Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8
32 MORGUNBT. 4 ÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 STALDRAÐ VIÐ HJÁ ODDVITANUM fengust aSeins 80 hestar af tún- inu fyrsta árið, í einmuna gras- æri. Litlu seinna kváfentist hann í annað sinn, Kristínu Jósefsdóttur frá Holti í Landeyjum, ágætri konu. \ Áður en faðir minn hóf bú- skap, hafði hann dvalið í Noregi og kynnzt norskum búnaðarhátt um. Hann lét því þurrka fúa- mýrarnar, girti landið, ræktaði tún og reisti hús. Hann breytti þessu.smákoti í stórbýli löngu áð ur en nokkrar skurðgröfur og traktorar komu til sögunnar. Hann unni ræktun Og kunni að rækta. Og fjármagn til fram- kvæmda kom eingöngu frá búinu sjálfu. Hér var ávallt margt fólk í heimili. Þá var ekki verknám í bændaskólunum og komu því margir ungir menn til pabba til að læra að fara með plóg og valla var lagður 1930 og opnaður fyrir þjóðhátíðina. Þá var ein- stefnuakstur austur og mikil um- ferð. Allt fólkið hér á Blikastöð- um fór á þjóðhátíðina. Pabbi og mamma og allt starfsfólkið á bú- inu fór fyrsta daginn, en við krakkarnir vorum skilin eftir heim.a til að gera það sem gera þurfti. Eg man hvað við vorum hrædd um að fólkið mundi skemmta sér svo vel að það kæmi ekki heim fyrr en hátíðin væri búin og við misstum af öllu saman. En við vorum svo hepp- in að fyrstu nóttina gerði hríð. Það var mikið af 'útlendu starfs- fólki hér. Það fékk nóg áf kuld anum þessa einu nótt og kom heim strax daginn eftir, svo við gátum farið. 4 Gott að búa á æskustöðvunum. — Hvað eruð þið búin að búa HVÍT SNJÓBREIÐA lá yfir Mos- fellssveitinni, vindurinn hafði skafið Esjuna, svo form hennar komu fagurlega út og á vestur- himninum var roði að taka við af kuldalegum blámanum síðdeg is desemberdag einn fyrir skömmu, er ég ók þangað upp eftir og sveigði inn á afleggjar- ann að Blikastöðum. Ofan frá veginum ber mest á útihúsum með þremur burstum, en þegar ekið er í hlað, blasir við stórt og myndarlegt steinsteypt íbúðar- hús. Erindi mitt að Blikastöðum var að hitta að máli húsfreyjuna, Helgu Magnúsdóttur, oddvita Mosfellssveitar, einu konuna sem gegnir oddvitastarfi á íslandi, að ég taldi. — Það er misskilningur, sagði Helga, er ég hafði orð á þessu. Frú Auður Auðuns hefur gegnt oddvitastörfum í Reykjavík í mörg ár og það er ekkert smá ræðis verkefni. Hún hefur sinn framkvæmdastjóra, borgarstjór- ann, en það höfum við að sjájf- sögðu ekki hér í Mosfellssveit- inni, bætti hún svo við. Þess vegna falla undir oddvit- ann í Mosfellssveit allar útvegan ir og öll fjármál í sambandi við myndarlega skólahúsið, sem er í byggingu á Varmá og tekið var að hálfu í notkun í haust, og sundlaugina, sem nú er verið að byrja á, svo sem aðrar fram- kvæmdir í þessu yfir 700 manna byggðarlagi. — Ef góð eining er um hlutina, Þá er þetta ekki svo mikið, segir Helga. Og það er góð, samvinna hér í hreppsnefndinni og einníg við nágrannahreppina, svo odd- vitanum er alls staðar vel tekið, þar sem komið er að reka erindi hreppsins. Aldrei að hika. — Hvernig stóð á þvi að þú, hiúsfreyja á stóru búi, gerðist odd viti? — Eg hefi alltaf unnið mikið að félagsmálum, gekk í Ungmenna- félagið 13 ára, síðan í Kvenfélag- ið og varð formaður þess og einn ýg Kvenfélagasambands Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Hér eru félagsþroskaðar og dug legar konur. Þær vildu svo fá honu í hreppsnefndina og ég lenti í því. Líklega liggur samt meira á bak við þetta en Helga vill vera láta. Ætli góðir hæfileikar og Hndirbúningur undir slíkt starf hafi ekki kornið við sögu, engu *íður en konurnar í Kvenfélaginu Sem ung stúlka fór Helga til Dan merkur og var í ár á verzlunar- •kóla, til að búa 3>M. undir skrif- Hjónin á Blikastöðum, Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir, hafa urn 80 nautgripi i fjósi. — Ljósm.: ÓL K. Ma«. stofustörf. Er hún kom heim, fór hún að vinna hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, færði mjólkurreikn ingana. Og svo fluttist hún með mjólkinni til Mjólkurstöðvarinn- ar og hafði skrifstofuhaldið þar til 1941. I skrifstofuherberginu á Blikastöðum standa nú tvö skrif borð, öðru megin borð