Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 31 Jólasaga eftir Elinborgu Ldrusdóttur É G man vel eftir jólunum veturinn, sem ég var hjá Sveini járnsmið og Sigríði konu hans. ‘ Þau áttu lítið snoturt einbýlis- hús, en smiðjan var bak við húsið. Þár var gott að vera, og þar ríkti friður og eining. Þau áttu aðeins eina dóttur svo að ekki var arg í krökkum á heimihnu. Telpan hét Ásrún. Hún var ágætisbarn, en dálítið óvenjuleg og mjög þroskuð eft- ir aldri, aldrei ofsa glöð og ekki með fýlu eða reiði, þótt eitthvað amaði að. En það var fátt, sem varpaði skugga á æsku á'r hennar. Hún var einkabam foreldra sinna og eftirlæti allra á heimilinu. í smiðjunni var hún tíður gestur. „Það er eins og sólin sjálf sé á ferð er hún kemur inn“ sagði faðir hennar einu sinni. Móður hennar líkaði illa að hún væri þar. „Vélarnar eru svo hættulegar og svo óhreink- ar hún fötin sín“, sagði hún. Nokkru fyrir jól hófust jóla- annir. Við tókum niður glugga- tjöld og gerðum gluggana hreina. Ásrún fylgdist með því, sem gerðist. Hún vildi hjálpa til, en var of ung, aðeins 9 ára, en margan snúning tók hún af okkur. Á eftir húshreingerningunni kom jólaþvotturinn. Ásrún vildi þvo líka af brúðunni sinni. „Hún á ekkert hreint til að klæðast í. Það er allt óhreint“, sagði Ásrún og brosti. Ásrún átti stóra gamla brúðu. Sú var ekki smáfríð enda öll skrámuð. Nefið var brotið að framan svo að nasa- holurnar göptu við. „Hún varð fyrir hræðilegu Slvsi, vesalingurinn", sagði Ás- rún og strauk um vanga henn- ar eins og hún væri að gæla við lifandi barn. „Hentu henni í ruslatunnuna. Hun er rétt til þess“, sagði ég. „Nei, það geri ég aldrei. Ég Elínborg Lárusdóttir ætla að eiga hana alla ævi og hlynna að henni. Eins og þú sérð, er hún hálfgerður sjúkl- ingur, eins og margir verða, sem slasast. Sjáðu, ég held, að hún finni og skilji hverjir vilja henni vel og hverjir ekki. Nú er hún stórmóðguð við þig“. Svei mér ef mér sýndist ekki brúðu skömmin gretta sig fram- an í mig. Mér stóð stuggur af henni. „Sjáðu, nú breytir hún um svip“. Ásrún færði hana aðeins til. Nú virtist bros færast yfir hina köldu, afskræmdu ásjónu, bros, sem beindist að Ásrúnu en ekki mér. Ég sneri mér undan. „Hún hét upphaflega Katrín. En er vinkona mín dó, sem var á sama aldri og ég, breytti ég nafninu. Nú heitir hún María eins og vinkona mín hét. Ég held, að henni líki nafnið bara vel“. „Þó það nú væri“, sagði ég. „Hét ekki móðir Jesús María?“ „Svo hefur manni verið sagt“, sagði ég. „Hún hefur auðvitað verið góð kona“, hélt telpan áfram. „Áreiðanlega", sagði ég. „Það heita víst allar Maríur eftir henni“, sagði hún. „María er að minnsta kosti gott nafn“, sagði ég. Þegar við höfðum gengið frá þvottinum var tekið til við jólabaksturinn. Ásrún ræddi þá margt við, mig, einkum ef við vorum einar í eldhúsinu. Hún fékk að baka litlar kökur handa brúðunni sinni. Laufa- brauð var bakað. Hún skar út stafi og rósir í kökurnar og fórst það vel úr hendi. „Pabbi vill alltaf fá laufa- brauð á jólunum. Það bjó amma til. Hann kenndi mér að gera þetta svona. Ég heiti eftir föð- urömmu minni. En mér þykir nafnið mitt ekkert sérlega fal- legt“. „Þú getur bara skipt um nafn“, sagði ég, sem datt brúð- an í hug. „Nei, það get ég ekki. Pabba mundi þykja það leiðinlegt. Svo var amma fjarska góð við mig meðan hún lifði“. „En hvaða nafn kysirðu, ef þú mættir velja?