvíbura, Sighvat og Syrpu, og sofnuðu bæði. Og í eftirfarandi þulu er getið 19 barna, sem sagt er, að Grýla og Leppalúði hafi átt utan hinna tuttugu. Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: „Komið hingað öll til mín, Nýpa, Xípa, Næa, Tæa, Nútur, Pútur, Nafar, Tafar, Láni, Gráná, Leppur, Skreppur, Loki, Poki, Leppatuska, Lángleggur og Leiðindaskjóða, Völustallur og Bóla. Jólasveinarnir 13 voru einnig synir Gfýlu, en þá átti hún, áður en hún giftist Leppalúða. Þá var hún gift gömlum karli, er Boli hét, og bjuggu þau á Arinhellu. Boli var tröll og mannæta eins Og Grýla Og Leppalúði. Jólasveinarnir 13 hétu: Stekkja- staur, Giljagaur, Stúfur, Þvöru- sleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgna- krækir, Gluggagægir, Gáttaþef- ur, Ketkrókur og Kertasníkir. Þeir komu til mannabyggða fyrir jóiin, sá fyrsti 13 dögum fyrir jól og sá síðasti á aðfangadag. Á jóladag fór sá fyrsti aftur og síðan koll af kolli fram á þrett- ánda. í mannabyggðum stundaði hver þá iðju, er hann dregur nafn sitt af. Einnig áttu þeir það tií að stinga óþægum börnum í pokann sinn, ef þau urðu á vegi þeirra. Voru þeir því notaðir til að hræða börn eins og Grýla og karl hennar. Nú á dögum eru hugmyndir barna hér á landi um jólasvein- ana allt aðrar. Bjúgnakrækir næl- ir sér enn í bjúgu, Gluggagægir gægist á glugga, Kertasníkir bið- ur um kerti, en þetta eru allt góðir karlar, og engum þeirra dettur. í hug að taka börn í pokann sinn. Þeir koma með hann fullan af leikföngum og góð- gæti. En jóiasveinarnir hlusta eftir því, hvort börnin eru óþæg, Og ef svo er, fá þau ekkert úr pokanum. Leppalúði átti eitt barn utan hjónabands þeirra Grýlu. Var það Skröggur. Á gamals aldri tók hann að líkja eftir föður sínum ganga á bæi og betla. Mestur fengur þótti honum auðvitað að börnum. Leppalúði átti Skrögg með stúlku einni, er Lúpa hét. Var hún vinnuhjú hjá þeim Grýlu vetur einn, þegar Grýla var veik og lá rúmföst. Líkaði Leppalúða svo vel við stúlkuna, sem var hin snotrasta að hann gat við henni barn. Er Grýla kömst að þessu, varð hún æf og rak stúlkuna burt með son sinn. Leppalúða var þetta þvert um geð. Gaf hann mæðginunum ey- land, þar sem þau höfðust við í 12 ár, en þá lézt Lúpa. Bjó Skröggur einn í eyjunni í 3 ár, en þá bar þangað álfakonung, sem tók Skrögg til sín og kenndi honum galdra og ýmsar listir. Álfakonungur átti dóttur, er Skjóða hét, Og unnust þau Skrögg ur hugástum. En þegar Skrögg- ur bað álfakonung um hönd Skjóðu, varð hann hinn reiðasti og vildi ekkert af ráðahagnum vita. Nam Skröggur þá Skjóðu á brott, Og settust þau að í Eyr- arhyrnu, fjalli hjá Hallbjarnar- eyri í Snæfellsnessýslu. Þar eign uðust Skröggur Og Skjóða 22 börn, en þau létust öll, fyrst 15 og síðan 7 úr bólunni. Lagðist Skjóða þá í rúmið og stóð ekki upp framar, en Skröggur tók að betla. Af kvæðum þeim, sem ort hafa verið um þessa skuggalegu fjöl- skyldu, eru Grýlukvæðin lang flest. Tíðkast þar litríkar lýsing- ar á kellu eins Og t. d. í þessum parti úr