húsbónd- ans, Sigsteins Pálssonar, hinum megin húsfreyjunnar með ritvél á og bókhaldsbókum. — Ef þú hefðir ekki gifzt og flutt í sveit, þá hefir þú senni- lega orðið íramkvæmdastjóri í stórfyrirtæki, verður mér að orði. — Nei, það hefði ég aldrei lagt út í, svarar Helga um hæl. Það hefði ekki átt við mig. Og eftir nokkra umhugsun, bætir hún við. — Það er allt öðru vísi að rækja þjónustustörf, vera ekki með sitt eigið fé. Eg held að maður hugsi betur um annarra fé. — Er þá ekki hræðslan við að leggja fram annarra fé dragbítuf á framkvæmdir? — Eg hef óbifanlega trú á æðri handleiðslu. Og þessvegna hika ég eg aldrei — eða yfirleitt ekki. Það er sagt að hika sé sama og tapa óg því er ég sammála. Sjálf sagt er að reyna að athuga sinn gang, en sjái maður sér fært að gera hlutinn, má ekki hika, því þá er tækifærið oft gengið úr greipum. Breytti smákoti í stórbýli. — Þú ert héðan úr Mosfells- sveitinni Helga, er það ekki? — Eg er eiginlega Húnvetning ur. Faðir minn var sonur Þorláks Þorlákssonar og Margrétar Jóns- dóttur frá Undirfelli í Vatnsdal. Þau bjuggu í Vesturhópshólum. Móðir mín var Marsibil Jónsdótt ir frá Hrísakoti á Vatnsnesi. Eg veit að hún var dásamleg kona, en hún dó þegar ég var tæpra tveggja ára. Við vorum fjögur systkinin, en elzta systirin og litli bróðir minn voru einnig köll uð burt. Faðir minn stóð þá einn uppi með tvær telpur á öðru og þ.-iðja ári. Þá fluttist hann suður á land og keypti Blikastaðina. Þetta var þá talið smákot, enda herfi, þurrka og rækta jörðina. Þá var oft glatt á hjalla, þegar allt þetta unga fólk var á heim- ilinu, ball á hverju kvöldi. Reykjavík teygir sig upp í sveitina. — Þú hefur þá nær alla tíð verið í sveit, en þó aðeins 13 km frá miðbænum í Reykjavík. — Já, ég hefi séð Reykjavik teygja sig upp í sveitina og nú nær bæjarlandið hér upp undir Blikastaði. Þegar ég Var að alast upp, fórum við í bæinn ríðandi með kjólinn í töskunni fyrir aft an okkur eða þá við ókum í listi kerru eftir að vegurinn kom. Við stungum hestunum inn hjá Ingv ari Pálssyni, sem verzlaði á Hverf isgötu 49 og skiptum um föt' þar, því hann var kvæntur mömmu- systur minni. í þá daga gengu stúlkur ekki »m í síðbuxum, eins og nú er, til mikilla þæginda. Við hlupum hér um forarmýrarn ar í hálfsíðum pilsum. Það er ekki aðeins Reykjavik, sem hefur tekið miklum breyting um á þessum tíma. öll Mosfells- sveitin hefur einnig breyzt gífur lega. Þegar ég var að alast upp, var hér mikið um mýrar og mela börð. Upp úr 1920 var farið að rækta og nú er megnið af sveit- inni orðið ræktað tún. Það breyt ir ekki svo litlu. — Þá hefur ekki verið eins mikil umíerð hér fyrir ofan og nú, þegar allir aka hjá, sem fara norður í land eða austur Þing- vallaveginn? — Nei, nýi vegurinn til Þing- lengi á Blikastöðum? — Við tókum við 1942, þegar pabbi dó. Eg giftist manni, sem vildi búa og það er yndælt að fá aðstöðu til að búa á æskustöðv- um sínum. Annars hefði ég getað hugsað mér að vera hvar sem við hefðum haft viðfangsefni. Og ég er þeirrar skoðunar að konan eigi að fylgja manni sínum. Það er hann, sem á að vinna fyrir heimilinu og gengur ekki að draga hann frá þeim störfum, sem hugur hans stendur til. Ekki svo að skilja að ég hefði kosið annað. Hugur minn hneygðist einmitt til búskapar. Mér finnst búskapur ákaflega lifandi starf og ég hefi gaman af dýrum —. jafnvel hænsfuglunum. í raun- inni er gaman að öllum skepn- um, sem hægt er að hæna að sér, segir Helga og lítur fram að glerhurðinni. Hinum megin stendur seppi hennar og setur skottið í gang um leið og hann verður þess var. Við sitjum í stórri setustofu með glugga í vestur, þar sem blasa við Sundin og sér til Snæ- fellsjökuls í björtu veðri. Þar innar af er stór borðstofa og hin- um megin við ganginn nokkurs konar baðstofa, þar sem fólkið heldur sig mest daglega, og við Jangan gang nokkur svefnher- bergi. Á hæðinni er líka gott eld- hús með búri, útbúnu stórum og góðum ísskáp. Á neðri hæðinni er íbúð fjósamannsins og her- bergi fyrir annað starfsfólk. — Húsið er eiginlega orðið of stórt 1 fyrir okkur, segir Helga, Á BLIKASTÚÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.