“ „María“. „Þess vegna hefirðu breytt um nafn á brúðunni", sagði ég. „Nei, vinkonu mína langaði til þess að hún bæri hennar nafn. í hvert sinn og þú heldur á henni muntu minnast mín, sagði hún. Þess hefði ekki þurft með — því að henni gleymi ég aldrei. Auðvitað vildi ég gleðja hana með þessu. Við vorum alltaf saman. Síðan hún dó á ég enga vinkonu". Ég vissi að Ásrún var lítið með jafnöldrum sínum. Það var aðeins ein telpa, sem stundum kom til hennar. Seinna sá ég að þar gegndi Ásrún eins konar líknarstarfi. Krakkarnir höfðu telpuna útundan og voru oft vond við hana. Eitt sinn spurði ég Ásrúnu hvort hún hlakkaði ekki mikið til jólanna. „Jú, þá er allt svo bjart, hreint og fallegt og þá fæddist Jesúsbarnið. Það var nú ekki fallegt að láta hann fæðast í jötu“. „Hann gat nú samt orðið frelsari okkar, frelsari allra manna“, sagði ég. „Mér dettur stundum frelsar- inn í hug, þegar krakkarnir eru vondir við hana G u nnhild i“. „Það er fallegt af þér að vera góð við hana“, sagði ég. Ég vissi að Ásrún átti að fá i ljómandi fallegan kjól, en mig undraði að hún talaði aldrei um kjólinn. „Hlakkarðu ekki til að fá nýjan kjól?“ spurði ég. I „Ekkert, mikið", svaraði hún. „Þú klæðir sannarlega ekki jóiaköttinn“, sagði ég. „Ég á ágætan kjól, og ég kann vel við mig í honum“, jagði hún. „Hann er að verða lítill á Þig“. | „Ég kann langbezt við gömlu kjólana mína“, sagði hún. | „Undarlegt barn“, hugsaði ég. Á Þorláksmessu var soðið .hangiðkjöt og þar með var jóla- j rmdirbúningi lokið. Húsið gljáði af hreinlæti og helgi jólanna ' var að nálgast. Frú Sigríður Var úti mest allan daginn að kaupa jólagjafir. Göturnar voru upp- ljómaðar og karlar og konur | voru á hraðri ferð og gengu j búð úr búð. Veðrið var gott. Himinninn var heiður og stjörn- urnar blikuðu sem skær ljós í blárri hvelfingunni. En hæg gola strauk mjúklega kinn veg- farandans og sveigði trjágrein- arnar í garðinum. Þetta er víst fátækra þerrir- inn, hugsaði ég og rak nefið út í goluna. Gamla fólkið sagði, að hann kæmi alltaf á Þorláks- messu. Hann væri eingöngu gerður handa fátæklingunum þeim, sem væru svo aumir að þeir ættu ekki til skiptanna. Ég fór að hugsa um, hve dá- samlegt væri að jólin bæru að á hinum dimmu dögum skamm- degisins þegar kaldast er og mennirnir þarfnast birtunnar og ljóssins. Járnsmíðanemarnir borðuðu I Trésmíðavélar Útvegum frá ARTEX, Ungverjalandi allskonar trésmíðavélar, með stuttum afgreiðslufresti. Bandsagir Þykktarhefla Hjólsagir Kombineraðar vélar Slípivélar Borvélar Afréttarar Fræsarar Kynnið yður verð og fáið myndalista ásamt tækni- legum uppiýsingum hjá umboðsmönnum, EVEREST TRADING COMPANY Garðastræti 4 — Sími 10090 Meðal annars utvegum við: V-rá / /• ram,an,ou íöacL I um, Við höfun. undanfarið hafist handa um að flytja inn listiðnað framandi og fjarlægra kynþátta — og getað boðið gripi, sem sjaldséóir hafa verið hér á landi. Við höfum þannig boðið viðskiptavinum okk- ar kínverskt smelti og fílabein, indverskt málmsmíði, -tréskurð frá Afríku og styttur frá Haiti, — allt verk háþróaðrar handiðn- ar og listræns smekks. Með þessu höfum við orðið við óskum margra um nýstárlegra og fjölbreyttara úrvals Lstmuna og gjafavarnings. Nú um þessi jól hafa því fjölmörg heimili verið prýdd fögrum og framandi grip, sem sett hefir svip sinn á heimilið og mun gleðja augu jólagesta. Við munum halda áfram — eftir því sem föng eru á — að leita fagurra gripa meðal fiarlægra þjóða, til að bjóða við- skiptavinum okkar. ( ^ Jafnframt munu verkstæði okkar, svo sem hingað til, leggja stund á gerð smekklegra og frumlegra skartgripa — en viðfangs- efni verkstæðanna er eirimitt listsmíði í gulli, silfri og dýrum steinum. d! líecý ýo í? tf -f ' -i K-julíómioir — urómLÓir jön Slpmunbsson Skortyripaverzlun 7 ^jrajur jnpur er œ til yndis með okkur á aðfangadagskvöld. Eftir kvöldverðinn gengum við Ásrún frá í eldhúsinu. Hjónin fóru inn í dagstofuna til þess að kveikja á jólatrénu og raða jólabögglunum umhverfis tréð. Þegar því var lokið gengum við öll í kring um jólatréð og sung- um jólasálmana. Ásrún litla var mjög falleg þetta kvöld. Ljós- gylltu lokkarnir hennar liðuð- ust niður á mitt bak. Hún var rjóð í kinnum og skipti vel lit- um, augun stór, dimmblá og alvarleg. Hún horfði með ódul- inni aðdiáun á jólaljósin, sem blökktu á trénu. Ég held að hún hafi lagt dýpri skilning í jólaathöfnina en vænta mátti af svo ungu barni. Frá foreldrum sínum fékk Ásrún stóra brúðu í skínandi klæðum, með gyllta ennisspöng á höfðinu. Það var nú einhver munur að sjá hana eða gömlu brúðuna alla skælda og skrám- aða. Ásrún hafði komið niður með hana og sett hana í sóf- ann í stofunni og þar sat hún eins og illa gerður hlutur í við- hafnarsæti. Ásrún handlék brúðuna og brosti en lét þó ekkl í Ijós neinn sérstakan fögn uð. En er ég gaf henni lítinn postulínshund og lítinn kött af sömu gerð varð hún mjög glöð. „Mig vantaði þetta handa Maríu. Hana hefur alltaf langað til að eignast húsdýr“, sagði hún og hljóp með þau til hennar. „Hérna hefurðu varðhund og hérna er kisa litla. Nei, sjáið þið, María ætlar að fara að gráta“. Foreldrar hennar hlógu, en mér sýndist sem viprur færu um óhugnanlegt andlit brúðunn ar. Hún deplaði augunum eins og hún væri að fella tár. Ásrún hagræddi henni og lét húsdýrin sín hvoru megin við hana. Seint um kvöldið, er ég hafði lokið störfum í eldhúsinu, sagði frú Sigríður: „Við skulum ganga inn til Ásrúnar og vita hvort hún er sofnuð". Við læddumst inn í herbergið. Nýja brúðan lá á grúfu til fóta og virtist ekki fara vel um hana. Ásrún var sofnuð. Hún lá á bakið og hélt gömlu brúðunni fast upp að sér. Mér sýndist gamla brúð- an bæra skorpnar varirnar og glotta sigri hrósandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.