Grýlukvæði eftir séra Bjarna Gizurarson í Þingmúla (1648—1712): Hlustið þið til hýr börn, hvað ég kann að tjá: Trölla móðir tólfræð trýtir nú hjá; sitjið þið siðlát, segi ég ykkur frá, þríhöfð þjófs dóttir þessi’ er að sjá, faxmikil flagðkonan flugþykk og há, augun lík't sem eldshnettir, eyrun sem gjá, kinnarnar sem kýrvömb kolsvört og grá kann ég ekki að kynna ykkur kjaptinum frá, geingur fram úr grönunum gufan helblá, túngan er sem teigs vídd og tekur bringu á, hefir keng á herðum sér, hærra þó en múlann ber, breiðskeggjuð, biteggjuð, beisklunduð flá, varaflegin flórsokka, flekkótt og grá, klettaþöllin krumfengin, kroppar í skjá, kartnögluð, kviðmikil, keingbogin lá, hefur maga hrisvaxinn, harðan sem gljá. Kvæði þetta er miklu lengj’a, og segir frá viðskiptum Grýlu við mennska menn eins og flest Grýlukvæðin. Eins og sjá má af kvæðinu hef- ur Grýlu verið lýst all ferlegrL í flestum Grýlukvæðum er brýnt fyrir börnum að vera hlýðin for- eldrum sínum, og helzt fyrir jólin, því að þá er Grýla mest á ferli. í þeim er einnig sagt frá ferðum Grýlu til mannabyggða og viðskiptum hennar. Var hún stundum svo harðskeytt, að menn urðu að kaupa hana með hesta- skrokkum, kindum o. fl., til þess að hún tæki ekki góðu börnin. Svo gráðug var hún. Eitt elzta Grýluikvæðið, sem geymzt hefur, er eftir Guðmund Erlendsson á Felli í Sléttuhlíð (d. 1670). Það hefst á því, að Grýlu er lýst. Síðan segir frá einni af ferðum hennar til manna byggða. Er stiklað á efni kvæðis- ins hér á eftir. Grýla er grá um hálsinn og hlakkar eins og örn. Helblá augu hefur hún í hnakkanum og horn eins og geit. Eyrun lafa niður á axiir Og ná fram á nef. Hár hennar er eins Og flókin iill, Og á hökunni hefur hún skegg, sem er álíka frýnilegt og nær nið ui á fætur. Tennur Grýlu eru eins og ofnbrunnið grjót. Eitt sinn fyrir jólin fór Grýla til mannabyggða til að verða sér úti um börn í jólamatinn. Á fyrsta bænum, sem hún kom á fór hún í fjósið. Fólkið var búið að tendra jólaljósin og farið að syngja jólasálmana. Þoldi Grýla hvorki að hlusta á sönginn né sjá ljósin og hafðist því við i fjósinu. Er húsmóðir kom út i fjós, spurði Grýla hana, hvort ekki væru ódæl börn á bænum. Kvað húsmóðir nei við og sagði, að sín börn væru hvorki ódæl né hyskin og þau fengi Grýla ekki. Varð Grýla þá döpur og reyndi að vekja samúð húsfreyju með því að kvarta um hungur, gaf húsfreyja henni þá fisk og ýms- an úrgang. Grýla át það, en ekki var hún ánægð. Hún vonaði, að börnin á bænum væru ekki allt- af jafn þæg og beið því nokkra daga í fjósinu tli að hlera eftir örgi og óhljóðum. En börnin létu ekkert til sín heyra, lærðu það, sem þeim var sagt og hjálpuðu til við undirbúning jóianna, Grýlu fór_ því að leiðast þófið, og hélt hún þá á aðra bæi, eu Frh. á bls. 4S Launsonur Leppalúða Skröggur og móðir hans Lúpa. Grýla og seinni maður hennar, Leppalúði. Grýla varð döpur og reyndi að vekja samúð húsfreyju n?,eð því að kvírta um hungur. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.